Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Blaðsíða 15
Helgarblað 14. júlí 2017 fréttir 15 É g ætla ekki að kæra niður­ stöðuna. Ég er sátt núna.” Þetta segir Dayna Alves en hún ásakaði, fyrir hönd móður sinnar, Önu Mariu Alves, lækni á Læknavaktinni í Kópa­ vogi um meint læknamistök sem hún segir að hefðu getað kostað móður hennar lífið. Atvikið átti sér stað í nóvember 2016 en þá yfirsást heimilislækninum sem skoðaði Önu þrír blóðtappar í fæti hennar. Dayana kvartaði í framhaldinu til Embættis land­ læknis vegna meintra mistaka við veitingu á heilbrigðisþjón­ ustu hjá Læknavaktinni. Þann 29. júní síðastliðinn fékk hún loks fullnægjandi svar við kvörtun­ inni. Niðurstaða Birgis Jakobs­ sonar landlæknis í málinu er sú að mistök hafi átt sér stað. Fótleggurinn bólgnaði Forsaga málsins sem DV fjallaði um í lok febrúar 2017 er sú að Ana Maria Alves sem er búsett í Bras­ ilíu, hafði dvalið hjá dóttur sinni, Dayönu Alves og tengdasyni, Knúti Einarssyni, í tæpa þrjá mánuði þegar annar fótleggur hennar byrj­ aði að bólgna fjórum dögum áður en hún átti flug aftur heim til Bras­ ilíu. Bólgan og verkirnir stigmögn­ uðust með hverjum deginum sem leið. Kvöldið áður en Ana átti að mæta í flug fóru þær Dayana á Læknavaktina í Kópavogi þar sem þær vildu fullvissa sig um að Ana væri nógu heilsuhraust til að fara í flugferðirnar fjórar sem hún átti bókaðar í til að komast til síns heima í Brasilíu. Læknirinn sem tók á móti Önu á Læknavaktinni mældi blóðþrýsting og gaf henni parkódín vegna verkja í fæti. Ekki var minnst á að hún gæti verið með blóðtappa. Þá var hún heldur ekki send í frekari rannsóknir. Önu var heldur ekki ráðlagt að fresta flugferðinni en læknirinn ráðlagði henni hvernig ætti að fyrirbyggja blóðtappa. Ferðaðist til Brasilíu Önu beið 30 klukkustunda ferðalag morguninn eftir. Strax í fyrstu flugferðinni jókst bólgan í fætinum. Þegar hún komst loks á leiðarenda var fót­ urinn orðinn svo stokkbólginn að Ana gat með engu móti stig­ ið í hann. Henni var samstundis ekið á sjúkrahús þar sem brasil­ ískir læknar fundu þrjá blóð­ tappa í fætinum. Þeir segja kraftaverk að Ana skyldi lifa ferðalagið af. Dayönu og Knúti var mjög brugðið þegar þau heyrðu hversu alvarleg veikindi Önu voru. Í framhaldinu lögðu þau fram formlega kvörtun til Embættis landlæknis. Fyrsta svarið sem þau fengu frá emb­ ættinu, í febrúar 2017, var að þeirra mati ófullnægjandi. Þau héldu fast við að málið væri skýrt dæmi um grafalvarleg læknamistök. Því öfluðu þau sér frekari gagna í málinu sem var í framhaldinu tekið til endur­ skoðunar. Gerði ekki nóg Niðurstaða í málinu sem er dagsett þann 29. júní síðast­ liðinn, er sú að læknirinn sem tók á móti Önu á Læknavaktinni þann 20. nóvember 2016 hafi ekki gert nóg fyrir hana. Í áliti landslæknis vegna kvörtunar­ innar segir meðal annars: „Alþekkt er að blóðtappa­ áhætta er mjög aukin í löngum flugferðum og því meiri sem flugið er lengra. Hér var um að ræða fyrirhugað flug til Brasilíu með allmörgum millilending­ um. Bjúgur og bólga á öðrum ganglim, en ekki báðum, bendir mjög sterklega til aukinnar áhættu á blóðtappamyndun. Ekkert verður afráðið um það hvenær blóðtappamyndun hafi átt sér stað, hvort það var fyrir eða í umræddri flugferð.” Niðurstaða landlæknis í mál­ inu var því sú að rétt hefði verið að vísa Önu til frekari rannsókna á ganglim áður en samþykkt hefði verið að hún færi í svo langa og erfiða flugferð. Sátt við niðurstöðuna Þá segir landlæknir að honum sé kunnugt um þau þröngu mörk sem sjúklingafjöldi og tíma­ skortur setur vinnu á Læknavakt­ inni. Samt sem áður verði að gera þá kröfu að læknar þar geti greint alvarlega sjúkdóma á byrjunar­ stigi og gripið til viðeigandi ráð­ stafana. Því telur landlæknir að lækninum hafi orðið á mistök. Blaðamaður DV náði tali af lækninum sem kveðst lítið geta tjáð sig um málið. Hann harmar mistökin. Að sama skapi segir hann að möguleikinn á að svona mistök geti gerst sé alltaf fyrir hendi. „Þetta er í sjálfu sér ekki auðveld greining. Margir koma með bjúg á fótum og yfirleitt er ástæðan annars eðlis en blóðtappi.” Dayana er sátt við niðurstöðuna í málinu. Hún ætlar ekki að kæra málið og vonast til þess að það verði til þess að lækn­ ar vandi sig betur í fram­ tíðinni. „Það er fáránlegt að fara til læknis og fá ekki almennilega skoðun. Mamma mín hefði getað dáið. Þetta fór vel að lok­ um og mamma hefur það fínt í dag. Það skiptir mig mestu máli.” n „Ég er ekki lengur reið“ n Landlæknir viðurkennir læknamistök á Læknavaktinni sem áttu sér stað í nóvember 2016 n Gaf grænt ljós á 30 klukkustunda ferðalag þrátt fyrir einkenni sem bentu til blóðtappa í fæti Kristín Clausen kristin@dv.is Dayana Alves Sættir sig við niðurstöðuna. MynD DV ehF / SiGtryGGur Ari Ana og Dayana á flugvellinum Átti orðið erfitt um gang eftir fyrsta flugið. UM BR OT SM AÐ UR DV leitar að umbrotsmanni í 100% starf. Starfið felst í umbroti á DV auk annara blaða Vefpressunnar ásamt auglýsingagerð fyrir prent og vefi fyrirtækisins. Hún/Hann þarf að geta hafið störf 1. ágúst nk. ATVINNA UMSÓKNIR BERIST Á UMBROT@DV.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.