Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Blaðsíða 22
22 Helgarblað 14. júlí 2017fréttir Í viðtali DV við Kristinn Kristmundsson versl- unareiganda þann 10. júlí var rakin saga svip- legs dauða kattarins Diddu árið áður. Krist- inn, sem oftar er kallað- ur Kiddi Vídeofluga, var þess fullviss að nágranni hans hefði skotið köttinn til bana en hinn meinti banamaður var hins vegar sýknaður í héraðs- dómi. Kiddi gaf lítið fyr- ir þá niðurstöðu og var enn sannfærður um að nágranninn hefði skot- ið Diddu með riffli út um svefnherbergisgluggann hjá sér þegar kisi var að klifra upp í tré hjá honum. Eða eins og Kiddi orðaði það við DV: „Ekki skaut hún sig sjálf“. Söknuður Kidda var mikill og var hann ákveðinn að láta stoppa Diddu upp. Það verk hafði þó taf- ist nokkuð og þegar viðtalið var tekið hafði hann geymt Diddu inni í ís- skáp í rúmt ár. Rúmum tveimur árum síðar tók DV aftur viðtal við Kidda og þá var Didda enn á sínum stað, óuppstopp- uð, en þá viðr- aði Kiddi þá hugmynd sína að láta klóna Diddu. Að vísu meira í gríni en alvöru. fyrir 10 árum n Birgitta mótmælti n Rúnar Þór sýknaður n Didda skotin n Pistorius á Landsmóti UMFÍ föstudagur 13. júlí 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is HPI HELLFIRE RTR 3ja hestafla fjarstýrt torfærutæki. Nethyl 2. Sími 587-0600. www.tomstundahusid.is Nú á lækkuðu verði! Drekkum meira Við keyptum 66 prósent meira af áfengi á fyrri hluta ársins en í fyrra. Matarkaup jókust mikið á sama tíma, eða 16,5 prósent. Þetta kemur fram í tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þar kemur fram að neysla landsmanna jókst verulega í júní miðað við síðasta ár. Þegar leiðrétt hafði verið með hliðsjón af árstíma og verðbólgu kom í ljós að eyðsla landsmanna var nær 17 prósent meiri í síðasta mánuði en í fyrra. Þetta gerist þrátt fyrir að verðlag hafi lækkað um 2 prósent á sama tíma. Fólk kaupir því meira en áður. Skemmdavargar á mótorhjólum Mótorhjólum hefur ítrekað verið ekið um uppgræðsluland í Selsundi á Rangárvöllum. Sama gildir raunar um jarðir í nágrenni Heklu og víða á afréttum. Utan- vegarakstur getur valdið miklum skemmdum á landi. Mótorhjólamennirnir skemma landbætur sem fólk leggur í vinnu og fjármuni í að græða upp en þetta kemur fram á heimasíðu Landgræðslunnar. Eldislax er ekki ástæða þess að seiðum í Elliðaám hefur fækkað: Lax í Elliðaám í lægð Laxastofn Elliðaáa hefur verið í lægð á undanförnum árum. Mikið af eldislaxi gekk í árnar á síðasta ára- tug og var talið að hnignun stofnsins mætti að hluta til rekja til blöndun- ar hans við eldislax. Leó Alexander Guðmundsson líffræðingur rann- sakaði erfðabreytileika laxins í Ell- iðaám og komst að þeirri niðurstöðu að villti stofninn hefði ekki breyst að erfðasamsetningu við þetta inn- streymi. Elliðaár hafa verið gjöfular lax- veiðiár en á síðasta áratug minnkaði laxagangan talsvert. Í meistaraverk- efni sínu rannsakaði Leó erfðabreyti- leika lax í Elliðaánum í tíma og rúmi. „Um tíma var hlutfall eldislax í ánum orðið um 40 prósent eftir að lax af hafbeitar- og kvíauppruna úr eld- isstöðvum við Faxaflóa gekk í þær,“ segir hann. „Menn óttuðust að eld- islaxinn hefði breytt erfðasamsetn- ingu stofnsins í Elliðaám en sú virð- ist ekki raunin.“ Lítil seiðaframleiðsla í efri ám Ell- iðaáa er áhyggjuefni að sögn Leós. „Mögulega orsakast það af samspili margra þátta. Á svipuðum tíma og innstreymi eldislax varð vart greind- ist kílaveiki í villta stofninum. Einnig kom fram nýr þörungur í vatnakerf- inu og mengun er talin eiga sinn þátt í þessari fækkun seiða.“ Vatnakerfi Elliðaáa samanstendur af tveimur efri ám, Hólmsá og Suð- urá, sem renna í Elliðavatn og koma saman í Elliðaá sem rennur úr vatn- inu. „Eitt það merkilegasta sem kom í ljós var að þarna greindi ég einn laxastofn en ekki þrjá aðskilda stofna í ánum þremur,“ segir Leó. Til að sporna við fækkuninni hafa verið tekin seiði undan laxi úr neðri ánni og sleppt í þær efri. „Í því sambandi er mikilvægt að þetta hefur verið greint sem sami stofn- inn. Þannig er vitað að ekki er verið að blanda stofnum,“ segir Leó. Við rannsókn sína skoðaði hann hreist- ursýni af laxi frá 1948 til 2005. „Það hefur engin rannsókn verið gerð á Íslandi þetta langt aftur í tímann á erfðasamsetningu stofns. Rannsókn- in er því allsérstæð.“ erla@dv.is Borgarstjóri veiðir lax í Elliðaám laxaganga í Elliðaám hefur farið minnkandi síðan á síðasta áratug. Bíll og grjót ekki fjarlægt Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði því með úrskurði sín- um í gær að Flugskóla Helga Jónssonar yrði gert skylt að rýma lóð á Reykjavíkurflug- velli svo Fjarðaflug gæti komi þar upp flugafgreiðslu. Vildi Fjarðaflug að Flug- skóla Helga Jónssonar yrði gert skylt að fjarlægja bíl, stór- grýti og aðra muni í eigu skól- ans af lóðinni. Fjarðaflug fékk leyfi frá borginni og Flugstoð- um til að nota lóðina án þess að leyfi til þess hafi fengist frá eiganda lóðarinnar, íslenska ríkinu. Þó leyfi hafi fengist frá fjármálaráðuneytinu eftir þingfestingu málsins var það engu talið breyta. Rúnar Þór Róbertsson var í gær sýkn- aður af ákæru um að hafa smyglað 3,8 kílóum af kókaíni til landsins í Mercedes Sprinter bifreið sem flutt var inn frá Þýskalandi. Jónas Árni Lúðvíksson var sömuleiðis sýknaður af því að hafa í félagi við Rúnar fjar- lægt ætluð fíkniefni úr bílnum og tek- ið þau í vörslu sína með sölu þeirra í huga. Sveinn Andri Sveinsson gagn- rýnir að ódæmdir menn séu settir í fangelsi. Í vitnastúku sagði Rúnar að mað- ur sem hann vildi ekki nafngreina hefði boðið sér bíl upp í skuld vegna iðnaðarstarfa sem hann vann fyrir manninn. Rúnar sá um innflutning bifreiðarinnar og kom hún til lands- ins í nóvember. Í febrúarbyrjun leysti hann bílinn út úr tollinum og flutti hann í nágrenni Þykkvabæjar til við- gerðar. Næsta dag hafði ónefndi mað- urinn samband við Rúnar og spurð- ist fyrir um bílinn. Þegar Rúnar sagði honum frá nauðsynlegum viðgerð- um hafi maðurinn boðist til að útvega mann til verksins og kom á fundi með Rúnari og Jónasi sem höfðu ekki hist áður. Að sögn lögreglu fundu tollverðir kókaínið í bílnum í nóvember. Efninu var skipt út fyrir gerviefni og sérstakt fingrafaraduft sett á pakkningarnar. Fylgst var með bílnum og sími Rúnars hleraður. Mikið fagnaðarefni Í dómssal sagði Jónas að hann hafi frá upphafi vitað af gerviefnunum þar sem ónefndi maðurinn hafi sýnt honum grein í DV frá því 1. desember þar sem kom fram að um 4 kíló af kókaíni hafi fundist í bifreið. Jónas sagðist hafa fjarlægt gerviefnin að beiðni manns- ins og að Rúnar hafi gert það með honum. Það vildi Rúnar ekki kannast við og sagði Jónas hafa verið einan að verki. Hann sagði sig fyrst hafa grun- að að um fíkniefnainnflutning væri að ræða þegar hann var handtekinn næsta dag. Hvorki Rúnar né Jónas vildu nafn- greina óþekkta manninn af ótta um öryggi sitt og barna sinna. Sveinn Andri Sveinsson, lög- maður Jónasar, segir að stöðugleiki í framburði hans hafi skipt miklu. „Dómarinn telur að rannsókn máls- ins hafi ekki nægt til að rengja fram- burð hans sem gekk út á að hann hafi alltaf vitað að þarna var ekki um fíkniefni að ræða. Þessu hélt Jónas fram frá upphafi.“ Hann er ánægður með sýknudóminn. „Þetta er mikið fagnaðarefni og nokkuð rökrétt nið- urstaða. Mér finnst þetta vel saminn dómur.“ Sveini finnst það umhugsun- arefni að sakborningar hafi setið í fangelsi í marga mánuði án þess að vera dæmdir. Rúnar sat í gæsluvarð- haldi í sex mánuði og Jónas í fjóra. „Það þarf að taka á þessari áráttu innan réttarkerfisins að setja alla í gæsluvarðhald. Mér finnst þessi sýknudómur vera skýr skilaboð um að það þarf að endurskoða þessi mál. Ég met frelsið mikils. Menn eiga ekki að sitja í fangelsi nema þeir hafi verið dæmdir.“ Saklausir menn í fangelsi Að mati Sveins á aðeins að láta menn sitja í gæsluvarð- haldi í undantekningar- tilfellum. „Það er talað um að sakborningar séu í gæsluvarðhaldi vegna almanna- hagsmuna. Ég kannast ekki við þann almenning sem vill að brotið sé á sak- laustu fólki.“ Þorsteinn Einarsson, lögmað- ur Rúnars er ánægður með dóminn. „Ég átti von á þessari niðurstöðu. Það er í sjálfu sér ekkert sem tengir um- bjóðanda minn við þennan innflutn- ing, hvorki hleranir lögreglu né ann- að. Hann flutti bílinn vissulega inn en hafði ekki vitneskju um að í hon- um væru fíkniefni.“ Þorsteinn segir að það hafi leikið það mikill vafi á tengsl- um Rúnars við innflutninginn að rök- rétt hafi verið að sýkna hann. Saksóknari krafðist sjö til átta ára fangelsis yfir Rúnari en þriggja til fjög- urra ára yfir Jónasi. Dómurinn hafn- aði því að lagt yrði hald á bílinn og fær Rúnar hann því aftur í hendur. Sakarkostnaður greiðist úr ríkis- sjóði, þar á meðal laun verjenda og aksturskostnaður þeirra. Jónas vildi ekki tjá sig um málið þegar DV náði tali af honum. Ekki náðist í Rúnar við vinnslu fréttarinnar. Erla hlynSdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Kókaín og réttindi sveinn andri sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir að brotið sé á mannréttindum saklausra manna sem látnir eru sitja í fangelsi mánuðum saman. algengt er að óskað sé eftir gæsluvarðhaldi á grund-velli almannahagsmuna en sveinn segist ekki kannast við þann almenning sem kýs að brotið sé á fólki með þessum hætti. Sýknaður af kókaínSmygli og fékk bíl í kaupbæti Sveinn andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir það áráttu hjá stjórnvöldum að láta ódæmda menn sitja í fangelsi á grundvelli almannahagsmuna. rúnar Þór róbertsson Hann var sýknaður af ákæru um smygl á nærri fjórum kílóum af kókaíni. Rúnar Þór Róbertsson var þann 12. júlí sýknaður af ákæru um að hafa smyglað 3,8 kílóum af kókaíni til landsins í Mercedes Sprinter-bifreið sem flutt var inn frá Þýskalandi. Við meðferð málsins sagði Rúnar að maður sem hann vildi ekki nafngreina hefði boðið sér um- ræddan bíl upp í skuld vegna iðnaðarstarfa sem hann vann fyrir manninn. Rúnar sá um innflutning bílsins en áður en bíllinn komst í hans hend- ur fundu tollverðir kókaínið og skiptu því út fyrir gerviefni. Í kjölfarið fylgdist lögregla með bílnum og hleraði síma Rúnars. Héraðsdómari taldi hins vegar ekki sannað að Rúnar hefði gerst brotlegur við lög og var sú niðurstaða staðfest í Hæsta- rétti árið 2008. Rúnar krafðist síðar skaðabóta frá ríkinu fyrir að hafa haft hann í gæsluvarð- haldi vegna mál ins n tapaði því máli fyrir Hæstarétti árið 2010. Sama ár vann hann hins vegar ærumeiðing rmál gegn Erlu Hlynsdóttur, vegna um- fjöllunar hennar um málið í DV, og fékk dæmdar miskabætur. Þeirri niðurstöðu sneri Mann- réttindadómstóll Evrópu að vísu nýverið. Í millitíðinni, eða árið 2009, var Rúnar dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir þátt sinn í hinu svokallaða Papeyjarmáli. RúnaR ÞóR RóBeRtsson sýknaðUR aF kókaÍnsMygLi - DV DRegið FyRiR DóMstóLa Þann 10. júlí stormaði Birgitta Jónsdóttir, núverandi þing- kona og þáverandi mótmælandi og Íslandsvinur, ásamt fjöld mótmælenda inn í Kringlu a t l að æra b rt illa anda. Að s gn öryggisvarða Kringlunn- ar fylgdu mótmælunum gríðar- leg læti og þurftu þeir að hafa sig alla við að koma fólkinu út úr verslunarmiðstöðinni. Líkti einn þeirra ástandinu við átaka- svæði í Miðausturlöndum og lét hafa eftir sér að mótmælendurn- ir hafðu hagað sér eins og vitleys- ingar. Þannig klæddi ein mótmæl- andinn sig upp sem p e t og hóf mikla ldræðu um stóriðjustefnu á Íslandi og vildi særa út illa anda auðvaldsins. Sjálf sagðist Birgitta hafa hlegið að hamaganginum enda hafi mótmælendurnir ekki vilj ð ne num illt, aðeins viljað vekja thygli á stóriðjustefnu stjórn- valda. Öryggisverðir, og væntanlega gestir Kringlunnar líka, vissu ekki sitt rjúka di ráð enda áttu þeir erfitt með að sjá hvernig ver lunarmið- stöðin Kringlan te gdist stóriðju- stefnu. „Maður varð ansi sveittur eftir átökin“ lét einn öryggisvarð- anna hafa eftir sér í spjalli við DV um atvikið. Læt Í B R ittU Varahlutirnir sem Guðmundur Gísli Viktorsson, tvítugur Reykví k- ingur, keypti í bílinn sinn kostuð u ein ngis þriðjung þess sem um - boðið hafði gefið upp sem verð fyr ir varahlutina. Ástæðan var sú að han n keypti þá á netinu. Þegar varahlu t- irnir voru komnir hingað og búið a ð borga af þeim tolla og gjöld kostuð u þeir 48 þúsund krónur. Hjá umbo ð- inu hefðu þeir hins vegar kostað u m 160 þúsund krónur. „Mig vantaði kúplingssett í bílinn minn, Dodge Stratus árgerð 200 2, þetta eru þrír hlutir pressa, disk ur og lega,“ segir Guðmundur Gísli. „É g hringdi upp í Ræsi sem er með um - boð fyrir Dodge á Íslandi og spur ði þá hvað kúplingssettið kosti. Maðu r- inn þar tjáði mér að þeir ættu þet ta auðvitað ekki til á lager en þeir bu ð- ust til að panta þetta fyrir mig. Þet ta er auðvitað umboðið og þeir eiga a ð sjá um þetta fyrir mann. Ég var hin s vegar ekki ánægður með verðið se m þeir nefndu við mig. Þeir vildu fá u m 70 þúsund fyrir pressuna, um 60 þú s- und fyrir diskinn og 30 þúsund fyr ir leguna. Þetta var því um 160 þúsun d allt í allt,“ segir Guðmundur. Guðmundi fannst það heldur mikið og var ekki ánægður með þet ta boð Ræsis. „Ég fór bara á netið sjá lf- ur og fann þetta sama stykki hjá fyr ir- tæki í Bandaríkjunum sem sér um a ð breyta svona bílum, gera þá aflme iri og fleira. Þeir áttu kúplingsettið til og hjá þeim kostaði það 26 þúsun d krónur. Ég ákvað því að flytja sett ið inn og með öllum innflutningsto ll- um og gjöldum kostaði þetta 48 þú s- und krónur,“ segir Guðmundur. Özur Lárusson, framkvæmda- stjóri Bílgreinasambandsins, seg ir að til séu dæmi um að fólk hafi key pt varahluti í gegnum netið og þe ir hafi verið ófullnægjandi. „Við v it- um að fólk hefur keypt hluti í geg n- um netið sem ekki passa og kanns ki skemma aðra hluti í bílnum. Marg ar hliðar eru því á málinu. Það er au ð- vitað betra að kaupa varahlutinn f rá viðurkenndum framleiðanda,“ seg ir Özur. miðvikudagur 11. júlí 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIrritstjorn@dv.is Hægt að spara háar fjárhæðir me ð því að kaupa varahluti erlendis frá: Fékk varahlutina á þriðjung af íslensku verði Guðmundur Gísli Viktorsson Nýtt kúplingssett vantaði í þennan dodge Stratus. guðmundur gísli keypti varahlutina á netinu á aðeins 48 þúsund krónur, innan við þriðjung þe ss sem þeir áttu að kosta í umboðinu. „Það var svo mikil öryggisgæsla að það var ótrúlegt,“ segir Birgitta Jóns- dóttir, Íslandsvinur og mótmæl- andi. Fjöldi mótmælenda mætti í Kringluna í gær ásamt predikar- anum Billy og sögðust vilja særa illa anda út úr Kringlunni. Mót- mælunum fylgdu gríðarleg læti og reyndu öryggisverðir að koma fólk- inu átakalaust út. Yfirmaður örygg- isgæslunnar í Kringlunni, Magnús Pálsson, líkir ástandinu við átaka- stæði í Miðausturlöndum. Hann sagði einfaldlega: „Þau höguðu sér eins og vitleysingar.“ Tveir predikarar „Fólk hélt í fyrstu að þetta væri einhver ofsatrúarhópur,“ segir Birgitta hlæjandi um mótmælend- urna sem mættu í Kringluna í gær . Einn mótmælandinn klæddi sig upp sem prest. Hann heitir Snorri Páll Úlfhildarson Jónsson og er tónlistarmaður. Hann leiddi hóp- inn áfram með eldræðu um stór- iðjustefnu á Íslandi og vildi særa út illa anda auðvaldsins. Þá var pred- ikarinn Billy ókominn en hann er atvinnumótmælandi. Ástandið var eldfimt að sögn Birgittu en öryggisverðir brugðust ókvæða við uppátækinu að hennar sögn. Sjálf segist Birgitta hafa hleg- ið að hamaganginum enda vildu mótmælendurnir engum illt. Þeir vilja bara vekja athygli á stóriðju- stefnu ríkisstjórnarinnar. Meinað inngöngu vegna vondrar lyktar „Einn strákur hnakkreifst við ör- yggisvörðinn en honum var mein- að að fara inn í búð því það var svo vond lykt af honum,“ segir Birgitta og hlær. Aðspurð hvort lyktin hafi verið vond segir hún svo ekki vera. Að lokum kom hinn raunveru- legi predikari á svæðið. Þá upphófst mikill hamagangur sem endaði á því að öryggisverðir komu mót- mælendum út um dyr Kringlunn- ar. Í kjölfarið læstu þeir öllum inn- gönguleiðum. Óvægin árás „Ég fæ ekki séð hvernig Kringl- an tengist stóriðjustefnu, húsið var byggt fyrir tuttugu árum og þá var aðeins eitt álver á landinu,“ segir Magnús Pálsson yfiröryggisvörður í Kringlunni. Það er ljóst að hon- um og hans starfsfólki er verulega brugðið. Hann segir að hamagang- urinn hafi verið slíkur að hann líkir því við átakasvæði í Miðausturlönd- um. Hann segir að mótmælendur hafi hagað sér hreinlega eins og vitl- eysingar. En að lokum fór fólkið út átakalaust. Mótmælendur hótuðu að koma aftur að hans sögn en hann svaraði því að þá tækju öryggisverð- ir bara á móti þeim aftur. „Maður varð ansi sveittur eft- ir átökin,“ segir Magnús að lok- um um þennan óvenjulega dag í Kringlunni. TrúaráTök í kringl n i Valur GreTTisson blaðamaður skrifar: valur@dv. is Yfir fimmtíu mótmælendur mættu í Kringluna um hádegisbi l- ið í gær og létu mikið fyrir sér fara. Öryggisverðir áttu í mesta basli með að koma þeim út. Pred- ikarinn Billy kom á svæðið og sagði stóriðjusinnum að iðrast. „einn strákur hnakk- reifst við öryggisvörð- inn en honum var meinað að fara inn í búð því það var svo vond lykt af honum.“ séra Billy klerkurinn kom eins og stormsveipur inn í kringluna og gerði allt vitlaust. Honum var að lokum vísa ð út ásamt fylgismönnum sínum og frelsuðum sálum í kringlunni. Mótmælendur og öryggisvörður andrúmsloftið var eldfimt á meðan mótmælendur sögðust reyna að særa illa anda út úr kringlunni. Magnús Pálsson Yfiröryggisvörð- urinn magnús átti erfiðan dag í gær og sagði að mótmælendur hefðu hagað sér eins og vitleysingar. dV Myndir karl áfram tafir á Þingvallavegi Á Þingvallavegi, milli Skálafells og Gljúfrasteins, verða tafir næstu daga vegna klæðningar. Þetta er gert vegna þeirrar blæðingar sem var í malbikinu í síðustu viku og olli skemmdum á veginum. Um- ferðarþjónusta Vegagerðarinnar hvetur ökumenn til að aka ekki hraðar en á 50 kílómetra hraða á vegarkaflanum sem nú er sérlega varasamur bifhjólamönnum. Vegna vegaframkvæmda má búast við töfum og lokunum víðs vegar um landið. Sólheimavegur verður lokað- ur á milli Stærribæjar og Eyvíkur í dag og á morgun frá klukkan átta árdegis til sjö að kvöldi, og 13. júlí milli klukkan átta og þrjú síðdegis. Lést í umferðarslysi Maðurinn sem lét lífið þeg- ar bifreið hans valt á Öxna- dalsheiði sunnudaginn 8. júlí síðastliðinn hét Þorbergur Gíslason og var til heimilis að Hveramýri 2, Mosfellsbæ. Þorbergur var tuttugu og eins árs gamall, ókvæntur og barn- laus. Tilkynnt var um slysið snemma morguns, en ekki er vitað hvenær það varð. Tildrög þess eru enn óljós og málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Akureyri. Svínað á unglingum Starfsgreinafélag Austurlands hefur lýst yfir áhyggjum sínum með aðbúnað og réttindi unglinga á vinnustöðum. Félagið kemst að því að flestir unglingar vinna með námi og að vinnutíminn sé oft í litlu samræmi við upphaf- legar áætlanir. Þar að auki vinni fjölmargir unglingar á launatöxt- um sem eru undir viðurkennd- um lágmarkslaunum og þeir sæti jafnvel hótunum um uppsagnir sætti þeir sig ekki við launakjör sín. Forsvarsmenn Starfsgreina- félagsins hvetja foreldra til þess að vera á varðbergi og fara vel yfir launaseðla barna sinna. Annar áfangi í umhverfismati Annar áfangi Sundabrautar er nú í málsmeðferð hjá Skipu- lagsstofnun samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. Mat á umhverfisáhrifum fyrir annan áfanga hófst sumarið 2006. Þá voru kynnt drög að til- lögu að matsáætlun og almenn- ingi gafst tækifæri á að koma með athugasemdir. Ýmsar athugasemdir bárust og hefur verið tekið tillit til þeirra í tillögu að matsáætlun sem nú hefur verið send til málsmeðferðar hjá Skipulagsstofnun, sem mun væntanlega auglýsa hana til kynningar á næstu dögum. Lögbundinn athugasemda- frestur er 2 vikur, en vegna sumarleyfa hefur frestur verið lengdur í rúmar 4 vikur og er því til 10. ágúst. Athugasemdum skal skila til Skipulagsstofnunar. kiddi v deofl ga með auð kött í ís káp um „Ég geymi ennþá skinnið af Diddu inni í ísskáp,“ segir Kristinn Kristmundsson verslunareigandi. Hann sakar nágranna sinn um að hafa skotið köttinn Diddu með Winchester-riffli í maí á síðasta ári. Ástæðan fyrir því að Kristinn geym- ir dauðan kött í ísskápnum er sú að hann hyggst stoppa köttinn upp. Hinn meinti banamaður kattar- ins, sem er á sjötug aldri, var sýkn- aður í Héraðsdómi Austurlands fyrir að verða Diddu að bana með einu skoti. Hann var þó dæmdur í gær fyrir vopnalagabrot og brot á lögreglusamþykkt Fljótsdalshér- aðs. Þá var Winchester-riffill sem hann notaði gerður upptækur auk þess sem honum er gert að greiða hundrað þúsund krónur í sekt. Skotið úr svefnherberginu Maðurinn sem var dæmdur fyr- ir vopnalagabrot í gær skaut með rifflinum út um svefnherbergis- gluggann hjá sér í byrj maí á síð- asta ári. Skotið reið af um hádeg- isbil en þá var kötturinn Didda að klifra upp í tré hjá honum. Maður- inn er nágranni Kristins. Þegar Kristinn fann Diddu sá hann að hún var dauð. Sjálfur seg- ir hann að skot hafi farið í gegn- um hana en kúlan aldrei fundist. Hann kærði þá athæf- ið en vegna vanreifunar á ákæru var málinu vísað frá. Þá var maðurinn sjötugi ákærður fyrir brot á vopnalögum þar sem hann stofnaði fólki í hættu með því að skjóta út um svefnher- bergisgluggann samkvæmt dóms- orði. Kattardrápið aldrei fyrirgefið „Ég mun aldrei fyrirgefa hon- um þ tta,“ segir Kristinn en harmur hans er mikill. Hann segir Diddu, sem var af síam kyni, hafa ver- ið besta skinn. Nú er skinn kattar- ins aftur á móti í ísskáp Krist ns og hyggst hann stoppa köttinn upp. Að hans sögn er maður á Egilsstöð- um sem kann að stoppa upp dýr en hann h fur þó ekki rætt við hann ennþá. Didda var einstakl g gæfur köttur segir Kristinn en hú var of- næmisfrí og sérlega kelin við börn. Formóðir Diddu kom frá Banda- ríkjunum en Didda var sú eina sinnar tegundar á Íslandi - þar til hún var skotin. Ætlar í einkamál Aðspurður hvort Kristinn sé sáttur við málalyktir segir hann svo vera. Hann hyggst engu að síður fara í einkamál við nágranna sinn skotóða. Kristinn segir að játning mannsins liggi ljóslega fyrir þar sem búið er að dæma hann fyrir að hafa hleypt af rifflinum út um gluggann. Hann segist handviss um að kötturinn hafi verið skotinn en hann bar augljós merki þess að sögn Kristins. „Ekki skaut hún sig sjálf,“ segir hann en Kristinn lætur ekki deigan síga þrátt fyrir harmfullan söknuð. valur@dv.is þriðjudagur 10. júlí 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Sigurður Hólm Gunnarsson segir óviðeigandi að námsefni innihaldi trúaráróður:Hætta á að brotið sé á trúfrelsi íslenskra barnaMannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg komst nýverið að þeirri niðurstöðu að börn fimm norskra foreldra hefðu verið beitt misrétti vegna fyrirkomulags kennslu í krist- infræði, trúfræði og lífsskoðunum. Sigurður Hólm Gunnarsson, vara- formaður Siðmenntar, segir stöð- una svipaða í íslenskum skólum og norskum. „Foreldrar eiga ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að börn þeirra fái óviðeigandi kennslu.“ Að mati Mannréttindadómstóls- ins braut norska ríkið á rétti barn- anna til að fá tilhlýðilega menntun. Einnig telur hann að brotið hafi verið á trúfrelsi foreldra þeirra. „Eins og staðan er í dag er aukin hætta á því að mannréttindabrot eigi sér stað í íslenskum skólum,“ seg- ir Sigurður. „Í námsskrá grunnskól- anna er talað um að kennarar eigi að leggja áherslu á kristilegt siðgæði. „Félagar í Siðmennt hafa lengi reynt að benda stjórnvöldum á þessa mismunun sem á sér í stað í íslenska skólakerfinu en talað fyrir daufum eyrum,“ segir hann. „Við vonum að í kjölfar dómsins verði þessi mál tek- in til endurskoðunar og hlutlaus kennsla tryggð.“ Að mati Sigurðar er óviðeigandi að í skólum sem eiga að vera fyrir alla séu sett upp trúar- leg leikrit, farið í kirkju og farið með bænir. „Námsefni á að vera laust við trúarlegan áróður. Krafa okkar er að trúarlegri starfsemi verði úthýst úr opinberum skólum þar sem hlut- leysi á að vera í fyrirrúmi. Hann segir að næsta skref Sið- menntar sé að senda yfirvöldum bréf þar sem bent er á niðurstöðu dóms- ins og spurt hvort megi eiga von á breytingum á fyrirkomulagi trúar- bragðakennslu. Þær upplýsingar fengust hjá menntamálaráðuneytinu að þetta mál væri í skoðun og að hvorki Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra né aðrir starfs- menn ráðuneytisins gætu tjáð sig um það að svo stöddu. Sigurður Hólm Gunnarsson Segir að hætta sé á mannréttindabrotum í íslenskum skólum vegna kennslu í kristnum fræðum. Viðbeinsbrotnaði á reiðhjóli Lögreglan á Suðurnesjum fékk tilkynningu um slasað- an ferðamann á Suðurstrand- arvegi við Ísólfsskála laust ef ir hádegi á sunnudag. Í ljós kom að ferðamaðurinn hafði fengið sér reiðhjólatúr en var svo óheppinn að falla af hjólinu. Ferðamaður- inn laskaðist nokkuð við fallið en talið var að hann hefði við- beinsbrotnað við höggið. Aðrir ferðamenn, sem leið áttu hjá, að- stoðuðu manninn við að komast á sjúkrahúsið í Keflavík. Þar var gert að meiðslum hans. Sex teknir fyrir hraðakstur Lögreglumenn á Egilsstöð- um stöðvuðu sex ökumenn á Hárekstrarleið seinnipart sunnudags og fram á kvöld eftir að hafa mælt þá á of miklum hraða. Sá sem ók hraðast var á 130 kílómetra hraða, eða 40 kílómetrum yfir leyfilegum hámarkshraða. Sá ökumaður hlýtur 70 þúsund króna sekt. Réttindalaus og dópaður Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu tók karlmann um tví- tugt í Kópavogi í fyrrinótt sem var grunaður um að aka bíl undir áhrifum eiturlyfja. Maðurinn var stöðvaður klukkan rúmlega þrjú um nóttina við reglubundið eftirlit lögregl- unnar. Þegar lögregla fór að ræða við manninn kom í ljós að hann var undir áhrifum eiturlyfja og var ekki með gilt ökuskírteini. Smávægilegt magn eiturlyfja fannst einnig í bílnum. Ölvaður á bíl á Reykjanesbraut Karlmaður á þrítugsaldri var tekinn undir áhrifum áfengis á Reykjanesbrautinni aðfaranótt mánudags. Einnig stöðvaði lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu fjóra ökumenn sömu nótt vegna hraðaksturs víðs vegar í Reykja- vík, meðal annars á Sæbrautinni, en einnig í Kópavogi. Kristinn Kristmundsson verslunareigandi ætlar að stoppa upp köttinn sinn, hana Diddu, sem nágranni hans skaut. Mál var höfðað gegn nágrannanum fyrir kattardráp-ið en því vísað frá. Sein a var hann hins vegar fundinn sekur um vopnalagabrot. MEÐ DAUÐAN KÖTT Í ÍSSKÁPNUM Kötturinn Didda Endaði ævi sína á voveiflegan hátt þegar hún var skotin til bana. „ég mun aldrei fyrir- gefa honum þetta.“ Ósáttur við nágrannann Eigandi diddu, Kristinn Kristmundsson, hyggst höfða einkamál á hendur meints banamanns. o caR PistoRiUs hLjóP á La DsMóti UMFÍ suður-Afríski hlauparinn Oscar Pistorius tók þátt í Landsmóti UMFÍ í Kópavogi þann 8. júlí. Pistorius, sem fæddist fótalaus fyrir neðan hné, átti frækinn feril í hlaupa- greinum og tók meðal annars þátt í ólympíuleikum ófatlaðra í London árið 2012. Í dag situr hann hins vegar í fangelsi fyr- ir að hafa skotið kærustu sína Reevu Steenkamp til bana. „Um leið og ég las greinina ákvað ég strax að setja mig í samband við ana til að sýna stuðning í orði og á borði. Ég hef oft hugsað um slíkt, þeg- ar ég les svona greinar, og nú fannst mér kominn tími til að gera eitthvað. Þegar ég var yngri með þrjú börn lenti ég í svipaðri stöðu og veit því hvað hún er að upplifa,“ segir Emma Hólm, umhyggjusamur borgari. Ung þriggja barna einstæð móð- ir, Helen Ó. Pétursdóttir, er sár út í ósveigjanleika Fæðingarorlofssjóðs eftir að mistök voru gerð hjá sjóðnum og hún hlaut tvöfaldar greiðslur ein mánaðarmótin. Samkvæmt starfsregl- um stofnunarinnar var farið rakleiðis í innheimtuaðgerðir og henni tilkynnt að næsta greiðsla yrði að fullu felld niður og hluti tekinn af greiðslunni sem þar kæmi á eftir. Helen óskaði eftir því að þessu fyrirkomulagi yrði snúið við, þannig að fyrst yrði tekin hluta- greiðsla og síðan full greiðsla, þar sem að barnabæturnar kæmu þá til að- stoðar. Þeirri beiðni var hafnað alfar- ið og greiðsla síðustu mánaðarmóta var felld niður. Í svörum frá Fæðing- arorlofssjóði kom fram að stofnunin hefði engar heimildir til svigrúms og gæti ekki sinnt hlutverki lánastofn- unar. Helen segist horfa fram á veru- lega erfiðan mánuð þar sem hún eigi hvorki fyrir þurrmjólk eða bleium fyr- ir börnin sín. Emma telur mikilvægt að kerfið sýni sveigjanleika þar sem hvert tilvik sé metið fyrir sig. Hún vonast til þess að fleiri geti sýnt Helen stuðning í verki. „Ég skil hana svo vel og hef sjálft lent í ósveigjanleika kerfisins. Það er svo ómannúðlegt að það mætti halda að kerfið sé ekki til fyrir okkur held- ur að við séum til fyrir kerfið,“ segir Emma. trausti@dv.is Morðinginn Hákon Eydal, sem var dæmdur fyrir að myrða sambýlis- konu sína, var fótbrotinn í átökum við þrjá samfanga sína á Litla-Hrauni síðastliðinn miðvikud g. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum var ástæða áfloganna sú að Hákon stóð fyrir áfengisbruggi í fangelsinu og vildi ekki deila með samföngum sínum. Árásarmennirnir voru að minnsta kosti þrír. Þeir eru allir í kringum tví- tugsaldurinn. Ekki er ljóst hversu lengi barsmíðarnar stóðu yfir. Hákon hlaut talsverð meiðsl og var lagður inn á sjúkrahús eftir árásina. Að sögn sam- fanga Hákons sem rætt var við hefur hann verið til fyrirmyndar í fangelsinu, því kom árásin talsvert á óvart. Bruggað í fangelsi Svo virðist sem Hákon hafi stund- að um nokkurt skeið að brugga áfengi. Það gerði han með því að sía spritt í gegnum rúgbrauð. Nokkra lagni þarf til svo úr verði brennivín. Árásarmennirnir þrír munu hafa keypt af honum bruggið. Svo kom að því að Hákon neitaði þeim um meira brugg. Þeir brugðust þá illa við með fyrrg eindum afleiðing- um. Meiðsli Hákonar eru talsverð og krefjast skurðaðgerðar bækl- unarlæknis. Þá aðgerð átti hann að fara í á föstudaginn en henni seinkaði um tvo daga. Ástæðan un h fa ve ið ann r á spítalan- um. Dæmdur morðingi Hákon var dæmdur í 16 ára fang- elsi árið 2005 fyrir að myrða sambýl- iskonu sína, Sri Rhamawati. Morðið þótti afar óhugnanlegt þar sem hann barði hana með kúbeini. Af þeim höggum, sem voru fjögur talsins, hlutust lífshættuleg- ir áverkar en Sri lést ekki strax. Hákon vafði þá taubelti um háls hennar og kyrkti hana þar til hún lést. Hákon losaði sig við lík Sri í hraun- inu á Reykjanesi. Hann var yfirheyrður í talsverðan tíma og sendi lögregluna að minnsta kosti einu sinni á rang- an stað til að leita líkamsleifa Sri. Að lokum játaði hann sök á sig og benti á hvar líkið var falið. Fyrirmyndafangi og skákmaður Að sögn samfanga Hákons hefur farið lítið fyrir honum innan veggja Litla-Hrauns. Hann hagaði sér vel og tók þátt í skákmótum Hróksins sem kemur þangað reglulega til þess að þjálfa fanga í skák. Hann hlaut fram- faraverðlaun Hróksins einu sinni. Hann var afar ósáttur við dóminn á sínum tíma og sagði morðið hafa verið ástríðuglæp. Hann kenndi lögfræðingi sínum um hámarksdóminn sem hann hlaut. Hann hefur stundað nám á Litla- Hrauni en er fyrir menntaður múrari. má udagur 9. júlí 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 Frét kot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir be ta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaða ins. Er þetta svona heimaiðnaður í fangelsinu... DEILDU UM BRUGG OG FÓTBRUTU MORÐINGJA Morðinginn Hákon Eydal varð f rir hro talegri árás samfanga sinna á Litla-Hrauni: sprettharður á gervifótum Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius kom mörgum á óvart þegar hann sigraði tvífætta keppi- nauta sína í kapphlaupi á Landsmóti Ungmennafélags Íslands um helgina. Afrek hans er ekki síður merkilegt fyrir þær sakir að hann byrjaði 50 metrum á eftir öðrum keppendum. Hann hljóp 400 metra en keppinautarnir 350 metra. DV mynd Stefán Kemur einstæðri þriggja barna móður í vanda til aðstoðar: ýnir stuðning í orði og á borði Tólf líkamsárásir Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu þurfti að hafa afskipti af tólf líkamsárásum um helgina, flestar þeirra voru í miðbænum og e ginn þeirra var alvarleg. Nítján umferðaróhöpp voru víðs- vegar um höfuðborgarsvæðið um helgina en engin slys urðu á fólki. Þá voru fimmtán þjófnaðarmál bókuð hjá lögreglunni en það var allt frá smávægilegu búðarhnupli upp í stærri þjófnaði á heimil- um eða í fyrirtækjum. Lögregl- an á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af níu fíkniefnamálum en ekki var um mikið magn af fíkni- efnum að ræða í neinu tilvikanna. Lét lífið í bílveltu Tvítugur karlmaður lét lífið þeg- ar bíll hans valt á Öxnadalsheið- inni í gærmorgun. Jepplingur sem maðurinn ók fór útaf í beygju rétt við einbreiða brú sem er á heiðinni. Maðurinn var einn í bílnum. Þegar lögreglan kom á vettvang v r hann látinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri var tilkynnt um slysið klukkan 06:45 að morgni sunnudags en ekki er ljóst hvenær það varð. Tildrög slyssins eru enn óljós og er málið í rannsókn hjá lög- reglunni á Akureyri. valur grEttisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is Ósáttir við Fræ Forsvarsmenn dagskrártíma- ritanna Dagskrá Vikunnar og Dagsbirtu hafa leitað til sam- keppnisyfirvalda vegna tilkomu dagskrártíma- ritsins Fræs sem gefið er út af Fræðslumið- stöð í fíknivörn- um. Forsvars- menn fyrr- nefndu tíma- ritanna telja að útgáfa Fræs kunni að brjóta gegn samkeppnis- lögum. Ástæðan er sú að það er gefið út af félagasamtökum sem njóta opinberra styrkja. Að sögn forsvarsmanna Dagskrárinnar og Dagsbirtu undirbjóða útgefendur Fræs auglýsingaverð og hafa óeðli- lega markaðsstöðu vegna styrkja frá opinberum aðilum. Málið er til skoðunar hjá samkeppniseftirlit- inu og er niðurstöðu að vænta eftir nokkrar vikur. DV 6. júlí FöStUDAgUr 6. júLÍ 20072 Fréttir DV Helen Ó. Pálsdóttir leó Örn Þorleifsson ÓSVEIGJANLEIKI SÆRIR EINSTÆÐA MÓÐUR Einstæð þriggja barna móðir, Helen Ó. Pálsdóttir, er sár yfir ósveigjanleika Fæðingarorlofssjóðs í sinn garð er sjóðurinn gerði mistök og kom henni í vandræði. Jafnframt varð hún fyr- ir vonbrigðum með viðbrögð Félags- þjónustu Reykjavíkur er hún óskaði eftir þeirra aðstoð við að leysa úr vand- ræðunum. Málsatvik voru þau að í aprílmán- uði ofgreiddi Fæðingarorlofssjóður Helen þannig að hún fékk greitt inn á reikning tvöfalda greiðslu. Nokkru síð- ar fékk hún bréf frá sjóðnum þar sem henni var tilkynnt að næstu greiðslu fengi hún ekki og dregið yrði jafnframt af greiðslu þar á eftir til að ná til baka þeir upphæð sem ofborguð var. Þetta fyrirkomulag hentaði Helen heldur illa og leitaði hún með þá ósk til Fæð- ingarorlofssjóð að snúa þessu við, að taka hlutagreiðslu fyrst og sleppa síð- an alfarið seinni greiðslunni. Að henn- ar sögn var þeirri beiðni alfarið hafnað og fyrir vikið sér hún fram á að eiga erf- itt með að lifa af út mánuðinn. Höfum engar heimildir Leó Örn Þorleifssson, forstöðu- maður Fæðingarorlofssjóðs, segist ekki geta rætt einstök málefni þeirra sem hljóta greiðslur úr sjóðnum. Hann segir ofborganir geta átt sér stað og í þeim tilvikum beri sjóðn- um að ráðast í endurkröfu við fyrsta tækifæri. „Mér er algjörlega óheim- ilt að ræða einstök mál. Almennt er það hins vegar þannig að í þeim til- vikum sem ofborganir eiga sér stað, og það er eitthvað sem getur gerst, þá ber okkur að innheimta greiðsluna um hæl. Við höfum engar heimild- ir í okkar starfsemi til að sveigja það eða beygja enda erum við að sýsla með opinbert fé. Ef viðkomandi aðili á eftir greiðslur hjá okkur er einfald- ast að draga af þeim,“ segir Leó Örn. „Menn hljót að fylgjast með banka- reikningum sínum og taka eftir tvö- földum greiðslum. Fólki sem fær of- borgað ber að setja sig í samband við okkur og endurgreiða. Ef menn kjósa að nýta féð sjálfir þá förum við strax í endurkröfu, eðli málsins samkvæmt, og getum ekki verið að sveigja reglur eða lána fólki úti í bæ. Í þeim tilvikum þarf fólk að leita til félagsþjónustu eða banka. Okkur ber að sækja greiðsluna við fyrsta mögulega tækifæri enda erum við ekki lánastofnun.“ reið og sár Aðspurð segir Helen ósveigjan- leikann koma sér afar illa á þessum tímapunkti. Hún ítrekar að vegna mistaka Fæðingarorlofsjóðs þurfi hún að leita leiða til að lifa af út mán- uðinn. „Þetta hitti bara illa á núna. Ég bað þá einfaldlega að snúa þessu við, að þeir myndu taka frekar hluta um síðustu mánaðarmót og næsta mánuð taka alla greiðsluna því að ég myndi fá barnabætur þá en þeir neit- uðu. Sem sagt, síðustu mánaðarmót fékk ég ekki neitt og í dag get ég ekki farið með dóttur mína til læknis, get hvorki keypt þurrmjólk né bleyjur handa stráknum mínum. Ofan á allt saman næ ég ekki að klára reikning- ana þennan mánuðinn,“ segir Helen. „Ég bað Félagsþjónustuna um hjálp í þessum vandræðum til að lifa út mánuðinn en þeir vildu ekki hjálpa mér. Þeir sögðu mér að ég þyrfti að passa upp á þetta sjálf en þetta voru hvorki mín mistök né minn ósveigj- anleiki. Vegna þessa ósveigjanleika er ég með allt í eftirdragi og þarf að reyna að skrimta út mánuðinn. Ég er bara svo reið og sár yfir þessu.“ trausti HaFstEinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is „Síðustu mánaðarmót fékk ég ekki neitt og í dag get ég ekki farið með dóttur mína til læknis, get hvorki keypt þurr- mjólk né bleyjur handa stráknum mínum.“ Erfiður mánuður Helen segir að vegna ósveigjan- leika Fæðingarorlofssjóðs eigi júlímánuður eftir að reynast erfiður. Skrópaði í héraðsdóm Fíkniefnasali, sem var ákærð- ur fyrir að hafa haft undir hönd- um tæp fimmtán grömm af amfetamíni, skrópaði ítrekað í Héraðsdóm Suðurlands. Hann hafði þó mætt einu sinni og ját- aði þá brotið á sig. Fíkniefnin fundust við hefð- bundna leit í Vestmanneyjum í ágúst á síðasta ári. Maðurinn skrópaði ítekað í héraðsdóminn og að lokum var gefinn út hand- tökuskipun á hann. Þrátt fyrir allt lét hann ekki sjá sig. Héraðsdóm- ur dæmdi hann þá í tæplega 150 þúsund króna sekt ella sæti hann fangelsi í tíu daga. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Sparkaði í liggjandi mann Maður á þrítugsaldri var dæmdur í 45 daga fangelsi skilorðsbundið í tvö ár fyrir að sparka af miklum krafti í höfuð liggjandi manns. Árásin átti sér stað á Þjóðhátíð í Vestmannaeyj- um í ágúst árið 2005. Dómara við Héraðsdóms Suðurlands þótti þótti drátt- ur málsins aðfinnsluverður og gagnrýndi ákæruvaldið fyrir það. Engu að síður játaði maður- inn árásina skýlaust en sagði að hann hefði ekki sparkað svo fast í höfuð liggjandi mannsins. Hér- aðsdómi Suðurlands var nokk sama um þær útskýringar enda vitni að atburðinum sem sögðu annað. Fatlaðir fá öll launin greidd Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra hefur ákveðið að styrkja samstarfsverkefni ÍTR og Svæðisskrifstofu um málefni fatl- aðra þannig að fatlaðir fái sömu laun og ófatlaðir. Gagnrýnt hefur verið að þeir fái ekki borgað fyrir alla vinnu sína. Jóhanna vonar að umræðan verði til að enn fleiri fyrirtæki og stofnanir bjóði fatlaða starfsmenn velkomna. Sú skýr- ing sem gefin var á því að fatlaðir fengu ekki sömu laun og aðrir væri að ekki hefði fengist nægilegt fjármagn til verkefnisins. Þroska- hjálp gagnrýndi það harðlega. Náttúruskoðun á methraða Ítalskur ferðamaður var sviptur ökuréttindum þegar lögreglan á Akureyri mældi bifreið sem hann ók á 171 kíló- metra hraða. Hann var með tvo farþega í bílnum og gáfu þeir þá útskýringu á hraðakstr- inum að þeir væru að skoða náttúruna. Svona mikill hraði varðar sviptingu ökuleyfis en að auki þurfti Ítalinn að borga hundrað og tólf þúsund krónur í sekt. Sektina þurfti hann að borga á staðnum og gat bjargað sér fyrir horn með Visa kortinu. Ljóst þykir þó að það er ansi mikið fé á ítölskum mælikvarða. Vildi hætta í Fáfni og var misþyrmt Fáfnismaður sem Sérsveit lög- reglustjórans í Reykjavík bjargaði úr félagshúsnæði þeirra á Vatnsstíg í fyrrinótt vildi hætta í Fáfni samkvæmt staðfestum heimildum. Ósætti mun hafa komið upp í félagsheimilinu að kvöldi miðvikudags þannig að slags- mál brutust út. Að sögn lögreglu sýndu tveir Fáfn- ismenn mótþróa en lögreglumenn yfirbuguðu þá. Fáfnismaðurinn sem vildi hætta í klúbbnum hlaut talsverða áverka og var fluttur á slysadeild Land- spítalans til aðhlynningar. Það var seint á miðvikudagskvöld- inu sem lögreglu barst ábending um að verið væri að misþyrma manni í fé- lagshúsnæði Fáfnis. Sérsveitin var köll- uð til ásamt lögreglumönnum. Þegar lögreglan ruddist inn á félagsheimilið blasti við þeim ofbeldið og voru leik- ar skakkaðir. Ekki er ljóst hversu lengi ofbeldið viðgekkst en einn heimildar- maður DV líkti atburðinum við pynt- ingar. Þegar haft var samband við með- lim klúbbsins vildi hann ekki tjá sig við DV vegna umfjöllunar blaðsins um meint tengsl þeirra við Vítisenglanna, eða Hells Angels. Í sömu umfjöllun kom f am að meðlimir móthjólagengisins Banditos hafi verið hér á landi í júní. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu hefur margsinnis haft afskipti af félagshúsnæði Fáfnis en einn með- limur klúbbsins er Jón Trausti Lúth- ersson. Hann var dæmdur í átján mánaða fangelsi í síðasta mánuði fyrir líkamsárás í félagi við annan mann. Þau svör fengust hjá lögreglu að yfirheyra ætti mennina í gær. Þeir voru alls tíu sem voru handteknir og því ljóst að yfirheyrslur taki nokk- urn tíma. Brotaþoli var ekki búinn að leggja fram formlega kæru vegna málsins. valur@dv.is Fáfnis maður handtekinn Fáfnismaðurinn jón trausti Lúthersson var handtekinn þegar Vítisenglar vildu inn í landið. Ekki er ljóst hvort hann sé einn af þeim hand- teknu eftir meinta líkamsárás á Fáfnisheimilinu. Hákon Eydal Var fótbrotinn á Litla- Hrauni vegna þess að hann vildi ekki gefa samföngum heimabruggað brennivín. Breiðavíkursam- tökin opna vefsíðu „Loksins erum við að opna vef- síðuna okkar eftir erfiða fæðingu. Síðan verður nauðsynleg viðbót í starfsemi samtakanna til fræðslu og stuðnings,“ segir Konráð Ragnars- son, varaformaður Breiðavíkursam- takanna. Í dag opnar Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra nýja vef- síðu Breiðavíkursamtakanna undir slóðinni www.breidavikursamtokin. is. Samtökin telja síðuna mikilvægan lið í fræðslu samtakanna ásamt því að opna fólki leið til að koma fram með sínar sögur. Hjálmar er sá rauðhærðasti Hjálmar Ingibergsson var valinn rauðhærðasti Íslendingurinn á Írsk- um dögum á Akranesi um helgina. Þetta var í áttunda skipti sem keppni um rauðhærðasta Íslending- inn er haldin á Írskum dögum og í annað sinn sem Hjálmar tók þátt í keppninni og átti hann ekki von á því að vinna. Í verðlaun hlaut Hjálm- ar ferð til borgar rauðhærða fólksins, Dublin á Írlandi. Sérstök verðlaun voru veitt fyrir heildarútlit og var það hinn átta ára gamli Friðfinnur Sigurðsson sem vann þ u verðlaun. 13. júlí 2007 10. júlí 2007 10. júlí 2007 11. júlí 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.