Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Blaðsíða 30
Rokk og metal dynuR á austuRlandi Eistnaflug haldið Í Neskaupstað í þrettánda sinn Aðra helgina í júlí ár hvert tvöfaldast íbúafjöldi Neskaupstaðar þegar tónlistarhátíðin Eistnaflug er haldin þar. Eistnaflug hefur verið haldin árlega síðan sumarið 2005 og flykkjast aðdáendur rokk-, metal- og indítónlistar austur til að njóta góðrar tónlistar í ægifögru umhverfi Neskaupstaðar. Fjöldi íslenskra og erlendra hljómsveita hefur stigið á svið á Eistnaflugi og má þar nefna DIMMU, Sólstafi, Skálmöld, The Dillinger Escape Plan, Bloodbath og Voices. Allar spiluðu þær á Eistnaflugi í ár, auk fjölda annarra hljómsveita. Byrjaði smátt fyrir 13 árum Það er Herra Eistnaflug sjálfur, Stefán Magnússon, sem hefur veg og vanda af Eistnaflugi ásamt aðstoðarfólki sínu. Árið 2005 var hann í pönkhljómsveitinni Dys og langaði að reyna að fá fjárstyrk til að halda rokkhátíð. Það gekk eftir og um 20–30 manns mættu, þar af margir nemenda Stefáns, sem var íþróttakennari á staðnum. Nafngift- in varð til af einskærum húmor og sama á við um nafn hlutafélagins á bak við hátíðina, Millifótakonfekt ehf. Hátíðin hefur síðan stækkað verulega að umfangi síðan og í ár var boðið upp á um 50 hljómsveitir, þar af 11 erlendar. Eistnaflug er orðin að fjögurra daga tónlistar- veislu, þar sem metal-, harðkjarna-, pönk-, rokk- og indíhljómsveitir deila sviðinu saman. Nýjar hljóm- sveitir mæta árlega og því er alltaf eitthvað nýtt í boði á hverju ári. Eitthvað sem gestir hafa ekki upplifað áður á Eistnaflugi, en aðeins tvær reglur gilda á hátíðinni: Að skemmta sér konunglega og að vera ekki fáviti! Hjalti Árnason, lögfræðingur Byggðastofnunar, sem er mikill tónlistar- og tónleikaáhugamaður, mætti á Eistnaflug í ár í fimmta sinn. Myndavélin fylgdi með og gaf Hjalti Birtu góðfúslegt leyfi til að birta myndir sem hann tók á tón- listarhátíðinni. Fleiri myndir má sjá á ljósmyndasíðu Hjalta, www.flickr. com/hjaltiarna. Eistnaflug verður haldið að ári, þann 11.–14. júlí og geta áhuga- samir því byrjað að telja niður, en þangað til eru 11 mánuðir og 27 dagar. Murr Murr Mugison er engum líkur. Mynd Hjalti Árna Tveir floTTir á sviði snæbjörn ragnarsson, Bibbi í skálmöld og stefán Magnússon, Herra Eistnaflug sjálfur. Mynd Hjalti Árna rokk á flugi The Dillinger escape Plan í sínum flutningi. Mynd Hjalti Árna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.