Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Page 30
Rokk og metal dynuR á austuRlandi
Eistnaflug haldið Í Neskaupstað í þrettánda sinn
Aðra helgina í júlí ár hvert tvöfaldast íbúafjöldi Neskaupstaðar þegar tónlistarhátíðin
Eistnaflug er haldin þar. Eistnaflug hefur verið haldin árlega síðan sumarið 2005 og
flykkjast aðdáendur rokk-, metal- og indítónlistar austur til að njóta góðrar tónlistar í
ægifögru umhverfi Neskaupstaðar.
Fjöldi íslenskra og erlendra hljómsveita hefur stigið á svið á Eistnaflugi og má þar nefna
DIMMU, Sólstafi, Skálmöld, The
Dillinger Escape Plan, Bloodbath
og Voices. Allar spiluðu þær á
Eistnaflugi í ár, auk fjölda annarra
hljómsveita.
Byrjaði smátt fyrir 13 árum
Það er Herra Eistnaflug sjálfur,
Stefán Magnússon, sem hefur
veg og vanda af Eistnaflugi ásamt
aðstoðarfólki sínu. Árið 2005 var
hann í pönkhljómsveitinni Dys og
langaði að reyna að fá fjárstyrk til
að halda rokkhátíð. Það gekk eftir
og um 20–30 manns mættu, þar af
margir nemenda Stefáns, sem var
íþróttakennari á staðnum. Nafngift-
in varð til af einskærum húmor og
sama á við um nafn hlutafélagins á
bak við hátíðina, Millifótakonfekt
ehf.
Hátíðin hefur síðan stækkað
verulega að umfangi síðan og í ár
var boðið upp á um 50 hljómsveitir,
þar af 11 erlendar. Eistnaflug er
orðin að fjögurra daga tónlistar-
veislu, þar sem metal-, harðkjarna-,
pönk-, rokk- og indíhljómsveitir
deila sviðinu saman. Nýjar hljóm-
sveitir mæta árlega og því er alltaf
eitthvað nýtt í boði á hverju ári.
Eitthvað sem gestir hafa ekki
upplifað áður á Eistnaflugi, en
aðeins tvær reglur gilda á hátíðinni:
Að skemmta sér konunglega og að
vera ekki fáviti!
Hjalti Árnason, lögfræðingur
Byggðastofnunar, sem er mikill
tónlistar- og tónleikaáhugamaður,
mætti á Eistnaflug í ár í fimmta
sinn. Myndavélin fylgdi með og gaf
Hjalti Birtu góðfúslegt leyfi til að
birta myndir sem hann tók á tón-
listarhátíðinni. Fleiri myndir má sjá
á ljósmyndasíðu Hjalta, www.flickr.
com/hjaltiarna.
Eistnaflug verður haldið að ári,
þann 11.–14. júlí og geta áhuga-
samir því byrjað að telja niður, en
þangað til eru 11 mánuðir og 27
dagar.
Murr Murr Mugison er engum líkur.
Mynd Hjalti Árna
Tveir floTTir á sviði snæbjörn
ragnarsson, Bibbi í skálmöld og
stefán Magnússon, Herra Eistnaflug
sjálfur. Mynd Hjalti Árna
rokk á flugi The Dillinger escape
Plan í sínum flutningi. Mynd Hjalti Árna