Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Blaðsíða 50
26 fólk - viðtal Helgarblað 14. júlí 2017 lengi. Það sem er svolítið óþægi- legt, og bætist ofan á eineltið, er að þetta er svo opinbert. Þú ert opinber persóna þegar þú vinn- ur í fjölmiðli. Ég gat varla horft á fréttir eða íþróttir heillengi eftir að mér var sagt upp.“ „Veistu, ég fer í mál!“ Við víkjum tali okkar að dómnum sem féll 5. júlí síðastliðinn, þar sem héraðsdómur dæmdi Ríkis- útvarpið til að greiða Adolf skaða- og miskabætur vegna eineltis og ólögmætrar uppsagnar. Ég velti því upp við Adolf hvort það hafi ekki verið erfið ákvörðun að leggja í málssókn gegn atvinnu- rekanda sínum til 22 ára. „Jú. En eitt kvöldið eftir uppsögnina sát- um við í stofunni ég og konan, og ég horfði á hana og sagði, veistu ég fer í mál. Ég ætla ekki að láta þetta yfir mig ganga. Hún sagði fínt og var ánægð að sjá í mér bar- áttuanda í fyrsta skipti í langan tíma. Þannig að ég ákvað að gera þetta. Stuttu seinna varð reyndar breyting innanhúss hjá RÚV, Páll Magnússon hætti sem útvarps- stjóri og Magnús Geir var ráðinn í staðinn. Þá ákvað ég að gefa þessu séns, athuga hvort ein- hver vilji væri til sátta. Magnús tók strax mjög vel í það en sagði að hann þyrfi að koma sér inn í ýmis mál fyrst og það liðu nokkr- ir mánuðir. Svo áttum við fundi og áfram lýsti hann miklum vilja til sátta en þegar til kom reyndist engin innistæða fyrir því.“ Var þér ekki svarað eða var þínum tillögum hafnað? „Þeim var bara hafnað. Ég sagði að það sem ég myndi líta á sem sátt væri endurráðning, í gamla starfið. Þá var mér sagt að það væri ekki mögulegt, þetta var eins og ein- hver sagði pólitískur ómöguleiki. Síðan, nokkrum mánuðum seinna, var Þorkell félagi minn endurráðinn, en honum hafði verið sagt upp um leið og mér. Þannig að það var möguleiki í til- viki Þorkels. Þá ákvað ég að fara alla leið í þessu. Því það er tak- markað hvað maður lætur sparka mikið í sig áður en maður svarar fyrir sig.“ Var án vinnuaðstöðu í átta mánuði Ég byrja að lýsa því fyrir Adolf að mér sýnist rauði þráðurinn í mál- inu vera samstarfs örðugleikar eða togstreita milli hans og fyrr- um yfirmanns hans hjá RÚV. Adolf hins vegar grípur fram í fyrir mér: „Nei. Við skulum hafa það á hreinu, að það á ekkert skylt við samstarfsörðugleika þegar yf- irmaður misnotar vald sitt og að- stöðu til að níðast á undirmanni. Það á ekkert skylt við skoðana- ágreining eða togstreitu. Þetta er valdníðsla. Fólk verður að átta sig á að mannaforráð snú- ast miklu meira um ábyrgð en vald. Þú berð ábyrgð á líðan fólks sem heyrir undir þig. Við verjum stórum hluta ævinnar í vinnunni og ef okkur líður illa þar hefur það áhrif á allt líf okkar. Það er ábyrgðarhluti að hafa manna- forráð og ráða því hvernig fólki líður í vinnunni.“ Niðurstaða dómsins um ein- elti í garð Adolfs er nokkuð athyglisverð. Þannig taldi dómur- inn að sú háttsemi fréttastjóra og mannauðsstjóra RÚV að sinna málinu ekki nægilega og að standa ekki við samkomulag við Adolf um vaktaálagsgreiðslur hafi falið í sér einelti í hans garð. Hins vegar taldist háttsemi eða stjórn- unarhættir næsta yfirmanns Adolfs ekki til eineltis samkvæmt skilgreiningu laga, heldur hafi þar verið um skoðanaágreining að ræða. Ég spyr hvort hann sé ekki ósáttur við þá niðurstöðu. „Ég er náttúrlega ekki sammála henni, en ég sætti mig við það. Ríkisútvarpið er dæmt fyrir ein- elti. Það er gríðarlega alvarlegt, ekki síst fyrir fyrirtæki eins og Ríkis útvarpið, þetta er ekki ein- hver sjoppa úti í bæ.“ Ég spyr hann nánar út í hvernig hafi verið komið fram við hann á þess- um tíma. „Eins og ég segi, ég var jaðarsettur. Það fundu það allir á deildinni og líka jafnvel utan deildarinnar að þetta var ekki í lagi. Fólk sá þetta. Ég var færður til í starfi, var meira að segja færður fýsískt af deildinni, var látinn sitja annars staðar á fréttastofunni, þrátt fyrir mótmæli mín. Þegar ég fékk svo að koma aftur, eftir þrjá, fjóra mánuði, var búið að út- hluta öðrum skrifborðinu mínu og ég var án vinnuaðstöðu í átta mánuði. Ég sem hafði þá starfað þarna í rúm 20 ár, þurfti að hoppa á milli skrifborða þegar einhver kom sem ég var búinn að hreiðra um mig hjá. Það var ekki fyrr en eftir að ég var búinn að kvarta margoft að ég fékk skrifborð aft- ur og starfsaðstöðu. Svona lagað er niðurlægjandi.“ „Þú ferð ekki aftur í sjónvarp“ „Eitt augljósasta dæmið um mis- munun voru verkefnin erlendis. Stórmótin, hvort sem það voru EM eða HM í handbolta, þetta eru konfektmolarnir í þessu starfi. Á tímabilinu 2010 til 2013 vorum við þrír sem vorum starfandi allan tímann. Í samantekt á erlendum verkefnum okkar þriggja á þessum tíma kom í ljós að ann- ar þeirra fékk ellefu verkefni í út- löndum, hinn fékk þrettán. Ég fékk tvö. Þetta er nokkuð augljóst, þetta var svona. Við þetta bjó ég sumsé í nokkur ár. Hægt og rólega brýtur þetta mann niður, mað- ur missir sjálfstraustið. Ég vildi aldrei líta á mig sem fórnarlamb, er allt of mikill töffari til þess. En svo fann ég allt í einu að sjálfs- traustið var farið, ég var farinn að efast um sjálfan mig.“ Þetta er svolítið eins og í fót- boltanum, þú varst tekinn úr liðinu og settur á bekkinn? „Akkúrat. Þú sem íþróttamaður getur kannski skilið það hvernig þér líður þegar þú færð þar að auki þau skilaboð frá þjálfaranum að það er skítsama hvað þú gerir, þú ferð ekki inn á. Til dæmis þegar vinnufélagarnir kvörtuðu undan álagi á vöktum, spurði ég hvort við ættum ekki að rótera aðeins, ég væri á þessum vef vöktum frá 9 til 5 og væri alveg til í að taka einhverjar sjónvarps vaktir. Þá var hreytt í mig: „Þú ferð ekki aftur í sjónvarp.“ Þetta er það sem ég bjó við. Þetta er mannskemmandi.“ Í vitnisburði fyrir dómnum sagði fyrrum yfirmaður Adolfs að hann hefði haft áhuga á stöð- unni sem hún var ráðin í en Adolf segir að það sé ekki rétt. „Nei, ég hefði ekki haft neinn áhuga á því. Ég hef aldrei haft áhuga á að sitja inni á skrifstofu frekar en að vinna sem íþróttafréttamaður. Ég vildi vinna sem íþróttafréttamaður en ekki sem millistjórnandi hjá RÚV. Það tel ég ekki vera skemmtilegt hlutskipti. Þannig að ég veit ekki hvaðan hún þykist hafa þetta, þetta er bara kjaftæði.“ Peningarnir skipta ekki máli Adolf segist hafa verið nokk- uð viss um að einhverjar af hans kröfum myndu ná fram að ganga í málinu og er himinlifandi með niðurstöðuna. „Ég vissi að það yrði erfitt að sýna fram á ein- elti, ekki síst þegar svo langt er um liðið. Þannig að ég er mjög ánægður með að fyrirtækið var dæmt fyrir einelti. Það sem ég taldi hins vegar nokkuð öruggt að myndi vinnast, það var aðgerða- leysi fyrir tækisins eftir kvörtun mína. Fordæmið var Veðurstofu- málið, þar sem Veðurstofan var dæmd, ekki fyrir einelti, heldur fyrir aðgerðaleysi. Samt sem áður kallaði Veðurstofan til vinnu- staðasálfræðing til að rannsaka það mál og þeir gerðu ýmislegt. En ekki nóg. Ríkisútvarpið gerði ekkert. Nákvæmlega ekki neitt. Þannig að ég var náttúrlega von- góður um að vinna þann hluta af þessu. En svo kom líka dómur fyrir einelti og uppsögnin var að auki dæmd ólögmæt, þannig að þetta var fullnaðarsigur.“ Í málinu gerði Adolf kröfu um rúmlega 10 milljónir króna í bætur en RÚV var dæmt til að greiða honum 2,2 milljónir. Adolf segist ekki ósáttur við það. „Pen- ingarnir skipta ekki máli. Auðvit- að myndi ég þiggja nokkrar millj- ónir, ég tapaði 25 milljónum árið 2015. En þetta snýst ekki um pen- ingana. Hér á Íslandi er ekki hefð fyrir háum bótagreiðslum, guð minn góður, ég held meira að segja að ég fái meira en sumar konur sem hefur verið nauðgað. Ef við værum í Bandaríkjunum værum við að tala um milljón- ir Bandaríkjadala í bætur í mínu máli, í alvöru. Ég er nú ekki að mæla því bót beinlínis eða að fara fram á slíkt, ég er bara að benda á samhengið.“ Hann telur dóminn vera fordæmisgefandi. „Ég vona að þetta opni leiðina fyrir fólk til að sækja sinn rétt og fólk sjái að það er hægt.“ Myndi hann þiggja aftur starf á RÚV? Á fyrri stigum málsins bauð Adolf þá sátt að málið yrði látið niður falla ef RÚV myndi endurráða hann. Ég spyr hvort hann geti ímyndað sér að bjóða RÚV þá sátt aftur ef málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar. „Ég veit það ekki. Ég veit ekki hvort ég sé fyrir mér einu sinni að vinna aftur sem íþrótta- fréttamaður eftir þetta langa fjar- veru. Það er með þetta eins og annað, either you use it or you lose it. Maður verður að halda sér í æfingu. Ég hef ekki lýst neinu í langan tíma, ég hef ekki fylgst með eins og ég gerði þannig að ég þyrfti eiginlega að byrja upp á Mynd SigtRygguR ARi „Það er takmarkað hvað maður lætur sparka mikið í sig áður en maður svarar fyrir sig. „Auðvitað vildi ég vera laus við þessar 25 milljónir sem að hlóðust á mig þarna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.