Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Blaðsíða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Blaðsíða 63
menning 39Helgarblað 14. júlí 2017 byggingarinnar var í raun notaður sem kúgunartæki.“ Með rannsókn sinni sýndi teymið hvernig sambandið milli rýmis og minninga getur ver- ið gagnvirkt. Minningar vitnanna voru notaðar til að endurskapa rýmið sem tölvulíkan en þegar þessi sviðssetning á rýminu blasir við á tölvuskjánum rifjast svo upp fyrir vitnununum minningar sem annars hefðu verið glataðar. Þær eru svo aftur notaðar til að bæta líkanið af fangelsinu og svo fram- vegis. „Vissulega getur minni fólks oft verið svolítið brenglað í kjöl- far áfalls á borð við það sem menn upplifðu í Saydnaya, en það var samt magnað hvað það var í mörg- um tilfellum ótrúlega nákvæmt. Einn fanginn mundi til dæmis ná- kvæmlega hversu mikinn hluta fangaklefans hans dagsljósið lýsti upp, hann gat rifjað upp nákvæm- lega hversu margar flísar á veggn- um sólin lýsti upp. Ég endur- skapaði þetta í tölvunni og fannst augljóst að hann væri eitthvað að ruglast en eftir smá tíma áttaði ég mig á því að það var ég sem hafði gert mistök í útreikningunum og um leið og ég lagaði það stóðst frásögn fangans nákvæmlega.“ „Fangarnir gátu mjög lítið not- að sjónina, voru hafðir í myrkri og einangrun, og þurftu því oft að reiða sig á önnur skilningarvit. Með hjálp hljóðlistamanns reynd- um við að endurgera hljóðin sem þeir mundu eftir að hafa heyrt – og að rifja þau upp og heyra aftur hefur áhrif. Allt þetta gerði okkur kleift að skilja betur þær aðferðir sem beitt var við kúgunina í fang- elsinu,“ segir Stefán. „Að lokum söfnuðum við öll- um þessum nýja vitnisburði á myndbönd sem var hægt að nálg- ast í þrívíddarlíkaninu. Á vefsíð- unni getur maður því ferðast um rýmið í þrívídd, smellt á tiltekin rými og heyrt frásagnir fanganna af því hvað gerðist á þeim tiltekna stað. Tölvulíkanið sýnir okkur það sem átti sér stað, það er safn vitn- isburðar fanganna en á sama tíma það sem sem kveikti þessar minn- ingar.“ Rannsaka loftárásir á spítala Annað eftirtektavert verkefni sem Stefán hefur tekið þátt í er rannsókn á loftárás á spítala sem tengdist alþjóðasamtökun- um Læknar án landamæla í Idlib í Sýrlandi - en sama dag áttu sér stað árásir á nokkrar aðrar heil- brigðisstofnanir í landinu. Niður- stöðurnar voru kynntar í nokkrum myndböndum síðasta haust. „Hugmyndin var að skoða ný- lega atburði svo að rannsóknin gæti verið innlegg í umræðu sem var enn að eiga sér stað. Sjálfstæð- ar rannsóknir á borð við þessa eru sérstaklega mikilvægar í sam- hengi Sýrlandsstríðsins þar sem gerendurnir hafa yfirleitt gripið til algjörrar afneitunar þegar þeir eru sakaðir um einhver brot. Með því að nota upplýsingar sem voru aðgengilegar öllum almenningi á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og Youtube gátum við hins vegar byrjað að greina atburða- rásina, teikna upp líkön og setja niður atvikaröð á mjög flóknum og viðburðaríkum degi þar sem nokkrir spítalar voru sprengd- ir. Okkur tókst því miður ekki að staðfesta með óyggjandi hætti hver árásáraðilinn var en okkur tókst að minnsta kosti sanna að þessi tiltekna árás átti sér stað – það er fyrsta skref- ið í að mótmæla afneituninni. Við sýndum líka fram á að ráð- ist var á fleiri heilbrigðisstofnanir sama dag og gátum þannig séð að þetta voru skipulagðar árásir sem fylgdu ákveðnu mynstri. Það er því ekki lengur hægt að láta eins og þetta hafi bara verið einstakt slys. Og þó við séum ekki með óyggjandi sannanir fyrir því að Rússar og sýrlenski stjórnarher- inn hafi verið að verki getum við engu að síður sagt að vegna ým- issa þátta sem tengjast og sam- ræmis milli mismunandi gagna séu mjög miklar líkur á því.“ Aukaatriðin geta skipt öllu máli Rannsóknarblaðamenn og kvik- myndagerðarmenn koma einnig að rannsóknum á borð við þessa en þarna gefst þeim færi á að kafa ofan í mál sem hefðbundn- ir fjölmiðlar geta æ sjaldnar sinnt vegna hinnar miklu tímapressu og manneklu. „Vandamálið er að krafan um að nýjar fréttir birtist stöðugt í fjölmiðlum í dag er miklu meiri en sá tími sem það tekur að fram- kvæma svona rannsókn. Í hvert skipti sem höfum sett okkur það markmið að halda í við fréttirnar þá höfum við átt í miklum erfið- leikum. Ég er ekki viss um að fjöl- miðlar geti nokkurn tíman notað þessar aðferðir almennilega því hraðinn þarf einfaldlega að vera svo mikill á þeim vettvangi.“ Annað vandamál sem blas- ir við fólki á Vesturlöndum er gríðarlega mikið magn af mis- vísandi upplýsingum, til dæm- is má nefna myndir sem áttu að sýna efnavopnaárásir sýrlenska stjórnarhersins en voru fljótlega gerðar tortryggilegar í rússnesk- um fjölmiðlum – þar birtust aðrar myndir og myndbönd sem áttu að sýna fram á allt aðra atburðarás. „Það er rétt að þó vandamál- ið sé stundum skortur á upplýs- ingum er vandamálið æ oftar of mikið magn upplýsinga sem maður þarf að setja í eitthvað rök- legt samhengi. Það verður sér- staklega vandkvæðum bund- ið í stríði á borð við það sem er í gangi í Sýrlandi. Ef ég bið þig um að fara og gera sjónvarpsfrétt um efnavopnaárásina Al-Lataminah – eins og átti sér stað nýlega – þá byrjar þú auðvitað að gúggla. Þá rekst þú hins vegar á svo rosalega mikið af misvísandi upplýsingum. Í þokkabót hefur sá staður orðið fyrir árásum linnulaust í mörg ár, svo þú þarft að sía burt nýja efnið frá öllu því gamla. Þetta veldur oft miklum misskilningi,“ segir Stef- án. Með tölvulíkönum af átaka- svæðum og annarri tækni geta starfsmenn Forensic Architect- ure hins vegar sannreynt hvort til- tekin myndbönd séu tekin á þeim stað og stund sem þau er sögð hafa verið tekin. „Oft þurfum við að vera út- sjónarsöm til að geta notað upp- lýsingarnar sem eru aðgengilegar. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því að oft eru það hlutir sem virðast vera algjör aukaatriði sem geta skipta mestu máli. Í myndböndum er til dæmis mikið af upplýsingum á undan og eftir tilteknu atviki sem geta nýst okkur – þar gætum við séð skuggann af einhverju og reiknað út hvenær myndbandið er tekið, eða séð skuggamynd af flugvél eða einhverju fyrirbæri sem nýtist okkur. Þetta getur oft sparað okkur margra daga vinnu.“ Niðurstöður sýndar í söfnum Rannsóknarmiðstöðin hefur kynnt niðurstöð- ur sínar á ólíkum vett- vangi, meðal annars í listasöfn- um og listahátíðum. Nú stendur til að mynda yfir sýning í nútíma- listasafninu í Barcelona (MACBA) og eins og áður segir er mynd- band frá miðstöðinni til sýnis á einni áhrifamestu myndlistarsýn- ingu heims, Documenta, sem fer nú fram í fjórtánda skipti í Kassel í Þýskalandi. Eyal Weizman, stofnandi For- ensic Architecture, hefur sjálf- ur sagt að listinni hafi á undan- förnum áratugum tekist að sýna hversu sannleikurinn getur verið miklum vandkvæðum bundinn og flóknari en margir vilja vera láta. En í stað þess að láta listina varpa skugga efans á alla hluti segist hann vilja nýta hana til að takast á við efann og nota listræn- ar aðferðir til að yfirheyra og kom- ast til botns í málum. „Listasýning snýst ekki bara um fegurð, heldur líka um sannleikann.“ Stefán bætir við að rými list- arinnar sé oft opnara heldur en hinn hefðbundni pólitíski og lagalegi vettvangur fyrir tilrauna- kenndri starfsemi á borð við þessa. „Sumir myndu spyrja af hverju við einblínum ekki á póli- tískan eða lagalegan vettvang, ráðhús eða dómssali, til að kynna efnið. Vandamálið er hins vegar að slíkir staðir eru sjaldnast mjög opnir fyrir því að hýsa svona um- ræðu, á meðan listastofnanir eru það. Latneska orðið forensis er dregið af orðinu forum sem þýð- ir einfaldlega vettvangur - þetta eru því gögn sem eru lögð fram til umræðu á einhverjum vettvangi. Listasafnið er umræðuvettvang- ur þar sem maður getur byrjað að dreifa hugmyndum og hvetja til umræðu milli borgaranna.“ n Stefán Laxness Stefán er alinn upp í Frakklandi og á Íslandi. Hann er sonur Halldórs E. Laxness, leikstjóra, og barnabarnabarn nóbelsskáldsins Halldórs Kiljan Laxness. Lærði arkitektúr í Architecture Association í London. Eftir að hann lauk námi vann hann um skeið hjá PLP arkitektum áður en hann færði sig yfir til rannsóknarmiðstöðvarinnar Forensic Architecture. Stefán hefur einnig látið að sér kveða í listheiminum en hann var einn nokkurra ungra listamanna sem sendu verkefni fyrir hönd Suðurskautslandsins á Feneyjatvíæringinn í myndlist í ár. Á slóð nasista Þýski leynilögreglumaðurinn Andres Temme var staddur á 77 fermetra internetkaffihúsi í Kassel, 6. apríl árið 2006, þegar afgreiðslumað- urinn, hinn 21 árs Halit Yozgat, var myrtur af nýnasísku hryðjuverkasamtökunum NSU. Hann kvaðst ekki hafa tekið eftir morðinu, en með því að skoða atvikaröðina og rannsaka hvernig hljóð og lykt barst um kaffihúsið sýndi Forensic Architecture fram á að það væri nánast ómögulegt að hann hafi ekki orðið var við neitt undarlegt Í rannsókn á drónaárás í Miranshah í Pakistan árið 2012 þar sem fjórir létust notast Forensic Architecture einungis við 43 sekúndna símamyndband sem smyglað var út af svæðinu og birtist í fjölmiðlum til að finna nákvæma staðsetningu hússins og skapa líkan af byggingunni. Með því að greina hvar sprengjubrotin sjást í myndbandinu gat teymið fundið út hvar í rýminu sprengjan sprakk, hvar manneskjur voru í rýminu og hvernig vopn var notað við árásina. Líkan í fullri stærð af herberginu þar sem sprengjan sprakk var sýnt á arkitektatvíæringnum í Feneyjum í fyrra. Drónaárásir rannsakaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.