Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Blaðsíða 56
32 lífsstíll Helgarblað 14. júlí 2017 B orðspil hafa fylgt mannin- um frá upphafi siðmenn- ingar. Elstu borðspil sem fundist hafa, eins og Senet frá Egyptalandi og Backgammon frá Persíu, eru um 5000 ára gömul. Frá Indlandi hinu forna komu spil eins og skák, lúdó og slönguspilið sem er byggt á hindúískri speki um karma. Frá Afríku kom Mancala sem spilað var með fræjum. Á Norðurlöndum spiluðu víkingarnir ýmis töfl sem byggja á herkænsku. Hin fornu borðspil eru flest mjög einföld og líkjast sjaldnast raunverulegum hlutum en eru ennþá víða spiluð. Í daglegu tali er talað um abstrakt-spil. Skák hefur þróast út í að vera talin íþrótt sem margir hafa orðið heimsfrægir af að spila. Hin fornu spil eiga það aftur á móti sameiginlegt að hafa enga þekkta höfunda. Fyrsta spilið sem vitað er hver hannaði er A Journey Through Europe eftir hinn breska John Jefferys frá 1759 og merkilegt nokk þá kemur Ísland þar við sögu. Á 19. öld hófst eiginlegur borðspila- iðnaður en spil voru þá aðallega hönnuð fyrir börn. Um miðbik 20. aldar fóru flóknari spil fyrir full- orðna að líta dagsins ljós. Árið 1933 kom Monopoly fyrst á markað í Bandaríkjunum og er ennþá eitt vinsælasta spil ver- aldar. Það var þýtt sem Matador hér á landi árið 1939 að danskri fyrirmynd. Í seinni heimsstyrj- öldinni hannaði breski tónlistar- maðurinn Anthony E. Pratt spilið Cluedo til að stytta fólki stundir í neðanjarðarbyrgjum meðan sprengjuregn Þjóðverja gekk yfir. Franski Óskarsverðlauna leik- stjórinn Albert Lamorisse hann- aði Risk, heimsins vinsælasta her- kænskuspil, árið 1957. Mörg önnur spil sem allir þekkja eins og Mastermind, Scrabble, Trivial Pursuit og Yahtzee komu fram á árunum 1940 til 1980. Stórir borðspilaframleiðendur eins og Milton Bradley, Hasbro og Parker Brothers komu einnig fram á sjónar sviðið á þessum tíma. Borð- spil voru nú orðin viðurkennt tóm- stundargaman fyrir fullorðið fólk. Byltingin á eyjunni Catan „Á einhver leir fyrir kind?“ er setn- ing sem heyrist sjálfsagt á mörgum heimilum á þessari stundu. Fólk er að spila Landnemana á Catan, spil frá árinu 1995 sem breytti öllu. Hannað af hinum þýska Klaus Teuber sem vann áður við það að búa til hluti til tannlækninga en er orðin goðsögn innan borðspila- bransans. Spilið snýst um að koma sér fyrir á eyjunni Catan og byggja upp veldi sitt hraðar en aðrir leik- menn með því að safna nauðsynj- um, skipta við aðra leikmenn og byggja þorp, borgir og vegi. Að- spurður um fyrirmynd að eyjunni Catan segir Teuber: „Þegar ég hannaði spilið snemma á tíunda áratugnum, sá ég fyrst fyrir mér Ísland, sem var hlýrra á ármiðöldum en það er nú. Það voru birkiskógar á þessari norðlægu eyju þegar land- nemarnir komu fyrst, en á stutt- um tíma voru skógarnir hoggn- ir til að byggja hús og skip. Það var lítið um kornrækt, en sauðfé og hross þrifust á þessari hrjóstr- ugu eldfjallaeyju. Þess vegna voru viðskipti það mikilvægasta fyrir íslenska landnema til að fá málm- grýti, korn og timbur.“ Landnemarnir á Catan er í dag eitt vinsælasta borðspil heims og hefur selst í tugmilljónatali og verið þýtt á yfir 30 tungumál, en mikilvægi þess nær langt út fyrir sölutölur. Spilið er talið eitt helsta gáttarspil (gateway-game) heims, það dregur fólk inn í áhugamálið sem er spilamennska. Á seinustu 15-20 árum hefur orðið alger sprenging í hönnun og framleiðslu borðspila. Fjöldinn allur af fyrirtækjum hafa sprottið upp sem framleiða aðallega borð- spil fyrir fullorðna. Má þar nefna Asmodee, Days of Wonder, Z-Man Games og Fantasy Flight Games. Hönnunin er orðin betri, sjón- rænt gildi þeirra hefur aukist til muna og framboðið hefur stór- aukist. Viðbætur eru nánast alltaf framleiddar fyrir vinsælustu spil- in sem „heldur lífi“ í þeim. Dæmi eru um viðbætur séu gerðar við viðbæturnar. Í dag getur fólk valið sér nákvæmlega hvernig spil það vill spila. Áhugamálið Flestir hafa gaman að því að spila einhver borðspil þó þeir líti ekki á sig sem spilara (gamers). En áhugafólkið er ákaflega sam- rýmdur hópur sem hreykir sér að því að kalla sig „lúða“ eða jafnvel „nörda“. Miðstöðin er vefsíðan Bo- ardgamegeek.com þar sem fletta má öllu upp varðandi borðspil, kortaspil og hlutverkaleiki. Lúðar eru ótrúlega duglegir að ræða spil- in út í ystu æsar og allt sem tengist þeim. Hægt er að komast í kynni við spilahópa nánast hvar sem er í heiminum og það er bókað að fólk tekur manni opnum örmum. Ráðstefnur eru haldnar víða um heim eins og GenCon, Origins og SPIEL í Essen sem er nokkurs konar Mekka lúðanna. Á ráðstefn- um kynna framleiðendur nýju- stu spilin, hægt er að prófa þau og taka þátt í spilamótum í eldri spil- um. Jafnvel er í boði að spila við sjálfa hönnuðina. Fyrirlestrar eru haldnir og verðlaun veitt í hinum ýmsu flokkum. Ráðstefnurnar eru misstórar en áætlað er að um 150.000 manns haldi til Essen á hverju ári. Verðlaunaafhendingin Spiel des Jahres í Þýskalandi er nokkurs konar Óskars-eða Grammyverð- launahátíð í heimi áhugamanna um spil. Tilnefningar og verðlaun þar koma hönnuðum og fram- leiðendum á kortið og spil sem vinna verðlaunin seljast yfirleitt vel í kjölfarið. Meðal spila sem unnið hafa hin eftirsóttu Spiel des Jahres verðlaun má nefna Scotland Yard (1983), Landnem- ana á Catan (1995), Carcassonne (2001), Ticket to Ride (2004) og Dixit (2010). Þýsku hönnuðirnir Wolfgang Kramer og Klaus Teuber hafa unnið verðlaunin samanlagt níu sinnum. Iðnaðurinn er ekki drifinn áfram af græðgi en spilin eru mörg hver stór og dýr í framleiðslu. Fyr- irtækin eru ekki risasamsteypur heldur í smærra lagi og samkeppn- in er ekki fjandsamleg. Ef eitt fyrir- tæki framleiðir mjög vinsælt spil græða hin á því líka því að fleira fólk ánetjast áhugamálinu. Flest- ir hönnuðir starfa einnig á öðrum vettvangi og einungis vinsælustu spilin má finna í stórmörkuðum og leikfangaverslunum. Flest hinna „nýju spila“ má einungis finna í sérhæfðum versl- unum sem yfirleitt selja einnig teiknimyndasögur, vísindaskáld- skap og fleira í þeim dúr og svo í vefverslunum. Hér á landi eru tvær verslanir, Nexus og Spilavin- ir, sem sérhæfa sig í nýrri borðspil- um. Nýta sér tæknina Sumir héldu að borðspil myndu hreinlega deyja út þegar töluvleik- irnir komu fram á sjónarsviðið á áttunda og níunda áratug 20. aldarinnar en það reyndist ekki raunin. Upplifunin af því að spila borðspil snýst að mestu leyti um félagsskapinn á meðan tölvuleik- ir eru oft spilaðir í þögn jafnvel þó spilað sé við aðra persónu. Ólíkt mörgum öðrum greinum í skemmtanaiðnaði hefur borð- spilaiðnaðurinn fallið vel að tölvu- og netvæðingunni. Útgefendur hafa í auknum mæli hannað staf- rænar útgáfur af borðspilum sem eiga lítið sameiginlegt með hefð- bundnum tölvuleikjum. Þessar út- gáfur eru framleiddar til að auka við reynsluna af spilinum sjálf- um og til að auglýsa þau. Þeir sem eiga spilin eru líklegri til að kaupa stafrænu útgáfurnar og þeir sem ramba á stafrænu útgáfurnar eru líklegri til þess að kaupa áþreifan- legu spilin. Spjaldtölvu-formið hentar iðnaðinum sérstaklega vel. Auð- velt er að setja upp leik og láta tölvuna ganga milli manna (pass ´n play). Einnig er hægt að spila við leikmenn úti í heimi í gegnum netið eða við gervigreind forrits- ins. Meðal vinsælustu smáforrita á vefbúð Apple má finna Ticket to Ride, Carcassonne og Landnem- ana á Catan. Stafrænu útgáfurnar kosta vitaskuld aðeins brot af verði hinna áþreifanlegu, yfirleitt innan við 1000 kr. Auk þess hafa ótal smáforrit verið hönnuð sem að- stoða við spilun á áþreifanlegum spilum eins og upplýsingabankar, stigahald, teningakastarar o.fl. Útgefendur borðspila njóta þess einnig að ekki er hægt að hlaða niður eða „stela“ áþreifan- legum spilum. Á meðan útgefend- ur tónlistar, kvikmynda og bóka hafa átt í vandræðum að selja vöru sína í netvæddum heimi fara sölu- tölur borðspila hækkandi með hverju árinu. Iðnaðurinn er enn- þá lítill í samanburðinum en sífellt fleiri eru að átta sig á hversu of- boðslega gaman það er að spila. n Saga borðspilanna n Dægradvöl mannkyns í 5000 ár n „Nýju spilin“ og netvæðingin „Þegar ég hannaði Catan snemma á tíunda áratugnum, sá ég fyrst fyrir mér Ísland, sem var hlýrra á ármiðöldum en það er nú. 10 spil sem allir lúðar ættu að eiga Settlers of Catan (1995) Carcassonne (2000) Ticket to Ride (2004) Pandemic (2008) Small World (2009) The Resistance (2009) 7 Wonders (2010) King of Tokyo (2011) Sushi Go (2013) Deception: Murder in Hong Kong (2014) Klaus Teuber Hönnuður Catan MyNd EPA Senet Elsta spil sem fundist hefur Borðspilamót MyNd EPA Kristinn Haukur Guðnasson kristinn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.