Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Blaðsíða 20
20 umræða
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson
ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Sigurvin Ólafsson ritstjóri dv.is: Kristjón Kormákur Guðjónsson
aðstoðarritstjóri dv.is: Einar Þór Sigurðsson umbrot: DV ehf. Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
aðalnúmer: 512 7000
auglýsingar: 512 7050
ritstjórn: 512 7010
fréttaskot
512 70 70
Heimilisfang
Kringlan 4-12, 4. hæð
103 Reykjavík
Sandkorn
Helgarblað 14. júlí 2017
V
ið í pólitíkinni fréttum
bara af þessu eins og
aðrir í fjölmiðlum,“ sagði
borgarfulltrúi Pírata,
Halldór Auðar Svansson, um
mengunarslysið sem varð við
Faxaskjól þar sem úrgangur
fyllti strendur. Í annað skiptið á
skömmum tíma varð svo borg
arstjórinn í Reykjavík, Dagur B.
Eggertsson, að viðurkenna að
hann hefði fyrst frétt af óþægi
legu máli í fjölmiðlum. Í fyrra
skiptið var það vegna vopna
burðar lögreglu á almennings
samkomum, sem enginn hafði
haft fyrir því að láta vita hann af,
og í seinna skiptið var það vegna
bilunar neyðarlúgu við dælu
stöðina í Faxaskjóli með tilheyr
andi ömurlegum afleiðingum.
Nú er í sjálfu sér ágætt að
borgar stjórinn sé blíður á
manninn, eins og Bastían bæjar
fógeti, en hann á ekki bara að vera
til skrauts. Hann er í ábyrgðar
starfi sem fulltrúi almennings og
á að vera upplýstur um mikilvæg
mál sem varða hag borgarbúa –
og þá skiptir engu hvort hann er í
sumarfríi eður ei. Því verður vart
trúað að Dagur B. Eggertsson sé
svo værukær að honum þyki best
að frétta sem minnst af óþægileg
um málum, en sé svo getur hann
ekki vænst þess að verma lengi
stól borgarstjóra. Sem borgar
stjóri ber hann ábyrgð. Boðleiðir
til hans eru greinilega ekki í lagi
og hann ætti að leggja sig eftir því
að láta kippa þeim í liðinn.
Stjórnendur Veitna,
dóttur f yrirtækis Orkuveitunnar,
áttu samstundis að skýra frá
bil un neyðarlúgunnar og upp
lýsa bæði borgaryfirvöld og al
menning. Það var ekki gert og
erfitt er að fá annað á tilfinn
inguna en að þar á bæ hafi menn
viljað gera fremur lítið úr bilun
inni, það var látið eins og þarna
hafi orðið smávægilegt óhapp.
Það er ekkert einkamál Veitna
þegar alls kyns viðbjóður fyllir
strendur í nágrenni byggðar og
engin leið að réttlæta þögn um
þetta mál. Það ber hins vegar að
virða við forsvarsmenn Veitna
að þeir hafa beðist afsökunar á
skorti á upplýsingargjöf. Rétt er
að gefa sér að þar hafi menn lært
af málinu.
Stjórnmálamenn ættu einnig
að leggja sig eftir því að læra
af þessu leiðindamáli. Þeir eru
kjörnir fulltrúar almennings og
það er lágmark að þeir láti sig al
mannahagsmuni einhverju varða
en þegi ekki eða yppi öxlum og
segjast ekki hafa vitað af málinu.
Ef þeir hafa ekki ver ið upplýstir
um málið hafa orðið alvarleg mis
tök sem þeir eiga ekki að sætta sig
við. Ef þeim er einfaldlega hjartan
lega sama er best fyrir þá að finna
sér aðra vinnu.
Borgarstjórinn á svo alveg
sérstak lega að leggjast í rannsókn
á því af hverju það gerist ítrekað
að hann sé ekki látinn vita af mál
um sem honum koma sannarlega
við. Dagur B. Eggertsson vill alveg
örugglega vera annað og meira en
bara upp á punt á tyllidögum. n
Af hverju má ekki segja frá?
Mikilvæg sannindi
Þingmaður Pírata, Gunnar
Hrafn Jónsson, fór fram úr sér
á dögunum þegar hann sagði
í Facebookfærslu: „Ég myndi
ekki hika við að pynta og drepa
mann sem myndi brjóta gegn
mínu barni.“ Ekki beint það sem
á að tíðkast í siðuðu samfélagi.
Það má segja Gunnari Hrafni
til hróss að hann dró orð sín til
baka og baðst afsökunar um leið
og hann minnti á þau mikilvægu
sannindi að „í réttarríki eru það
yfirvöld en ekki einstaklingar sem
eiga að framfylgja lögum og rétti
og úthluta refsingu,“ svo vísað
sé í orð þingmannsins sjálfs.
Gunnar Hrafn bætti við: „Óttinn
við að eitthvað komi fyrir barnið
manns verður stundum rök
hugsun yfirsterkari þegar maður
er að ræða þessi mál á Facebook
og þar gerði ég mikil mistök sem
ég biðst velvirðingar á.“ Þetta er
góð afsökunarbeiðni hjá þing
manninum, sem virðist gera sér
fulla grein fyrir því að í umræðum
um viðkvæm mál þarf að stíga
varlega til jarðar.
Ekkert væl
Hátt gengi krónunnar hefur fram
kallað grát og gnístran tanna hjá
aðilum í ferðaþjónustu. Það er
farið að teljast til tíðinda ef menn
bera sig vel á þeim bæ. Það gerð
ist þó á dögunum þegar móttöku
stjóri Hótels Arnarstapa, Hafrún
Jóhannesdóttir, sagði í sjónvarps
fréttum RÚV að gríðarlega mikið
væri um bókanir og allt gengi
afar vel. Þegar hún var spurð um
hugsanlega fækkun ferðamanna
sagði hún að þá yrði bara aðlaga
sig að því. Ekkert væl á þeim bæ
og mjög til eftirbreytni.
Breyttir tímar
Verslun á Íslandi er í ákveðnu
uppnámi með innreið risa á borð
við Costco og H&M. Sagt er að
fleiri alþjóðlegar keðjur horfi
nú áhugasamar til landsins, til
dæmis Primark.
Reyndir verslunarmenn
segjast finna fyrir breyting
um með ýmsum hætti. Ekki er
lengur slegist um verslunarpláss
í Kringlunni, svo dæmi sé tek
ið. Það þykja heilmikil tíðindi í
þessum bransa.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir rifar upp gömul ummæli pólitískra andstæðinga. – eyjan.is Oddný G. Harðardóttir – eyjan.is Davíð Oddsson vill hitta Dag B. Eggertsson. – Morgunblaðið
Gott ef ég var ekki einhvers
staðar kölluð „skólp-Solla“
Konur þurfa kannski
bara að vera duglegri?
Slíka menn þarf að finna í
fjöru sem fyrst.
Miðnætursól Íslenskt sumar er nú í algleymingi og jafnvel þótt einhverjum þyki skorta sólarstundir þá koma samt blíðir dagar inn á milli. Þetta vaska fjallafólk
lagði leið sína á Snæfellsjökul um miðnæturbil nú í vikunni. MynD SIGtryGGur ArIMyndin
„Stjórnmálamenn
ættu einnig að
leggja sig eftir því að læra
af þessu leiðindamáli.
M
y
n
D
S
IG
tr
y
G
G
u
r
A
r
I
Leiðari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is