Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Qupperneq 2
2 Helgarblað 4. ágúst 2017fréttir
Spurning vikunnar
Ég verð heima. Heima er best. Ég hef einu sinni farið úr
bænum um verslunarmannahelgi. Það var árið 1975 og
ég fór inn í Vatnsfjörð.
Anna Júlíusdóttir
Ég fer til Danmerkur, verð í Kaupmannahöfn í fjóra daga.
Sigdís Lind Sigurðardóttir
Ég hef venjulega farið á Þjóðhátíð og það er glatað að
sleppa henni, en núna verð ég að vinna í bænum. Ætli ég
kíki ekki á Innipúkann.
Henrik Bjarnason
Ég er að fara til Eyja. Ég er úr Eyjum en þetta er í fyrsta
sinn sem ég er þar á Þjóðhátíð.
Ágúst Óli Sigurðsson
Hvað ætlarðu að gera um verslunarmannahelgina?
S
tefán Bachmann Karlsson og
Hjördís Andrésdóttir gagn-
rýna okur í veitingageiran-
um. Fyrir rúmum tveimur
árum stofnuðu þau veitingastað-
inn Bike Cave í Skerjafirði og ný-
lega opnuðu þau annan stað með
sama nafni í Hafnarfirði. Þau segja
sanngjarnt verð lykilinn að árangri
þeirra. „Við viljum fá viðskipta-
vini sem koma aftur, ekki einnota
kúnna. Verðlagið hjá okkur er sam-
kvæmt því. Það er hugsunin og
hefur alltaf verið,“ segja þau.
„Við reynum af öllum mætti að
viðhalda þessu skaplega verði án
þessa að það bitni á gæðunum,“
segir Hjördís. „Við erum með sér-
bakað brauð, sósur sem við búum
til sjálf, hreint kjöt og alvöru ost og
alltaf nýtt skorið grænmeti. Það
verður ekki hvikað frá þessu. Við
veljum það sem við teljum vera
best. Svo fikruðum við okkur fljót-
lega út í veganmat sem nýtur mik-
illa vinsælda.“
Nýlega fékk Bike Cave útnefn-
ingu hjá Grapevine annað árið
í röð sem besta ódýra máltíðin;
„best cheap meal“. Íslendingar eru í
meirihluta viðskiptavina en hjónin
segja erlenda ferðamenn sækja
staðina í auknum mæli, einmitt út af
verðlaginu. „Ferðamenn hafa orð á
því við okkur að það sé dýrt að borða
á Íslandi og eru því verulega ánægð-
ir með verðlagningu hjá okkur.“
Ofbýður ruglið
Stefán og Hjördís eru áhugafólk um
mat og fara reglulega út að borða,
enda þurfa þau líka starfs síns
vegna að fylgjast með straumum
og stefnum í veitingahúsageiran-
um. „Það er regla að fara einu sinni
í viku út að borða og það er stöðugt
að bætast við veitingahúsaflóruna
svo það er úr nægu að velja,“ segir
Hjördís. „Þeir eru samt teljandi á
fingrum annarrar handar þeir stað-
ir sem við förum á aftur því okkur
ofbýður ruglið sem er í gangi sums
staðar. Við sjáum svo greinilega að
það er verið að okra á viðskiptavin-
inum. Það er ótrúlegt að sjá þessa
dýru staði fulla alla daga. Einhvern
tímann hlýtur það að enda. Ég sé
ekki fyrir mér að þetta geti gengið
svona. Það getur til dæmis ekki
talist í lagi að stakur hamborgari
kosti 2.700–2.900 krónur.“
Hjördís segir sögu af viðskipta-
vini: „Það kom til okkar kona með
tvö börn og hún felldi bókstaflega
tár yfir því að geta farið með börn-
in sín út að borða. Annað barnið
sagði: Mamma getum við komið
hingað á hverjum degi? Það er
til fólk sem getur ekki leyft sér að
borða á veitingahúsum vegna þess
að maturinn er svo dýr að það á
einfaldlega ekki fyrir honum. Þessi
kona var himinlifandi að finna
stað eins og þennan.“
Nálægð við viðskiptavini
Hjónin segja að í veitingageiranum
viti þau af fólki sem sé sammála
þeim um hátt verðlag á íslenskum
veitingastöðum. Þau nefna sér-
staklega Þórarin Ævarsson, fram-
kvæmdastjóra IKEA sem rekur
veitingastað sem selur góðan
mat á sérlega sanngjörnu verði.
„ Þórarinn í IKEA er snillingur og
stendur fyrir sínu og græðir á tá
og fingri á lægsta verði á landinu.
Hann tekur þetta á magninu og það
er það sem við sögðum alltaf að við
vildum gera því með tíð og tíma
myndi viðskiptavinunum fjölga.“
Það er nóg að gera hjá hjón-
unum við að reka veitingahúsin
tvö, en þau fá ríkulega aðstoð frá
fjölskyldumeðlimum, börnum
og tengdabörnum. „Þetta er lítið
fjölskyldufyrirtæki, við erum hér
öllum stundum og höfum skap-
að mikla nálægð við viðskiptavini
okkar,“ segja þau. „Við leggjum
áherslu á góðan mat og sanngjarnt
verð. Við erum ekki að reyna að
finna upp hjólið en lítum á okkur
sem hugsjónafólk í þessum mála-
flokki.“ n
Gagnrýna okur
í veitingageiranum
Stefán og Hjördís segja sanngjarnt verð lykilinn að árangri þeirra
„Okkur
ofbýður
ruglið sem er í
gangi sums
staðar
Aðstoð frá fjölskyldumeðlimum „Við erum hér öllum stundum.“
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is „Það kom til
okkar kona með
tvö börn og hún felldi
bókstaflega tár yfir því að
geta farið með börnin sín
út að borða.
M
y
N
d
ir
S
ig
tr
y
g
g
u
r
A
r
i