Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Side 4
4 Helgarblað 4. ágúst 2017fréttir D avíð Bergmann Davíðs­ son er 47 ára og bú­ settur á Selfossi. Hann ákvað snemma á ævinni að starfa með börnum og ung­ lingum í vanda vegna þess að hann þekkti það af eigin raun. Hann ólst sjálfur upp sem oln­ bogabarn í samfélaginu og var sendur á milli heimila víða um land. Ástæðan var lesblinda en skólakerfið kunni ekki að taka á vandamálum sem því á þeim tíma. Afleiðingarnar voru skelfi­ legar og Davíð mátti þola of­ beldi og misnotkun í vist sinni. Um langa hríð hjálpaði hann ungum drengjum, sem komn­ ir voru í afbrot og neyslu, við að rjúfa vítahringinn. En hann gerði það ekki eftir handbók­ inni heldur með því að nálg­ ast þá á jafningjagrundvelli og sýna þeim afleiðingarnar í verki. Helsta fyrirstaðan var þó kerf­ ið sjálft sem orsakaði að starfið sem hann hafði byggt upp með drengjunum lagðist af. 16 ára drengur með um 100 mál á bakinu „Ég er búinn að koma ansi víða við í þessu kerfi,“ segir Dav­ íð sem sagði skilið við starfið í febrúar síðastliðnum. „Ég byrj­ aði í útideildinni á Tryggvagötu árið 1994. Það var frábært úr­ ræði. Vettvangur þar sem for­ eldrar og börn gátu mætt án þess að panta tíma.“ Þar voru haldn­ ir útitónleikar og ýmislegt fleira gert fyrir börnin. En útideildinni var lokað skömmu seinna vegna skipulagsbreytinga hjá Reykja­ víkurborg. Davíð vann þá með félags­ málastofnun í Árbæjarhverfi en hélt síðan til Eyjafjarðar. Hann starfaði sem unglinga­ ráðgjafi á Dalvík, Ólafsfirði og í Hrísey í um það bil eitt og hálft ár. Vorið 2001 hóf hann störf á meðferðarheimilinu Stuðlum í Reykjavík þar sem hann vann í 16 ár. Í útideildinni sat hann yfir­ heyrslur yfir ungum drengjum hjá lögreglunni. Hann sá sömu drengina koma aftur og aftur, stundum nokkrum sinnum í viku. Einn 14 ára drengur hafði safnað upp 27 málum á mála­ skrá hjá lögreglunni. Tveimur árum síðar voru málin orðin nærri 100 og hann kominn með þrjá dóma og ótal fjársektir á bakið. Margir af þeim drengj­ um sem hann kynntist urðu síð­ ar landsþekktir afbrotamenn á fullorðinsárum. Flugurnar settust á skítinn Eftir nokkurn tíma var Davíð orðinn uppgefinn á ástandinu og fannst aðferðirnar algjörlega tilgangslausar. Drengirnir voru settir fyrir framan skrifborð og messað yfir þeim. Davíð segir þá hafa tekið „kamelljónið“ á þetta. Skilaboðin fóru inn um annað eyrað en út um hitt, þeir með­ tóku ekkert. Hann sagði Birni „Væringja“ Ragnarssyni, sem vann með honum í útideildinni, frá þessu og spurði hvort það væru ekki til einhverjar aðrar leiðir. En Björn kom að stofnun Mótorsmiðj­ unnar svokölluðu árið 1994. Björn sagði Davíð að hann hefði fengið símtal frá sóknar­ presti Fella­ og Hólakirkju vegna strákagengis sem var til vand­ ræða í hverfinu. Þá hafi Björn beitt „mykjukenningunni“; „Þegar þú setur hrossaskít út á tún þá koma ákveðnar flug­ ur og setjast á skítinn.“ Björn klæddi sig í leðurgallann, ók á mótorhjóli sínu upp í hverfi, kveikti sér í sígarettu og beið. „ Auðvitað komu flugurnar og settust á skítinn.“ Hann leiddi þá úr Breiðholtinu niður í útideild þar sem þeir hittust svo vikulega og bökuðu pítsur frá grunni. Þeir horfðu á kvikmyndir og ræddu um mótorhjól. „Seinna komu þeir með skellinöðrurnar sínar sem voru búnar að vera í geymslu í mörg ár og löguðu þær. Þannig varð Mótorsmiðj­ an til.“ Fór með drengina á vettvang Davíð og Björn fóru til annarra Norðurlanda til að kynna sér hvernig tekið væri á ungum af­ brotamönnum þar. Davíð segir það hafa verið magnaða n Starfaði með unglingum í vanda í 23 ár n Hrakinn úr starfi fyrir að reyna að hjálpa stúlkum Hópstarfið var kæft í „fagleikriti fáránleikans“ Davíð Með hundinum Töffara. MynD Brynja Kristinn Haukur Guðnasson kristinn@dv.is „Þegar þú setur hrossaskít út á tún þá koma ákveðnar flugur og setjast á skítinn Davíð Bergmann Sá unglinga verða að landsþekktum glæpamönnum. MynD Brynja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.