Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Qupperneq 4
4 Helgarblað 4. ágúst 2017fréttir D avíð Bergmann Davíðs­ son er 47 ára og bú­ settur á Selfossi. Hann ákvað snemma á ævinni að starfa með börnum og ung­ lingum í vanda vegna þess að hann þekkti það af eigin raun. Hann ólst sjálfur upp sem oln­ bogabarn í samfélaginu og var sendur á milli heimila víða um land. Ástæðan var lesblinda en skólakerfið kunni ekki að taka á vandamálum sem því á þeim tíma. Afleiðingarnar voru skelfi­ legar og Davíð mátti þola of­ beldi og misnotkun í vist sinni. Um langa hríð hjálpaði hann ungum drengjum, sem komn­ ir voru í afbrot og neyslu, við að rjúfa vítahringinn. En hann gerði það ekki eftir handbók­ inni heldur með því að nálg­ ast þá á jafningjagrundvelli og sýna þeim afleiðingarnar í verki. Helsta fyrirstaðan var þó kerf­ ið sjálft sem orsakaði að starfið sem hann hafði byggt upp með drengjunum lagðist af. 16 ára drengur með um 100 mál á bakinu „Ég er búinn að koma ansi víða við í þessu kerfi,“ segir Dav­ íð sem sagði skilið við starfið í febrúar síðastliðnum. „Ég byrj­ aði í útideildinni á Tryggvagötu árið 1994. Það var frábært úr­ ræði. Vettvangur þar sem for­ eldrar og börn gátu mætt án þess að panta tíma.“ Þar voru haldn­ ir útitónleikar og ýmislegt fleira gert fyrir börnin. En útideildinni var lokað skömmu seinna vegna skipulagsbreytinga hjá Reykja­ víkurborg. Davíð vann þá með félags­ málastofnun í Árbæjarhverfi en hélt síðan til Eyjafjarðar. Hann starfaði sem unglinga­ ráðgjafi á Dalvík, Ólafsfirði og í Hrísey í um það bil eitt og hálft ár. Vorið 2001 hóf hann störf á meðferðarheimilinu Stuðlum í Reykjavík þar sem hann vann í 16 ár. Í útideildinni sat hann yfir­ heyrslur yfir ungum drengjum hjá lögreglunni. Hann sá sömu drengina koma aftur og aftur, stundum nokkrum sinnum í viku. Einn 14 ára drengur hafði safnað upp 27 málum á mála­ skrá hjá lögreglunni. Tveimur árum síðar voru málin orðin nærri 100 og hann kominn með þrjá dóma og ótal fjársektir á bakið. Margir af þeim drengj­ um sem hann kynntist urðu síð­ ar landsþekktir afbrotamenn á fullorðinsárum. Flugurnar settust á skítinn Eftir nokkurn tíma var Davíð orðinn uppgefinn á ástandinu og fannst aðferðirnar algjörlega tilgangslausar. Drengirnir voru settir fyrir framan skrifborð og messað yfir þeim. Davíð segir þá hafa tekið „kamelljónið“ á þetta. Skilaboðin fóru inn um annað eyrað en út um hitt, þeir með­ tóku ekkert. Hann sagði Birni „Væringja“ Ragnarssyni, sem vann með honum í útideildinni, frá þessu og spurði hvort það væru ekki til einhverjar aðrar leiðir. En Björn kom að stofnun Mótorsmiðj­ unnar svokölluðu árið 1994. Björn sagði Davíð að hann hefði fengið símtal frá sóknar­ presti Fella­ og Hólakirkju vegna strákagengis sem var til vand­ ræða í hverfinu. Þá hafi Björn beitt „mykjukenningunni“; „Þegar þú setur hrossaskít út á tún þá koma ákveðnar flug­ ur og setjast á skítinn.“ Björn klæddi sig í leðurgallann, ók á mótorhjóli sínu upp í hverfi, kveikti sér í sígarettu og beið. „ Auðvitað komu flugurnar og settust á skítinn.“ Hann leiddi þá úr Breiðholtinu niður í útideild þar sem þeir hittust svo vikulega og bökuðu pítsur frá grunni. Þeir horfðu á kvikmyndir og ræddu um mótorhjól. „Seinna komu þeir með skellinöðrurnar sínar sem voru búnar að vera í geymslu í mörg ár og löguðu þær. Þannig varð Mótorsmiðj­ an til.“ Fór með drengina á vettvang Davíð og Björn fóru til annarra Norðurlanda til að kynna sér hvernig tekið væri á ungum af­ brotamönnum þar. Davíð segir það hafa verið magnaða n Starfaði með unglingum í vanda í 23 ár n Hrakinn úr starfi fyrir að reyna að hjálpa stúlkum Hópstarfið var kæft í „fagleikriti fáránleikans“ Davíð Með hundinum Töffara. MynD Brynja Kristinn Haukur Guðnasson kristinn@dv.is „Þegar þú setur hrossaskít út á tún þá koma ákveðnar flugur og setjast á skítinn Davíð Bergmann Sá unglinga verða að landsþekktum glæpamönnum. MynD Brynja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.