Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Page 18
18 sport Helgarblað 4. ágúst 2017 F yrstu vikurnar hjá Reading hafa verið flottar, ég er að venjast nýju liði, nýjum leikstíl, nýjum þjálfara og nýjum liðsfélögum. Það hefur tekið merkilega stuttan tíma fyrir mig að koma mér inn í hlutina, maður er bara spenntur fyrir fram- haldinu,“ sagði landsliðsframherj- inn Jón Daði Böðvarsson sem hefur um helgina leik með Read- ing í næstefstu deild Englands. Championship-deildin hefst um helgina en Jón Daði og félagar heimsækja QPR í Lundúnum. Framherjinn gekk í raðir Reading í sumar frá Wolves þar sem hann stoppaði aðeins í eitt ár. Árið þar reyndist Jóni erfitt og vildi félagið losa sig við hann, það var þó ekki slæmt fyrir þennan öfluga Sel- fyssing því Reading er frábær klúbbur sem var með talsvert öfl- ugra lið en Wolves á síðustu leik- tíð. „Fyrstu kynni af klúbbnum eru góð, þetta er stór klúbbur og síð- asta tímabil hjá þeim var virkilega gott. Liðið var grátlega nálægt því að fara upp í úrvalsdeildina og hér er mikill metnaður, væntingarnar eru líka miklar fyrir næsta tímabil. Mér fannst þetta mjög spennandi, leikstíllinn er heillandi og þjálf- arinn hefur reynslu af þessu. Heildarmyndin sem er hjá Read- ing er flott.“ Hissa þegar Wolves vildi selja hann Jón Daði mætti til æfinga hjá Wolves í upphafi sumars en þá höfðu orðið miklar breytingar hjá klúbbnum, nýr þjálfari og fjöldi nýrra leikmanna. Jón fékk þau skilaboð að hann mætti fara frá fé- laginu, það kom honum á óvart. „Það kom mér virkilega á óvart, þetta kom mér í opna skjöldu og var smá sjokk ef ég á að vera al- veg heiðarlegur. Ef maður horfir til baka þá eru rosalegar breytingar hjá Wolves, það eru 8–9 nýir leik- menn, nýtt þjálfarateymi og í raun allt nýtt. Breytingarnar eru svo miklar og ég var ekki eini leik- maðurinn sem fékk þessi skila- boð og fór, svona er fótboltinn og þetta er ekkert persónulegt. Mað- ur má ekki taka þessu persónu- lega, áhuginn frá Reading kom svo strax fram og ég var afar spenntur fyrir því og það gekk fljótt í gegn.“ Fyrsta árið getur verið erfitt Jón Daði kom til Englands frá Þýskalandi og það er þekkt stærð að það getur tekið tíma að venj- ast enskum fótbolta, mikil harka og í næstefstu deild Englands eru allir leikir erfiðir. „Þetta voru mikl- ar breytingar fyrir mig, deildin er öðruvísi en ég hafði vanist. Það er mikil keyrsla og margir leikir, hver einasti leikur er erfiður. Það var flott að fá þetta fyrsta ár og læra af því, ég var mjög spenntur fyrir öðru tímabili með Wolves. Það var ekki í stöðunni og þá kom Reading inn í myndina og er markmiðið að komast fljótt inn í hlutina hérna og læra inn á þeirra leikstíl. Það er mikil harka í þessari deild, þetta er enskur fótbolti alveg 100 prósent. Mjög mikið af erfiðum leikjum og mismunandi lið, varnarlega eru liðin sterk og það er ekki mikið um færi. Maður lærir af þessu, mað- ur hefur meiri reynslu. Núna setur maður sér markmið fyrir tímabilið því maður veit út í hvað er verið að fara. Það var aldrei spurning að fara í neitt annað félag þegar Reading kom upp, Ipswich hafði áhuga en Reading var spennandi eftir árangurinn í fyrra. Hér er hugarfar sigurvegarans og markið er sett hátt, sem leikmaður þá viltu svona umhverfi og maður lærir af því. Um leið og Reading kom upp þá var hugsunin bara „Hvar á ég að skrifa undir?““ Stjóri sem veit hvað þarf til að ná árangri Knattspyrnustjóri Reading er Hol- lendingurinn Jaap Stam. Sá var á sínum tíma einn besti varnar- maður í heimi fótboltans þegar hann lék með Manchester United og hann veit hvað þarf til að ná ár- angri. „Stam er virkilega flottur og hann er með flotta menn með sér, tveir aðstoðarþjálfarar eru með honum og þeir eru rosalega öflugir í að reyna bæta þig sem leikmann. Það er ekki oft þannig í fótboltan- um í dag að þjálfarar ætli sér að bæta hvern einast leikmann, það eru allt of fáir þannig í dag. Þeir hafa í raun ekki tíma til að hjálpa þér því það snýst allt um úrslit og þjálfararnir hugsa um sitt starf. Þeir eru virkilega metnaðarfullir í að bæta einstaklinga sem bæta þá liðið, ég finn það strax hérna í byrjun að maður er að læra heilmargt. Það finnst mér mjög já- kvætt. Stöðugleiki virðist einkenna Reading. Þeir trúa á verkefnið sem þeir standa frammi fyrir. Hér vita menn að það geta komið slæmar tímar í bland við þá góðu, á síð- ustu leiktíð byrjaði liðið illa en menn gáfust ekki upp og hugsað er til lengri tíma. Síðan blómstraði liðið og var nálægt því að fara upp, þetta er klúbbur sem gefur þjálfur- um og leikmönnum tíma. Það er mjög jákvætt, en sjaldgæft í dag. Markmiðið á þessu ári er að vera á meðal þeirra klúbba sem geta far- ið upp, menn setja stefnuna þang- að. Liðið ætlar sér að komast upp en það vita allir sem horfa á þessa deild að það er virkilega erfitt. Deildin er svakalega erfið og er það ótrúlegur fjöldi af liðum sem telur sig geta farið upp og horf- ir til þess að ná árangri. Það segj- ast mörg lið ætla upp en reynslan sannar að það er ekkert gefins í Championship-deildinni.“ Pressa að vera Íslendingur þarna Reading hefur mikla og góða reynslu af Íslendingum, Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru lykilmenn í Read ing þegar liðinu gekk hvað best og áttu með félaginu góð ár í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi Þór Sigurðsson var svo stjarna hjá félaginu í næstefstu deild og hefur Reading grætt háar fjárhæðir á Gylfa, félagið seldi hann fyrst til Þýskalands og síðan hefur hann far- ið á milli liða. „Það er rætt við mann um Íslendingana og hversu vel þeir hafa staðið sig hérna, maður finnur fyrir smá pressu að vera Íslending- ur. Þeir tala mikið um Brynjar og Ívar Ingimarsson. Sérstaklega ræða þeir svo um Gylfa sem átti góðan tíma hérna, klúbburinn hefur góða reynslu af Íslendingum og maður finnur aukna hlýju frá fólkinu hérna vegna þess,“ sagði þessi geðþekki sóknarmaður að lokum í samtali við DV. n Fékk sjokk þegar honum var sagt að fara n Jón Daði ætlar sér langt hjá Reading n Pressa að vera Íslendingur Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is „Ég finn það strax hérna í byrjun að maður er að læra heilmargt EM hetja sem ætlar sér stóra hluti Jón Daði var ein af hetjum Íslands á EM í Frakklandi árið 2016 og ætlar að finna sitt gamla form í Reading. Myndir EPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.