Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Side 24
24 fólk - viðtal Helgarblað 4. ágúst 2017 Þ egar blaðamaður hitti Ingi­ björgu Sólrúnu hafði hún nýlega verið eina viku í Varsjá en hún mun flytjast búferlum þangað í lok mánað­ arins. Þar mun hún búa næstu þrjú árin ásamt eiginmanni sín­ um, Hjörleifi Sveinbjörnssyni. „Varsjá kemur mér skemmtilega á óvart, er miklu fallegri, grænni og vingjarnlegri en maður hefði kannski ætlað,“ segir hún. „Pól­ verjar eru fjölmenn þjóð sem á óskaplega merkilega menningu og hefur um aldir búið við þau örlög að vera milli tveggja stór­ velda sem hafa vaðið yfir hana til skiptis. Pólverjar eiga sér ansi merkilega og dramatíska sögu. Mér hefur stundum fundist að við Íslendingar séum með ákveðna fordóma gagnvart Póllandi og Pólverjum sem er mjög sérstakt. Það er fráleitt að setja sig á háan hest gagnvart þeim.“ Í vikuferð sinni til Varsjár kynnti Ingibjörg Sólrún sér stofnunina sem hún mun nú veita forstöðu. „Mér finnst gríðarlega áhuga­ vert að kynnast þessari stofnun, sem ég þekkti áður bara utan frá. Þarna starfa um 180 einstaklingar frá 40 þjóðlöndum með mismun­ andi bakgrunn. Þetta er fagfólk sem virðist afar heilt í því sem það er að gera og hefur brennandi áhuga á að vinna að því að tryggja borgaraleg réttindi fólks og gerir sér grein fyrir mikilvægi lýð­ ræðislegrar þróunar. Ég held að það verði mjög gaman að vinna með þessu fólki.“ Ekki hægt að refsa aðildarríkjum Hún er spurð um hlutverk stofn­ unarinnar. „Aðildarríki ÖSE eru 57 og ODIHR er sá hluti stofn­ unarinnar sem fer með mál sem snúa að þróun lýðræðislegra stjórnarhátta og mannréttinda. Við fylgjumst með því að ríkin framfylgi þeim skuldbindingum sem þau hafa undirgengist og innleiði lýðræðislega stjórnar­ hætti og virði mannréttindi. Ef við sjáum að eitthvað er að gerast sem er andstætt þessum grund­ vallarprinsippum þá reynum við eins og hægt er að leiða þróunina til betri vegar. Við reynum að vera í beinu sambandi við stjórnvöldin og bendum þeim á hvað rétt sé að gera. Ef stjórnvöld virða skuld­ bindingar sínar að vettugi og sinna ekki ábendingum okkar þá getum við hins vegar lítið gert. Við höfum engin tæki eða tól til að refsa aðildarríkjunum fyrir að innleiða ekki skuldbindingar. En með sambandi og samræðu og góðri fagmennsku getum við haft áhrif.“ Hversu langt getur stofnunin gengið í afskiptum og athuga­ semdum til dæmis varðandi hatursorðræðu? Verður ekki að virða tjáningarfrelsi fólks, jafnvel þótt manni líki ekki það sem það er að segja? „Ein deild innan stofnunar­ innar fjallar um það sem kallast „tolerance and non discrim­ ination“, þar er markmiðið að stuðla að auknu umburðarlyndi og að vinna gegn mismunun. Hatursglæpur er það þegar lög­ brot beinist að og byggist á for­ dómum gagnvart tilteknum hópum í samfélaginu. Þegar hatursorðræða fær að grass­ era lengi þá leiðir hún oft til „Gef mig alla í það sem ég er að gera“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er nýr framkvæmdastjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, ODIHR í Varsjá. Hlutverk ODIHR er, eins og nafnið gefur til kynna, að standa vörð um lýðræði og mannréttindi. Ingibjörg Sólrún segir hið nýja starf bæði spennandi og krefjandi. Áður starfaði hún fyrir UN Women, var í Afganistan í tvö ár og þrjú ár í Tyrklandi. Kolbrún Bergþórsdóttir hitti Ingibjörgu Sólrúnu og spurði um nýja starfið, lífið í fjarlægum löndum, pólitíska ferilinn og fleira. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Vegna veik- indanna hafði ég hvorki getu né löngun til að verjast þegar að mér var sótt, ég átti einfaldlega fullt í fangi með sjálfa mig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.