Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Qupperneq 25
KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Sigurvin Ólafsson / sigurvin@dv.is Umsjón: Ágúst Borgþór Sverrisson / agustb@dv.is Þjóðhátíð 4. ágúst 2017 Einstök upplifun í báts- ferðum um eyjarnar Bátsferðir um Vestmanna eyjar eru draumkennd og einstök upplifun sem blaðamaður DV getur vitnað um eftir að hafa farið í eina slíka siglingu fyrir nokkrum árum. Fjöl­ skyldufyrirtækið Viking Tours hefur boðið upp á þessar ógleymanlegu ferðir í 17 ár en um tvenns konar ferðir er að ræða, annars vegar 90 mín­ útna hringferð um eyjarnar og hins var þriggja og hálfs klukkustundar Surtseyjarferð. „Vestmannaeyjar eru mjög sérstakur staður í saman­ burði við Ísland almennt og hér er landslag allt öðruvísi. Það hefur komið á daginn að fólk sem fer í þessar ferðir einu sinni, það kemur aftur,“ segir Sigurmundur G. Einars­ son, eigandi Viking Tours. Hringferðin umhverfis Heimaey er farin tvisvar á dag en Surtseyjarferðin einu sinni á dag. „Í hringferðinni erum við að fara inn í hella og að fuglabjörgunum. Ég spila alltaf á saxófón inni í hellun­ um, það er okkar sérstaða sem enginn annar er með. Hljómurinn inni í hellunum er á sömu tíðni og mannsrödd og er einstaklega fallegur,“ segir Sigurmundur. Hringferðin umhverfis Heimaey hefst í höfninni sem hraunrennslið var nærri því búið að loka í eldgosinu á Heimaey 1973. Í báts­ ferðinni má sjá litríka hella sem öldurnar hafa myndað í gegnum tíðina, yngstu eyjuna Surtsey, ásamt hinum eyjum Vestmannaeyjaklasans og hin fjölmörgu fuglabjörg. Þar er hægt að sjá fjölbreyttar fuglategundir og ef heppn­ in er með – hvali. Síðasta viðkoma í ferðinni er í Kletts­ helli sem er þekktur fyrir frábæran hljómburð og þar blæs Sigurmundur gjarnan í saxófóninn. Ferðin endar svo aftur þar sem hún byrjaði. Surtseyjarferð hefst og endar á Heimaey. Surtsey er yngsta eyja Vestmannaeyja­ klasans, en hún reis úr sjó í eldgosi 1963 sem stóð í fjög­ ur ár. Á leið til og frá Surtsey er siglt framhjá 12 eyjum klasans sem allar eru heimili fjöl­ margra fjölbreyttra fuglategunda. Ekki er óalgengt að hvalir sjáist í þessari ferð, m.a. háhyrningar sem oft halda til á þessum slóðum. Hápunktur ferðar­ innar er að sjálf­ sögðu Surtsey, en ekki er leyfilegt að fara í land, þar sem einungis vísinda­ menn hafa heimild til þess. Sem nærri má geta eru þessar einstöku bátsferðir afar vinsælar jafnt meðal Íslendinga sem erlendra ferðamanna: „Meðal þeirra sem koma er fólk sem áður hefur farið í siglingu þegar það kom á Pæjumótið og Shellmótið með krakkana sína. Núna þegar börnin eru orðin eldri koma foreldrarnir með þau í eyjasiglingu svo þau geti upplifað þetta líka,“ segir Sigurmundur. Miðar í ferðirnar eru seldir á vefsíðu Viking Tours, viking­ tours.is. Einnig er hægt að kaupa miða á skrifstofu fyrir­ tækisins að Strandvegi 65, Vestmannaeyjum. Nánari upplýsingar um ferð­ irnar er að finna á vikingtours.is. ViKiNG TourS VESTMaNNaEyjuM Sigurmundur blæs í saxófóninn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.