Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Qupperneq 25
KYNNINGARBLAÐ
Ábyrgðarmaður: Sigurvin Ólafsson / sigurvin@dv.is Umsjón: Ágúst Borgþór Sverrisson / agustb@dv.is
Þjóðhátíð
4. ágúst 2017
Einstök upplifun í báts-
ferðum um eyjarnar
Bátsferðir um Vestmanna eyjar eru draumkennd og einstök
upplifun sem blaðamaður
DV getur vitnað um eftir að
hafa farið í eina slíka siglingu
fyrir nokkrum árum. Fjöl
skyldufyrirtækið Viking Tours
hefur boðið upp á þessar
ógleymanlegu ferðir í 17 ár en
um tvenns konar ferðir er að
ræða, annars vegar 90 mín
útna hringferð um eyjarnar
og hins var þriggja og hálfs
klukkustundar Surtseyjarferð.
„Vestmannaeyjar eru mjög
sérstakur staður í saman
burði við Ísland almennt og
hér er landslag allt öðruvísi.
Það hefur komið á daginn að
fólk sem fer í þessar ferðir
einu sinni, það kemur aftur,“
segir Sigurmundur G. Einars
son, eigandi Viking Tours.
Hringferðin umhverfis
Heimaey er farin tvisvar á
dag en Surtseyjarferðin einu
sinni á dag. „Í hringferðinni
erum við að fara inn í hella og
að fuglabjörgunum. Ég spila
alltaf á saxófón inni í hellun
um, það er okkar sérstaða
sem enginn annar er með.
Hljómurinn inni í hellunum er
á sömu tíðni og mannsrödd
og er einstaklega fallegur,“
segir Sigurmundur.
Hringferðin umhverfis
Heimaey hefst í höfninni
sem hraunrennslið var nærri
því búið að loka í eldgosinu
á Heimaey 1973. Í báts
ferðinni má sjá litríka hella
sem öldurnar hafa myndað í
gegnum tíðina, yngstu eyjuna
Surtsey, ásamt hinum eyjum
Vestmannaeyjaklasans og
hin fjölmörgu fuglabjörg. Þar
er hægt að sjá fjölbreyttar
fuglategundir og ef heppn
in er með – hvali. Síðasta
viðkoma í ferðinni er í Kletts
helli sem er þekktur fyrir
frábæran hljómburð og þar
blæs Sigurmundur gjarnan í
saxófóninn. Ferðin endar svo
aftur þar sem hún byrjaði.
Surtseyjarferð hefst og
endar á Heimaey. Surtsey er
yngsta eyja Vestmannaeyja
klasans, en hún reis úr sjó í
eldgosi 1963 sem stóð í fjög
ur ár. Á leið til og frá Surtsey
er siglt framhjá 12
eyjum klasans sem
allar eru heimili fjöl
margra fjölbreyttra
fuglategunda. Ekki
er óalgengt að hvalir
sjáist í þessari ferð,
m.a. háhyrningar
sem oft halda til á
þessum slóðum.
Hápunktur ferðar
innar er að sjálf
sögðu Surtsey, en
ekki er leyfilegt að
fara í land, þar sem
einungis vísinda
menn hafa heimild
til þess.
Sem nærri má geta eru
þessar einstöku bátsferðir
afar vinsælar jafnt meðal
Íslendinga sem erlendra
ferðamanna: „Meðal þeirra
sem koma er fólk sem áður
hefur farið í siglingu þegar
það kom á Pæjumótið og
Shellmótið með krakkana
sína. Núna þegar börnin eru
orðin eldri koma foreldrarnir
með þau í eyjasiglingu svo
þau geti upplifað þetta líka,“
segir Sigurmundur.
Miðar í ferðirnar eru seldir
á vefsíðu Viking Tours, viking
tours.is. Einnig er hægt að
kaupa miða á skrifstofu fyrir
tækisins að Strandvegi 65,
Vestmannaeyjum.
Nánari upplýsingar um ferð
irnar er að finna á vikingtours.is.
ViKiNG TourS VESTMaNNaEyjuM
Sigurmundur blæs
í saxófóninn