Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Page 37
RennibRaut Leiktæki fyrir börnin eru staðalbúnaður á opn- unarhátíðum og börnin skemmtu sér konunglega. Mynd MuMMi Lú PoPPþRenna Poppaðir strákar með po pp í poka. Mynd MuMMi Lú Heilavernd fær 400 þúsund króna styrk Verslun Lindex opnuð í Reykjanesbæ – 10% af íbúum Suðurnesja mættu það var margt um manninn, handagangur í öskjunni og biðröð út á bílastæði þegar ný verslun lindex var opnuð í krossmóa í reykjanesbæ í lok júlí. félagið Heilavernd naut góðs af opnunardeginum, en 10% af söluandvirði þann daginn rann til félagsins. það var starfsfólk verslunarinnar sem valdi styrkþegann. Félagið Heilavernd var stofnað árið 1986 af aðstandendum fólks með arfgenga heilablæð- ingu. Félagið safnar fé til að styrkja rannsóknir á arfgengri heilablæð- ingu, en um er að ræða séríslensk- an erfðasjúkdóm. Náðist að opna verslunina hálf- um mánuði fyrr en til stóð, þar sem framkvæmdir gengu mun betur en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Við- tökur við nýju versluninni fóru líka langt fram úr væntingum eigenda, en um 10% íbúa Suðurnesja mættu. „Það er eitthvað sem við getum ekki verið annað en þakklát fyrir,“ segir Albert Magnússon, eigandi Lindex á Íslandi. PRakkaRast á mynd Krökkunum fannst gaman að geifla sig með Línu á mynd. Mynd MuMMi Lú bRugðið á leik Það er gaman að bregða á leik, máluð og fín. Mynd MuMMi Lú ánægð með daginn Eigendurnir, Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjáns- dóttir, voru alsælir með viðtökurnar á opnunardeginum. Mynd MuMMi Lú andlitsmálun Bæði ungir sem aðeins eldri nýttu sér tækifær- ið og fengu andlitsmál- un. Mynd MuMMi Lú skandinavískt yfiRbRagð Verslun in byggir upp á nýrri innréttingahönnun Lindex, sem bygg ir á björtu yf- irbragði, ólíkum litbrigðum hvítra lita og sv artra auk viðar sem gefur versluninni skandinavískt yfirbrag ð. Mynd MuMMi Lú kjaRakauP Þessi unga dama var hæstánægð með kaup dags- ins, kannski leynast skólaföt fyrir veturinn í pokanum. Mynd MuMMi Lú

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.