Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Page 40
Dirty Dancing 30 ára í lok ágúst Ein ástsælasta mynd níunda áratugarins og síðar Þann 21. ágúst næstkomandi verður kvikmyndin Dirty Dancing 30 ára. Dirty Dancing, gerð eftir handriti Eleanor Bergstein, í leikstjórn Emilie Ardolino, var gerð fyrir lítið fé („low budget), gefin út af nýju stúdíói og skartaði engum stjörnum, nema Orbach, sem leikur föður Baby, en Orbach, sem lést 2004, var þekktur sviðs- og kvikmyndaleikari. Patrick Swayze og Jennifer Grey, sem þá voru frekar óþekkt, eru í aðalhlutverkum. Dirty Dancing sló hins vegar rækilega í gegn og í lok árs 2009 var innkoma hennar 214 milljónir dollara á heimsvísu. Yfir milljón eintök hafa verið seld á VHS og DVD. Lögin úr myndinni hafa komið út á tveimur geisladisk- um, sem náð hafa margfaldri platínusölu. Lagið (I´ve Had) The Time of My Life vann bæði Óskars- og Grammy-verðlaun sem besta frumsamda lagið og Grammyverð- laun fyrir besta dúettinn. Árið 2004 kom Dirty Dancing: Havana Nights út, sem er eins konar forsaga myndarinnar, en enginn sem kom að Dirty Dancing er í þeirri mynd. Samnefndur söngleikur hefur verið settur upp í Ástralíu, Evrópu og Bandaríkjunum við miklar vinsældir. Nokkrum sinnum hafa viðræður verið um að kvikmynda framhaldsmynd, en það hefur ekki orðið að veruleika. Sjónvarpsstöðin ABC sýndi hins vegar sjónvarps- mynd 24. maí síðastliðinn. Hér eru 13 atriði sem þú vissir kannski ekki um Dirty Dancing. Það er því alveg tilvalið að setja myndina í tækið, horfa á og rifja myndina upp (sem aðdáendur myndarinnar, sem horfa á hana reglulega þurfa samt ekki að gera): 1 Í lokadanssenu myndarinnar þegar Swayze hoppar niður af sviðinu og byrjar að dansa, þá fer hann niður á hnén, og þegar hann lyftir öðru þeirra eru buxurnar hans skítugar á hnénu. Í næsta skoti eru þær hins vegar tandurhreinar aftur! 2 Senan með laginu How Do You Call Your Lover Boy? var ekki í handritinu. Grey og Swayze voru að hita upp og fíflast, en leikstjór- anum fannst þetta svo skemmtilegt að hann hafði það með í myndinni. Þetta kallar maður að spinna. 3 Swayze og Grey höfðu unnið saman áður og þeim kom ekki alltaf saman. Swayze þurfti að sannfæra Grey um að vera með því hún hataði hann meðan þau unnu að myndinni Red Dawn. 4 Val Kilmer var fyrst boðið aðalhlutverkið, en hann afþakkaði. Hann lék síðar meðal annars Jim Morrison í The Doors (1991) og Bruce Wayne/Batman í Batman Forever (1995). 5 Swayze voru boðnar sex milljónir dollara fyrir að endurtaka hlutverk Johnny í framhaldsmynd. Hann var ekki hrifinn af framhaldsmyndum og hafnaði því boðinu. 6 Hlátur/kitlsenan var ekki leikin. Grey var mjög kitlin og Swayze var ofurpirraður. 7 Ástarsenan milli Johnny og Baby var klippt úr myndinni, en er með í 20 ára DVD-afmælisútgáfu myndarinnar. 8 Swayze krafðist þess að leika í eigin áhættuatriðum og í timbur- senunni datt hann ítrekað. Hann slasaði sig illa á hné og þurfti að tappa vökva af því vegna bólgu. 9 Engar nærmyndatökur eru af upplyftisenunni sem tekin var úti í vatni. Ástæðan er sú að senan var tekin í október og Grey og Swayze voru blá af kulda. 10 Sarah Jessica Parker reyndi við aðalhlutverkið og mætti í áheyrnarprufur. Sem betur fer fékk hún ekki hlutverkið, maður sér enga aðra en Grey fyrir sér í hlutverki Baby. Parker er best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Carrie Bradshaw í sjónvarpsþáttunum Sex and the City. 11 Swayze hataði línuna „No one puts Baby in the corner“ og þurfti að bíta á jaxlinn til að koma henni frá sér. 12 Prufuáhorfendur hötuðu myndina og upphaflega stóð til að gefa hana eingöngu út á myndbandi. Grey sagði á sínum tíma: „Þegar við vorum að gera myndina, þá leit út fyrir að hún væri svo öðruvísi, að enginn myndi koma og sjá hana og við værum bara að pína okkur fyrir ekkert.“ 13 Í lokasenu myndarinnar þegar Baby er undirbúa sig, þá er hún í saumlausum brjóstahaldara í eitísstíl, en í lokadansinum þá er hún í baklausum kjól og enginn brjóstahaldari sjáanlegur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.