Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Side 42
1967 Kvenaðdáandi Monkees faldi sig um borð í flugvél sveitarinnar, sem var á leið frá Minneapolis til St. Louis, þar sem sveitin var með tónleika. Faðir stúlkunnar hótaði að kæra sveitina fyrir flutning á einstaklingi undir lögaldri á milli fylkja. 1975 Robert Plant, söngvari Led Zeppelin, og eiginkona hans, slösuðust bæði alvarlega þegar Plant ók út af á bílaleigubíl þeirra á grísku eyjunni Rhodos. Plant braut báða ökkla og annan olnbogann og var því hætt við áætlaðan Ameríkutúr sveitarinnar. 1967 Fyrsta plata Pink Floyd, The Piper At the Gates of Dawn, kom út. Platan var tekin upp í Abbey Road-stúdíóinu, á sama tíma og Bítlarnir voru þar að taka upp plötuna Sgt. Pepper's. Plata Pink Floyd, sem fór hæst í sjötta sæti breska listans, en náði ekki sæti á lista í Bandaríkjunum, hefur af mörgum gagnrýnendum verið viðurkennd sem ein áhrifamesta sýrurokkplata sjöunda áratugarins og fengið fjórar stjörnur af fimm mögulegum. 1984 Prince hóf 24 vikna setu á bandaríska plötulistanum með Purple Rain. Platan, sem var sjötta stúdíóplata hans, innihélt meðal annars smellina When Doves Cry og Let's Go Crazy, auk titillags plötunnar, hefur selst í meira en 20 milljónum eintaka á heimsvísu og er í dag sjöunda mest selda plata allra tíma. Hvað gerðist 4. ágúst? Eftirminnilegir atburðir í tónlistarsögunni Fjölmargir viðburðir eiga sér stað í tónlistarsögunni alla daga, sumt eftirminnilegra en annað. Hér eru nokkrir viðburðir sem gerðust í erlendri tónlistarsögu þann 4. ágúst. 1996 Rótari Oasis, James Hunter, lést á tónleikum sveitarinnar í Balloch Castle Country Park í Loch Lomand í Skotlandi þar sem sveitin lék á tvennum uppseldum tónleikum. Hunter lenti á milli lyftara og vörubíls og kramdist til bana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.