Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Page 44
Helgarblað 4. ágúst 2017KYNNING Unglingalandsmót Ung-mennafélags Íslands er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega, ávallt um verslunar- mannahelgina. Mótin eru haldin á mismunandi stöðum en í ár er Unglingalandsmótið á Egilsstöðum. Í samtali við blaðamann segist Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA, búast við 1.000 keppendum. „Við eigum þó von á að það fari yfir 10.000 manns í gegn- um bæinn yfir helgina. Það eru þá keppendur, fjölskyldur þeirra og aðrir mótsgestir,“ segir Gunnar. Að fjölskyldan sé saman „Í gegnum tíðina hafa mótin tekist afskaplega vel. Við viljum að fjölskyldan sé saman og höfum sagt að sé fjölskyldan ekki saman þessa helgi, hvenær þá? Margir töldu að hreyfingin væri að fara í ranga átt þegar við ákváðum að setja þetta á verslunarmannahelgina en þetta hefur slegið í gegn. Í sjálfu sér erum við ekki í samkeppni við Þjóðhátíð í Eyjum eða nokkuð annað, þetta er bara einn valkostur sem fólki stendur til boða um þessa helgi. Hér eru okkar prinsipp um vímuefnaleysi í gildi og þeir sem stilla sér upp með okkur í þeim efnum eru hjartanlega velkomnir. Þetta gengur alltaf ótrúlega vel fyrir sig og mótin eru afskaplega skemmtileg,“ segir Gunnar. Fjölbreyttar keppnisgreinar Keppt verður í 24 keppnis- greinum um helgina og er óhætt að segja að fjöl- breytnin sé mikil, til dæm- is boltaíþróttir og frjálsar íþróttir, bogfimi, upplestur, strandblak, skák og margt fleira. „Það sem er nýtt í ár er keppni í kökuskreytingum og þar er þemað gleði, og nei, Bjarni Ben er ekki að taka þátt. Enda er hann ekki á aldrinum 11–18 ára, en það er aldur keppenda um helgina,“ segir Gunnar, en bætir því við að ef einhverjir af afkom- endum hans á þessum aldri vilji taka þátt þá sé þeim velkomið að skrá sig. „Svo er auðvitað eitthvað í gangi fyrir yngri kynslóðina sem hefur ekki náð 11 ára aldri. Boðið verður upp á ýmsar smiðjur án endurgjalds. Einnig verður kynning á skemmtilegum greinum, kvöldvökur o.fl. Mótsgjald er 7.000 krónur á hvern keppanda en innifalið í því er þátttaka í öllu öðru sem stendur til boða á mótinu, til dæmis leikjum, kvöldvöku og annarri afþreyingu, auk þess sem dvöl og afþreying fjöl- skyldu keppenda er innifalin. Það er því heldur betur hægt að finna sér afþreyingu eftir að maður hefur lokið keppni í sinni grein og dagskráin er í fullum gangi fram að mið- nætti öll kvöld,“ segir Ómar. Fólk er byrjað að mæta Landsmótið byrjar formlega á föstudaginn með pompi og prakt. „Fyrsta keppnisgreinin fór reyndar af stað á fimmtu- dagsmorgninum, en það er golfið. Það voru nokkrir sem tóku þátt í því enda var kominn slatti kvöldið áður. Það verður heilmikil setn- ingarhátíð á föstudeginum og fluttum við meðal annars inn danskan fimleikahóp sem kallast Motus Teeter- board. Þessi hópur sigraði í Denmark got Talent og hefur fengið flotta umfjöllun þarna úti. Þau munu líka vera með vinnusmiðjur yfir helgina þar sem þau kenna krökkunum listir sínar,“ segir Gunnar. Hverjir eru að skemmta? Þess má auk þess geta að landsfrægir listamenn skemmta á kvöldvökunum, til dæmis Amabadama, Jón Jónsson, Úlfur Úlfur, Hildur, Emmsjé Gauti og fleiri. „Svo kemur forsetinn, hann Guðni. Hann fær, eins og Bjarni, ekki að taka þátt í neinni keppni vegna aldurs,“ segir Gunnar spenntur. Íþróttir fyrir alla Gunnar ítrekar að mótið sé fyrir alla krakka á aldursbilinu 11 til 18 ára og snúist ekki um þá sem eru virkir í íþróttum: „Ef til staðar er einstakling- ur sem er ekki í fótboltaliði eða körfuboltaliði en langar að vera með þá getur hann skráð sig og við setjum hann inn í lið eða finnum lið fyrir hann.“ Nánari upplýsingar um Unglingalandsmótið og skráning eru á heimasíðunni umfi.is. Afþreying fyrir alla á Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum DANSKUr FIMLEIKAHÓpUr SýNIr LISTIr SÍNAr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.