Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Síða 6
6 Helgarblað 20. október 2017fréttir„Ég var í áfalli eftir þessa meðferð. Það hafði oft verið öskr- að á mann og skammast en þarna var farið út yfir öll velsæmismörk. Þetta var hreint ofbeldi. engin GPS-tæki í bílnum heldur byggðist þetta aðeins á kjaftasögu. Það eru léleg rök fyrir því að reka einstakling og svipta hann lífs- viðurværinu,“ segir Karl. Pylsubréf kom í veg fyrir bónus Þeir segjast einnig hafa barist af hörku gegn tilhneigingu fyrir- tækisins til þess að færa sífellt fleiri verkefni undir launabón- us starfsmanna án samráðs við verkalýðsfélögin. „Bónusinn var skilgreindur í kjarasamningum og byggðist á ýmsum verkefnum, eins og til dæmis að sjá til þess að starfstöðvarnar væru hrein- ar og snyrtilegar og að verkfær- um væri komið fyrir á sínum stað að lokinni notkun. Þegar öll slík umgengni var komin í gott lag þá var það tilhneiging stjórnenda að breyta verkefnum í bónuskerfinu fyrirvaralaust sem gerði það að verkum að aldrei var hægt að ná 100 prósent bónus. Við börðumst hart gegn þessu og höfðum bet- ur en það mislíkaði yfirmönnum mjög,“ segir Karl. Ívar bendir á að kerfið hafi ekki verið mjög hvetjandi og í raun og veru algjört rugl að þeirra mati. „Kerfið náði yfir heilan mánuð en ef eitthvað fór úrskeið- is þá féll bónusinn niður þann daginn. Við fengum það álit hjá Vilhjálmi Birgissyni, hjá Verka- lýðsfélagi Akraness, að það væri eðlilegt að við fengjum að með- altali um 80 prósent af heildar- bónusnum á hverjum degi. Ef við stóðum okkur óaðfinnanlega var bónusinn samt alltaf í þessum 80 prósentum og allt dregið upp til þess að reyna að svipta okk- ur bónusnum þann daginn. Lítill álmoli úti í horni eða eitt pylsubréf í einhverj- um bíl varð til þess að bónusinn var felldur niður,“ segir Ívar Örn. Starfsmaður settur í leyfi í kjölfar slyss Þá hafi þeir gagnrýnt fyrirtækið fyrir að reyna að hylma yfir slys með öll- um tiltækum ráðum. Ef það gengi ekki væri skuldinni skellt alfarið á starfsmenn. „Norður ál reynir allt til þess að hylma yfir slys og svína á réttind- um starfsmanna,“ segir Karl. Hann og Ívar Örn benda á alvar- legt vinnuslys sem varð þann 22. mars síðastliðinn þegar tveir kranar skullu saman með þeim af- leiðingum að svoköll- uð skautbrúarlyfta, sem er nokkur tonn að þyngd, slóst í kvenkyns starfs- mann sem slasaðist illa. Viðbrögð Norður áls voru þau að setja starfs- mann, sem stjórnaði krananum, í leyfi. Maðurinn var niðurbrotinn í kjölfar slyssins en hann hlúði að samstarfskonu sinni af alúð þar til hjálp barst. „Þetta var góður starfsmaður sem hafði unnið hjá Norðuráli í 14 ár. Sökinni var strax skellt á hann með opinberri yfirlýsingu þar sem fyrirtækið útilokaði að kraninn sem hann vann á gæti hafa bilað,“ segir Karl. Maðurinn var sendur í leyfi í nokkra daga en átta dög- um síðar var hann rekinn frá fyrir- tækinu. „Það er rannsókn í gangi varðandi hvað fór úrskeiðis þenn- an dag. Það eru skynjarar á krön- unum sem eiga að koma í veg fyrir að þeir geti rekist saman og því alls óvíst að um mistök hjá starfsmann- inum hafi verið að ræða. Þrátt fyr- ir það er honum hent út eins og rusli áður en málið er svo mikið sem rannsakað,“ segir Ívar Örn og bendir á að von sé á skýrslu Vinnueftirlits- ins varðandi rannsókn málsins á næstunni. Starfsmönnum fækkað Þá benda þeir Karl og Ívar Örn á að margir samstarfsmenn þeirra hafi verið látnir fara vegna slysa sem Norðurál kenni starfsmönnum al- farið um. Eftir að þeir hættu störfum hafi einn góður starfsmaður ver- ið að keyra krana en annar reynd- ur starfsmaður hafi verið að fikta í kaðli. Einhvern veginn flæktist hönd hans í kaðlinum með þeim af- leiðingum að hann handleggsbraut sig. Norðurál brást við með því að segja stjórnanda kranans upp störf- um, en sá hafði starfað hjá fyrirtæk- inu við góðan orðstír um árabil. Að þeirra sögn var víða pottur brotinn í öryggismálum starfs- manna og heilsu þeirra stefnt í hættu með sívaxandi kröfum um aukin afköst. „Þegar við störfuð- um hjá Norðuráli voru 58 manns á vakt- inni. Núna eru 40 starfsmenn á sömu vakt en sömu kröfur eru um afköst. Afleiðingin er sú að starfsmenn fá aðeins 30 mínútna matarhlé á 12 tíma vökt- um, annars eru þeir „úti á gólfi“ að vinna. Það er tímaspursmál hvenær banaslys verður,“ segir Ívar Örn. Þeir segja að um þriðjungur af krönum fyrirtækisins sé orðinn um úreltur – um fjörtíu ára gamlir. „Það fást ekki varahlutir í þá lengur og því er verið að redda þeim um allan bæ eða að varahlutirnir séu smíðaðir á staðnum,“ segir Karl. Þegar fyrir- tækið hefur fjárfest í nýjum krönum sé síðan sparað á kostnað öryggis starfsmanna. „Hjá Alcoa eru starfs- menn í lokuðum búrum í krönun- um sem verja þá gegn mengun í verksmiðjunni. Hjá Norðuráli var ekki fjárfest í þessum búrum því þau þóttu of dýr,“ segir Ívar Örn. „Ef maður veiktist þá var maður einfaldlega rekinn“ Á árunum sem tvímenningarnir unnu hjá Norðuráli fengu starfsmenn aðeins „Norður ál reynir allt til þess að hylma yfir slys og svína á réttindum starfsmanna Ívar Örn Hauksson (t.v) og Karl Magnússon Störfuðu um árabil hjá Norðuráli á Grundartunga og segja farir sínar ekki sléttar. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.