Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Qupperneq 12
12 Helgarblað 20. október 2017fréttir Gunnar segir að leitað hafi verið til sín um að taka sæti á lista. „Ég var Samfylk- ingarmegin hérna áður fyrr og hjarta mitt slær vinstra megin. En í seinni tíð hef ég yfirleitt kos- ið Vinstri græn.“ Á hans yngri árum voru stjórnmálin hins vegar ekki mikið rædd. „Ég var ekkert að pæla í pólitík á þeim árum. Þá var nóg annað að gera.“ Hann segist ekki vera mjög virkur í kosningabaráttunni núna. „En ég gaf að vísu út eitt lag við texta Hallgríms Helgasonar, Við höf- um hátt.“ Lagið hefur ekki verið notað sérstaklega í framboðinu en er innlegg hans í umræðu líð- andi stundar. En um hvað snúast kosn- ingarnar? „Auðvitað þessi eilífu spursmál um hægri og vinstri. Um ójöfnuðinn í þjóðfélaginu sem er rosalegur. Um 600 börn lifa í fátækt á Íslandi sem er fyrir neðan allar hellur. Það eru svona hlutir sem brenna á mér.“ Gunn- ar nefnir einnig leyndarhyggju og spillingu sem hefur verið mik- ið í umræðunni. „Þetta er heldur betur að koma upp núna. Líkt og við búum í Tyrklandi eða Rúss- landi.“ Vinstri græn hafa verið að mælast með tæplega 30 prósenta fylgi í könnunum en Gunnar yrði ekki sáttur við það. „35 pró- sent og ekkert minna.“ Þrátt fyrir slíkt fylgi telur hann enga hættu á að hann sjálfur flyti inn á þing. „Þingmennskan hefur aldrei heillað mig og ég hef nóg annað að gera.“ Gunnar Þórðarson – Tónlistarmaður Vinstri grænir – 8. Suðurkjördæmi Birgir Örn Guðjónsson – Lögreglumaður og nútímafræðingur Framsóknarflokkurinn – 3. Reykjavík suður Karl Berndsen – Hárgreiðslumeistari og öryrki Flokkur fólksins – 7. Reykjavík norður Lilja Katrín Gunnarsdóttir – Ritstjóri, leikkona og bakari Viðreisn – 19. Reykjavík suður Lilja var ekki flokksbundin en ákvað að taka sæti eftir að vinur hvatti hana til þess. „Ég var beðin og gat eiginlega ekki sagt nei. Það er svo margt sem brennur á mér.“ Hún hefur ávallt fylgst vel með en aldrei verið virk í pólitísku starfi áður. „Móðir mín er spákona og ég er mikið fyrir stjörnuspeki. Í öllum talnaútreikningum varðandi minn fæðingardag hefur komið fram að starfið sem henti mér mjög vel sé þingmennska. Ég hef alltaf fussað og sveiað yfir þessum spádómum þar til nú.“ Það er á brattann að sækja fyrir Viðreisn en Lilja er vígreif. „Við verðum að berjast fram á síðasta dag, það er ekkert ann- að hægt. Auðvitað viljum við að flokkurinn haldi þeim þing- mönnum sem við höfum nú og bæti í. Maður verður aldrei sáttur og vill alltaf meira því maður hefur trú á málefnunum og vill sjá sem flesta í flokknum blómstra.“ Lilja er mjög virk í kosningabaráttunni og beitir sér sem víðast. „Ég var á kosn- ingaskrifstofunni í gær og var að bera út bæklinga í morgun. Mér finnst þetta mjög skemmti- legt.“ Karl segist hafa flakkað mik-ið á milli stjórnmálaflokka í gegnum tíðina. „Ég byrjaði í Alþýðuflokknum, foreldrum mínum til lítillar ánægju. Síðan varð ég Sjálfstæðismaður, síðan Framsóknarmaður og nú er ég kominn í Flokk fólksins. Ég hef alltaf haft áhuga á pólitík, ekki mjög mikinn en samt nokkurn. Það er hægt að segja að ég hafi prófað að lifa báðum megin við borðið. Annars vegar í allsnægt- um og hins vegar sem öryrki. Það breytir ýmsu.“ Karl mætti á fundi flokksins og hreifst af áherslunum. Í kjölfarið var hann beðinn að taka sæti og hann varð við því. „Ég er algjörlega tilbúinn í slaginn. Við erum að tala við fólk og reynum að snúa þeim sem snúið verður. Ég bý í Hamrahlíð- inni þar sem búa margir öryrkjar og við verðum að standa saman. Þó að við myndum ekki ná inn á þing þá virðast allir vera komnir með mál öryrkja og eldri borg- ara á dagskrá. Það þarf að ger- ast eitthvað í þessum málum og mig óar við tilhugsuninni um að Vinstri græn og þeir komist aft- ur að. Þeir fóru nú ekki vel með okkur á sínum tíma.“ Karl segir aðaltakmarkið að koma flokkn- um á þing og allt meira en það yrði plús. En hefði hann áhuga á því sjálfur? „Já, ég held það. Ein- hvers staðar á mjög djúpu plani.“ Elísabet er ekki ókunn stjórnmálunum og var í framboði til embætt- is forseta Íslands í fyrra. „Ég hef aldrei verið virk í neinum stjórnmálaflokki. Mér var eitt sinn boðið sæti hjá Vinstri grænum þar sem ég hafði ver- ið að mótmæla Kárahnjúka- virkjun. Það var ellefta sætið sem mér fannst of nálægt. Ég verð að vera frjáls andi.“ Hún segist hafa kosið Píratana og hrifist af því hvernig þeir tala til fólks á mannamáli. „Þar er margt ungt fólk sem vill breyta hlutunum án þess að vera stjórnmálamenn með stóru essi. Mér var boðið heiðurssæti og ég sagði strax já, af því að ég er svo veik fyrir heiðri. Annars hefði ég farið að hugsa þetta of mikið.“ Hún segir kosningarnar núna snúast um það að fylgja eftir þeim málum sem felldu ríkisstjórnina. „Að konur, börn og menn fái að vera frjáls í þessu landi án þess að þeim sé stjórnað með ofbeldi. Stóru málin eins og kvótamálin, efnahagsmálin og utanríkis- málin eru blásin upp. En hver einstaklingur í þessu landi er að glíma við sín eigin mál og þegar þau lagast lagast hinir hlutirnir líka. Stjórnmál nú- tímans snúast um hvernig fólki líður.“ Píratar eru flokkurinn sem hún treystir til að fylgja þessu eftir og takmarkið núna er að komast í ríkisstjórn. Elísabet Jökulsdóttir – Skáld Píratar – 22. Reykjavík norður Biggi lögga, eins og hann er kallaður, hefur alltaf haft sterkar skoðanir á hlutunum og verið duglegur að viðra þær á samfélagsmiðlum. „Ég er glænýr í flokknum og hef ekki verið fyrir flokkapólitík áður. Ég berst frekar fyrir málefnum. Ég var nýútskrif- aður og á vissum tímamótum í lífi mínu, þannig að mér fannst tími kominn til að taka baráttuna upp á næsta stig. Ég hef verið að pæla í þessum stjórnmálaflokk- um í mörg ár en mér leist mjög vel á Framsóknarflokkinn og fólkið í honum. Ég og Lilja (Alfreðsdóttir) ræddum saman og úr varð að ég ákvað að bjóða fram krafta mína með þeim.“ Biggi segir að ýmislegt þurfi að laga. „Við þurfum að endurskoða efnahagskerfið og afnema verð- trygginguna. Einnig að efla grunn- stoðirnar eins og heilbrigðiskerf- ið, menntakerfið og löggæsluna. Við getum ekki talað um eitthvert góðæri hér á meðan þessir hlutir eru ekki í lagi.“ Framsóknarflokk- urinn hefur háð mikla varnarbar- áttu undanfarið en Biggi er bjart- sýnn. „Ég trúi því og treysti að við náum að minnsta kosti góðri tveggja stafa tölu. Það er algerlega nauðsynlegt að Lilja nái inn. Ég hef mikla trú á henni sem fram- tíðarleiðtoga og það er ekki oft sem stjórnmálamenn af hennar kalíberi koma fram á Íslandi.“ Hreinsun á jakkafötum 3.480 kr. Hringbraut 119 - s: 562 7740 - Erum á Facebook Opið Virka daga 08:30-18:00 laugardaga 11:00-13:00
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.