Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Side 26
facebook.com/birta_vikublad vikublað - Ritstjóri: Margrét H. Gústavsdóttir Ábyrgðarmenn: Sigurvin Ólafsson og kolbrún bergþórsdóttir Markaðssamstarf: Svava kristín Gretarsdóttir s: 690 6900
Margrét H.
gústavsdóttir
margret@dv.is
Vikublað 20. október 2017 2
Frændi minn og frændi þinn, frændur okkar allra
Ég verð að viðurkenna að ég er fyrir löngu orðin óskaplega þreytt á þessu hvæsi um spillingu í okkar litla
samfélagi.
Jú, jú. Auðvitað erum við svolítið spillt,
eins og allar þjóðir, en alls ekki eins mikið
og sumir vilja láta í veðri vaka.
Staðreyndin er sú að á lista ranker.com
yfir 180 spilltustu þjóðir heims, árið 2017,
er Ísland númer 170. Altso, í einu af tíu
neðstu sætunum.
Þetta er eiginlega alveg eins í Eurovision
nema í þessari heiðarleikakeppni eru
niðurstöðurnar frábærar en ekki skelfileg
vonbrigði. Kanada, Ástralía, Nýja-Sjáland
og hin Norðurlöndin toppa okkur reyndar
og raða sér í síðustu
sætin en mesta spillingin
er í (ó)Sómalíu, Norður-
Kóreu og Afganistan. Þar
er allt í algjöru rugli.
Tíunda sæti. Er það
ekki bara skrambi gott?!
Spurning um að kaupa
snakk og kók og halda
partí? Það má alveg
djamma út á þetta! Við
erum heiðblá og tær, eins
og vatnið og loftið. HÚH!
… eða svona næstum
því. Spillingin hjá þessari fámennu þjóð
er örugglega svolítið öðruvísi en annars
staðar. Einu sinni stjórn-
uðu bara pattaralegir
miðaldra vindlakarlar
landinu.
Karlar sem þurftu
aldrei að spyrja neinn
leyfis um neitt. Þeir tóku
stórar ákvarðanir eftir
fundi með frímúrurum
og skrifuðu skattalög við
eldhúsborðið heima hjá
sér. Pabbi minn og pabbi
þinn. Þetta snerist allt
um það „hverra manna“
maður væri og ef þú hafðir eitthvað spari-
legt eftirnafn var leiðin oftast greið.
Hvort þeir hafi mútað, svikið og falið
sannleikann veit ég lítið um, en mig
grunar þó, að sökum smæðar þessa ætt-
bálkasamfélags hafi hagsmunir almenn-
ings gjarna farið saman með hagsmunum
þessara vindlakarla. Þeir voru
jú frændur okkar flestra.
Frændi minn og frændi
þinn.
„Þeir tóku stór-
ar ákvarð-
anir eftir fundi
með frímúrurum og
skrifuðu skattalög
við eldhúsborðið
heima hjá sér.
Karl Pétur fæddist árið 1969. Hann ólst upp með foreldr-um sínum og tveimur eldri
systrum í Hólahverfinu í Breiðholti,
á einn yngri hálfbróður og eru þeir
samfeðra. Hann útskrifaðist úr
Versló 1990 og lærði svo stjórn-
málafræði við Háskóla Íslands. Karl
Pétur býr með eiginkonu sinni,
Guðrúnu Tinnu, á Seltjarnarnesi
og þau eiga fjögur börn: Katrínu
Önnu, 14 ára, Kötlu, 11 ára, og tví-
burana Grím Fannar og Fanneyju
Petru, 5 ára. Hann á jafnframt einn
son frá fyrra sambandi, Ara Pál,
sem er tvítugur. Karl Pétur starfar
sem ráðgjafi á sviði samskipta,
rekstrar og almannatengsla en
undanfarna mánuði hefur hann
starfað sem aðstoðarmaður félags-
og velferðarráðherra.
Klukkan 8
„Ég vakna yfirleitt eins seint og ég
kemst upp með enda er hvíldin
alveg ofsalega mikilvæg. Ég vakna
bara nógu seint til að geta hent mér
í sturtu og borðað morgunmatinn,
Hámark með jarðarberjabragði,
í bílnum. Fyrst á dagskrá flesta
morgna er að hitta kunningja mína
í kaffifélaginu á Skólavörðustíg.
Þetta er skemmtilegur hópur sem
á saman gæðastund í svona korter,
hálftíma, alla virka morgna. Ætli
þetta séu ekki að verða tíu ár sem
við höfum komið saman, aðallega
viðræðugott fólk úr fjölmiðla- og
listaheiminum.
Þaðan fer ég oftast beint ráðu-
neytið en það virðist alveg sama
hversu vel maður planar daginn,
það er alltaf eitthvað sem kemur á
óvart. Vanalega er ég búinn að setja
niður dagskrá þegar ég sest við
skrifborðið en svo byrja hlutirnir
að gerast, oftast á miklum hraða,
þannig að venjulegur dagur er
mjög annasamur og fjölbreyttur.
Yfirleitt gengur þetta á með fund-
um, undirbúningi, stefnumótun
og samtölum við fólk sem tengist
þessum fjölbreyttu málaflokkum
sem við erum að vinna með.
Stemningin í vinnunni er þó
óvanaleg akkúrat núna af því við
erum í kosningabaráttu og allt á
fullu. Maður er yfirleitt með svona
sautján Messenger-glugga opna,
passandi upp á að allir séu með
alla bolta á lofti á sama tíma og að
hlutirnir komist rétt til skila.“
Klukkan 12
„Oftast fer ég niður í mötuneyti
og fæ mér að hádegismat þar.
Uppáhaldshádegismaturinn
minn er samt alltaf þessi klassíska
Sómasamloka með hangikjöti og
baunasalati og kókómjólk með. Ég
er sæmilegasti matgæðingur en í
amstri dagsins þá nenni ég yfirleitt
ekki að eltast við eitthvert svona
gourmet-stöff. Mér finnst fínt að
vera fljótur að borða og koma þá
frekar fleiri hlutum í verk.
Í vinnunni minni eru engir tveir
dagar eins. Í síðustu viku vaknaði
ég til dæmis og ætlaði að fljúga til
Kaupmannahafnar í hádeginu en
endaði heima um kvöldið af því
það var skipt um flokksformann. Í
þessu starfi er það sveigjanleikinn
sem gildir, enda ekkert starfsöryggi
í boði og allt breytingum háð, bæði
innan dagsins og jafnvel klukku-
tímans.“
Klukkan 16.00
„Eins og staðan er núna er auðvitað
allt að gerast og það er bæði líflegt
og skemmtilegt, en á sama tíma er
ég ekki eins mikið með fjölskyldunni
og ég er vanur. Ég hef nefnilega
alltaf reynt að halda fast í þá reglu að
koma ekki seinna heim en klukkan
fimm eða í síðasta lagi hálf sex.
Dætur mínar byrja þá að hringja
upp úr klukkan þrjú til að spyrja
hvað sé í matinn og ég þarf að
spinna eitthvað upp. Á þessum
tímapunkti er ég yfirleitt alls ekki
búinn að ákveða hvað á að vera í
matinn, hvað þá kaupa hráefnið,
svo ég fer að spá í hvað sé til í
ísskápnum og hvað sé við hæfi.
Mér finnst alveg einstaklega róandi
að koma heim, saxa matinn og
eiga gæðastund með sjálfum mér í
eldhúsinu eftir vinnu.“
Klukkan 21.00
„Eftir kvöldmat þurfum við hjónin
að svæfa tvíburana okkar en þetta
getur stundum verið eltingarleikur
um allt hús, tveir allsberir fimm ára
krakkar á fleygiferð. Oftast eru þau
samt sofnuð á milli átta og hálf níu
og þá finnst mér gott að fara í Vest-
urbæjarlaugina. Þar er oftast mjög
skemmtilegt samfélag á kvöldin.
Allir kátir og léttir og gaman að
spjalla. Þetta er líka ágætis leið til
að hlaða batteríin. Svo tek ég oft
smá syrpu við vinnu aftur, slakur
eftir sundið.“
Klukkan 00.00
„Stundum reyni ég að horfa á eitt-
hvað skemmtilegt í sjónvarpinu eða
lesa góða bók. Núna er ég að horfa
á nýja HBO-seríu sem heitir The
Douche, en hún er eftir höfunda
The Wire. Þessir þættir eru jafnvel
betri en The Wire. Svo er ég í skýj-
unum af því Larry Davis er með
nýja seríu af Curb your enthusiasm.
Þessi sería er fyndnari en allt sem
hann hefur gert hingað til. Ég mæli
með henni.“
karl Pétur Jónsson
— sveigjanleiki, Sómasamlokur, kókómjólk og kaffiklúbbur klukkan níu
Besta ráð sem þér
hefur verið gefið?
Fyrir nokkrum árum var ég á
bakpokaferðalagi á indlandi með
konunni minni. Þar fengum við
tækifæri til að hitta Murli heitinn
Deora ráðherra. Ég var alveg
hræðilega stressaður enda leit ég
mikið upp til þessa manns. Eftir að
hafa setið með honum í klukkutíma
þá gaf hann mér besta ráð sem
mér hefur verið gefið um ævina:
„Slappaðu af“.
Besta ráð sem þú
getur gefið öðrum?
Það er sama ráðið. Slappaðu af.
Það er yfirleitt engin sérstök ástæða
til að vera á taugum eða nálum
yfir því sem við erum á taugum og
nálum yfir. Það endar allt einhvern
veginn og yfirleitt á besta veg.
hvað vildirðu að
þú hefðir vitað fyrr?
Ég hefði viljað hafa
heilbrigðara sjálfstraust.
Da
gur
í l
ífi
m
yn
d
si
g
tr
yg
g
u
r
ar
i