Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Blaðsíða 43
Vikublað 20. október 2017 11
ef ég fengi að vera eins og Saga
Noren í dönsku sakamálaþáttun-
um Broen,“ segir hún og brosir út
í annað.
Hvernig stendur á því?
„Jú, ég hef alltaf tengt svolítið
við hana, ekki bara af því að við
erum báðar ljóshærðar og upp-
teknar af glæpum, heldur er hún
líka með einhver karaktereinkenni
sem ég kannast við hjá sjálfri
mér. Hún á greinilega að vera á
einhverfurófinu og ég hef stundum
velt því fyrir mér hvort ég sjálf
einhvers staðar á þessu rófi, sem
er reyndar mjög breitt. Ég hef þó
aldrei fengið neina formlega grein-
ingu, eða sóst eftir henni, og fór
reyndar ekkert að spá í þetta fyrr
en sonur minn var greindur með
einhverfu þegar hann var tveggja
ára. Við pabbi hans höfum eðlilega
bæði pælt mikið í því hvaðan ein-
hverfa komi og vitum til dæmis að
þetta orsakast ekki út frá bólusetn-
ingum. Hins vegar getur vel verið
að erfðamengin hafi eitthvað að
segja. Sjálf hef ég alveg gríðarlega
þörf fyrir skipulag og finnst öll
óvissa mjög óþægileg sem er oft
einkenni þeirra sem eru á rófinu.
Á sama tíma hef ég þörf fyrir
mjög skýr skilaboð í samskiptum
en fatta samt alveg grín, sem Saga
gerir reyndar ekki. Við erum ólíkar
þannig. Ég er rosalega góð að fatta
grín,“ segir hún og hlær.
Sögðu soninn íslenskan,
ekki einhverfan
Egill hafði verið mjög stuttan tíma
í leikskólanum á Manhattan þegar
kennari hafði orð á því að kannski
hefðu foreldrar hans áhuga á að
senda hann í greiningu. „Okkur
fannst þetta alveg út í hött og bent-
um á að hann væri íslenskur, þess
vegna væri hann kannski lengi
að svara henni. Hann kynni bara
ekki ensku. Kennarinn útskýrði
fyrir okkur að hún hefði nú unnið
lengi á leikskóla með börnum sem
ekki höfðu ensku að móðurmáli
en að viðbrögð sonar okkar væru
ekki eins og hjá þessum krökkum.
Smátt og smátt fórum við þá að
taka eftir því að það var ekki allt
með felldu og innan við mánuði
síðar var sonur okkar greindur
með dæmigerða einhverfu.“
Hefði ekki getað verið á
betri stað en í New York
„Þegar Egill fékk þessa greiningu
kom upp hjá okkur sú pæling
að slútta bara öllu, pakka saman
og flytja til Íslands. Þar bjuggum
við jú í norrænu velferðarsamfé-
lagi, að við héldum, og því væri
eflaust betra að vera með barnið á
Íslandi. Við komumst fljótlega að
því að svo var ekki. Í raun hefðum
við ekki getað verið á betri stað
en í New York með barnið okkar.
Fyrir nokkrum árum var gert
mikið átak í velferðarkerfinu hjá
fylkinu. Átak þetta kallast „Early
Intervention“ og byggist á því að
því fyrr sem hafist er handa við
greiningu og þjálfun, því meiri
eru líkurnar á því einstaklingur-
inn sem greinist með, og býr við
fötlunina, geti notið þokkalegra
lífsgæða. Þetta hefur gefið frábær-
an árangur og við nutum góðs
af honum. Ef við hefðum verið á
Íslandi þá hefðum við til dæmis
þurft að bíða í heilt ár eftir því að
komast með hann í greininguna.
Í New York tók þetta bara örfáar
vikur og í kjölfarið fór hann beint
í tal- og iðjuþjálfun á hverjum
degi og þessi þjónusta er hluti af
almenna skólakerfinu í fylkinu, en
ekki eitthvað sem þarf að borga
sérstaklega fyrir eða bíða lengi
eftir,“ útskýrir hún.
Eftir að hafa búið í fimm ár í
fjölmenningarborginni New York
fluttu þau heim. Margrét hafði
þá kannað aðstæður í skólum á
höfuðborgarsvæðinu en komst
að því að úrræðin eru bæði færri
og einsleitari en þau sem voru í
boði í New York. „En eftir að hafa
vandlega skoðað sérdeildirnar í
flestum grunnskólum á höfuð-
borgarsvæðinu komst ég loks að
því að syni mínum hentaði best
að fara í Klettaskóla. Samt efast ég
alltaf reglulega enda mjög flókið
að finna skóla við hæfi þessa
hamingjusama og heilsuhrausta
drengs sem neitar nú að byrja að
tala íslensku.“
„Mér fannst
stundum að
nemendur hér á Ís-
landi væru að kepp-
ast við að hafa sem
minnst fyrir því að fá
svona ásættanlegar
einkunnir, en úti í
náminu þótti það
ekki fínt.
„Ég hef mikinn fræðilegan áhuga
á lögreglustarfinu en myndi samt
ekki vilja vera lögreglukona, nema ef
ég fengi að vera eins og Saga Noren
í dönsku sakamálaþáttunum Broen