Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Síða 56
32 fólk - viðtal Helgarblað 20. október 2017
ég símhringingu frá henni því þá
var hún búin að frétta að ég ætti
stafinn. Hún bauð mér á sýn-
inguna og ég þáði það, en auð-
vitað var ég búinn að fara á sýn-
inguna áður.“
En af hverju er Ingó svo hel-
tekinn af Chaplin? „Mér finnst
hann einn magnaðasti listamaður
mannkynssögunnar. Margir líta á
hann eingöngu sem gamanleikara
en hann var einnig dramatískur
og með harðar ádeilur á samtím-
ann. Hann var handritshöfundur,
leikstjóri, framleiðandi og laga-
höfundur. Hann var einstakur al-
hliða listamaður og ég held að það
muni aldrei koma fram neinn slík-
ur aftur.“
Töframaður í 40 ár
Ingó fékk snemma áhuga á töfra-
brögðum og byrjaði að æfa þau
tíu ára gamall. Einn helsti áhrifa-
valdurinn var Baldur Brjánsson
sem var þá eini starfandi töfra-
maðurinn á Íslandi. „Hann kom
fram í sjónvarpinu og skar upp
fólk með berum höndum.“ Á þess-
um tíma flykktist fólk, þar á meðal
margir Íslendingar, til Filippseyja
til að fá lækningu hjá kraftaverka-
læknum sem gátu framkvæmt
uppskurði án hnífa. „Baldur sagði
fólki að þetta væru einungis töfra-
brögð og enginn læknaðist í raun
og veru. Fólk reiddist honum fyrir
þessi ummæli en síðan sýndi
hann fram á þetta sjálfur.
Tíu ára gamall hringdi ég í
Baldur og sagði honum að við
værum kollegar og þyrftum því
að hittast og ræða málin. Hann
hló að mér fyrst en ég gafst ekki
upp. Baldur kenndi mér mikið og
við komum fram í sjónvarpsþátt-
um saman. Við erum enn þá góð-
ir vinir.“ Í gegnum Baldur Brjáns-
son kynntist Ingó einnig Baldri
Georgs, töframanni og búktalara,
sem var þá hættur að koma opin-
berlega fram. „Hann gaf mér stór-
an hluta af töfrabókasafninu sínu,
undirstrikað og með glósum, og
það hefur nýst mér vel í gegnum
tíðina.“ Konni, dúkkan dónalega
sem Baldur varð frægur fyrir að
tala fyrir, var þá geymdur í tösku
undir rúminu.
Ingó hafði lítinn áhuga á búktali
en segist hafa náð töluverðri færni
í bæði spilagöldrum og beygingu
borðbúnaðar, tækni sem ísraelski
sjónhverfingamaðurinn Uri Geller
vakti mikla athygli með á sínum
tíma. Ingó vílar það ekki fyrir sér
að sýna blaðamanni þessa tækni.
Hann tekur upp gaffal og nuddar
á honum hálsinn, síðan snýr hann
upp á gaffalinn og mótar hann
eins og gúmmí. Öll náttúrulög-
mál virðast víkja fyrir mætti töfra-
mannsins.
Til að byrja með sýndi Ingó hér
á landi en árið 1986 kom hann
fram á Nordisk Magi-Kongress í
Stokkhólmi, aðeins 18 ára gamall.
Hann hefur sýnt töfra víða um
heim, meðal annars í Ameríku og
Asíu. Á árunum 2007 til 2010 vann
hann einvörðungu við að sýna
töfrabrögð. „Ég flutti til Gauta-
borgar með þáverandi kærustu
minni sem hafði búið í Svíþjóð í
fjögur ár. Við höfðum þekkst sem
vinir síðan 2001 en árið 2007 fór-
um við að vera saman. Í Svíþjóð
lifði ég á því að sýna töfrabrögð á
skemmtiferðaskipi sem sigldi á
milli Gautaborgar og Fredrikshavn
í Danmörku.“ Þau slitu þá sam-
vistir en ávöxtur sambandsins var
dóttirin Katrín Jenný, fædd 2008.
Ingó er mjög stoltur af dóttur sinni
og sýnir blaðamanni mynd sem
hún teiknaði af Chaplin. Sjaldan
fellur eplið langt frá eikinni.
Aðspurður segist Ingó stund-
um gera mistök í töfrasýningun-
um en það séu viðbrögðin sem
skipti mestu máli. „Partur af ferl-
inu er að læra af mistökunum. Ég
er búinn að stúdera atriðin mín
frá svo mörgum hliðum að ef eitt-
hvað fer úrskeiðis þá get ég tekið
það í aðra átt og endirinn verður
alltaf farsæll. Áhorfendur vita hins
vegar ekki alltaf hvernig atriðið átti
að vera. Í þessum heimi er sagt að
bestu töframennirnir séu þeir sem
kunna að fela mistök sín.“ Það eigi
einnig við um aðra listamenn sem
komi fram. „Ef maður bregst vel
við aðstæðunum geta komið upp
atvik sem verða þau eftirminnileg-
ustu fyrir áhorfendurna. Ef við tök-
um sem dæmi línudansara sem er
allt í einu alveg við það að detta,
þá verður atriðið fyrst virkilega
spennandi.“
Sigur í Músíktilraunum
og bann í Kóreu
Ingó segir að það hafi ekki alltaf
verið draumur hans að verða
gítar leikari en það hafi alltaf verið
takmarkið að spila í rokkhljóm-
sveit. Upphaflega langaði hann að
spila á trommur en aðstæðurnar
leyfðu það ekki. Hann sótti fé-
lagsmiðstöðina Fellahelli stíft og
þar var ekkert trommusett, en þar
var aftur á móti gítar. „Ég hugsaði
sem svo að það væri sniðugt að
læra á gítar því þá gæti ég einnig
æft þá fingrafimi sem ég þarf fyrir
töfrana.“
Á þessum tíma var Bíóhöllin í
Mjódd nýopnuð og þar var sýnt
tónleikamyndband áströlsku
rokkhljómsveitarinnar AC/DC,
Let There Be Rock (1980). „Þá varð
ég fyrir miklum áhrifum frá gítar-
leikaranum Angus Young. Þegar
ég eignaðist sjálfur gítar hóf ég
strax að semja lög og texta. Ég hef
alltaf þurft að æfa mig mikið til að
ná færni á gítarinn en það er mér
eðlislægara að semja.“ Ingó hóf þá
nám í klassískum gítarleik við Tón-
listarskóla Sigursveins. „Það var
ekki hægt að læra þungarokks gít-
arleik heldur einungis klassík eða
djass. Það höfðaði ekkert sérstak-
lega til mín en ég bý alltaf að tón-
fræðigrunninum.“
Fyrsta hljómsveitin sem Ingó
stofnaði hét Paranoid sem varð
síðar að Gypsy. „Við tókum þátt í
Músíktilraunum árið 1985 og unn-
um. Það átti enginn von á því að
þungarokkhljómsveit gæti unnið.
Við sigruðum þarna hljómsveit
sem nefndist Special Treatment
sem sigraði síðan ári seinna sem
Greifarnir.“ Gypsy kom fram á
stórum tónleikum í Laugardals-
höll en gaf aldrei út plötu og hætti
skömmu síðar.
Árið 1991 stofnaði hann hljóm-
sveitina Stripshow með Silla
bróður sínum. Þeir náðu nokkrum
vinsældum og gáfu út plötu árið
1996. Sú plata náði út fyrir land-
steinana og var meðal annars
gefin út í Japan og Suður-Kóreu.
„Við urðum alræmdir í Kóreu,
bæði fyrir nafn hljómsveitarinnar
og textana. Það var mikið fjallað
um okkur í þarlendum tónlistar-
tímaritum en við fórum aldrei
þangað út. Við vorum bannaðir og
máttum ekki spila þarna.“
Túraði með Alice Cooper
Undir lok tíunda áratugarins logn-
aðist Stripshow út af en eins og
margir skilnaðir tók það nokkur ár.
Þá komst Ingó í kynni við Michael
Bruce og Dennis Dunaway, upp-
runalega meðlimi úr hljómsveit
Alice Cooper. „Ég kynntist þeim
úti í Bandaríkjunum og við ákváð-
um að fara saman í tónleikaferða-
lag. Þetta var algjör draumur. Ég
var með plaggöt af þessum mönn-
um uppi á vegg sem unglingur og
var nú allt í einu farinn að spila
þessa tónlist með mönnunum sem
sömdu hana.“ Þeir spiluðu mest í
Bandaríkjunum og ferðuðust um á
skutbíl með kerru. Stærsta stundin
var sú þegar þeir komu fram á hin-
um sögufræga klúbb Whiskey-a-
Go-Go í Los Angeles, staðnum þar
sem Alice Cooper og Led Zeppelin
spiluðu saman árið 1969. „Það var
einstakt að standa á þessu sviði –
þar sem þeir hófu sinn feril.“
Ingó hefur séð Alice Cooper
hátt í þrjátíu sinnum á tónleikum
yfir ævina og nokkrum sinnum
hitt karlinn sjálfan. „Þeir eru að
koma saman aftur núna og spila
á fimm tónleikum í Bretlandi. Ég
er að sjálfsögðu að fara á þá alla.
Þessi áhugamál sem ég hef til-
einkað mér hafa haft þá tilhneig-
ingu að fara út í öfgar. Maður tekur
þetta alla leið.“ Hann hefur haldið
reglulegu sambandi við flesta
meðlimi Alice Cooper en gítar-
leikarinn Glen Buxton lést fyrir
tuttugu árum.
Á einum veggnum hanga fimm
handteiknaðar myndir af með-
limum Alice Cooper eftir Ingó
sjálfan. Þessar myndir voru gefn-
ar út með einni plötu hljómsveit-
arinnar og ein myndin var not-
uð í bók um hljómsveitina. „Ég á
sviðsföt frá karlinum, handskrif-
aða lagatexta frá 1978 til 2005, alls
kyns sviðsmuni og fleira.“ Þegar
hljómsveitin gaf út plötusett árið
2011 skaffaði Ingó stóran hluta af
demó-upptökum sem þeir sjálfir
höfðu glatað. Ein stærsta stundin
kom svo árið 2005 þegar Dimma,
núverandi hljómsveit Ingós, hitaði
upp fyrir rokkgoðið á tónleikum í
Kaplakrika í Hafnarfirði.
Íslenskan einlægari
Dimma var stofnuð árið 2004 og
hugmyndin bak við hljómsveitina
var alveg skýr frá upphafi. „Ég vildi
stofna band sem hafði kraftinn frá
Rage Against the Machine, þung-
ann frá Black Sabbath og meló-
díuna úr því klassíska rokki sem
ég og Silli bróðir ólumst upp við að
hlusta á.“ Til að byrja með fór frekar
lítið fyrir hljómsveitinni en hún gaf
þó út tvær plötur og spilaði bæði í
Bandaríkjunum og í Rússlandi. Líkt
og hjá Stripshow voru allir textarnir
á ensku. „Ég var lengi haldinn þeirri
ranghugmynd að enskan væri
„Hann fór
með mig
fjögurra ára
gamlan í Hafnar-
bíó til að sjá
Nútímann og þar
kviknaði neistinn
Rokkari „Það var einstakt að
standa á þessu sviði – þar sem þeir
hófu sinn feril.“ Mynd SigTRygguR ARi