Fréttablaðið - 04.11.2017, Blaðsíða 91

Fréttablaðið - 04.11.2017, Blaðsíða 91
Guðjón og Júlían koma næstum á hverjum degi.Hér var eitt sinn sjoppa þar sem bólugrafnir unglingar seldu flöskur fyrir kúlur. Það er af sem áður var. Virkilega léttir og skemmtilegir og gaman að fá þá til okkar í morgun- kaffi. Ég passa upp á að eiga alltaf nóg af kleinum og vínarbrauði.“ Að þeim orðum sögðum var María rokin í eldhúsið þar sem að hádeg- isösin var að ná hámarki og því margt og mikið að gera. „Ég kem hingað alla virka daga í hádeginu, maturinn er mjög góður og vel útilátinn,“ segir Þor- steinn Matthíasson sem starfar við múrverk. Aðspurður kvaðst hann oftast fá sér fisk sem væri afbragðs- góður og hráefnið greinilega fyrsta flokks. Ekta íslenskur dæner í Kópavogi Þar sem áður voru seldar kúlur og lakkrísrör eru nú afgreidd rif, kjötbollur, sósa og salat. Veit- ingasalan Matstöðin kúrir í Kárs- nesinu í Kópavogi og þar er fullt út úr dyrum alla daga. „Hér er afgreiddur heiðarlegur heimilis- matur“, gall við í kokkinum sem gaf sér ekki tíma fyrir frekara spjall og hélt áfram að bera fram steiktan fisk á fati. Matseðillinn er fjöl- breyttur kjöt, fiskur, sósa og salat og að sjálfsögðu dísætir kleinu- hringir í eftirrétt. Hér er ekkert gefið eftir hvað gæði og skammta- stærð snertir. Þegar blaðamann og ljósmynd- ara bar að garði var nokkuð ljóst að orðatiltækið þröngt mega sáttir sitja átti mjög vel við. Fullt var út úr dyrum, en staðurinn er lítill og kósý og því ekki erfitt að fylla hann. Réttur dagsins var steiktur fiskur og rif í barbíkjúsósu og rauð- kálið langvinsælasta meðlætið. Félagarnir Sigurður Steinþórs- son og Matthías Leó Árnason voru sársvangir eftir morgunverkin, en þeir félagar vinna við borun hjá Vatnsborun. „Það var sko kominn tími til að fá svona stað í Kópavogi. Við komum hingað næstum því á hverjum degi“, segir Sigurður og sporðrennir síðasta fiskbitanum. Matthías félagi hans hrósaði matn- um einnig og sagði að besti fiskur- inn í bænum væri á Matstöðinni. Þeir félagar voru sammála um að rauðkálið og grænu baunirnar væru órjúfanlegur hluti af mál- tíðinni. við opnum snemma og hér sitja menn og skrafa um heims málin yfir kaffibolla og kleinum. Það er til dæmis fimmtán manna hópur sem hittist hér alla morgna og hefur gert í fjölmörg ár. „Staðurinn er lítill og ég vona að hann verði þannig áfram, það yrði ekki eins ef hann myndi stækka“, bætti Matthías við og sneri sér að máltíð dagsins. Á næsta borði sátu Guðjón Eiðs- son og Júlían Elí Steingrímsson, starfsmenn Skemmtigarðsins í Grafarvogi. „Geggjaður matur hérna, það kemur varla fyrir að maður sleppi úr degi,“ segir Guðjón en hann skellti sér á rifin þennan daginn og var ekki lengi að vinna á vel kúfuðum diski. „Þetta er miklu meiri matur,“ bætir félagi hans við, „maður verður betur saddur en ef við værum að borða hamborgara á hverjum degi, svo er þetta bara ódýrara.“ Þeir félagar voru á einu máli um að það hefði verið löngu tímabært að opna svona stað í Kópavogi. Viðmælendur fóru saddir út í daginn og blaðamaður var sendur heim með stútfullan matarbakka af kjötbollum, kartöflum og sósu, sem voru gerð góð skil. Þrátt fyrir síbreytilegar tísku- bylgjur í mataræði, þar sem allt þarf að vera grænt, vegan og líf- rænt, þá hefur það ekki rutt kótil- ettunni og rauðkálinu af stalli sínum – heimilismaturinn blífur.- HINN EINSTAKI BILL MURRAY Í ELDBORG 14 JÚN 15 JÚN MIÐASALA HAFIN Á LISTAHATID.IS OG TIX.IS h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 43l A U g A R D A g U R 4 . n ó v e m B e R 2 0 1 7 0 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 5 -9 C 8 8 1 E 2 5 -9 B 4 C 1 E 2 5 -9 A 1 0 1 E 2 5 -9 8 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 2 0 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.