Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 næstkomandi og að þá geti hann tekið til sín nema í kjölfarið. Bollur í tugþúsundatali Bolludagur, uppáhaldsdagur margra landsmanna, er á mánudag- inn, en aðdragandi hans er erilsam- ur með eindæmum fyrir bakara og aðra framleiðendur brauðmetis. Aðspurður segir Davíð Þór þá vera að framleiða í kringum 45.000 ófylltar bollur fyrir neytendapakkn- ingar og um 16.000 fylltar bollur með rjóma og annars konar fyllingu. „Okkar bakarar eru allir á vakt þessa helgi og vinnudagurinn um 12- 14 tímar. Þetta er því langerfiðasti tími bakara, en það er helst góðum mannskap að þakka að við komumst í gegnum þetta,“ segir hann. hann flutti norður vann hann hjá Gæðabakstri í Reykjavík. Davíð Þór lauk sveinsprófi í bakstri fyrir tveimur árum og ákvað í framhaldi af því að hefja nám á meistarastigi. „Það er afar mikilvægt að ljúka framhaldsnámi því þá getur maður tekið inn nema svo hægt sé að efla greinina enn frekar,“ segir hann. Mikil þörf á ungum bökurum Aðspurður segir hann mikla spurn vera eftir bökurum. „Það hef- ur hins vegar vantað svolítið vilja til að taka á móti nemum að und- anförnu og því vesen fyrir marga að komast á samning, en það er að lagast enda mikil vöntun á bök- urum,“ segir Davíð Þór og bætir við að hann muni ljúka prófi sínu í maí Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það má í raun segja að maður sé al- inn upp í bakaríi, en faðir minn stofnaði Gæðabakstur á sínum tíma og því fékk maður snemma áhuga á bakstrinum,“ segir hinn 31 árs gamli Davíð Þór Vilhjálmsson sem í vor mun ljúka meistaranámi í bak- araiðn. Davíð Þór flutti nýverið til Akur- eyrar til að taka við stöðu fram- leiðslustjóra í Kristjánsbakaríi. „Þetta hefur til þessa gengið mjög vel og er ég spenntur fyrir þessu starfi. Ég flutti hingað norður um miðjan október síðastliðinn og hef síðan þá verið að koma mér inn í hlutina,“ segir Davíð Þór, en áður en Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Við störf Davíð Þór Vilhjálmsson bakari verður önnum kafinn um helgina, en bolludagur er nk. mánudag. Lýkur meistaranámi í bakaraiðn næsta vor  Flutti norður til að taka við stöðu framleiðslustjóra Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ríkið mun ef áfrýjunarleyfi fæst áfrýja héraðsdómi þar sem því var gert að greiða innflytjanda fersks nautakjöts skaðabætur vegna tjóns sem hann varð fyrir þegar kjötið fékkst ekki flutt inn. Frestur til áfrýjunar rann út fyrir skömmu en samkvæmt upplýsingum frá emb- ætti ríkislögmanns var sótt um áfrýjunarleyfi fyrir þann tíma. Beð- ið er svars Hæstaréttar. Íslensk stjórnvöld hafa sett þau skilyrði að allt hrátt kjöt sem hing- að er flutt skuli vera í frysti í mán- uð til að draga úr hættu á því að hingað berist nýir smitsjúkdómar í búfjárstofna og fólk. Eitt aðildarfyrirtækja Samtaka versl- unar og þjónustu, Ferskar kjötvör- ur, lét reyna á reglur stjórnvalda og reyndi að flytja til landsins lítið magn af ófrosnu kjöti. Það komst ekki í gegnum tollinn og var eytt. Um þetta var tekist á fyrir hér- aðsdómi. Þar var meðal annars leit- að álits EFTA-dómstólsins sem komst að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld hér hefðu ekki haft frjálsar hendur um setningu reglna um fyrirkomulag innflutnings á hráu kjöti. Héraðsdómur byggði á því og taldi að sérstakar reglur stjórnvalda um innflutning á hráu kjöti samrýmdust ekki EES- samningnum og dæmdi fyrirtækinu skaðabætur. Þarf áfrýjunarleyfi Stjórnvöld áttu þann kost að við- urkenna ósigur og ganga í að breyta lögum til samræmis við dóm héraðsdóms, eins og forystumenn Samtaka verslunar og þjónustu lögðu til, eða láta reyna að fá hon- um hnekkt með áfrýjun til Hæsta- réttar, eins og forystumenn Bænda- samtaka Íslands óskuðu eftir. Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, ákvað að fela ríkislögmanni að undirbúa áfrýjun. Nýr landbúnaðarráðherra hefur ekki snúið þeirri ákvörðun við, miðað við stöðu málsins nú. Þar sem lítið magn var í kjöt- sendingunni sem látið var reyna á voru fjárhæðirnar of litlar til þess að hægt væri að áfrýja málinu til Hæstaréttar samkvæmt almennum reglum. Vegna fordæmisgildis málsins var sótt um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Ef það leyfi fæst gefur ríkislögmaður út áfrýj- unarstefnu. Rekið fyrir EFTA-dómstólnum Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, vinnur einnig að því að fá frysti- skyldunni hnekkt. Hefur hún vísað slíkum málum til EFTA-dómstóls- ins á þeim grunvelli að stjórnvöld á Íslandi séu að brjóta gegn EES- samningnum. Sótt um leyfi til áfrýjunar vegna kjötinnflutnings  Ríkið áfrýjar dómi um frystiskyldu á hráu kjöti ef leyfi Hæstaréttar fæst Morgunblaðið/Árni Sæberg Nautasteik Slagurinn stendur um frystiskyldu á innfluttu kjöti. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Atkvæðagreiðslu um kjarasamning VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna, við Samtök fyrirtækja í sjávar- útvegi (SFS) lauk á hádegi í gær. Já sögðu 163 eða 61,3% þeirra sem greiddu atkvæði. Á kjörskrá voru 479 félagsmenn og af þeim tóku 266, eða 55,5%, þátt í atkvæðagreiðslunni. Nei sögðu 98, eða 36,8%, og fimm, eða 1,9%, skiluðu auðu. „Kjaradeila Isavia og starfsmanna félagsins og kjara- deila SFR (Starfmannafélags ríkisins) eru deilur sem deilendur eru að vinna í í húsakynnum ríkissáttasemjara, en þeim deilum hefur ekki verið vísað til mín,“ sagði Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari í samtali við Morgunblaðið í gær. Bryndís bætti við: „Það er í raun og veru bara eitt mál, sem formlega er búið að vísa til mín, en það er kjaradeila vélstjóra og skipstjórnarmanna á hvalaskoðunarskipum, þannig að einmitt nú er aðeins eitt skráð mál hjá okkur sem er óklárað.“ Bryndís segir að hún og starfsfólk ríkissáttasemjara hafi þegar hafið undirbúningsvinnu fyrir mál sem að lík- indum muni skila sér inn á borð ríkissáttasemjara með vorinu eða í sumarbyrjun. „Við erum með það markmið að hefja undirbúning mun fyrr en áður og helst talsvert áður en málum er vísað til sáttasemjara. Ég nefni að samningar lækna renna út í apríl og það liggur nánast fyrir að þeir samningar geta orðið flóknir, þannig að ég er aðeins byrjuð að undirbúa það og eins BHM-viðræður, en samningar bandalagsins renna út í haust,“ sagði Bryndís. Vélstjórar hafa sam- þykkt samninginn  61,3% sögðu já  Aðeins ein kjaradeila á borði ríkissátta- semjara, en embættið undirbýr fleiri verkefni á næstunni Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon Samningar Ánægja ríkti við samningaborðið þegar kjarasamningar við vélstjóra voru undirritaðir í hús- næði Ríkissáttasemjara á dögunum. Lénin í Svíþjóð greiða að mestu leyti fyrir læknisaðgerðir sem gerðar eru á bæklunarklíníkinni sem Björn Zoëga, fv. forstjóri Landspítalans, veitir forstöðu í Svíþjóð. Aðgerðirnar eru unnar samkvæmt samningi sem lénin og ríkið gera við opinber og einkarek- in sjúkrahús og sjálfstæðar lækna- stofur. Bæklungarklíníkin GHP Stock- holms Spine Center, sem Björn er forstjóri fyrir, er stærsta sjúkra- húsið sem annast hryggskurð- lækningar á Norðurlöndum. Eins og fram hefur komið hefur honum nú verið falið að stjórna öðru sjúkrahúsi fyrirtækisins og mun því bera ábyrgð á um 25% af hryggskurðlækningum í Svíþjóð. Björn segir að sjúkratrygginga- kerfið sé byggt upp á allt annan hátt í Svíþjóð en á Íslandi þar sem hann þekkir einnig vel til. Lénin og ríkið greiða fyrir aðgerðirnar samkvæmt samningi. Sjúkrahúsið fær eina greiðslu fyrir aðgerðina og allt sem hennir fylgir og tekur sjúkrahúsið ábyrgð á vissum hlut- um. Þannig er fylgst með gæðum sjúkrahússins og fullnaðargreiðsla er ekki innt af hendi fyrr en ári eftir aðgerð og þá þannig að sjúk- lingurinn sé ánægður með líðan sína. Hvati til að standa sig „Í þessu felst faglegur og fjár- hagslegur hvati til að standa sig sem best. Það sem meira er: Nið- urstöður allra stofnana eru opin- berar eftir árið og geta sjúklingar borið sjúkrahúsin saman og valið. Við höfum komið vel út úr þessum samanburði og það er ástæða þess hversu vel hefur gengið hjá okk- ur,“ segir Björn. helgi@mbl.is Lénin greiða hvar sem verkið er unnið  Sænskir sjúklingar geta valið Lækningar Björn Zoëga starfar sem bæklunarlæknir í Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.