Morgunblaðið - 25.02.2017, Síða 30

Morgunblaðið - 25.02.2017, Síða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 Undanfarið hefur borið á neikvæðum um- fjöllunum og skrifum um sorpkvarnir í eld- húsvaska. „Stað- reyndum“ kastað fram og umræðan einsleit, neikvæð og ómál- efnaleg að mínu mati. Sorpkvarnir hafa árum saman verið notaðar með góðum árangri í löndum um allan heim. Innan Reykjavíkurborgar heyrast einhverjar raddir sem vilja banna sorpkvarnir. Mig langar að benda á að það hefur enginn haft samband við okkur, sem höfum selt sorpkvarnir í 20 ár, til að athuga hvort við liggjum á ein- hverjum upplýsingum eða könnunum varðandi notkun sorpkvarna og áhrif þeirra. Já, við liggjum á ýmsum upp- lýsingum og könnunum sem gerðar hafa verið. Til er vefsíða þar sem framleið- endur sorpkvarna hafa safnað saman upplýsingum um óháðar kannanir sem hafa verið gerðar, meðal annars í nágrannaríkjum okkar sem við horf- um oft til og berum okkur saman við. Sem dæmi má nefna Svíþjóð, Þýska- land, Danmörku, England, Holland, Ítalíu, sem og Japan, Ástralíu og fleiri. Mig langar sérstaklega að benda á könnun sem gerð var í bæn- um Surahammar í Svíþjóð þar sem fylgst var með áhrifum af notkun sorpkvarna á 10 ára tímabili. Á þessu tímabili voru sorpkvarnir í notkun á allt að 50% heimila bæj- arins. Ekki reyndist verða nein aukning í vatnsnotkun, stíflu- myndun, uppsöfnun fitu, né tæringu í frá- veitukerfum. Við hvetjum áhuga- sama og einkum þá sem vilja banna sorpkvarnir, að kynna sér þessar kannanir betur. Not- færið ykkur að aðrir hafa lagt tíma og pen- inga í rannsóknir. Hér neðar er vefslóð þar sem hægt er að finna niðurstöður áð- ur nefndra rannsókna og annan fróð- leik. Þegar við hófum innflutning á sorpkvörnum fyrir 20 árum fengum við nema í Tækniskólanum til að vinna verkefni fyrir okkur. Meðal annars að athuga með fráveitumál. Þau ræddu við þáverandi gatna- málastjóra sem tjáði þeim að frá- veitukerfið væri vel í stakk búið til að taka við auknu magni. Sorpkvarnir hafa verið auðvelt skotmark vegna vandamála sem tengjast fráveitukerfum. En við skul- um ekki hengja bakara fyrir smið. Mig langar að segja frá hvernig sorpkvarnir virka til þess að fólk sem ekki þekkir vélarnar skilji virkni þeirra. Sorpkvarnir eru hengdar undir niðurfallsop eldhúsvaska. Þær eru tengdar við frárennslislagnir hússins og hafður er vatnslás á tengingunni. Við notkun vélarinnar skal skrúfa frá kalda vatninu, kveikja svo á vélinni og mata hana jafnt og þétt af mat- Sorpkvarnir í eld- húsvaska – innlegg í umræðuna Eftir Ingólf Örn Steingrímsson Ingólf Örn Steingrímsson E-60 Stólar Klassísk hönnun frá 1960 Hægt að velja um lit og áferð að eigin vali Verð frá kr. 28.400 Íslensk hönnun og framleiðsla Lífstíðarábyrgðá grind og tréverki Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavík • Sími 553 5200 • solo.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 12 þriðjudaginn 7. febrúar. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ ÍMARK DAGUR Af því tilefni gefur Morgunblaðið út sérblað, tileinkað ÍMARK deginum föstudaginn 10. mars Íslenski markaðsdagurinn verður haldinn hátíðlegur með veglegri ráðstefnu í Hörpu 10. mars. Þegar við Íslend- ingar nútímans ræðum um nauðsyn viðhalds ríkistungunnar, þá vill gleymast að hún er einnig hluti af samevr- ópskri þjóðarímynd- ararfleifð sem nær allt aftur til Grikkja hinna fornu. En það er sú hugmynd að íbúar ákveðinnar heima- byggðar eigi sér sérstæða tungu með ritmáli og rithöfundum, sem tengir þá við atburði langt aftur í tímann; og styrkir þá þannig einnig sem þjóðarsál. Einnig blandast inn í þetta sá goðsögulegi vættaheimur sem er sérkenni þeirra landsvæðis. Forn-Grikkir Þetta gerðist fyrst er Grikkir urðu fyrsta ritmenningarþjóðin, um 700 f. Kr. Svo umrituðu þeir í kjölfarið Hómerskviðurnar til að mynda staðlaða fortíðarsýn fyrir allt grísku- mælandi fólk. Síðan bættust einnig við á næstu öldum n.k. þjóðskáld sem urðu lýsandi speglar um fortíð- aráfanga í þjóðarsálinni. Má þar nefna goðsögulega harmleikjaskáld- ið Æskilos, í Aþenu á fimmtu öld f. Kr., og trúspekinginn Platón og heimspekinginn Aristóteles þar á fjórðu öld f. Kr. Rómverjar Arftakar Forn-Grikkja urðu síðan Rómverjar; menningarlegir spor- göngumenn þeirra, en með sína eig- in tungu; latínu. Þeir komu sér upp þjóðskáldum er ritmál þeirra fór að blómstra, á fyrstu öld f. Kr. Þar varð Virgill til að yrkja Eneasarkviðu, er tengdi uppruna rómversku þjóð- arinnar við atburði Ilíonskviðu Hómers. Í leiðinni var goðsögulegur heimur Rómverja lagaður að hinum gríska. Einnig bættust nú við ljóðskáldin Hór- as og Óvíð. Dugðu þeir nú sem kjölfestan í menningarlegri fortíð- arsýn Rómverja næstu fimm aldirnar. Síðan féll Rómaveldi, en gegnum arfleifð þess hélt gríska arfleifðin áfram að móta heims- myndir Evrópuþjóða: Var það nú í formi kristninnar, sem hélt áfram að miðla gömlu heimsmyndinni og áðurnefndum höfundum, gegnum latínukennslu sína; sem varð svo einnig til eft- irbreytni með nýjum þjóðtungum, í fullvalda ríkjum eins og Frakklandi, Englandi: og loks Íslandi. Ísland Ísland fékk fljótt á sig ásýnd slíks klassísks þjóðveldis: Afmörkuð þjóð, með afmarkað landsvæði, og nor- ræna goðafræði sem líktist hinum grísku og rómversku; þótt kristnin bættist fljótt efst ofan á; og með eig- in þjóðtungu er varð íslensk útgáfa af norrænu. Í stað Hómerskviða kom skáldskapur Sæmundar-Eddu; og frændurnir Snorri Sturluson og Sturla Þórðarson urðu sem okkar Platón og Aristóteles. Síðar kom Jónas Hallgrímsson, sem varð okkar ígildi af Virgli, Grímur Thomsen sem minnir á Hóras, og loks Halldór Laxness, sem má skoða sem okkar Óvíð. Með þúsund ár í slíku umhverfi, vantaði Ísland aðeins herslumuninn til að teljast sem sjálfstæð þjóð. Það varð svo á fyrri hluta tuttugustu ald- ar, í kjölfar tveggja heimsstyrjalda, í bland við stóraukna viðskiptamögu- leika smáþjóða. Íslenskan er því ekki bara einhver tækifærislausn í bland við nítjándu aldar þjóðernisrómantík og tutt- ugustu aldar fullveldis- og lýðveld- isbrölt, heldur er hún hluti af leið- andi þjóðríkjahugmyndafræðipakka, sem nær allt aftur til upphafs evrópskrar bókmenntaritaldar. Því er hún bara einn hluti af rótgróinni þjóðarupp- skrift sem samanstendur af landi, þjóðtungu, bókmenntum, þjóðtrú og sögu; mikið til óháð kristni, kyn- þáttahyggju eða tungumála- uppruna-fasisma. Því höfum við að sama skapi minni rétt eða getu til að skerast úr leik þegar kemur að verndun tungu okk- ar í stöðugt ágengari veröld fjöl- þjóðamenningarinnar! … Í lok þessarar greinar minnar um málefnastöðu íslenskuverndar, vil ég því vitna í erindi úr nýlegu kvæði mínu um Virgil áðurnefndan, þar sem ég nefni tildrög þess er hann orti Eneasarkviðu til að tengja Róm- arsögu við Ilíonskviðu Hómers: og þar með ætt Ágústusar Rómarkeis- ara við grísku guðina: … Hersi núna hugnaðist hirðskáld sér að færa: heyrði strák er söng af list, keypti sér að mæra. Strákur aftur löndin fékk lista fyrir smjaður: guðlegs ættar taldi rekk; væri goð og maður. Íslenskan sem hluti af vest- rænni þjóðasköpunarhefð Eftir Tryggva V. Líndal Tryggvi V Líndal » Við höfum minni rétt eða getu til að sker- ast úr leik þegar kemur að verndun tungu okkar í stöðugt ágengari ver- öld fjölþjóðamenning- arinnar! Höfundur er skáld og menningar- mannfræðingur. Tilgangslaust er fyr- ir Steingrím J. og fyrr- verandi þingmann Höskuld Þórhallsson að gefa Seyðfirðingum fögur loforð um að ráð- ist verði í Fjarðarheið- argöng strax að lokn- um framkvæmdum við Norðfjarðargöng. Á fundi austur á Eskifirði 2. október 2015 vísaði Ólöf Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, þessum rang- færslum til föðurhús- anna og ítrekaði sínar fyrri yfirlýsingar um að Dýrafjarðargöng væru næst í röðinni. Hér stendur ákvörðunin um þessa gangagerð á Vest- fjörðum óhögguð. Deil- urnar milli bæjar- stjórnar Fjarðabyggðar og Seyðfirðinga um hvaða jarðgöng verði næst í röðinni vekja spurningar um hvort Fjarðarheiðar- og Mjóa- fjarðargöng séu nú orð- in að pólitísku þrátefli sem skaðar Hvað kosta Fjarð- arheiðargöng? Eftir Guðmund Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.