Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS T E X T I 15.9 - 16.4.2017 Valin textaverk úr safni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur VALTÝR PÉTURSSON 24.9 - 26.3.2017 JOAN JONAS Reanimation Detail 2010/2012 26.10 - 26.02 2017 Leiðsögn með safnstjóra, sunnudaginn 28. febrúar kl. 14 VASULKA-STOFA Miðstöð fyrir raf- og stafræna list á Íslandi SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Opið alla daga kl. 11-17. Lokað á mánudögum LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR SAMSKEYTINGAR 3.9. - 17.09. 2017 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 7.5.2017 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Þriðjudaginn 28. febrúar: Hádegisfyrirlestur: Hrun og búferlaflutningar: Reynsla Íslendinga í Noregi Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Steinholt-saga af uppruna nafna í Myndasal Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi í Bogasal Grímsey á Vegg Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sunnudaginn 26. febrúar kl. 14: Leiðsögn með sérfræðingi Landsbókasafns Íslands Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Geirfugl †Pinguinus impennis Aldauði tegundar – Síðustu sýnin Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi, opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Tónlist eftir Mozart er guðdómlega falleg og lyftir manni upp á annað plan. Um helgina gefst einstakt tækifæri til að heyra öll þessi meist- araverk í samhengi á tvennum tón- leikum,“ segir Ásdís Valdimarsdótt- ir víóluleikari sem ásamt þýska strengjakvartettinum Auryn Quar- tet flytur alla sex strengjakvintetta W.A. Mozart á tvennum tónleikum í Norðurljósum Hörpu í dag og á morgun kl. 17 báða daga. Með þess- um lokatónleikunum starfsársins fagnar Kammermúsíkklúbburinn 60 ára starfsafmæli sínu. Í dag, laugardag, eru leiknir strengjakvintettar nr. 1 í B-dúr, K 174; nr. 5 í D-dúr, K 593 og nr. 3 í g- moll, K 516. Á morgun, sunnudag, hljóma strengjakvintettar nr. 4 í c- moll, K 406 (516b); nr. 6 í Es-dúr, K 614 og nr. 2 í C-dúr, K 515. Meistaraverk í samhengi „Mozart var aðeins 17 ára árið 1773 þegar hann samdi fyrsta kvin- tettinn,“ segir Ásdís og bendir á að síðasta kvintettinn hafi Mozart sam- ið skömmu fyrir andlát sitt 1791. „Það hefur mikið verið skrifað fyrir strengjakvartettinn í gegnum tíðina, en þegar bætt hefur verið við auka víólu verður blærinn allur dekkri og hýrri. Mozart brillerar í þessu tón- listarformi. Það gerir þetta enginn betur en hann,“ segir Ásdís og bendir á að Mozart hafi sjálfur leik- ið á bæði fiðlu og víólu sem skili sér með áþreifanlegum hætti inn í verk- in. „Það er alltaf gaman að geta sökkt sér ofan í eitt tónskáld og spennandi fyrir áhorfendur að heyra öll þessi meistaraverk í sam- hengi,“ segir Ásdís og tekur fram að hún hafi ung heillast af kvintettum Mozart, en á æskuheimilinu hennar var til plata með flutningi Amadeus kvartettsins og víóluleikarans Cecil Aronowitz á kvintetti nr. 3 í g-moll sem hún hlustaði á. Reynir að spila heima árlega Auryn kvartettinn skipa fiðluleik- ararnir Matthias Lingenfelder og Jens Oppermann, víóluleikarinn Stewart Eaton og sellóleikarinn Andreas Arndt. „Ég kynntist Auryn kvartettinum fyrst sumarið 1985 þegar ég var 24 ára og nýbúin í skóla. Þá spilaði ég með þeim Mend- elssohn oktettinn,“ segir Ásdís sem lauk meistaragráðu frá Juilliard- skólanum í New York og síðar ein- leikaraprófi frá Tónlistarháskól- anum í Detmold í Þýskalandi. Á ferli sínum hefur Ásdís leikið í mörgum frægustu tónlistarsölum heims, m.a. Carnegie Hall í New York, Concert- gebouw í Amsterdam og Wigmore Hall í London, og unnið með tónlist- armönnum á borð við Claudio Ab- bado, Gidon Kremer, Gary Hoff- mann og Philippe Graffin. Hún var einn af stofnfélögum Miami- strengjakvartettsins og var með- limur Chilingirian-strengjakvar- tettsins á árunum 1995-2003. „En ég reyni að koma heim til að spila alla- vega árlega,“ segir Ásdís sem nú er búsett í Amsterdam. Mikill fengur fyrir Íslendinga Að sögn Ásdísar hefur hún fylgst vel með Auryn kvartettinum í gegn- um tíðina. „Fyrir nokkru leysti ég víóluleikara kvartettsins af vegna veikinda og í framhaldi af því báðu þeir mig að leika kvintetta Mozarts með sér, sem ég gerði á tónlistar- hátíð á Ítalíu,“ segir Ásdís og tekur fram að sér finnist mikill fengur að því að leyfa íslenskum áheyrendum að njóta fagmennsku Auryn kvart- ettsins. „Þeir hafa spilað saman síðan 1981 og skapað sér nafn sem einn af virtustu og eftirsóttustu strengja- kvartettum heims,“ segir Ásdís og bendir á að kvartettinn sé enn skip- aður stofnfélögunum fjórum. „Það er alltaf mjög gaman að spila með þeim,“ segir Ásdís. Allar nánari upplýsingar má finna á vefnum kammer.is. Morgunblaðið/Árni Sæberg Listamenn Matthias Lingenfelder, Jens Oppermann, Stewart Eaton, Ásdís Valdimarsdóttir og Andreas Arndt. „Upp á annað plan“  Auryn kvartettinn og Ásdís Valdimarsdóttir flytja alla strengjakvintetta Mozart á tvennum tónleikum í Hörpu „Guðmundur W. Vilhjálmsson lögfræðingur stofnaði klúbbinn ásamt mági sínum, Magnúsi Magnússyni pró- fessor, á sínum tíma. Þeir höfðu verið í Bandaríkjunum og kynnst þar flutningi á kammertónlist og langaði til að koma einhverju slíku á laggirnar hérlendis. Þeir nutu mikils stuðnings Björns Ólafssonar fiðluleikara og Árna Kristjánssonar píanóleikara, sem voru burðarásinn í tónleikaflutningi klúbbsins því þeir spiluðu sjálfir og útveguðu meðleikara,“ segir Helgi Hafliðason um stofnun Kammermúsíkklúbbsins. Helgi hefur setið í stjórn klúbbsins frá 1992 og tók við stjórnarfor- mennsku af Guðmundi fyrir um þremur árum Fyrstu tónleikar Kammermúsíkklúbbsins voru haldn- ir 7. febrúar 1957 í samkomusal Melaskólans. Á efnis- skránni voru Erkihertogatríó Beethovens og Silunga- kvintett Schuberts og flytjendur voru þeir Árni, Björn, Einar Vigfússon, Jón Sen og Ervin Köppen. „Mér eru þessir tónleikar enn í fersku minni, en seinka þurfti þeim um einn dag vegna þess hversu slæmt veðrið var. Ég var þá tæplega sextán ára og þá þegar heillaður af þessari músík. Það skapast einhver galdur á tónleikum sem ekki skilar sér þegar hlustað er á upptökur í stof- unni heima þótt það geti líka verið gott. Allt frá stofnun hefur klúbburinn staðið fyrir reglu- legu tónleikahaldi í Reykjavík þar sem hið besta og áhugaverðasta úr heimi kammertónlistar hefur hljóm- að í flutningi fremstu hljóðfæraleikara þjóðarinnar og valinna erlendra listamanna. Þegar klúbburinn var stofnaður var reglulegt tónleika- hald aðeins á vegum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands og Tónlist- arfélagsins. Þótt tónlistarlífið hafi blómstrað hérlendis og flór- an orðið fjölbreyttari erum við enn eini hópurinn sem gerir kammertónlist skil með skipu- lögðum hætti. Í upphafi var meg- ináherslan á verkum frá klassísk- rómantíska tímabili tónlistarsög- unnar, en á síðari árum hefur fjölbreytnin aukist og mikið hefur verið flutt frá síð- ustu öld og einnig hafa nokkur verk íslenskra tónskálda verið frumflutt á vegum klúbbsins. Stjórnarmenn Kammermúsíkklúbbsins hafa alla tíð unnið sjálfboða- starf. Við viljum geta greitt tónlistarfólkinu sæmilega fyrir spilamennskuna. Árgjöldum 200 tryggra félagsmanna eru grundvöllur rekstursins, en við höfum einnig notið stuðnings frá ríki og Reykjavíkurborg auk nokkurra fyrirtækja,“ segir Helgi. Lengst af voru tónleikar Kammermúsíkklúbbsins haldnir í Bústaðakirkju en síðustu ár hefur Harpa verið heimavöllur klúbbsins. Þess má að lokum geta að dag- skrá næsta vetrar er nánast fullmótuð með sex tón- leikum og stjórn klúbbsins er þegar farin að leggja drög að starfsárinu 2018-19 og eru þá einnig ráðgerðir sex tónleikar yfir veturinn. „Einhver galdur á tónleikum“ 60 ÁR ERU LIÐIN FRÁ FYRSTU TÓNLEIKUM KAMMERMÚSÍKKLÚBBSINS Helgi Hafliðason Listsýning myndlistarmannsins Jóns B.K. Ransu, Hilma stúdíur: Svanir, verður opnuð á morgun, 26. febrúar, kl. 12.15, í Hallgrímskirkju. Sýningin er í forkirkjunni og verður opnunin við messulok. Jón hefur rýnt í verk sænsku lista- konunnar Hilmu af Klint (1862-1944) og heimfært tilraunir hennar yfir í eigið myndmál, en Hilma einbeitti sér að túlkun og myndgervingu á samruna tveggja heima stóran hluta listferils síns, að því er fram kemur í tilkynningu. „Hilma af Klint var meðal fyrstu abstraktlistamanna Evrópu þótt verk hennar hafi ekki komið fyrir sjónir almennings fyrr en árið 1986. Hilma var undir mikl- um áhrifum frá esóterisma og dulvís- indum og sagði að málverk sín væru skilaboð frá annarri vídd. Hún túlk- aði sýnir og hugmyndir sínar um tengsl efnis og anda í málverkum sínum. Hilma vann ætíð í myndaröð- um og sýnir ein þeirra umbreyting- arferli svana frá hlutbundinni til óhlutbundinnar táknmyndar,“ segir í tilkynningunni. Sýning Jóns er óður til þessara verka Hilmu af Klint og tilraun til að horfa í verk listakonu sem gat túlkað tvo heima í senn. Jón lauk myndlistarnámi frá Hol- landi árið 1995 og hefur starfað sem myndlistarmaður, kennari, gagnrýn- andi og sýningarstjóri síðan. Hann er deildarstjóri við Listmálaradeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Sýn- ingin er haldin á vegum Listvina- félags Hallgrímskirkju og er opin kl. 9-17 alla daga. Tveir heimar Sýning Jóns B.K. Ransu, Hilma stúdíur: Svanir, er sögð til- raun til að horfa í verk listakonu sem gat túlkað tvo heima í senn. Óður til verka Hilmu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.