Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogumTaktu bílin með í ferðalagið Færeyja og Danmerkur 2017 Bókaðu núna og tryggður þér pláss Færeyjar 2 fullprðinir með fólksbíl Netverð á mann frá . . . . . kr. 34.500 Danmörk 2 fullprðinir með fólksbíl Netverð á mann frá . . . . kr. 74.500 1 Bókaðusnemma ogtryggðu þér pláss Taktu bílinnmeð í ferðalagiðFæreyjar - Danmörk - Evrópa 2017 Færeyjar2 fullorðnir með fólksbíl Verð á mann frá34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Verð á mann frá 74.500 570 8600 / 470 2808 · www.smyrilline.is Mikið er bókað nú þegar með Norrænu á næsta ári. Því er mikilvægt fyrir þá sem ætla að ferðast með Norrænu að bóka sig sem fyrst og tryggja sér pláss á meðan enn er laust pláss. Aðeins25% núna,eftirstöðvarmánuði fyrirbrottför Bæklingur 2017 Nýja bæklinginn okkar er nú hægt að sækja á heimasíðuna, www.smyrilline.is Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600 info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Fjarðargötu 8 | 710 Seyðisfjörður | Sími: 4702808 info@smyril-line.is | www.smyrilline.is BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hið mikla hús Íslandsbanka á Kirkjusandi í Reykjavík stendur nú autt og yfirgefið og bíður örlaga sinna. Mygla fannst í húsinu í fyrra og í framhaldinu var ákveðið að flytja starfsemi bankans í annað húsnæði. Útibú bankans á Kirkju- sandi og Suðurlandsbraut samein- uðust síðastliðinn mánudag og þá var Kirkjusandur kvaddur. Síðustu starfsmenn Íslandsbanka yfirgáfu húsið en þeir voru 450 þegar þeir voru flestir. Höfuðstöðvar Íslands- banka fluttu fyrir nokkru í Norð- urturninn við Smáralind. Íslandsbanki er eigandi hússins á Kirkjusandi en ekki liggur ennþá fyrir hvað verður gert við húsið, að sögn Eddu Hermannsdóttur, sam- skiptastjóra bankans. „Nú þegar starfsmenn eru farnir úr húsinu verður það skoðað betur og ákvörð- un tekin í framhaldi. Við vonum að þetta muni skýrast fyrir sumarið,“ segir Edda. Komið hefur fram í fréttum að óvíst sé að það borgi sig að gera við húsið og það verði hreinlega rifið. Þá kom fram þegar Íslandsbanki birti uppgjör fyrir fyrri hluta ársins 2016 að virði húnsæðisins hafi verið fært niður um 1,2 milljarða vegna skemmdanna. Sagan nær langt aftur í aldir Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er eignin Kirkjusandur 2 alls 8.788 fer- metrar. Skrifstofubyggingin er 7.719 fermetrar og vörugeymsla er 1.069 fermetrar. Samanlagt bruna- bótamat er 2.267 milljónir króna. Verði niðurstaðan sú að húsið verði rifið verður til verðmætt byggingaland á besta stað í borg- inni. Saga svæðisins sem húsið stendur á nær langt aftur í aldir, samkvæmt samantekt Íslandsbanka. Nafnið Kirkjusandur kemur fyrst við sögu árið 1379 og er heiti yfir strand- lengjuna frá Rauðarárvík að Laug- arnesi. Frá Kirkjusandi hefur lík- lega verið útræði frá fornu fari og á fyrri hluta 20. aldar var þar um- fangsmikil fiskverkun og tvær bryggjur. Greint var á milli Ytri- Kirkjusands og Innri-Kirkjusands og voru mörkin nálægt því sem Kringlumýrarbraut gengur nú til sjávar. Á Ytra-Kirkjusandi kom Th. Thorsteinsson upp fiskverkunarstöð árið 1900 og ári seinna setti Jes Zimsen á fót fiskverkun á Innra- Kirkjusandi ásamt bræðrunum Birni og Þorsteini Gunnarssonum. Félögin reistu margvíslegar bygg- ingar og mannvirki í kringum fisk- vinnsluna á svæðinu, þar á meðal þurrkhús, geymsluhús, vélaskúra, þvottahús og verbúðir. Auk þess settu víðáttumikil stakkstæði svip á svæðið. Árið 1948 fluttu togaraútgerð- arfélögin Júpíter hf. og Marz hf .til Reykjavíkur, en þau voru upp- haflega stofnuð í Hafnarfirði af Tryggva Ófeigssyni og fleiri. Félög- in ráku hraðfrystihús ásamt salt- fisk- og skreiðarverkun á Innra- Kirkjusandi á árunum 1950-1973. Árið 1950 sótti félagið um leyfi að byggja stórt, steinsteypt fiskverk- unarhús við fjöruborðið. Húsið var hækkað og byggt við það í nokkrum áföngum og var á sínum tíma stærsta frystihús landsins. Í kjölfar eldgossins í Heimaey ár- ið 1973 keypti Ísfélagið í Vest- mannaeyjum frystihúsið og aðrar eignir á Kirkjusandi og rak til árs- ins 1975 þegar Samband íslenskra samvinnufélaga keypti húseignirnar við Kirkjusand. Sambandið var um- svifamikið í Laugarnesi á 7. og 8. áratugnum og reisti meðal annars stórhýsi fyrir kjötvinnslu austan við Kirkjusand. Á 9. áratugnum hóf Sambandið umfangsmiklar breyt- ingar á frystihúsinu við Kirkjusand sem var stækkað, hækkað, klætt og fyrirhugað að breyta í skrifstofuhús undir nýjar höfuðstöðvar Sam- bandsins. Niðurrif ýmissa mann- virkja á svæðinu var hluti af þessum breytingum. Árið 1988, þegar framkvæmdir voru komnar á gott skrið, tók að halla undan fæti hjá Sambandinu og um svipað leyti og skrifstofu- húsnæðið var fullbúið þurfti Sam- bandið að láta húsið af hendi. Ís- landsbanki eignaðist síðar húsið og aðrar eignir á lóðinni og flutti þang- að höfuðstöðvar sínar árið 1995. Ný byggð á Strætólóð Strætisvagnar Reykjavíkur voru með bækistöðvar sínar á Kirkju- sandi í rúmlega hálfa öld eða fram til ársins 2001. Á svæði Strætó hef- ur verið skipulögð atvinnu- og íbúðabyggð. Þarna er áformað að reisa 300 íbúðir og alls 50.000 fer- metra atvinnuhúsnæði. Borgarráð samþykkti í lok ársins 2016 vilja- yfirlýsingu sem tryggir leigufélagi ASÍ og BSRB heimild til að reisa 63 íbúðir á Kirkjusandi. Á sama stað munu Félagsbústaðir einnig byggja. Stórhýsi bíður örlaga sinna  Síðustu starfsmenn Íslandsbanka yfirgáfu Kirkjusand í vikunni  Voru 450 þegar flest var  Mygla fannst í húsinu í fyrra  Ákvörðun um framtíð hússins verður tekin fyrir sumarið Morgunblaðið/Golli Íslandsbankahúsið Engin starfsemi er lengur í húsinu en aðeins nokkrir mánuðir eru síðan það iðaði af lífi. Teikning/ASK arkitektar Ný byggð Á Strætólóðinni, við hlið Íslandsbankahússins, mun rísa fjölbýlis- hús með 300 íbúðum. Einnig verður atvinnustarfsemi á lóðinni. mbl.is Samband ís- lenskra sveitar- félaga efnir til málþings um samskipti og tengsl sveitarfé- laga og ferða- þjónustu föstu- daginn 3. mars nk. Halldór Hall- dórsson, formað- ur sambandsins, segir að með málþinginu sé verið að svara ákalli sveitarfélaganna. „Markmið málþingsins er að sveitarstjórnarmenn komi saman til þess að ræða málefni ferðaþjón- ustu og þær áskoranir og tækifæri sem felast í fjölgun ferðamanna sem leggja leið sína hingað til lands. Málþingið hefur jafnframt verið kynnt fyrir fulltrúum ferða- þjónustunnar og öðrum sem láta sig málið varða og er öllum opið,“ segir Halldór en það var Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykk- ishólmi, sem var hvatamaður að því að málþingið yrði haldið þar sem ferðaþjónustan er orðin mjög stór málaflokkur hjá flestum sveit- arfélögum. Málþingið fer fram á Hótel Hil- ton Reykjavík Nordica og hefst kl. 9 föstudaginn 3. mars. Stendur það til kl. 16. Á málþinginu verða m.a. nokkur ferðaþjónustufyrirtæki með kynningu á starfsemi sinni. Ræða um ferðaþjónustu Halldór Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.