Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Bílarnir eru allir sjálfskiptir með bensín og rafmagnsmótor og á 18“ álfelgum. Einnig eru þeir allir með sportsæti, íslenskt leiðsögukerfi, leðurklætt sportstýri, tvívirkamiðstöðmeð sjálfvirkri loftkælingu, LED ljós, tengjanlegir við farsíma (stjórnaðmeð appi). Mismunandi aukabúnaður er í bílunum s.s. sætisáklæði, glertoppur, hljóðkerfi, nálgunarvarar. Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is Audi A3 E-tron 2016 Plug in Hybrid (bensín/rafmagn) Skemmtilegir og hagkvæmir bílar - Hvítur - ek. 6 þkm. - Svartur - Alveg ónotaður! - Rauður ek. 7 þkm.m. Panorama og B&O hljóðkerfi Verð frá 4.950.000 kr. Skipti skoðuð á ódýrari! Elín Margrét Böðvarsdóttir Skúli Halldórsson Þorsteinn Friðrik Halldórsson „Ég hefði orðið steinhissa ef þetta hefði ekki farið svo. Ég efast um að endurupptökunefnd hefði getað fundið forsendur til að taka þetta ekki upp,“ sagði Guðjón Skarphéð- insson guðfræðingur í samtali við mbl.is í gær. Guðjón er einn þeirra fimm sem nú bíða þess að mál þeirra verði tekin upp á nýjan leik fyrir dómstólum vegna meintrar aðildar þeirra að Guðmundar- og Geirfinns- málinu. Úrskurðir endurupptöku- nefndar voru birtir í gær. „Þetta er ekki fyrsta og ekki síðasta heljar- innar verkið í kringum þetta mál.“ Endurupptökunefnd hefur unnið að vinnslu málsins í tæp þrjú ár og telja úrskurðirnir í málum sexmenn- inganna fleiri þúsund blaðsíður. Barðist með kjafti og klóm „Það er búið að teygjast feiknar- lega á rangætinu. Sá sem á mestu þakkirnar eftir á að hyggja er Sævar, það verður að segjast. Hann hamaðist í því að hann væri saklaus og barðist með kjafti og klóm.“ Hann var á sínum tíma dæmdur í 10 ára fangelsi í Hæstarétti fyrir að hafa, ásamt tveimur öðrum, orðið Geirfinni Einarssyni að bana aðfara- nótt 20. nóvember 1974. Alls sat Guðjón í gæsluvarðhaldi í 1.202 daga en í október 1981 var honum veitt reynslulausn á eftirstöðvum refs- ingarinnar. Eftir að hafa tekið út fangelsisdóminn var útlitið svart hjá Guðjóni, sem átti ekki í nein hús að venda og drakk í óhófi. Haustið 1981 hóf hann þó nám í guðfræði í Dan- mörku og vann ýmis störf samhliða námi. Þjóðin vissi alltaf betur Fimmtán árum síðar sneri hann aftur til Íslands og var kjörinn prestur á Staðarstað á Snæfellnesi. „Það var nauðsynlegt að komast út. Þetta leit ekki vel út þegar maður var kominn neðst í goggunarröðina, sem getur verið snúið í Reykjavík og vill enda í fylleríi.“ Spurður hvort byrði ranglætisins hafi lést með tím- anum svarar Guðjón því til að byrðin hafi lést strax og hann ákvað að fara af landi brott. „Ég var í fjölda ára í Danmörku og síðan fjölda ára í friði úti á landi þannig að þetta mál hefur farið ofan garða og neðan hjá mér í mörg ár,“ útskýrir Guðjón. „Per- sónulega hef ég þá skoðun að þjóð- inni hafi aldrei nokkurn tímann dottið í hug að þetta væri svona eins og dæmt var, alveg frá upp- hafi.“ Guðjón bíður þess nú að málið verði aftur tekið fyrir í Hæstarétti. „Það þýðir X mörg ár til viðbótar og þá gæti ég verið dauður.“ Efaðist ekki um endurupptöku  Guðjón fékk á sínum tíma 10 ára dóm  Kann Sævari Ciesielski miklar þakkir  Segir þjóðina hafa vitað betur en dómstóla  Lögmaður Erlu og Guðjóns segir ógildingu koma til greina Morgunblaðið/Golli Endurupptaka Guðjón Skarphéðinsson með skýrsluna á skrifborði sínu. „Þjóðin vissi allltaf betur,“ segir hann. Ragnar Aðalsteinsson, lög- maður Guðjóns og Erlu Bolla- dóttur, segir ekki útilokað að lagt verði fyrir dómstóla hvort ógilda skuli úrskurði endur- upptökunefndar. Nefndin féllst á endurupptöku í máli Guðjóns en hafnaði beiðni um endur- upptöku í máli Erlu. Hún hafði hlotið dóm fyrir rangar saka- giftir en ekki aðild að mann- drápi líkt og Guðjón. Kveðst Ragnar mjög ánægður með niðurstöðu nefndarinnar í máli Guðjóns, en jafn óánægður með niðurstöðuna í máli Erlu. „Við Erla þurfum að huga að því hvort þessi úrskurður sé hald- inn slíkum annmörkum að það sé ástæða til að láta reyna á gildi hans,“ sagði Ragnar í sam- tali við mbl.is í gær. Úrskurð- irnir séu þó ekki alslæmir. „Það er margt gott að finna í rök- semdum nefndarinnar. Hún gerir sér til dæmis miklu betur grein fyrir því hvaða þýðingu mannréttindaákvæði höfðu á þessum tíma,“ segir Ragnar. Úrskurðirnir ekki alslæmir RAGNAR AÐALSTEINSSON: Ragnar Aðalsteinsson „Nú er þetta úr okkar höndum, okkar verkefni lokið, þannig að nú er þetta í höndum ákæruvaldsins og endurupptökubeiðanda að beina því til ákæruvaldsins að halda mál- inu áfram,“ segir Björn L. Bergs- son, formaður endurupptöku- nefndar, um úrskurðina sem nefndin birti í gær í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Björn kveðst ekki geta tjáð sig í smáatriðum um störf nefndarinnar við vinnslu úrskurðanna, nefndin hafi lokið sínum störfum og skilað skriflegum úrskurði en það falli í hendur annarra að lesa úrskurðina og leggja á þá mat. Fyrsta beiðnin um end- urupptöku kom inn á borð nefnd- arinnar árið 2014 en að sögn Björns hófst vinnsla málsins ekki að fullu fyrr en sumarið 2015. „Ég get alveg staðfest það að þetta er umfangs- mesta endurupptökumálið sem hef- ur verið á milli handa endur- upptökunefndar,“ segir Björn. Umfangsmesta mál í sögu nefndarinnar  „Úr okkar höndum“ segir formaður Björn L. Bergsson hrl. „Pabbi, loksins er komið að því! Við systkinin getum loksins fagnað því að mannorð þitt verður hreinsað,“ skrif- ar Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, á Facebook-síðu sína í gær í kjölfar úrskurðar endur- upptökunefndar. „Faðir okkar barð- ist alla ævi fyrir sannleikanum í þess- um málum og að sakleysi hans yrði viðurkennt.“ Sævar féll frá árið 2011 og segir Hafþór að þau systkinin vildu óska þess að faðir þeirra væri enn á lífi. „Allt frá því að við munum eftir okkur hafa þessi mál litað tilveru okkar. Það er ekki hægt að útskýra með orðum þá upplifun að hafa fæðst inn í þetta ranglæti. Endurupptökunefnd fellst á að Guðmundar- og Geirfinnsmál, sem aldrei voru dómtæk mál, verða tekin upp að nýju,“ skrifar Hafþór. „Til hamingju, pabbi, barátta þín og seigla hefur loksins skilað sér í endurupptöku. Réttlætið sigrar að lokum.“ Segir stöðuna flókna „Þetta er flókin staða. Við höfum aldrei staðið frammi fyrir þessu áður. Það þarf að gefa fólki ráðrúm til að fara yfir stöðuna,“ sagði Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í málinu, í samtali við mbl.is í gær. Ekki er víst að Davíð Þór haldi áfram sem ríkissaksóknari við meðferð málsins. Benti hann á að málið væri nokkuð flókið, sá sem myndi halda áfram með málið sem settur rík- issaksóknari myndi væntanlega snúa sér til Hæstaréttar og óska eftir að verða veittur frestur til að kynna sér málið, Það yrði svo væntanlega tekið upp á grundvelli sömu ákæru. „Ég held að allir séu af vilja gerðir til að fá niðurstöðu í málið. Það mun halda áfram og lýkur ekki hér,“ segir Davíð Þór. „Réttlætið sigrar að lokum“  Sonur Sævars segir hann hafa barist alla ævi Sævar M. Ciesielski Davíð Þór Björgvinsson Endurupptaka í Guðmundar- og Geirfinnsmáli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.