Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Nýtt, lítið og sérlega fallegt hótel í Reykjanesbæ. Fær mjög góða dóma á bókunarsíðum. • Stofa, búin mjög sérhæfðum tækjum og sú eina á sínu sviði, sem sérhæfir sig í meðferð sem bætir útlit líkamans. Arðbær rekstur. • Hádegisverðarþjónusta fyrir stofnanir og fyrirtæki og veislumatur fyrir sérstök tækifæri. Tilvalið fyrir kokk sem hefur áhuga á að byggja á góðum grunni. • Lúxusíbúðir í mismunandi stærðum í tveimur glæsilegum húsum í miðborginni sem leigðar eru ferðamönnum. • Ört vaxandi fyrirtæki í framleiðslu myndefnis (auglýsingar og kynningar) vil vaxa enn hraðar með því að fá inn hluthafa sem getur lagt slíkri uppbyggingu lið. Fyrirtækið er með gott orðspor, ársveltu um 100 mkr. og góða framlegð. • Fiskvinnsla á SV-horninu í framleiðslu á fiski og harðfiski. Velta 50 mkr. Inannlandsssala og útflutningur. Miklir möguleikar til veltuaukningar. • Gott hótel miðsvæðis á Suðurlandi sem býður upp á mikla möguleika fyrir áhugasaman, nýjan eiganda. • Framleiðslufyrirtæki fyrir íhluti í skófatnað. Viðskiptavinir eru mörg þekktustu merkin í skóm í heiminum. Fyrirtækið, sem er alfarið í eigu Íslendinga, er syðst í Kína (nálægt Hong Kong) í nútímalegu húsnæði, með góðan vélakost og 50 manns í vinnu. • Leiðandi fyrirtæki í sölu á legsteinum og tengdum vörum. Ársvelta 160 mkr. og mjög góð afkoma. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is ÚR BÆJARLÍFINU Jón Sigurðsson Blönduósi Í dag byrjar 19. vika vetrar og á morgun kviknar góutunglið í suðri. Það er margnefnt manna í millum að tíðin í vetur hefur verið hagfelld. Sól hækkar á himni og brúin yfir Blöndu hefur breikkað örlítið og ljósastýrð umferð yfir hana er að baki, mörg- um til ánægju.    Til stendur að opna fiskbúð á Blönduósi um miðjan næsta mánuð í húsnæði þar sem áður var rækju- vinnslan Særún. Það er útgerð- argerðarmaðurinn og stálsmiðurinn Sighvatur Smári Steindórsson sem stendur fyrir þessu. Að hans sögn þá hefur hann gengið með þennan draum í tvö ár og stokkið á þetta núna þegar húsnæðið stóð til boða. Sighvatur verður með ýmsar teg- undir af ferskum fiski á boðstólum sem og ýmsa tilbúna fiskirétti. Ekki er búið að finna nafn á fiskbúðina en Sighvatur íhugar alvarlega að bjóða upp á humarsúpu á opnunardaginn.    Grágæsin Blanda sem merkt var með gervihnattarsendi í sumar hefur haft hljótt um sig í Skotlandi. Hún hefur verið þögul allt frá öðrum degi jóla en þá var hún stödd á Straumey skammt frá landsvæði á Katanesi sem kallast Huna eða Húna á fornmáli Skota um landnám. Húnasvæðið, sem undirritaður kýs að kalla Húnavatnssýslu Skotlands, er um tvær mílur vestan við John O’Groat’s. Þessi langa þögn gæs- arinnar er farin að byggja upp kvíðahnút hjá mörgum gæsavinum víða um land en þeir vona innst inni að með hækkandi sól fái sól- arrafhlaðan á hálsi Blöndu orku til að senda frá sér skilaboð.    Langstærsti draumurinn (LSD), þ.e.a.s. gagnaverið, lifir enn samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum. Heyrst hefur að áhugasamir aðilar hafi verið í sambandi við bæj- aryfirvöld um að byggja hér upp gagnaver á grunni fyrri vinnu sem lögð hefur verið í þetta verkefni. Margir bæjarbúar hafa yppt öxlum og sagt í mesta lagi „jæja“ þegar minnst hefur verið á LSD en máls- metandi menn segja núna að í stað „jæja“ geti menn í fullri alvöru sagt „ja hérna hér“.    Þjónusta við ferðamenn er ofarlega á baugi þessa dagana. Sem dæmi um það þá er verið að stækka Hótel Blönduós og nýir eigendur eru komnir að ferðaþjónustunni Blöndubóli á vesturbakka Blöndu. Þar sem veitingahúsið Ljón norð- ursins og gistiheimilið Blönduból var, mun taka til starfa sambærileg þjónusta undir nafninu Retró. Einnig er í umræðunni að byggja 100 herbergja hótel við félagsheim- ilið á Blönduósi. Samkvæmt traust- um heimildum þá er unnið að fjár- mögnum verkefnisins. Félagsheimilið mun að mestu hald- ast í núverandi mynd og nýtast sem rástefnuhús og félagsheimili líkt og verið hefur.    Vilko á Blönduósi flutti á dög- unum starfsemi sína yfir götuna úr þáverandi húsnæði að Ægisbraut 1 yfir í gömlu mjólkurstöðina að Húnabraut 33. Unnið hefur verið að því undanfarna mánuði að flytja starfsemi Vilko og Prima yfir í nýja húsnæðið. Kári Kárason fram- kvæmdastjóri segir að mikill munur sé að flytja úr 600 fermetra hús- næði yfir í 1.500 fermetra. Hann segir að búið sé að panta nýja pökk- unarlínu fyrir Prima-kryddið og góð og vaxandi sala sé í Ice Herbs og Ice Prótín-hylkjunum og hefur starfsmönnum við fyrirtækið verið að fjölga að undanförnu og eru nú átta. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Blönduós Matvælafyrirtækið Vilko hefur flutt starfsemi sína og Prima yfir í gömlu mjólkurstöðina. Vilko flytur, bætir við pökk- unarlínu og fjölgar fólki leigusamningi, dags. 8. apríl 2016, leigt Perlu norðursins hluta húsnæð- isins að Varmahlíð 1, Reykjavík, þ.m.t. heitavatnstankinn. Perla norðursins hafi áhuga á að fá einnig annan tank undir sýningarrými og að leigutími fyrir núverandi tank verði lengri en til ársins 2023. Samkvæmt samkomulaginu skuldbindur Reykjavíkurborg sig einnig til að sjá til þess að Veitur fái Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Reykjavíkurborg hefur gert sam- komulag við Veitur ohf., dótturfyr- irtæki Orkuveitunnar, um að borgin kaupi tvo hitaveitutanka í Öskjuhlíð. Kaupverð tankanna er samtals 380 milljónir króna. Borgarráð samþykkti kaupin á fundi í fyrradag. Borgarráðs- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sátu hjá við afgreiðslu málsins. Fram kemur í bréfi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar borg- arinnar til borgarráðs að með kaup- samningi og afsali þann 20. mars 2013 keypti Reykjavíkurborg fast- eignina að Varmahlíð 1 í Reykjavík, Perluna, af Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveitan átti áfram hitaveitu- tankana sem Perlan stendur á. Með leigusamningi, dags. 25. mars 2013, leigði Orkuveita Reykjavíkur Reykjavíkurborg einn heitavatns- tank, þurrleigu, til starfrækslu fyrir safnastarfsemi. Leigutími sam- kvæmt þeim samningi var tíma- bundinn til 10 ára frá 1. nóvember 2013 að telja. Reykjavíkurborg hefur með húsa- heimild til að byggja a.m.k. 7.715 rúmmetra tankarými, einn eða fleiri tanka, í allra næsta nágrenni Perl- unnar í Öskjuhlíð, til að tryggja nægt miðlunarrými hitaveitu í vest- urborginni til framtíðar. Fáist ekki heimild til byggingar tanka, vegna skipulags eða að ekki verði veitt byggingarleyfi, innan tveggja ára, þá falli samkomulag þetta úr gildi. Kaupir tvo hitaveitutanka í Öskjuhlíð á 380 milljónir  Veitur ohf. fá leyfi til að reisa tanka í nágrenni Perlunnar Morgunblaðið/Ómar Perlan Stærsta náttúrusýning landsins verður opnuð á vormánuðum 2017. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir að bæjarstjórn Kópavogs hafi ákveðið á fundi sínum 14. febrúar að fara nýja leið við ákvörðun launa til bæjarfulltrúa Kópavogs. Laun bæjarfulltrúa hækki sem nemur 26% 1. mars en hefðu hækkað um 44,3% hefðu laun bæjarfulltrúa áfram verið tengd við þingfararkaup. Mánaðarlaun bæjarfulltrúa fyrir ákvörðun kjararáðs um hækkun þingfararkaups í nóvember voru 251.770 krónur eða 33% af þingfar- arkaupi. Eftir breytingu verða laun- in kr. 317.000. Ef áfram hefði verið miðað við þingfararkaup hefðu laun bæjarfulltrúa hækkað í 363.394 krónur, samkvæmt Ármanni. „Við ákváðum að miða greiðslur til bæjarfulltrúa okkar við ákveðið hlut- fall af þingfararkaupi eins og það var þegar kjararáð byrjaði að starfa og tengdum það launavísitölu,“ sagði Ármann í samtali við Morg- unblaðið í gær. Ármann bætti því við að sjónar- miðið hafi verið hjá bæjarstjórn, að það gæti ekki verið andstætt vilja fólksins í landinu að laun bæjarfulltrúa fylgdu almennri launavísitölu í landinu. „Ég vil þó sérstaklega taka það fram að ég er ekki að sjá ofsjónum yfir þingfararkaupi alþingismanna í dag, upp á rúma 1,1 milljón króna, vegna þess að þingmenn sátu svo lengi eftir. Það myndaðist bil í mjög langan tíma og þess vegna hefur kjararáð tekið þá ákvörðun að skutla þeim aðeins upp fyrir launavísitöl- una, sem mun svo leiðréttast yfir einhvern tíma,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson. Launin verða 317 þúsund 1. mars  Kjör bæjarfulltrúa með nýjum hætti Ármann Kr. Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.