Morgunblaðið - 25.02.2017, Síða 22

Morgunblaðið - 25.02.2017, Síða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 Trjáklippingar Trjáfellingar Stubbatæting Vandvirk og snögg þjónusta Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Gengisvísitala íslensku krónunnar hefur ekki verið lægri síðan 14. júlí 2008 og þar af leiðandi gengi hennar ekki verið sterkara. Gengi Banda- ríkjadals er til að mynda komið niður fyrir 110 krónur í fyrsta skipti síðan í október 2008. Bjarni Már Gylfason, hagfræðing- ur Samtaka iðnaðarins, segir í samtali við Morgunblaðið að krónan sé að verða ein sterkasta mynt í heimi. „Kaupmáttur Íslendinga í erlendri mynt hefur vaxið mjög mikið og raun- ar miklu meira en bein styrking krón- unnar gefur til kynna vegna þess að laun hér hafa vaxið miklu meira en í samkeppnislöndum okkar,“ segir Bjarni. Hann bendir á að Íslendingum líði almennt vel í svona ástandi enda sé kaupmáttur okkar mikill. „En á sama tíma erum við að veikja stoðir at- vinnulífsins til lengri tíma, sem við byggjum afkomu okkar á. Þetta er skammgóður vermir ef við erum að missa alþjóðlega samkeppnishæfni.“ Framtíðaráform í uppnámi Bjarni segir að styrkur krónunnar geri samkeppnishæfni fyrirtækja mjög erfiða. „Þeir sem finna einna mest fyrir þessu hjá okkur eru tækni- og hugverkafyrirtæki, sem eru í mannauðsfrekri starfsemi. Hlutfalls- leg laun hér eru orðin gríðarlega há en það sem menn eru að fá fyrir vörurnar er að minnka í krónum talið á sama tíma. Þá er erfitt ástand fyrir fyrir- tæki sem keppa við innfluttar vörur.“ Bjarni segir þetta geta sett framtíð- aráform fyrirtækja í uppnám og haml- að vexti þeirra. Hann segir að Samtök iðnaðarins hafi sett fram hugmyndir til að bregðast við styrkingu krónunn- ar. „Til dæmis mætti skoða að setja gólf á erlendar fjárfestingar lífeyris- sjóða frekar en þak. En það er samt Seðlabankinn sem heldur á öflugasta stýritækinu, vöxtunum. Þeir styðja við styrk krónunnar. Við erum með afar litla verðbólgu og lágar verð- bólguvæntingar og okkur finnst sem það séu sterkar undirliggjandi for- sendur fyrir því að lækka vexti og minnka vaxtamun. Þessi styrking krónunnar hefur neysluhvetjandi áhrif, og meiri áhrif en lækkun vaxta hefði í för með sér.“ Styrkist til 2019 „Við gerum ráð fyrir að krónan haldi áfram að styrkjast fram til loka árs 2019. Vöxtur í ferðaþjónustu í des- ember og janúar hefur verið meiri en við gerðum ráð fyrir, sem hefur styrkt þessa skoðun okkar. Auk þess gerðum við ráð fyrir litlum loðnuveiðum en nú er útlit fyrir að það veiðist heilmikil loðna. Þannig að það er meira jákvætt en neikvætt búið að gerast síðan í nóv- ember hvað varðar gengi krónunnar,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðu- maður Hagfræðideildar Landsbank- ans, í samtali við Morgunblaðið. Spurður um áhrifin á atvinnulífið segir Daníel að enn sjáist engin telj- andi áhrif á stærstu útflutningsgrein- inni, ferðaþjónustunni. Hvað sjávar- útveg og orkufrekan iðnað varðar vegi verðhækkanir á sjávarafurðum og hækkandi álverð á móti áhrifum krón- unnar en vissulega þyngi styrking krónunnar róðurinn í allri útflutnings- starfsemi. Gengisvísitalan ekki lægri síðan í júlí 2008 Gengisvísitala Seðlabanka Íslands 250 240 230 220 210 200 190 180 170 160 150 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 Heimild: Seðlabanki Íslands – Vísitala meðalgengis 14. júlí 2008 24. febrúar 2017  Dollari í 109 krónur  Seðlabankinn er með öflugasta tækið Gengisáhrif » Atvinnuleysi er í sögulegu lágmarki. Atvinnuþátttaka er meiri en fyrir hrun. » Aflétting hafta mun hafa áhrif á gengið. » Ferðamenn eru farnir að eyða minna og dvelja skemur í landinu. Heildareignir Íslandsbanka voru 1.048 milljarðar króna um áramótin og jukust um 0,2% á milli ára. Útlán til viðskiptavina námu 688 millj- örðum króna og jukust um 3,3%, sem er undir hagvexti síðasta árs. Útlán til viðskiptavina og lausafé nema 93% af heildareignum bank- ans, en Íslandsbanki var með 275 milljarða í handbæru fé og inn- stæðum hjá Seðlabanka um áramót. Sérstök arðgreiðsla hugsanleg Stjórn Íslandsbanka hyggst leggja til að tæplega 50% af hagnaði síðasta árs verði greidd í arð til eiganda bankans, ríkisins, eða sem nemur 10 milljörðum króna. Er það í samræmi við langtímastefnu bankans um 40- 50% arðgreiðsluhlutfall. Á síðasta ári greiddi bankinn 37 milljarða króna í arð til ríkisins, þar af 27 milljarða í sérstaka arðgreiðslu í lok árs. Birna Einarsdóttir banka- stjóri útilokar ekki að til sérstakrar arðgreiðslu komi síðar á árinu í tengslum við mögulega endur- skoðun á fjármagnsskipan bankans og útgáfu víkjandi bréfa. Eiginfjárhlutfall Íslandsbanka var í lok ársins 25,2%, að nær öllu leyti eiginfjárþáttur A. Skammtímamark- mið bankans er hins vegar að eigin- fjárhlutfallið sé yfir 23% og til langs tíma stefnir bankinn að eiginfjár- hlutfalli yfir 20%, þar sem minnsta kosti 15% sé eiginfjárþáttur A. Sigurður Nordal sn@mbl.is Hagnaður samstæðu Íslandsbanka nam 20,2 milljónum króna á síðasta ári, en hann var 20,6 milljarðar árið á undan. Bókfærður hagnaður vegna sölu Borgunar, dótturfélags Íslands- banka, á hlut sínum í Visa Europe nam 6,2 milljörðum í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 10,2% á síð- asta ári. Ef hins vegar er litið ein- ungis til reglulegrar starfsemi reiknast 10,7% arðsemi á eigið fé, miðað við 15% eiginfjárhlutfall A. Það er nokkru minna en árið á undan, þegar arðsemi af reglulegri starfsemi reiknaðist 12,4%. Eitt af fjárhagslegum mark- miðum Íslandsbanka er að arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi sé á bilinu 9-11% til langs tíma. Á þessu ári áætla stjórnendur bankans hins vegar að arðsemin verði 8-10%. Hreinar vaxtatekjur voru 31,3 milljarðar króna á síðasta ári og juk- ust um 14% á milli ára. Hreinar þóknanatekjur námu 13,7 millj- örðum og jukust um hálfan milljarð króna frá árinu á undan. Fram kemur í reikningum Ísland- banka að á síðasta ári var bókaður 1,7 milljarða króna kostnaður vegna skemmda á húsnæði bankans á Kirkjusandi og flutninga hans í nýj- ar höfuðstöðvar í Norðurturni Smáralindar. Hagnaður Íslandsbanka 20 milljarðar króna  Greiðir ríkinu helminginn í arðgreiðslu Morgunblaðið/Golli Afkoma Birna Einarsdóttir segir 2016 hafa verið gott ár fyrir Íslandsbanka. 25. febrúar 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 108.14 108.66 108.4 Sterlingspund 135.74 136.4 136.07 Kanadadalur 82.57 83.05 82.81 Dönsk króna 15.397 15.487 15.442 Norsk króna 12.976 13.052 13.014 Sænsk króna 12.042 12.112 12.077 Svissn. franki 107.48 108.08 107.78 Japanskt jen 0.9624 0.968 0.9652 SDR 146.33 147.21 146.77 Evra 114.48 115.12 114.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 147.5534 Hrávöruverð Gull 1255.35 ($/únsa) Ál 1882.0 ($/tonn) LME Hráolía 56.2 ($/fatið) Brent Til að sjá gengið eins og það er núna á Skannaðu kóðann

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.