Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 ✝ GunnhildurBjarnadóttir fæddist 4. apríl 1935 í Vestmanna- eyjum. Hún lést 15. febrúar 2017 á Dvalarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sig- urbjörg Einarsdótt- ir frá Krossi í A-Landeyjum, f. 1910, d. 1987, og Bjarni Bjarnason frá Efri- Hömrum í Holtum, f. 1903, d. 1993. Systkini Gunnhildar voru Sigríður Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 1931, d. 2016, og Einar Valur Bjarnason, f. 1932, d. 2014. Gunnhildur var gift Eiríki Ágústi Guðnasyni frá Vegamót- um í Vestmannaeyjum, f. 1933, d. 1987, syni hjónanna Önnu Ei- ríksdóttur frá Vegamótum í Vestmannaeyjum, f. 1902, d. Þeirra börn eru Ólafur, Edda og Júlía. 3) Hildur, f. 1993. Gunn- hildur var fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Hún gekk þar í barna- og gagnfræðaskóla, en lauk gagnfræðaprófi frá Skóga- skóla og var einn vetur í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur. Auk húsmóðurstarfa vann hún ætíð utan heimilis, lengi við af- greiðslustörf, en stærstan hluta starfsævinnar sem skólaritari í Barnaskóla Vestmannaeyja. Gunnhildur var félagslynd og áhugasöm um menn og málefni, sérstaklega ef þau tengdust Vestmannaeyjum á einhvern hátt. Hún var Þórari og stundaði íþróttir með félaginu á sínum yngri árum auk þess sem hún var skáti og virk í skátastarfi. Ung að árum gekk hún í kirkju- kór Landakirkju og söng með honum hátt í 60 ár. Hún átti margar góðar stundir með kór- félögunum, meðal annars á ferðalögum innanlands og utan. Gunnhildur var lengi í stjórn Vestmannaeyjadeildar Rauða krossins. Útför hennar fer fram frá Landakirkju í dag, 25. febrúar 2017, og hefst klukkan 11. 1988, og Guðna Jónssonar frá Ólafshúsum í Vest- mannaeyjum, f. 1903, d. 1944. Gunn- hildur og Eiríkur byrjuðu búskap sinn á heimili for- eldra hennar í Breiðholti við Vest- mannabraut, en fluttu í nýbyggt hús sitt að Strembugötu 14 árið 1959. Þar var síðan heim- ili Gunnhildar þangað til hún flutti á Dvalarheimilið Hraun- búðir í ársbyrjun 2015. Dóttir Gunnhildar og Eiríks er Anna Guðný, f. 1957. Hennar maður er Egill Jónsson frá Egilsstöðum, f. 1957. Börn þeirra eru: 1) Eirík- ur, f. 1980, kvæntur Lenu Björk Kristjánsdóttur. Þeirra börn eru Eygló Ösp, Harpa, Hekla Líf og Egill Örn; 2) Helgi, f. 1986, í sam- búð með Rúnu Thorarensen. Ég held hann sé að létta til, sagði Gunnhildur tengdamóðir mín oft á tíðum þegar hún spáði í veður fyrir væntanlegt flug eða siglingu með Herjólfi milli lands og Eyja. Þessi ummæli hennar stönguðust þó oft á við veðurspár þegar krappar vetrarlægðir voru að sigla upp að landinu sunnan- verðu. Þessi orð Gunnhildar vitn- uðu fyrst og fremst um jákvæðni hennar og staðfasta bjartsýni. Hún sá ekki ástæðu til að láta einhverjar svartsýnisspár valda sér ama og aldrei kvartaði hún undan neinu, sama hvað á dundi. Ég man vel þegar ég kom inn á heimili Eika og Gunnhildar á unglingsárum er við Anna Guðný einkabarn þeirra vorum farin að krunka okkur saman. Þau tóku mér opnum örmum, nánast eins og ég væri sonur þeirra. Á seinni árum þegar ég vildi skjalla tengdamóður mína sagðist ég hafa haft val á góðri tengdamóð- ur að leiðarljósi þegar við Anna Guðný kynntumst því allir vissu að erfiðar tengdamæður hefðu bugað margan tengdasoninn. Að launum nefndi Gunnhildur mig jafnan uppáhaldstengdasoninn en var ekkert að geta þess að ég var sá eini. Eiki og Gunnhildur voru afar samrýmd og unnu reyndar lengstum á sama stað í Barna- skóla Vestmannaeyja, hann sem kennari og síðar skólastjóri en hún skólaritari. Ljúfmennska var þeim hjónum báðum í blóð borin en Gunnhildur gat verið föst fyrir og þrjósk ef svo bar undir. Hún sagðist hafa erft þann eiginleika frá föður sínum, Bjarna dýra- lækni í Breiðholti, og kallaði Breiðholtsþrjóskuna. Jafnaðar- mennsku erfði Gunnhildur úr sama ranni og sagðist vera alvöru krati en ekki samfylkingarmann- eskja. Þegar henni mislíkaði mál- flutningur þingmanna eða banka- manna átti hún til að segja: „Ég vorkenni bara karlagreyjunum.“ Það voru hennar sterkustu hnjóðsyrði. Það var Gunnhildi og fjöl- skyldunni allri mikið áfall þegar Eiki féll óvænt og skyndilega frá 1987, aðeins 54 ára að aldri. Hún bar harm sinn í hljóði enda ekki tíðrætt um tilfinningar sínar og kaus að víkja talinu að veðrinu ef maður spurði of náið um líðan hennar. Eftir því sem árin liðu gerði ég mér betri grein fyrir því að hún varð í raun aldrei söm eft- ir þennan missi. Eftir að hún varð ein ferðaðist amma Gunn mikið með fjölskyldu okkur um landið og vart hægt að hugsa sér þægilegri og betri ferðafélaga. Amma Gunn naut þess alla tíð að ferðast og kallaði það að fara á skæling. Síðustu tvö árin dvaldi Gunn- hildur á dvalarheimilinu Hraun- búðum í Eyjum. Ég vil þakka starfsfólki þar fyrir góða umönn- un svo og Hólmfríði Ólafsdóttur fyrir tryggð hennar og umhyggju fyrir tengdamóður minni. Blessuð sé minning Gunnhild- ar Bjarnadóttur. Egill Jónsson. Ég man hvað ég gladdist á að- ventunni þegar ég sá „Silfureld- inguna“ – gamla Lancerinn henn- ar ömmu Gunn – í hlaðinu heima. Þá vissi maður að jólin væru á leiðinni. Það var heill bílfarmur af kruðiríi í skottinu – allskyns kök- ur sem maður fékk bara hjá ömmu og voru ómissandi hluti af öllu helgihaldi. Þá vissi maður líka að maður væri á leiðinni í Kolaportið með ömmu og þar keypti hún handa okkur krökk- unum kókosbollur og slikkerí, en söl handa sér og mömmu. Það var reyndar einfaldara þegar mamma var ekki með, því þá þurftu þær mæðgur ekki að rífast um hvor fengi að borga. Það var allt í fastri rútínu hjá ömmu og maður vissi yfirleitt að hverju maður gekk þegar maður hitti hana. Það skemmtilegasta sem hún gerði var að fara í bíltúr. Hún var til í að þvælast enda- laust, hvort sem það voru ótelj- andi rúntar um Heimaey, að kíkja á garða með mömmu og pabba á höfuðborgarsvæðinu eða ferðalög um landið. Við sátum saman í aftursætinu í lengstu bíl- túrunum, þegar við keyrðum austur á Egilsstaði. Þar tók hún að sér það hlutverk að stilla til friðar milli okkar bræðra og sá til þess að það væri stoppað mátu- lega oft á leiðinni til að svala ís- þörfinni. Bíltúrarnir urðu síst leiðin- legri undir það síðasta. Við rænd- um henni af elliheimilinu, hjálp- uðum henni upp í bíl og keyrðum hring eftir hring um eyjuna. Sama hvað heilsunni hrakaði þá lét kímnigáfan ekkert á sjá og hún kom manni sífellt á óvart með lúmsku gríni. Hún gat nafn- greint hvern einasta stein á Heimaey og bent á nánast hvert einasta hús á eyjunni líka og sagt hverjir bjuggu þar þá stundina og hverjir hefðu búið þar áður. Gjarnan útskýrði hún síðan hvernig ég væri skyldur fólkinu í húsinu. Bíltúrunum lauk á því að hún teygði sig ofan í veskið sitt með skjálfandi hendi og sótti aura fyrir ís. Þó það hafi alltaf verið jafn gaman að hitta ömmu, var leið- inlegt hvað var langt á milli okkar og hvað maður hitti hana sjaldan. Við þrýstum stundum á hana að flytja upp á land, en hún tók það aldrei í mál. Valið virtist einfalt: Heimaey var hennar land og „Lífið í Eyjum“ var alla tíð henn- ar líf. Blessuð sé minning ömmu Gunn. Helgi Egilsson. Frá því ég man eftir mér kom amma Gunn upp á land í heim- sókn mjög reglulega. Árleg heim- sókn hennar yfir jólahátíðarnar var þó alltaf í uppáhaldi. Þegar hún keyrði inn götuna á gamla Lancernum sínum með randalín- ur og marga dunka fulla af smá- kökum í skottinu þá voru jólin komin. Hún hjálpaði mér við jóla- hreingerninguna og við að pakka inn gjöfunum. Hún fékk mig svo yfirleitt með sér að kaupa jóla- gjöfina handa mömmu, við fórum á skæling eins og hún kallaði það. Amma var alltaf með okkur á jól- unum og það var ótrúlega skrítið þegar við vorum án hennar í fyrsta skiptið þegar hún treysti sér ekki upp á land. Jólin voru ekki eins án ömmu. Amma kom líka alltaf í heim- sókn yfir sumartímann. Við fór- um árlega austur á Eiða þar sem amma fékk leigðan sumarbústað. Þá var yfirleitt mikið keppnismál hjá okkur systkinunum að vera ekki með ömmu í herbergi. Ástæðan var sú að sú gamla hraut svo rosalega hátt. Það féll þó oft í minn hlut að gista með ömmu. Ég lærði það með tíman- um, enda svaf hún yfirleitt í rúm- inu mínu heima og ég á dýnu á gólfinu, að lykilatriðið til að ná góðum nætursvefni í herbergi með henni var að hverfa inn í draumalandið áður en hroturnar gerðu vart við sig. Við fjölskyldan fórum líka í heimsóknir til Eyja. Við gistum þá öll í Strembunni og þar stjan- aði amma við okkur. Maður gat treyst á að fá gott nammi í nammiskálinni inni í stofu og allt- af lumaði amma á bláu Extra- tyggjói uppi í skáp. Hún var mjög góður kokkur, það var alltaf nóg til frammi og veisla á kvistinum. Ísrúnturinn var einnig mikilvæg- ur þáttur í heimsóknum til Eyja. Þá skruppum við í sjoppu og keyrðum svo hringinn um Heimaey. Ég mun sakna þess að fá ömmu í heimsókn, að koma heim og sjá hana dottandi í stól með dagblaðið í fanginu, útvarpið í hæstu stillingu og sjónvarpið í bakgrunni. Ég mun sakna þess að sjá hana krulla á sér hárið með geimrúllunum. Ég mun sakna þess að hlusta á hana syngja með í jólamessunni. Ég mun sakna þess að spjalla við hana um allt og ekkert. Það er erfitt að hugsa til þess að amma komi ekki í fleiri heim- sóknir upp á land og að við fjöl- skyldan fáum ekki fleiri stundir með henni. Blessuð sé minning ömmu Gunn. Hildur. Elsku amma Gunn. Nú þegar þú ert horfin á braut sest ég hérna niður og rifja upp, með bros á vör, allar þær minn- ingar sem ég á um þig, elsku amma mín. Þú varst og ert mér afar kær enda vorum við mjög náin alla tíð og náðum vel saman. Það má með sanni segja að sam- band okkar hafi verið einstakt og ég sakna þín alveg gríðarlega. Þú varst ein af uppáhaldsmanneskj- unum í mínu lífi. Ég veit hins vegar að þú ert komin á góðan stað núna þannig að ég er ekki hryggur. Þú munt alltaf eiga fastan stað í hjarta mér. Ég á svo ótal margar góðar minningar um þig að ég veit eig- inlega ekki hvar ég á að byrja. Þú varst alltaf svo jákvæð, bros- og hláturmild. Þú varst með einstaklega létta lund. Við áttum margar góðar stundir sam- an í Strembugötunni og mörg minnisstæð samtöl langt fram eftir nóttu. Það sem þú elskaðir að „fara á skæling“ eins og þú kallaðir það. Þá rúntuðum við um alla Eyjuna og nutum þess ein- faldlega að vera til. Þú áttir þína uppáhaldsstaði, eins og höfnina, dalinn, hraunið og Stórhöfða. Oft enduðum við „skælinga“ okkar með því að leggja niður á höfn og horfa á Herjólf sigla inn, hvort með sinn ísinn í hendi. Þegar þú komst suður til okk- ar fórum við iðulega í Kolaportið þar sem þú grínaðist með að þú vildir hitta „hitt skrýtna fólkið“. Við komum ávallt út með harð- fisk og kókosbollur. Það var okk- ar fullkomna blanda. Ég er þakklátur fyrir öll sam- tölin sem við áttum í sólhúsinu í Eyjum. Þú í ruggustólnum og við Denni sem óðir drengir að kveikja upp í kamínunni þinni svo kolsvartur reykjarmökkurinn stóð um alla Strembuna. Ekki er ég viss um að kamínuframleið- andinn myndi skrifa upp á þessa notkun okkar á græjunni. Þú varst Eyjamaður fram í fingurgóma og hafðir sterka tengingu við Eyjuna og vildir ekki heyra minnst á það að koma suður á „ellihæli“ eins og við köll- uðum það. Oft stóð manni ekki á sama að vita af þér einni að kúldrast í Strembunni hin síðari ár, þar sem neyðarhnappurinn frá Securitas var iðulega geymd- ur á náttborðinu í staðinn fyrir að hanga utan um hálsinn eins og til var ætlast. Oft hefði ég viljað Gunnhildur Bjarnadóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIRÍÐUR HELGA LEIFSDÓTTIR, áður til heimilis að Grandavegi 47, lést á Hjúkrunarheimilinu Droplaugar- stöðum laugardaginn 18. febrúar. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ingimundur Jónsson Kristín Andrésdóttir Helga Jónsdóttir Hallgrímur T. Sveinsson Leifur Jónsson Anna Arndís Árnadóttir Fríða Björg Aðalsteinsdóttir Guðmundur S. Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN JÓHANN KRISTINSSON, Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ, lést á Hrafnistu, Reykjanesbæ, mánudaginn 20. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 28. febrúar klukkan 13. Barði Jónsson Lena Jónsson Ragnhildur Stefánsdóttir Sigurgeir Þórarinsson Inga Sif Stefánsdóttir Kjartan Þór Eiríksson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, KURT SCHANDORFF, lést á heimili okkar í Kr. Sonnerup að morgni 15. febrúar. Minningarathöfn hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hrafnhildur Kristinsdóttir Ástkær móðir mín og amma okkar, KRISTÍN HELGADÓTTIR, Eskihlíð 8a, lést á Landspítalanum 10. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Erling Smári Jónsson Hafþór Úlfar Erlingsson Kristín Helga Erlingsdóttir Elsku móðir mín og tengdamóðir, systir okkar og amma, ÞÓRA STEINGRÍMSDÓTTIR tónlistarmaður, lést 22. febrúar á heimili sínu í Vikmans- hyttan í Svíþjóð. Steingrímur Þorbjarnarson Rumyana Björg Ívansdóttir Laufey Steingrímsdóttir Sigrún Steingrímsdóttir og barnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA STEFÁNSDÓTTIR, Kjartansgötu 16, Borgarnesi, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 24. febrúar. Þorsteinn Auðunsson Ingibjörg Þorsteinsdóttir Arilíus D. Sigurðsson Stefán Þorsteinsson Guðríður Guðjónsdóttir Vigdís Þorsteinsdóttir Ólafur Sigurðsson Guðrún Þorsteinsdóttir Jóhann Ó. Jóhannsson Auður Ásta Þorsteinsdóttir Ólafur Þorgeirsson ömmu- og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.