Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 Þorsteinn Eggertssonvar í miðri kennsluþegar blaðamaður náði tali af honum, en Þorsteinn á 75 ára afmæli í dag. „Ég er að kenna á námskeiðum um alþýðu- tónlist í Geysi í Skipholti, er búinn að gera þetta í nokkur ár. Þetta er mikið til tónlist beggja vegna Atlantsála, evrópsk, ís- lensk og amerísk.“ Þorsteinn er lands- þekktur dægurlagatexta- höfundur en hann á um átta hundruð texta á plöt- um hinna ýmsu flytjenda, fleiri dægurlagatexta en nokkur annar Íslendingur, þar á meðal texta við mik- inn fjölda vinsælustu dæg- urlaga í gegnum tíðina, s.s. Gvendur á Eyrinni, Það blanda allir landa upp til stranda og Er ég kem heim í Búðardal og Harðsnúna Hanna. Fyrsti söngtexti Þorsteins var Ást í meinum sem hann samdi fyrir Savanna tríóið. Hann samdi einnig fjölmarga texta fyrir Hljóma og má þar nefna Ég elska alla sem Shady Owens söng. „Þótt ég sé orðinn gamall þá er ég ennþá að semja. Ég var í vik- unni að semja texta fyrir Gunnar Þórðarson og annan fyrir Helgu Möller.“ Söngtextar hafa alls ekki verið það eina sem Þorsteinn hefur komið nálægt í tónlistinni. Hann var söngvari hjá KK sextettinum og fleiri hljómsveitum, hann hefur samið söngleiki, leikstýrt og sungið í þeim auk þess að hafa skrifað og annast dagskrárgerð um tónlist. Þorsteinn er einnig drátthagur, stundaði myndlistarnám hér heima og í Kaupmannahöfn, kenndi tækniteiknun með hléum í yfir 30 ár og var myndmenntakennari við Námsflokka Reykjavíkur í meira en tíu ár. Hann hefur haldið myndlistarsýningar og mynd- skreytt bækur, m.a. fyrir Vöku-Helgafell. Hann hefur einnig starf- að sem blaðamaður og ritstjóri og gaf út Samúel. Eiginkona Þorsteins er Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir, fyrrverandi lektor. Dætur Þorsteins eru Valgerður og Soffía. „Í tilefni dagsins ætla ég að bjóða örfáum í kaffi og með því heima og svo förum við hjónin utan í vor til Danmerkur og Prag.“ Textasmiðurinn Þorsteinn Eggertsson. Hefur samið meira en 800 söngtexta Þorsteinn Eggertsson er 75 ára í dag S vanhildur Nanna Vigfús- dóttir fæddist í Reykja- vík 25.2. 1977 en ólst upp í Hafnarfirði lengst af þar sem hún var í Öldu- túnsskóla. Árið 1985 flutti hún með móður sinni til Winnipeg, var þar í grunn- skóla og síðar í Kaupmannahöfn frá 1990, er móðir hennar var í dokt- orsnámi. Hún var í sveit nokkur sumur á Fellsási í Breiðdal hjá hjón- unum Erlendi Björgvinssyni og Friðbjörgu Midjord: „Það var æv- intýri og dýrmæt reynsla fyrir unga stelpu að vera hjá þessari harð- duglegu og kærleiksríku fjölskyldu.“ Svanhildur var ung þegar for- eldrar hennar skildu: „Þau voru miklir herstöðvaandstæðingar og baráttufólk fyrir jafnrétti og velferð. Ég fór reglulega í skrúðgöngur en áttaði mig svo á því að þetta voru kröfugöngur, enda kenndu foreldrar mínir mér að vilji maður breyta hlut- unum þarf að berjast fyrir því.“ Svanhildur lauk stúdentsprófi frá MR 1996 og lærði viðskiptafræði við HÍ: „Þar kynntist ég manninum mínum, Guðmundi Þórðarsyni. Við vorum bæði í viðskiptafræði, hófum ung sambúð og tókum bæði þátt í spennandi uppvaxtartímum á ís- Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir fjárfestir – 40 ára Í toppformi Svanhildur með félögum sínum í Crossfit XY sem var valið til að keppa á Heimsleikunum í crossfit. Úr Keflavíkurgöngum í fjármálabransann Alsæl Brúðhjónin með Benedikt Mána, Kristófer Orra og Brynju Sól. Akureyri Frank Berg- ur S. Axelsson fædd- ist 25. febrúar 2016 kl. 21.07 á Akureyri. Hann á því eins árs afmæli í dag. Frank Bergur vó 3.350 g og var 51 cm að lengd við fæðingu. Foreldrar hans eru Axel Ax- elsson og Bergrún Ósk Ólafsdóttir. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isBankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is Lagerhreinsun Fossil 20-40% Skagen 20-50% Henry London 40% DKNY 30-50% OBAKU 40% Orient 40% Hugo Boss 30% Daniel Wellington 20% Flik Flak 20% CAI skartgripir 30% Ýmsir skartgripir 20-50% afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.