Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 56. DAGUR ÁRSINS 2017 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 941 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.77 KR. VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Nafn konunnar sem lést 2. „Manns saknað í Keflavík“ 3. „Ég hef sjaldan upplifað verri …“ 4. Farþegi í bíl sem ekið var á …  Hreinn Friðfinnsson er einn þeirra 35 þekktu myndlistarmanna sem munu eiga verk á hinum virta skúlptúrtíæringi í borginni Münster í Þýskalandi í sumar. Hátíðin, sem haldin er á tíu ára fresti, stendur yfir frá 10. júní til 1. október með fjöl- breytilegum sýningum í söfnum og víða um borgina. Morgunblaðið/Þorkell Verk Hreins á skúlptúrtíæringi  Hljómsveitin Amabadama kem- ur fram með Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands á tónleikum í Eld- borgarsal Hörpu í kvöld. Dagskráin var frumflutt fyrir húsfylli í Hofi á Akureyri í byrjun mánaðarins. Amabadama og sin- fóníusveit í Hörpu  Kastljósið beinist að söngverkum eftir Karólínu Eiríksdóttur á síðdeg- istónleikum í dag kl. 16 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Á tónleikunum koma fram þau Ásgerður Júníusdóttir mezzósópran, Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari, Guðrún Hrund Harðardóttir víóluleikari og Matt- hías Nardeau óbóleik- ari. Þá mun Hjálmar H. Ragnarsson tón- skáld ræða við Kar- ólínu um tilurð verk- anna sem flutt verða. Flytja söngverk Kar- ólínu í Safnahúsinu FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Áfram él, en léttir til fyrir austan. Heldur hægari seinni hluta dags og frystir víða. Á sunnudag Austan 8-15 m/s með slyddu eða snjókomu, en lægir og styttir upp með stöku éljum S- og V-lands fyrir hádegi. Dregur úr vindi og úrkomu NA-til er á líður. Hiti í kringum frostmark, en fer kólnandi síðdegis. Á mánudag Gengur í norðaustan 10-20 m/s, hvassast austast. „Ef Dagný og Hallbera kysu að fara til Kína í dag væri það ekki vegna þess að þær teldu sig eiga auðveldara með að bæta sig þar. Þær væru þá að fara til þess að fá betri aðbúnað eða hærri tekjur, sem mér þætti reyndar alveg eðlileg ástæða því það getur verið gott að eiga peninga,“ segir Sindri Sverrisson í viðhorfsgrein um „stóra Kínamálið“. »4 Ef Dagný og Hallbera kysu að fara til Kína Afturelding leikur til úrslita í Coca Cola-bikarnum í handknattleik við Val í Laugardalshöll í dag. Eftir ævintýralegan viðsnúning vann Afturelding Íslands- meistara Hauka með eins marks mun eftir framleng- ingu. Mosfellingar voru sjö mörkum undir í hálfleik. Valur vann FH, í spennu- leik, í hinni viðureign undanúrslita. »2-3 Ævintýralegur viðsnúningur „Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem stórmót fer fram á Akureyri. Það er frábært að spila hérna, enda erum við svo margar héðan. Mætingin verður eflaust góð á leikina, því að Akureyringar hafa áhuga á íshokkí og mæta til að styðja okkur,“ segir Anna Sonja Ágústsdóttir, landsliðskona í ís- hokkí, en Ísland mæt- ir Rúmeníu í fyrsta leik heimsmeistara- mótsins á Akureyri á mánudagskvöld. »1 Akureyringar munu mæta og styðja okkur Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þetta byrjaði allt með því að ég fór í myndlistarskóla á sínum tíma svo ég yrði betri í að teikna á töfl- una,“ segir Marta Ólafsdóttir, myndlistarkona og fyrrverandi líf- fræðikennari, en þegar blaðamað- ur náði tali af henni var hún önn- um kafin við að undirbúa opnun sýningar í Hannesarholti í miðbæ Reykjavíkur. Marta lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1974 og síðar prófi í kennslu- og mennt- unarfræðum frá Háskólanum í Uppsölum í Svíþjóð auk þess að bæta við sig námi í vatnalíffræði. Þegar Marta sneri aftur hingað til lands árið 1983 hóf hún að kenna við Kennaraháskóla Íslands. „Ég er hins vegar hætt að kenna núna – á að baki 40 ára starfsferil sem kennari,“ segir hún, en auk þess að vinna í Kenn- araháskólanum kenndi Marta nemendum í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og Menntaskólanum við Hamrahlíð. Spurð hvort hún sakni kennslu- áranna kveður Marta nei við. „Ég hætti á hárréttum tíma, en mér fannst hins vegar afar gaman að kenna. Svo var ég allt í einu orðin 65 ára og þá var orðið ágætt að hætta.“ Listin hefur fylgt Mörtu lengi Marta hóf nám í teikningu í kvöldskóla Myndlistarskóla Reykjavíkur árið 2005, en vatnslit- irnir fönguðu hug hennar stuttu síðar er hún var við nám í Mynd- listarskóla Kópavogs. Hún segir þó listina hafa fylgt sér allt tíð. „Móðir mín var mikil listakona svo að ég var alin upp í slíku um- hverfi,“ segir hún. Aðspurð segist Marta einna helst horfa til náttúrunnar eftir innblæstri. „Ég hef verið að glíma við allt mögulegt í myndlistinni en ég enda alltaf í einhverju sem tengist náttúrunni – kannski er það vegna þess að ég er líffræð- ingur að mennt,“ segir hún og bætir við að hún eigi nokkra uppá- haldsstaði til að mála. „Ég bý við Elliðavatn og hef því fallegt útsýni þar yfir og í átt að Bláfjöllum. Svo hef ég málað mikið á Snæfellsnesi, enda lengi í sveit þar á sínum tíma, en einnig finnst mér mjög gaman að mála á Þingvöllum á haustin.“ Hekla gaus í lokin Þá hefur eldfjallið Hekla átt hug Mörtu að undanförnu. „Ég var á námskeiði hjá breskum mál- ara sem skildi ekki af hverju fólk væri að mála Heklu því henni fannst fjallið ekki fallegt og erfitt að mála það. Ég ákvað því að mála Heklu frá ýmsum sjónarhornum og svo endaði hún með því að gjósa hjá mér,“ segir Marta og hlær við. Úr kennslustofunni í listina  Marta opnar fyrstu myndlistar- sýningu sína Morgunblaðið/Árni Sæberg Hannesarholt Marta Ólafsdóttir, myndlistarkona og fyrrverandi kennari, sýnir verk sín um helgina, en hún segist einkum sækja innblástur til náttúrunnar. „Ég enda alltaf í einhverju sem tengist náttúrunni,“ segir hún. Fyrsta sýning Mörtu Ólafsdóttur, sem ber heitið Töfrar náttúrunnar, er haldin í Hannesarholti í miðbæ Reykjavíkur. Opnun hennar fer fram í dag, laugardaginn 25. febrúar, frá klukkan 15 til 17. Á sýningunni, sem stendur til 22. mars næstkomandi, gefst gestum og gangandi færi á að virða fyrir sér fjölbreyttar vatnslitamyndir, sem sýna meðal annars Þingvelli, eldstöðina Heklu og Snæfellsnes. Töfrar náttúrunnar SÝNINGAROPNUN Í HANNESARHOLTI Í DAG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.