Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 ÖFLUG LAUSN VIÐ HÁLSBÓLGU! Bólgueyðandi og verkjastillandi munnsogstafla við særindum í hálsi Nýtt Strefen 8,75 mg munnsogstöflur og Strefen Orange 8,75 mg Sukkerfri, munnsogstöflur. Innihalda flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga tímabundið úr særindum í hálsi hjá fullorðnum og börnum eldir en 12 ára. Sjúga skal eina munnsogstöflu rólega og láta leysast upp í munni á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, mest 5 töflur á sólahring. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en í 3 sólarhringa. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. HUNANGS OG SÍTRÓNU- BRAGÐI APPELSÍNU- BRAGÐ SYKURLAUST Morgunblaðið/Eggert Við vinnuna Margrét Oddný á vinnustofu sinni í Íshúsi Hafnarfjarðar. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Margrét Oddný Leópolds-dóttir textílhönnuðurhannar heimilisvörurog grafíkverk undir merkinu Gola & Glóra og heldur námskeið í alls konar handverki og hönnun og býðst einnig til að kenna ungmennum að reikna. Stærðfræði- kennslan er hálfgerð aukabúgrein, auglýst í með smáu letri neðst á vef- síðunni www.gola.is, sem að öðru leyti er helguð hennar aðalstarfi. „Stærðfræði hefur alltaf legið vel fyrir mér og reyndar allri minni fjölskyldu, þótt við séum flest meira og minna lesblind,“ svarar hún blátt áfram. En sleppur ekki við frekari skýringar. Áfram er spurt. „Ég ólst upp í vegasjoppu og kunni að reikna áður en ég lærði að lesa og byrjaði í skóla, sex ára gömul. Þá var ég farin að afgreiða, taka við peningum og gefa til baka eins og ekkert væri. Í þá daga borguðu allir í beinhörðum pen- ingum. Þegar ég fór síðan í heima- vistarskóla aðstoðaði ég skólafélaga mína við heimadæmin og hef æ síðan annað slagið kennt krökkum stærð- fræði ásamt efnafræði og tölfræði.“ Upp úr dúrnum kemur að vega- sjoppan er Hreðavatnsskáli, sem foreldrar hennar ráku árum saman. Hraunið allt um kring með hrein- dýramosa á hverri þúfu varð henni síðar innblástur í textíl, hitaplatta úr tré og alls kyns hluti. „Nærsýn og gleraugnalaus var ég alltaf með and- litið ofan í sverðinum og mynstrið greyptist í minnið,“ útskýrir hún og brosir. Hugrenningatengsl við æskustöðvarnar áttu síðar eftir að speglast í mörgum hennar verka. Læknisfræði og teikningar Í fyllingu tímans fluttist nær- sýna afgreiðslumærin suður, hóf nám í læknisfræði og útskrifaðist 1993. Hún starfaði sem læknir í sex ár, lengst af á meinafræðideild Landspítalans, en stefndi á meist- aranám í læknisfræðilegum teikn- ingum í Torontó í Kanada. „Í starfinu þurfti ég oft að lýsa því sem fyrir augu bar, hvort sem það voru sýni, krufning eða smásjár- skoðun á líffæri. Kollegarnir sáu mig stundum teikna í vinnunni og báðu mig sumir um að myndskreyta vís- indagreinar sem þeir ætluðu að birta. Mér fannst þetta skemmtilegt, enda alltaf haft mikinn áhuga á kennslu og kennsluefnisgerð. Námið í Torontó snerist fremur um miðlun en að læra að teikna og því þurftu umsækjendur að sýna fram á að þeir kynnu eitthvað fyrir sér og skila teikningum. Ég hóf nám í Mynd- lista- og handíðaskólanum til að und- irbúa mig, en stuttu síðar gripu ör- lögin í taumana og ég fór hvergi.“ Margrét veiktist af liðagigt, svaraði illa meðferð og neyddist til að hætta að vinna á Landspít- alanum. „Til að halda geðheilsunni hélt ég áfram í Myndlista- og hand- íðaskólanum, sem breyttist reyndar í Listaháskóla Íslands á meðan ég var í námi. Ég var í textíldeildinni, en sikksakkaði líka svolítið á milli deilda og útskrifaðist 2001. Skóla- stjórnendur voru afskaplega al- mennilegir, leyfðu mér að taka upp fyrirlestra og þvíumlíkt og mamma, sem var mikil listakona í höndunum, gerði nokkur verkanna sem ég hann- aði.“ Landið fer að rísa Margrét var vel í sveit sett, bjó í miðbæ Reykjavíkur og bauð lista- mönnum að sýna verk sín í þeim gluggum á húsinu sínu sem sneru að Vatnsstíg, aukinheldur sem hún tók nemendur í stærðfræðitíma. Árið 2005 þegar ný líftæknilyf komu til sögunnar fór landið að rísa. „Lyfin breyttu lífi mínu. Ég prófaði að kenna á stuttum námskeiðum í textílprenti og mynsturgerð í fata- hönnunardeild LHÍ og þá kviknaði hjá mér löngun til að hanna mínar eigin vörur. Einnig skipti sköpum að stofnað hafði verið fyrirtæki sem sérhæfði sig í að prenta á textíl svo ég þurfti ekki að handprenta sjálf – bara hanna vörurnar, sem fyrst í stað voru löberar og dúkar.“ Þótt Margrét sé enn með skerta starfsorku hefur hún ekki látið deig- an síga. „Þar sem ég á hvorki maka né börn snýst líf mitt um að hanna. Ég elska það sem ég er að gera,“ segir hún. Svarið er nei, þegar hún er spurð hvort hönnun sé ekki býsna ólík þeim starfsvettvangi, sem hún upphaflega ætlaði sér; læknisfræð- inni og læknisfræðilegum teikn- ingum. „Flestir aðrir en læknar eru efalítið þeirrar skoðunar. Hvort tveggja er sjónrænt og í mínum huga nátengt. Læknar eru oft mjög listrænir, sumir eru til dæmis mikið í tónlist eða mála í frístundum. Kunn- ingjar mínir í stéttinni skildu enda mjög vel þegar ég sagði þeim að ég ætlaði í listnám. Margir sögðust hafa átt sér þann draum. Raunar finnst mér allt sem ég geri nátengt, kannski vegna þess að það er allt að gerast í höfðinu á mér sjálfri.“ Margrét stofnaði Golu & Glóru árið 2013 og er bæði með vinnustofu heima hjá sér og í Íshúsi Hafnar- fjarðar, þar sem henni bauðst pláss í hittifyrra eftir að hafa verið þar eins og grár köttur, eins og hún segir, um nokkurt skeið. Hún lýkur lofsorði á starfsemina og stemninguna í hús- inu þar sem listamenn læra hver af öðrum á opnum vinnustofum. Sjálf býr hún í grenndinni, sem henni finnst afar heppilegt. „Ég skipti nánast bara við hafnfirsk fyrirtæki. Hér er hægt að láta leyserskera, vatnsskera, málmsteypa og prenta svo fátt eitt sé talið.“ Björg í bú og pelastikk Margrét er líka alsæl að vera nálægt hafinu. Hún gerir lítið úr heilsuleysinu og kveðst oft fara nið- ur að höfn og taka sér göngutúr í fjörunni. Ljósmyndavélin er þá iðu- lega með í för, enda öll hennar hönnun byggð á myndum sem hún tekur af því sem vekur athygli hennar. „Nýjasta vörulínan, Björg í bú, tengist hafinu. Annars vegar plaköt með teikningum af köðlum; landfestum í Hafnarfjarðarhöfn, snærum, reipum og spottum. Hins Úr læknisfræði í textílhönnun Læknir og textílhönnuður að mennt og starfandi vöruhönnuður býður upp á einkatíma og/eða námskeið í stærðfræði, efnafræði og tölfræði. Trúlega er bara ein manneskja á landinu með prófgráður og starf af fyrrgreindu tagi, sem tekur að sér að kenna ungmennum slík fög. Hún heitir Margrét Oddný Leópoldsdóttir og er eigandi hönnunarfyrirtækisins Gola & Glóra. Veggjaprýði Björg í bú, nýjasta vörulína Margrétar, tengist hafinu. Plaköt í mismunandi stærðum með teikningum af köðlum og snærum og aðrar með svartfuglseggjum eru hluti línunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.