Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 43
lenskum fjármálamarkaði.“ Svan- hildur lauk BSc-prófi frá HÍ 1999, varð sérfræðingur á sviði gjaldeyr- isviðskipta og ráðgjafar við stýringu á erlendri gjaldeyrisáhættu fyr- irtækja hjá Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins, síðar forstöðumaður netviðskipta Íslandsbanka-FBA og kom að stefnumótun í samþættingu netviðskipta bankans. Samhliða starfi lauk hún prófi í löggiltri verð- bréfamiðlun og stundaði MS-nám í alþjóðaviðskiptum og markaðs- fræðum við HÍ. Á vorönn 2002 fór hún til Kaupmannahafnar og tók hluta af áföngum til meistaraprófs við Copenhagen Business School. Heim komin hóf Svanhildur störf hjá Búnaðarbanka Íslands sem stuttu síðar sameinaðist Kaupþingi. Þar var hún forstöðumaður fjármögn- unar og kom að uppbyggingu á fjár- mögnunarprógrammi bankans, þró- aði tengslanet við erlenda banka og fjárfesta og samskipti við lánshæf- isfyrirtæki bankans. Árið 2005 varð Svanhildur fram- kvæmdastjóri fjárstýringar hjá Straumi fjárfestingarbanka, tók þátt í breytingu Straums úr fjárfesting- arfélagi í fjárfestingarbanka og vann að innleiðingum á verkferlum og áhætturamma. Vorið 2008 flutti fjöl- skyldan til Danmerkur og þau hjón- in sneru sér að eigin fjárfestingum og ráðgjafastörfum. Meðal fjárfest- inga þeirra var stór eignarhlutur í Skeljungi hf., gamalgrónu félagi sem hafði staðið völtum fótum. Saman unnu þau að endurbótum og breyt- ingum á félaginu og seldu það síðan árið 2014. „Á mínum yngri árum áttu fim- leikar hug minn allan. Ég stundaði æfingar hjá Fimleikafélaginu Björk undir leiðsögn Hlínar Árnadóttur og eignaðist þar margar vinkonur. Það þætti ekki boðlegt í dag að láta 8-12 ára stelpur bera öll áhöldin fram í sal í byrjun æfinga, taka síðan allt saman í lokin og skúra síðan all- an salinn. Þetta lögðum við á okkur. Fimleikar eru krefjandi og reyna mikið á, andlega sem líkamlega. Það er því ekki tilviljun að margar af þeim stelpum sem ég æfði með hafi skarað fram úr á öðrum sviðum. Seinna fór ég að stunda crossfit, fyrst sem almenna líkamsrækt en síðan sem keppnisgrein. Fyrir rúmum fjórum árum tók ég þátt í stofnun CrossFit XY í Garða- bæ. Nú er þetta orðin nokkurs konar félagsmiðstöð fullorðinna, þó með- alaldurinn fari söðugt lækkandi. Ég er stolt af því að á síðasta ári náði CrossFit XY þeim frábæra ár- angri að vera ein af fjörutíu Cross- Fit-stöðvum í heiminum, úr hópi 14.000 stöðva, til að koma liði inn á Heimsleikana í crossfit. Á veturna fer fjölskyldan á snjó- bretti, innan lands og utan, en á sumrin sækjum við oft hjólagarð í Whistler í Kanada, þar sem farið er upp með skíðalyftum og síðan hjólað niður miserfiðar leiðir. Loks gríp ég stundum í golfkylfuna og veiðistöng- ina yfir sumarið í góðum félagskap.“ Fjölskylda Eiginmaður Svanhildar er Guð- mundur Örn Þórðarson, f. 10.3. 1972, viðskiptafræðingur og fjárfestir. Foreldrar hans eru Þórður Guð- mundsson, f. 28.8.1943, versl- unarmaður í Reykjavík, og Erla Gunnarsdóttir, f. 7.10.1945, bókari. Synir Svanhildar og Guðmundar Arnar eru Kristófer Orri, f. 11.7. 2003, nemi í Garðaskóla, og Bene- dikt Máni, f. 20.4.2005, nemi í Hofs- staðaskóla. Stjúpdóttir Svanhildar er Brynja Sól, f. 25.07.1995, við- skiptafræðinemi við HA. Hálfbróðir Svanhildar, sam- mæðra, er Kári Tristan Helgason, f. 12.9. 1992, húgbúnaðarverkfræð- ingur hjá Google Inc., í Stokkhólmi. Hálfsystir Svanhildar, samfeðra, er Aðalheiður María, f. 17.8.1982, véla- verkfræðingur hjá Samskipum. Stjúpbróðir Svanhildar er Burkni Maack Helgason, f. 2.12.1978, iðn- aðarverkfræðingur hjá CreditInfo. Foreldrar Svanhildar: Keneva Kunz, f. 28.6. 1953, löggiltur þýðandi og dómtúlkur í Reykjavík, og Vigfús Geirdal, f. 20.4. 1948, d. 14.12. 2016, sagnfræðingur. Stjúpfaðir Svanhild- ar er Helgi Skúli Kjartansson, f. 1.2. 1949, sagnfræðingur. Úr frændgarði Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir Guðbjörg Árnadóttir húsfr. í Rvík Vigfús Sigurðsson Grænlandsfari, trésmiður í Rvík Svanhildur Vigfúsdóttir húsfr. og húsvörður í Rvík Ingólfur G. Geirdal kennari í Rvík Vigfús Geirdal sagnfr. og kennari Vilhelmína Steina Pétursdóttir húsfr. á Ísafirði Guðmundur Eyjólfsson Geirdal kennari, skáld og hafnargjaldk. á Ísafirði, af ættum Bjarna Páls- sonar landlæknis og Skúla fógeta Ragnar Geirdal bifvélavirki í Reykjavík Steinólfur Geirdal skólastj. og útgerðarm. í Grímsey Halla Eyjólfsdóttir skáld á Laugabóli Freyja Geirdal húsfr. í Keflavík Sigurður Geirdal bæjarstj. í Kópavogi Sigurjón Birgir (Sjón) skáld og rithöfundur Ingó Geirdal tónlistarm. í hljómsveitinni Dimmu Silli Geirdal tónlistarm. í hljómsveitinni Dimmu Hilda Plunkett Russell Chatfield Corinne Hilda Chatfield Hughes húsfreyja í Winnipeg Kenneth Edward Kunz flugvirki, flugm. og fjárfestir í Winnipeg Keneva Ann Kunz PhD. löggiltur þýðandi og dómtúlkur Eva DorothyWoods Henry Edward Kunz ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 Björn Pálsson fæddist áSnæringsstöðum í Svínadal25.2. 1905. Foreldrar hans voru Páll Hannesson, bóndi á Snær- ingsstöðum og síðar á Guðlaugs- stöðum, og k.h., Guðrún Björns- dóttir húsfreyja. Meðal bræðra Páls voru Guð- mundur læknaprófessor og Jón á Brún, langafi Guðrúnar Agnars- dóttur læknis og Ástríðar Thor- arensen hjúkrunarfræðings. Guðrún Björnsdóttir var hálfsystir Sigur- geirs, föður Þorbjarnar prófessors, og hálfsystir Þorsteins, frumbýlings á Hellu, föður Björns sagnfræðipró- fessors. Guðrún var dóttir Björns Ey- steinssonar, bónda í Grímstungu, bróður Ingibjargar, langömmu Frið- riks Sophussonar, fyrrv. ráðherra. Meðal systkina Björns voru Hannes bóndi á Undirfelli, afi Hann- esar Hólmsteins Gissurarsonar pró- fessors, Hulda, húsfreyja á Höllu- stöðum, móðir Páls Péturssonar, fyrrv. alþm. og ráðherra, og Halldór búnaðarmálastjóri. Eiginkona Björns var Ólöf Guð- mundsdóttir frá Flatey á Skjálfanda og eignuðust þau 10 börn. Björn varð búfræðingur frá Hól- um 1923. Hann stundaði nám í Sam- vinnuskólanum 1925 og nám í lýðhá- skóla í Noregi og ferðaðist um Noreg og Danmörku 1927. Þá ferð- aðist hann umhverfis hnöttinn og dvaldi á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu 1928-29 til þess að kynna sér kjöt- markaði og meðferð á kjöti. Björn var bóndi á Ytri-Löngumýri í rúma sex áratugi, frá 1930 til dauðadags. Hann var oddviti Svína- vatnshrepps 1934-58, sat í sýslu- nefnd um skeið, var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagstrendinga frá 1955-59, stofnaði útgerðarfélagið Húnvetning hf. 1957 og Húna hf. 1962 og rak útgerð í allmörg ár. Hann var alþm. Framsóknar- flokksins fyrir Austur-Húnavatns- sýslu sumarþingið 1959 og þing- maður fyrir Norðurlandskjördæmi vestra á árunum 1959-1974. Björn lést 11.4. 1996. Merkir Íslendingar Björn Pálsson Laugardagur 95 ára Ólína Halldórsdóttir 90 ára Anna Guðlaug Sigurjónsdóttir 85 ára Grímur Ormsson Haraldur Baldursson Margrét Árnadóttir Pétur Guðvarðsson Rafn Magnússon Sigrún Júlíusdóttir 80 ára Andrés Valdimarsson Bragi Magnússon Magnús Ásgeir Bjarnason Unnur Björnsdóttir 75 ára Erlingur Bótólfsson Haraldur Sveinbjörn Gíslason Sæunn Axelsdóttir Vilborg Magnúsdóttir Víkingur S. Antonsson Þorsteinn Eggertsson 70 ára Birna Guðrún Bessadóttir Kristín L. Magnúsdóttir Marín Elísabet Samúelsdóttir Pétur Eyfjörð Þórgunnarson Sigurður B. Stefánsson 60 ára Brynhildur Sigursteinsdóttir Einar Helgason Geir Björnsson Guðmundur Grétar Níelsson Heiðar Gunnarsson Helgi Jónsson Ingólfur Ingibergsson Jarþrúður Jónsdóttir Matthías Valdimarsson Óli Þór Ásmundsson Reynir Katrínarson Sigrún Halldóra Arngrímsdóttir 50 ára Adam Ingvarsson Aðalheiður Jónsdóttir Áki Ármann Jónsson Björg Línberg Runólfsdóttir Bryndís Ragnarsdóttir Brynjar Björgvinsson Ewa Nowowiejska Margrét J. Þorsteinsdóttir Michal Piotr Harok Sverrir Thoroddsen 40 ára Ásta Friðriksdóttir Deborah Vargas Tanupan Guðlaug Arnórsdóttir Hrafnhildur Lárusdóttir Hulda Björk Sveinsdóttir Kristjana Pálsdóttir Margrét Einarsdóttir Maríanna Clara Lúthersdóttir Monika E. Kowalewska Rakel Dan Petrudóttir Snorri Sigurðarson Sólveig Jónsdóttir Svanhildur N. Vigfúsdóttir Thi Binh Tran Una Björg Einarsdóttir 30 ára Ben Simon Rehn Bjarni Malmquist Jónsson Friðbjörn Steinar Ottósson Gintare Siniauskaite Guðlaug Magnúsdóttir Heimir Gylfason Jolita Cinskaite Lolita Kuvike Signý Þórhallsdóttir Solene Texier Sæmundur Heimir Guðmundsson Sæunn K. Jakobsdóttir Sunnudagur 95 ára Guðríður Jónasdóttir Sigurlaug A. Stefánsdóttir 90 ára Jón Halldórsson Unnur Pétursdóttir 85 ára Aðalsteinn Aðalsteinsson Guðrún Ingvarsdóttir Kristín Ásmundsdóttir Kristján Steindórsson Nils Ólafsson 80 ára Bára Soffía Guðjónsdóttir Eyþór Gestsson 75 ára Ármann Gunnlaugsson Ásrún Ellertsdóttir Esther Jörundsdóttir Halldór Skaftason Jóhann Zoéga Þórdís Björnsdóttir 70 ára Guðmundur Ingi Sigbjörnsson Jóhann Hinrik Þórarinsson Júlía Leví G. Björnson Kristján Rúnar Svansson Ólína Klara Jóhannsdóttir Reynir Pálmason Richard John Simm Sigríður Þorsteinsdóttir 60 ára Bjarni Anton Einarsson Guðrún Ellen Halldórsdóttir Gunnar Auðunn Gíslason Jórunn Anna Sigurðardóttir Karl Pétur Lárusson Katrín Benjamínsdóttir Sigurður Arnar Sigurðsson Soffía A. Jóhannsdóttir 50 ára Baldur Jóhann Baldursson Eyþór Kolbeinsson Guðbjörn Gylfason Gunnar Þór Guðmundsson Gyða Hjartardóttir Halldóra Traustadóttir Jóna Pálína Grímsdóttir Manuela Yungco Magno Óskar Tryggvason 40 ára Eva Hrund Einarsdóttir Íris Ólafsdóttir Janusz Jacunski Jóhanna Garðarsdóttir Linda Björk Jónsdóttir Miroslaw A. Magryta Peter Madaj Sif Sigurðardóttir Steinn Þorkell Steinsson Sunna Reynisdóttir Teodor Dudau Torfi Pálsson 30 ára Aron Lee Du Teitsson Davíð Snorri Jónasson Diana Obolevica Halldór K. Guðjónsson Jana Kocábová Karl Franklín Kristinsson Katrín Sif Einarsdóttir Magnús Lárusson Margrét Gunnarsdóttir María Kristjánsdóttir Sindri Freyr Steinsson Sonja Rut Rögnvaldsdóttir Sveinn Steinsson Til hamingju með daginn DÖMUSKÓR Skechers Breathe Easy dömuskór með Memory Foam innleggi. Léttir og þægilegir með breiðu sniði. Stærðir 36-41. VERÐ 12.995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.