Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 ✝ Kristinn Sig-geirsson fædd- ist 6. mars 1939 á Kirkjubæjar- klaustri. Hann lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum 19. febrúar 2017. Foreldrar hans voru hjónin Siggeir Lárusson, f. 1903, d. 1984, og Soffía Kristinsdóttir, f. 1902, d. 1969. Systkini Kristins eru Guð- mundur, f. 1932, Lárus, f. 1936, og Gyða Sigríður, f. 1941. Eiginkona Kristins er Ólafía Jakobsdóttir, f. 1944. Foreldrar Ólafíu voru hjónin Jakob Bjarnason, f. 1910, d. 1997, og Róshildur Hávarðsdóttir, f. 1913, d. 1993. Börn Kristins og tileinkaði hann sér þá reynslu hinna eldri manna, ratvísi þeirra og þekkingu á landinu. Kristinn stundaði ýmis störf á yngri árum, hann fór vertíðir í Vestmannaeyjum, keyrði vöru- flutningabíla, m.a. yfir vötnin á Skeiðarársandi, var mjólkurbíl- stjóri og vann á jarðýtu. Árið 1963 hóf Kristinn, ásamt eig- inkonu sinni, búskap á Hörgs- landi á Síðu. Landbúnaður varð síðan hans ævistarf. Hann var virkur björgunarsveitarmaður um árabil. Kristinn lét að mestu af búskap árið 2001 eftir alvar- legt vinnuslys, hann sinnti eftir sem áður ýmsum verkefnum sem tengjast bústörfum. Krist- inn fór í fjallaferðir og var áhugamaður um landgræðslu og skógrækt. Eitt helsta áhuga- mál hans á seinni árum var að taka vídeómyndir af ýmsum viðburðum og framkvæmdum í sveitinni sem og á mannamót- um innan fjölskyldu sem utan. Útför Kristins fer fram frá Prestsbakkakirkju á Síðu í dag, 25. febrúar 2017, klukkan 13. Ólafíu eru: 1) Jak- ob Kristinsson, f. 1963, hann á tvö börn. 2) Sigurður Kristinsson, f. 1964, maki Anna Harðardóttir, f. 1964, þau eiga þrjú börn. 3) Soffía Kristinsdóttir, f. 1966, maki Rúnar Þór Bjarnþórsson, f. 1963, þau eiga þrjú börn. 4) Gunnlaugur Kristinsson, f. 1968, maki Þór- dís Högnadóttir, f. 1969, þau eiga tvö börn. Kristinn ólst upp hjá foreldrum sínum á Kirkjubæjarklaustri. Hann fór snemma að taka þátt í bústörf- um á búi foreldra sinna. Hann tók þátt í fjallferðum á Síðu- mannaafrétti frá unga aldri og Genginn er til feðra sinna, ættingja og vina í annarri til- veru, einstakur maður og faðir okkar, Kiddi á Hörgslandi. Pabbi veiktist illa seinni hluta síðasta sumars og var fluttur í bæinn í skyndi. Það var tvísýnt með hann í nokkrar vikur en svo fór sá gamli að hjarna við og harkaði þetta af sér. Við tók sjúkraþjálf- un á spítalanum og svo kom að því að tími var kominn til að fara aftur austur og klára málið þar, komast á lappirnar aftur fyrir vorið. Vistaskiptin tóku aðeins á en þetta leit ekki svo illa út. Frekar skyndilega að okkur finnst snerust málin þó á verri veg og lífsferðalag pabba endaði að morgni sunnudags þann 19. febrúar. Við vorum svo lánsöm, systkinin, mamma, Anna og Lalli bróðir pabba að vera hjá honum á andlátsstundu. Fyrir þá stund verðum við ævinlega þakklát þó það sé undarlegra og sorglegra en orð fá lýst að sjá pabba sinn deyja. Nú þegar minningarnar um pabba hellast yfir verður sorgina bærilegri. Pabbi var skemmti- legur og glaður kall sem hafði yndi og ánægju af samskiptum við fólk. Það þjakaði hann ekki feimnin. Einstaklega hjálpsamur og ósérhlífinn maður gagnvart okkur og sveitungum sínum. Pabbi var duglegur maður, alltaf að, flinkur með vélar og smíðar og alltaf til í að hafa krakkageml- ingana sína með í vélahúsinu og segja þeim til. Við systkinin lærðum mikið af pabba. Hann var náttúruunnandi, dýravinur, framsýnn og nýjungagjarn með tækjadellu á háu stigi. Eftir vel lukkaðar selveiðar kom hann heim úr bænum á splunkunýjum Landrover sem auðvitað bar númerið Z-5, í honum var ný- tískuútvarp með kassettutæki og tvær spólur voru með, Roger Wittaker var önnur. Einnig kom með Sincler Spectrum, sú minnsta í heimi þá. Þeir bræður, pabbi og Lalli keyptu, líklega, fyrstu heybindivélina í sveitinni og svo allt dótið sem því fylgdi á næstu árum. Það var alltaf eitt- hvað að gerast, nýtt og spenn- andi. Um 1991 fékk pabbi svo fyrstu vídeótökuvélina. Hann fékk strax delluna og hafði mikla ánægju af þessari tækni. Vídeó- vélarnar urðu nokkrar en spól- urnar sem eftir liggja eru nokk- ur hundruð. Þar er að finna ótrúlega fjölbreytt viðfangsefni, fjallaferðir, gömlu kallarnir, ferðalög um allt land, fjölskyldu- partý og útlönd, allt skilmerki- lega merkt. Það bíður okkar systkina ærið verkefni að klára þetta mál og koma safninu á framfæri. Pabbi skrifaði daglega í dagbók, a.m.k. frá 1960, þar var skráð veður, dagleg viðfangsefni, afmæli, fæðingar o.s.frv. Þessi göng, upptökur og dagbækur, komu sér vel við endurhæfingu eftir mjög alvarlegt vinnuslys rétt eftir aldamótin. Við systk- inin getum eiginlega ekki ímynd- að okkur að það sé yfirhöfuð hægt að eiga betri pabba. Allar okkar minningar um pabba góð- ar og þakklæti í huga fyrir lífið sem hann hefur gefið okkur. Elsku pabbi, gangi þér allt í hag- inn í nýrri tilveru og takk fyrir okkur. Ef eitthvert ljóð á vel við þá er það þetta úr Hávamálum: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Jakob, Sigurður, Soffía og Gunnlaugur, börn Kristins. Þá er hann kvaddur í hinsta sinn hann Kiddi föðurbróðir okk- ar. Pabba finnst þetta ómark, Kiddi var litli bróðir og átti ekki að fara á undan, en enginn veit hver grefur hvern. Pabbi segir Kidda hafa verið fyrirferðarmik- inn á sínum yngri árum, svo mjög að hann var sendur í sveit að Hunkubökkum sem eru í ná- grenni Kirkjubæjarklausturs þar sem þeir ólust upp. Á Hunkubökkum gegndu hestar stærra hlutverki í búskapnum en hann átti að venjast og líkaði honum það vel. Fyrirferðarmikli unglingurinn varð með árunum atorkumikið hraustmenni, ósér- hlífinn, bóngóður og félagslynd- ur. En líka glettinn og hlýr, það var sem hann heimti mann úr helju í hvert skipti sem maður hitti hann. Sterkt handaband, faðmlag og kossar, einlægur áhugi á því hvernig allt gengi. Alltaf lumaði Kiddi á skemmti- legri sögu og hló sínum smitandi hlátri. Hann elskaði fjallaferðir, leið best á ferðalögum í óbyggðum og þekkti öll örnefnin, ef hann var spurður um einhverja hundaþúfu sem aldrei hafði verið nefnd, þá stóð ekki á svarinu. Hann hafði þann einstaka hæfileika að halda alltaf áttum. Það var sama hvort hann var í svartabyl uppi á heiði, í sandstormi á Skeiðarársandi, í niðaþoku á leið á fjöru, alltaf vissi Kiddi hvert átti að fara. Kiddi var oft niðri á fjörum Skaftafellssýslu, ýmist við björg- unarstörf, en hann var virkur fé- lagi í björgunarsveitinni í hér- aðinu, eða við selveiðar og aðrar fjörunytjar sem var að hafa. Kiddi var framfarasinnaður maður. Þegar sá dagur rann að þjóðvegurinn hafði verið malbik- aður, hjá Hörgslandi og kominn sjálfvirkur sími á bæinn, þá gerði hann sér glaðan dag af því tilefni með þeim orðum að hann hefði haldið að hann yrði löngu dauður áður en af þeim framförum yrði. Hann keypti árið 1976 fyrstu Ford-dráttarvélina á Íslandi með svokölluðu lúxushúsi, en það var áður óþekkt að dráttarvélar væru með hljóðeinangruðu húsi, útvarpi og sæti með stillanlegri fjöðrun. Hann tileinkaði sér líka tæknina, eftir að hann eignaðist myndbandstökuvél var hann ávallt með hana á lofti. Þegar Jó- hanna, elsta systir okkar, gifti sig fyrir tuttugu árum vildi hún engar vídeómyndatökur í athöfn- inni og lét allt unga fólkið vita af því. Þegar hún síðan var komin upp að altarinu var ekki Kiddi frændi mættur, að sjálfsögðu með vélina á lofti og myndaði brúðkaupið í bak og fyrir. Vafa- laust verða margar þær myndir sem Kiddi tók á vélina sína ómetanlegar heimildir þegar frá líður. Það er skarð fyrir skildi að Kristinn Siggeirsson sé „fluttur yfir“ en eitt er víst, að ekki verð- ur leiðinlegt að vera „hinum megin“, fyrst hann er kominn. Um leið og við minnumst Kidda með hlýhug og söknuði vottum við hans nánustu okkar innileg- ustu samúð. Vertu sæll, frændi. Þér gleymum við aldrei. Jóhanna, Siggeir, Soffía, Benedikt, Njörður, Halla, Hrund og Sigurður Kristinn Lárusar- og Ólafarbörn. Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Þessar línur Bólu-Hjálmars koma mér í hug við fráfall Krist- ins Siggeirssonar, jafnaldra míns. Ekki er nema tæpt ár síðan minn góði vinur Lárus Valdi- marsson kvaddi þessa jarðvist, en þeir voru bræðrasynir. Kiddi eins og hann var jafnan kallaður var einstakur maður að svo mörgu leyti, óbilandi dugn- aður og áræði við hvað sem þurfti úrlausna við. Mörg held ég að dagsverkin væru ef þeim hefði verið haldið til haga sem hann kom að um sína daga án þess að laun væru greidd að verklokum. Hjálpsemi, ef ein- hver þurfti einhvers við, var einn af hans eiginleikum. Það er margs að minnast frá okkar sam- verustundum allt frá bernsku til lokadags. Ýmislegt var nú brallað á yngri árum og kannski ekki allt til fyrirmyndar. Margar ferðir áttum við til fjalla ýmist tveir eða fleiri í kindaleit eftir lögsöfn. Stundum kom það fyrir að slíkar ferðir yrðu æði slarksamar í krappasta skammdeginu, ef veð- ur breyttist til hins verra svo varla sást fram fyrir húddið á Z 5 og Z 84 vegna snjókófs og skaf- rennings. Vissulega gat það komið fyrir að menn væru ekki alveg klárir á því hvar við værum staddir þegar engin kennileiti voru til að styðjast við. Við slíkar aðstæður kom eftirtekt og ratvísi Kidda hvað best í ljós. Það gat dugað að hann kæmi auga á stakan stein eða ómerkilegt rofa- barð í sortanum, þá dugði það til að rétta kúrsinn af væri hann orðinn eitthvað skakkur. Ég get ekki stillt mig um að minnast á eina eftirleitaferð með Kidda ásamt fjórum öðrum fé- lögum sem allir voru þaulvanir og kunnugir öllum leiðum. Oftast var það vani að leggja af stað úr byggð að kvöldi til að hafa nótt- ina fyrir sér og ná til einhvers ákveðins gististaðar. Í þessari ferð var það gamli góði kofinn í Blágiljum. Allt gekk samkvæmt áætlun inn fyrir fremri á. Úr því fór verulega að draga úr ferða- hraða því skyggnið var svo óljóst að erfitt reyndist að greina nokk- ur kennileiti. Einhvern veginn klóruðum við okkur upp á skerin fyrir innan fremri á án þess að fara verulega út af slóðanum – rétt er að geta þess að ekki var búið að grafa veginn niður á þessum árum. Snjór var ekki mikill en alhvítt og sennilega hefur verið einhver hrímþoka sem truflaði skyggnið. Þó var bjart til lofts svo stjörnur sáust, þar á meðal Pólstjarnan en hún var á sínum stað eins og alltaf. Ég held að það hafi verið Stein- grímur föðurbróðir minn sem kom með þá tillögu að ef við ætl- uðum áfram inn af skerjum í því skyggni sem nú væri, sem var í rauninni ekki neitt, þá væri eina leiðin að taka mið af þeirri stjörnu. Var nú haldið af stað með Pólstjörnuna sem leiðar- merki, afar rólega samt. Því vara mátti sig á steinum sem kynnu að verða á vegi okkar. Inn að Hellisá komum við á nákvæm- lega réttum stað. Hvernig þeir fóru að þessu vinirnir, leiðsögu- maðurinn og stýrimaðurinn, það vissum við ekki sem á eftir fór- um. Við lötruðum á eftir þeim í hæfilegri fjarlægð til að ljósin frá mínum bíl trufluðu ekki þá einbeitingu sem þeir þurftu með. Kæri vinur, hafðu þökk fyrir allt og allt. Júlíus (Júlli). Þar aðeins yndi fann ég þar aðeins við mig kann ég þar batt mig tryggða band því þar er allt sem ann ég, það er mitt draumaland. (Jón Trausti.) Síðumannaafréttur er sann- kallað draumaland. Ein af perl- um íslenska hálendisins þar sem saman fara víðáttuauðnir og gróðurvinjar, beljandi jökulár og friðsæl vötn. Þaðan er útsýni til mestu jökla landsins, Vatnajök- uls og Öræfajökuls. Og svo er þar eldreinin mikla með um- merkjum eftir einar mestu nátt- úruhamfarir sem orðið hafa á Ís- landi frá landnámi, Skaftárelda. Vorið 2004 stofnuðum við nokkrir karlar lítinn félagsskap sem við nefndum Ferðafélagið Blæng. Hófum þá strax endur- reisn gamals sæluhúss við Blæng á austurhluta Síðumanna- afréttar. Aldursforseti í fé- lagsskapnum og reyndasti fjalla- maðurinn var Kristinn Siggeirsson á Hörgslandi. Má segja að hann hafi þá verið orð- inn lifandi goðsögn í ferðum og umgengni um þetta svæði. Við kveðjum þennan góða félaga okkar í dag. Kiddi var manna áhugasamastur um endurreisn sæluhússins. Eftirminnilegar eru samverustundirnar með Kidda, þær sem við áttum með honum við endurreisn húss og síðan við- hald. Hann var hafsjór af fróð- leik um svæðið, bæði um náttúr- una og ekki síður um ferðir manna um svæðið á síðustu öld, ferðalög sem bæði voru farin í gamni og alvöru. Það var nota- legt að hlusta á frásagnir hans. Við félagarnir minnumst Kidda á Hörgslandi með virð- ingu og þökk í huga. Sendum öll- um aðstandendum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng lifir – og draumalandið er á sínum stað. Fyrir hönd Ferðafélagsins Blængs, Haukur Valdimarsson. Kristinn Siggeirsson ✝ KristjanaBjargmunds- dóttir Mellk fædd- ist í Reykjavík 29. desember 1925. Hún lést 3. febrúar 2017. Foreldrar henn- ar voru Bjargmundur Sveinsson rafvirki, f. í Efriey í Með- allandi 30. ágúst 1883, d. 1964, og Herdís Krist- jánsdóttir, f. í Fossseli, Reykja- dal, 11. apríl 1886, d. 1970. Al- systkini hennar: Karítas, f. 1924, d. 2004, og Hafsteinn, f. 1924. Systkini hennar sammæðra: Al- freð Dreyfuss Jónsson, f. 1906, d. 1994, Bára Jónsdóttir, f. 1901, d. 2003, Kristján Jónsson, f. 1911, d. 1979, Jón Jónsson, f. 1914, d. 1993. Systkini sam- feðra: Guðmundur Rosenberg, f. 1916, d. 1966, Helga, f. 1917, d. 1956, Lovísa, f. 1918, Stefán Ingimundur, f. 1920, d. 1957. Kristjana giftist 8. febrúar 1946 í New Jersey, Bandaríkj- unum, George Mellk, f. 12. febr- úar 1915, d. 12. jan- úar 1973. Börn þeirra eru 1) Ró- bert, sambýliskona hans er Guðríður Guðmundsdóttir, sonur hans Georg Mellk Róbertsson, f. 28. nóvember 1981, d. 22. júlí 2000. 2) Karen, f. 31 ágúst 1951, eig- inmaður hennar var Bragi Einarsson, f. 1929, d. 2006. Sonur þeirra er André Berg, eiginkona hans er Martha Kathleen Watts. 3) Marilyn Her- dís, f. 4. febrúar 1961, eigin- maður hennar var Kristján Ósk- arsson, f. 1959, d. 2014. Börn þeirra eru Eva Ósk og Kristján Indriði. Kristjana bjó í New Jersey þangað til 1981 þegar hún flytur aftur heim til Íslands. Sambýlis- maður Kristjönu var Þorkell Valdimarsson, f. 3. október 1932, d. 27. janúar 2014. Kveðjuathöfn fór fram í kyrr- þey 16. febrúar 2017, að ósk hinnar látnu. Amma mín, Kristjana Bjarg- mundsdóttir Mellk, lést 3. febrúar 2017. Það er sárt að fá þessar fréttir þegar heimalandið og fjölskyldan eru svo langt í burtu. En á þessum tíma er gott að hugsa til allra þeirra góðu stunda sem við áttum saman og munum alltaf eiga. Heimsóknir á Kirkjuteig, þakkar- gjörðarhátíðin, sunnudagsbrunch, Laugardalurinn og margt fleira koma upp í hugann á þessu augna- bliki. Það er margs að minnast. Stundir sem ég mun alltaf geyma. Hana skorti aldrei skopskynið, hún var ætíð ung í anda, hress og hispurslaus. Hún sparaði aldrei hrósið og studdi mig í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur. Hún vildi okkur öllum allt það besta og var ófeimin að láta okkur vita það. Hvíl í friði, elsku amma Lilla mín. Takk fyrir allar minningarn- ar sem munu lifa áfram ævilangt. Þín dótturdóttir, Eva Kristjánsdóttir. Þegar ég hugsa til baka um æskuárin með henni ömmu Lillu þá er ekki ein slæm minning sem kemur upp í kollinn. Þessi góð- hjartaða, yndislega og fallega kona var án efa besta amma sem nokkur gat átt og var frábær vin- ur á sama tíma. Ein af mínum fyrstu minning- um var að vera fjögurra ára snáði á bakvið hátt grindverk í leikskól- anum og sjá ömmu koma að sækja mig úr prísundinni. Þar stóð hún með bros á vör, tilbúin að smella einum stórum kossi á kinnina rétt áður en hún gjörspillti mér með ís, pitsu og annarri ljúffengri óholl- ustu. Þau voru ófá skiptin þar sem ég var það lánsamur að fá að gista hjá henni ömmu Lillu á Kirkjuteign- um og eina orðið sem lýsir þeim heimsóknum á nógu góðan hátt er einfaldlega paradís. Amma var mikið fyrir það að dekra litla drenginn. Ruslfæði, sælgæti, ís, tölvuleikir og bíómyndir léku stórt hlutverk, foreldrum mínum til mikillar gremju. Amma passaði samt alltaf upp á það að við fengj- um hreyfingu eftir alla þessa vit- leysu og varð þá Laugardalslaug- in oft fyrir valinu. Amma Lilla var mikill kvik- myndaunnandi og ég er nokkuð viss um það að hún hafi einnig smitað mig af þeirri veiru. Alveg fram á hennar síðasta dag horfð- um við á kvikmyndir saman og hlógum. Eftir því sem árin liðu urðum við bara meiri vinir og var alltaf gott að tala við hana og rifja upp gamla tíma saman. Eitt það besta við Kirkjuteiginn var það að allt var nánast óhreyft frá því í gamla daga og stóð því tíminn í stað og var því eins og tímavél aft- ur til æskuáranna. Að horfa á hana elsku ömmu eldast var erfitt og tók á andlega, að sjá ljósu lokkana grána og minnið fjara út var óskemmtilegt en það sem heillaði mig rosalega var að húmorinn í henni lét sig ekki hverfa og er ég handviss um að hann gegndi mikilvægu hlut- verki í hennar langlífi. Það seinasta sem amma sagði við mig var: „We had some good times“ og því er ég sko hjartan- lega sammála. Þær stundir sem við eyddum saman eru margar af mínum ljúfustu minningum sem ég mun geyma í hjarta mínu allt mitt líf. Takk, elsku amma mín, fyrir að vera þú. Æðislega þú. Takk fyrir allar frábæru stundirn- ar, takk fyrir að gera æskuna full- komna og umfram allt, takk fyrir hláturinn. Þitt barnabarn og vin- ur, Kiddi (Kristján Indriði Kristjánsson). Kristjana Bjarg- mundsdóttir Mellk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.