Morgunblaðið - 25.02.2017, Page 36

Morgunblaðið - 25.02.2017, Page 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 ✝ Sigríður Páls-dóttir fæddist á Patreksfirði 30. september 1959. Hún lést á heimili sínu, Blásölum 19, þann 9. febrúar 2017. Foreldrar henn- ar voru Grétar Páll Guðfinnsson, húsa- smíðameistari á Patreksfirði, f. 16. desember 1928 á Patreksfirði, d. 30. október 2013, og Nanna Sörladóttir, húsfreyja á Pat- reksfirði, f. 10. maí 1931 í Kjós, Árneshreppi, d. 15. september 1998. Systkini Sigríðar eru: 1) Guðfinnur Davíð, f. 15.5. 1950, maki Herdís J. Agnarsdóttir. 2) Kolbrún, f. 23.5. 1951, maki Oddur Guðmundsson. 3) Bára, f. 4.2. 1953, d. 19.12. 2015, maki Ólafur Magnússon, d. 4.11. 2008. Arnar Eyberg, f. 9. júní 1991, maki Guðrún Elín Sindradóttir, f. 8. febrúar 1991, dóttir þeirra er Indíana Sif, f. 27. ágúst 2013. Unnusti Sigríðar er Bjarki Pét- ursson, f. 21. janúar 1959. Börn hans eru Aðalsteinn Pétur, f. 22.2. 1979. Svanbjört Brynja, f. 24.5. 1980, maki Gísli Arn- arsson, f. 14.6. 1979. Hjalti Bergsteinn, f. 8.2. 1983, maki Katrín Dröfn Haraldsdóttir, f. 18.12. 1988, og Berglind Björk, f. 6.3. 1988, maki Ari Már Ara- son, f. 20.4. 1981. Sigríður byrjaði ung að vinna við fiskvinnslu en vann lengst af á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar. Hún dvaldi mörg sumur í Breiðafjarðareyjum sem voru henni mikils virði. Sigríður flutti til Reykjavíkur og vann þar við sölustörf hjá Enjo. Árið 2005 kynntist hún unnusta sín- um, Bjarka Péturssyni, og bjuggu þau saman í Kópavogi. Útför Sigríðar fer fram frá Patreksfjarðarkirkju í dag, 24. febrúar 2017, klukkan 14. 4) Einar, f. 21.1. 1955, maki Arndís Harpa Einars- dóttir. 5) Áslaug Björg, f. 1.2. 1957, maki Richard M. Wilson. 6). Stein- unn, f. 15.9. 1958. 7) Páll, f. 26.4. 1962, maki Bára Einars- dóttir. 8) Sigur- björg, f. 15.5. 1964, maki Helgi Auð- unsson. 9) Harpa, f. 27.9. 1966, maki Víkingur Traustason. 10) Nanna, f. 16.12. 1968, maki Egg- ert Matthíasson. 11) Finnbogi Hilmar, f. 22.3. 1970, maki Ni- cola Pálsson. 12) Kristjana Guðný, f. 15.7. 1972, maki Guðni Rafnsson. Synir Sigríðar eru Rúnar Freyr, f. 2. apríl 1978, maki Jeanetta Kemi, f. 29. jan- úar 1983, og eiga þau dótturina Ellie Alicia, f. 28. ágúst 2014. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Takk fyrir allt, Sigga mín. Þinn Bjarki. Elsku mamma mín. Jæja, elsku mamma mín. Þetta er allt svo óraunverulegt. Þetta var fyrir mér eins og þruma í heiðskíru lofti, núna skil ég allt sem ég skildi ekki þá, þegar þú hringdir þrisvar sinnum í mig til að athuga hvort ég ætlaði ekki alveg örugglega að kíkja til þín þegar ég væri búinn að vinna, sem ég auðvitað gerði enda mömmustrákur mik- ill. Ég veit það núna að þú varst að kveðja mig. Ég er svo feginn að hafa fengið að halda í höndina þína alla leið til þinnar síðustu stundar. Það sem mér þykir verst við þetta allt er að ömmustelpurnar þínar, Indíana og Ellie, fá ekki þann tíma sem þær hefðu þurft að fá til að kynnast ömmu sinni. Indíana spyr mikið út í hvar amma Sigga sé og leitar stöð- ugt út að glugga í leit að ömmu- englinum sínum. Þú varst svo mögnuðu manneskja og lést ekki neitt stoppa þig í að gera það sem þig langaði til og gera það á þinn eigin veg. Yndisleg- ust, sem kenndir mér svo margt sem ég kann í dag, þá sérstak- lega í eldhúsinu! Ég er svo feg- inn að hafa loksins lært að gera sósuna þína, ekki einhverja pakkasósu heldur að baka hana upp frá grunni. En bæði ég og Rúnar munum sjá til þess að stelpurnar fái að vita hver þú varst og við munum láta minn- ingu þína lifa. Tímarnir sem við áttum í eyj- unum þegar ég var lítill, enda ekki nema tveggja vikna gamall þegar ég fór fyrst inn í Hval- látur. Þessir tímar eru mér ómetanlegir og eru þetta senni- lega okkar bestu stundir. Ég er svo feginn að hafa fengið að hafa þig í lífi mínu í þessi auka 19 ár sem ég fékk með þér eftir veikindin þín árið ’98 þegar talið var á tímabili að öll von væri úti, en þú varst svo þrjósk að þinn tími var ekki kominn og barðist endalaust áfram. Þetta lýsir þér svo sann- arlega. En nú er þinn tími kom- inn. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af okkur, elsku mamma mín, við eigum svo marga að sem hjálpa okkur ef eitthvað bjátar á. Sakna þín svo hrikalega mikið, elsku mamma mín, og elska þig endalaust. Þú ert og verður alltaf hetjan mín. Þinn sonur, Arnar Eyberg. Elsku Sigga. Að þú skulir vera farin frá okkur er svo óraunverulegt og fjarri öllu því sem við áttum von á. Það eru sko ófáar minningar sem banka upp á á svona stundu en fyrst og fremst þakk- læti að hafa fengið að kalla þig tengdamömmu í átta ár. Á fyrsta árinu sem ég var að koma heim til þín með Arnari þá man ég að ég var svo feimin við þig, en þú, eins og þú varst, tókst mér strax opnum örmum og ég var strax tengdadóttir þín. Fyrr en varði færðum við þér þær fréttir að þú værir að verða amma lítillar prinsessu. Þú, sem varst búin að spyrja okkur í nokkur ár hvort það væri ekki að koma ömmubarn, ég man enn ljómann sem kom á andlit þitt þegar við tilkynntum þér það. Svo kom ömmustelpan þín í heiminn og þú beiðst við dyrnar á fæðingardeildinni. Þú varst svo spennt að hitta hana og fékkst hana í hendurnar þegar hún var aðeins nokkurra mín- útna gömul. Ó, hvað þú ljóm- aðir, elsku Sigga. Þú varst alltaf svo dugleg að hitta okkur, við hittumst nánast daglega og hringdumst stund- um á nokkrum sinnum á dag. Okkur fannst ekki leiðinlegt að fara stússast saman í búðum og drekka kaffibolla og tala um okkar dýpstu mál. Undanfarnar vikur voru mér extra dýrmætar því þú varst alltaf að segja mér hvað þér þætti vænt um mig og mér þótti alveg jafnvænt um þig, elsku Sigga mín. Þú varst tekin frá okkur alltof snemma. Takk fyrir allar þær minningar og allar þær stundir sem ég fékk að eyða með þér, hvíldu í friði, elsku Sigga mín. Hér er ljóð sem ég samdi til þín: Tár mín renna um kinn er ég hugsa um hlátur þinn. Þér kippt var í burt þegar mest þig hefðum þurft. Svo skyndilega veröldin hrundi, þegar yfir okkur þessi frétt dundi. Svo margar minningar, svo margar stundir. Nú stjörnurnar skína skærar þegar fegurstu stjörnuna þær fengu til sín. Lakkaðar neglur, lakkaðar tær. Ó, þín stjarna skín svo skær. Glitrandi, glansandi alltaf svo fín. Ó, Sigga, við munum sakna þín. Þú nú djúpa svefninum sefur, svo fallega á hörund við kvöddum þig og þungu skrefin við tókum burt þau þyngstu sem við höfum þurft. Þú stað í hjarta okkar átt og mun hann aldrei hverfa á nokkurn hátt. Þín tengdadóttir, Guðrún Elín. Elsku Sigga, svo ótrúlegt að nú sé komið að leiðarlokum og að við séum að kveðja þig í hinsta sinn í dag. Með fáum orðum langar okkur til að þakka þér fyrir allt sem þú varst okkur. Það er ekki í þín- um anda að vera sorgbitin, enda var aldrei langt í gleðina og spaugið í kringum þig. Þú varst heil og sönn og stóðst með þínu fólki. Fjölskyldan var þér allt en þú varst félagslynd og vina- mörg og sinntir þínum vel. Þú hafðir alltaf tíma til að taka á móti gestum og varst raunar í essinu þínu þegar gesti bar að garði. Við munum eftir ótal heimsóknum á meðan þú bjóst enn á Patró. Síðar munum við eftir bestu páskum sem við höf- um hef upplifað; í Svefneyjum á Breiðafirði þar sem þú varst í húsmóðurhlutverkinu og eldað- ir gæs að hætti eyjaskeggja. Og ekki var síðri verslunarmanna- helgin góða í Flatey þar sem við undum okkur við dásemdirnar sem Breiðafjörðurinn blíði hef- ur upp á að bjóða, fórum í róður og nutum náttúrunnar í göngu- ferðum um eyjuna. Síðustu árin höfum við sann- arlega notið gestrisni þinnar og Bjarka þíns sem aldrei fyrr, í Bjarkalundi og sem nágrannar uppi í Borgarfirði. Þá höfum við oftar en ekki verið í daglegum samskiptum, skroppið í kaffi á víxl og það verður skelfilega tómlegt að koma uppeftir núna þegar þín nýtur ekki lengur við. Við munum líka dimma daga þegar þú veiktist og var ekki hugað líf en snerir til baka með undraverðum hætti og gott ef ekki ennþá ákveðnari í að njóta þess sem lífið hafði uppá að bjóða. Mikill var léttirinn og hamingjan að endurheimta þig til drengjanna þinna og okkar allra þá. Þessir drengir eru báðir uppkomnir myndar- og dugnaðarmenn sem hafa gert þig að stoltri ömmu tveggja yndislegra barnabarna, lítilla stelpuskotta sem dýrkuðu ömmu sína. Þær hafa misst mikið en feður þeirra munu passa upp á að minning þín lifi meðal þeirra, Sigga mín. Hvernig er líka hægt að gleyma svo sterkum karakter sem þú varst og ógleymanleg öllum sem þér kynntust? Elsku besta Sigga okkar, þökkum þér fyrir öll faðmlögin og hjartahlýjuna í okkar garð í gegnum tíðina. Einar Páll biður fyrir sérstakar kveðjur til frænku sinnar kæru. Við vottum Bjarka, Rúnari, Arnari og fjölskyldum þeirra innilega samúð á erfiðum tím- um. Megi minning þín lýsa þeim og lifa með okkur öllum. Kær kveðja, Einar bróðir, Harpa mágkona og fjölskylda. Hvar sem Sigga frænka var, var hún alltaf sú hressasta og háværasta. Það fór ekki fram hjá neinum að Sigríður var mætt á svæðið. Það var alltaf skemmtilegt í kringum hana. Ég er svo heppin að eiga marg- ar góðar minningar með Siggu frænku. Hún lét mig t.d. borða þorsk í fyrsta skipti, hún plat- aði mig og sagði mér að ég væri að borða ýsu og borðaði ég þorskinn með bestu lyst, ég sem alls ekki borðaði þorsk. Þegar ég var yngri fékk ég að fara út í Flatey til frænku eitt sumar og þaðan á ég minningar sem aldrei gleymast. Ég lærði helling á því að vera þar, þar var nánast ekkert símasam- band, ég man ekki eftir því að kveikt hafi verið á sjónvarpinu, það var mjög takmarkað af vatni á eynni og á tímabili klár- aðist vatnið úr brunninum og var eyjan vatnslaus, við fórum út í eyjar að tína æðardún og ég gæti lengi talið enda skemmti- legasta sumar æsku minnar. Þegar ég hugsa til baka um ættarmót okkar fjölskyldunnar þá kemur Sigga strax upp í hugann, þar fór aldrei lítið fyrir henni frekar en annars staðar sem hún var, hún fór alltaf á svið á kvöldvökum með mikið grín og góðar sögur og alltaf var mikið hlegið. Ég er svo ánægð að Óskar Elí sonur minn hafi fengið að kynnast Siggu en leið yfir því að Íris dóttir mín hafi aldrei fengið að hitta þessa frábæru konu. Núna í janúar, á meðan ég beið eftir að Íris dótt- ir mín kæmi í heiminn, hringdi Sigga nánast daglega í mig til að athuga stöðuna hjá mér, hvort ég væri nokkuð komin með verki eða hvort eitthvað væri að gerast. Svo loksins þeg- ar dóttir mín kom í heiminn þá var Sigga lasin og gat ekki hitt hana. En ég mun halda fast í allar góðu minningarnar, elsku frænka, hvíldu í friði, ég á eftir að sakna þín. Elsku Bjarki, Rúnar, Arnar og fjölskyldur ég votta ykkur alla mína samúð. Þín systurdóttir, Jórunn Sif Helgadóttir. Sigríður Pálsdóttir Sæl Ásta, elsku hjartans kellingin mín, þá hefur þú lok- ið þínu lífi hjá okkur og núna fá aðrir að njóta samvista við þig. Mikið er þetta skrítið og mikið er þetta sárt. Ég hugsa þó að þú hafir alveg verið tilbúin í þetta ferðalag og það hafi verið vel tekið á móti þér hvert sem þú fórst. Við hin sitjum eftir og syrgjum góða konu, sem engum vildi illt og kom til dyranna eins og hún var klædd. Lét ekki segja sér fyrir verkum og óð áfram og hlífði sér ekki eina sekúndu. Margt kemur upp í hugann þegar ég minnist þín, elsku Ástan mín, og þá helst gæðastundirnar sem við áttum saman, undir ber- um himni og yfirleitt bara tvær. Þar grínuðumst við, rökræddum og hlógum oftar en ekki eins og vitleysingar með sultardropa á nefinu. Sú síðasta var á afmælis- daginn þinn í Hveragerði. Það er ekki hægt að minnast þín án þess að sagan þegar þú passaðir mig sem barn komi upp í hugann. Þeg- ar þú hélst að þú værir búin að skemma mig. Ég skil ekki ennþá hvernig þér datt í alvörunni í hug að þú fengir að ráða í hvernig föt- um ég væri, það er algjör fásinna, enda gafstu eftir í þrjóskunni og ég þaut af stað og klæddi mig í það sem ég vildi. Ekki skemmd heldur bara ánægð að hafa unnið þig í þrjóskukeppni. Hvað eru nokkrir klukkutímar á milli vina þegar maður vill ráða og stjórna? Við vorum góðar að Ásta Guðmundsdóttir ✝ Ásta Guð-mundsdóttir fæddist 12. nóv- ember 1955. Hún lést 15. janúar 2017. Útför Ástu fór fram 27. janúar 2017. glensa og grínast, en sem betur fer hef ég oft sagt við þig hvað mér þætti vænt um þig og boðið fram hjálparhönd. Núna ert þú að lesa þetta og hugsar „djöfuls- ins fífl ertu María“ og hlærð. En þú átt samt inni hjá mér loforðið góða sem ég gaf þér fyrir nokkr- um árum og þú minntir mig reglu- lega á, ég hlýt að geta efnt það einn góðan veðurdag. En að lokum vil ég þakka þér fyrir þitt innlegg í líf mitt, þú hef- ur kennt mér margt, bæði hvernig ég á að haga mér og hvernig ekki. Þakka þér fyrir að ala upp öll dýr- in sem þú gafst mér í gegnum tíð- ina, sem fengu öll nafnið María. Ég elska þig og á eftir að sakna þín alveg heilan helling. Vertu sæl að sinni, ég mun varðveita góðu minningarnar okkar í hjarta mínu. Að lokum læt ég fylgja fallegt ljóð sem minnir mig einungis á þig þegar ég heyri það. Ég treysti því að þú sért núna í reiðtúr á hvítum hesti, syngjandi og trallandi að hafa gaman, njóta þess að vera þú, verkjalaus og í þínu besta formi. Þú komst í hlaðið á hvítum hesti, þú komst með vor í augum þér. Ég söng og fagnaði góðum gesti og gaf þér hjartað í brjósti mér. Ég heyri álengdar hófadyninn, ég horfi langt á eftir þér. Og bjart er alltaf um besta vininn og blítt er nafn hans á vörum mér. Þó líði dagar og líði nætur, má lengi rekja gömul spor. Þó kuldinn næði um daladætur, þá dreymir allar um sól og vor (Davíð Stefánsson.) Þín frænka, María. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, MARÍU I. JÓHANNSDÓTTUR frá Viðfirði, Hraunbæ 103, Reykjavík. Guðrún María Jóhannsdóttir Kristín Ingibjörg Jóhannsd. Jón Rafn Sigurðsson Jens Pétur Jóhannsson Matthildur Róbertsdóttir Hólmgeir Þór Jóhannsson Helga Georgsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MAGNEU GESTRÚNAR GESTSDÓTTUR. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á hjúkrunarheimilinu Mörk fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Eygerður Guðbrandsdóttir Jóhannes Sturlaugsson Gestur Guðbrandsson Þórdís Sæmundsdóttir barnabörn og langömmubarn Einlægar þakkir fyrir samúð, hlýhug og minningargjafir við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, EIÐS SVANBERGS GUÐNASONAR, fyrrv. sendiherra, Bjarkarási 18, Garðabæ. Helga Þóra Eiðsdóttir Ingvar Örn Guðjónsson Þórunn Svanhildur Eiðsd. Gunnar Bjarnason Haraldur Guðni Eiðsson Ragnheiður Jónsdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.