Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri Sænski fræðimaðurinn LarsLönnroth segir frá því ínýlegri sjálfsævisögusinni Dörrar til främ- mande rum þegar hann dvaldi á Ís- landi veturinn 1962 sem ungur námsmaður ásamt konu sinni Iris. Á þessum árum ólgaði þjóðern- ishyggjan í stjórnmálum og menn- ingarlífi; landsmenn rifust um her- inn, ógn heimskommúnismans og skaðsemi Kanasjónvarpsins. Þá var handritamálið efst á baugi með allri þeirri fornaldarfrægð sem því fylgdi. Stórprófessorarnir Einar Ól. Sveinsson og Sigurður Nordal voru spenntir að kynnast hinum unga og djarfa fræðimanni sem hafði þá þegar sett bókmenntaumræðuna í Svíþjóð á hliðina og átti eftir að steypa undan eldri hugmyndum um íslenskar fornsögur með því að gera erlendum áhrifum á bókmenntirnar hærra undir höfði en áður hafði þekkst. Efnilegir erlendir námsmenn hafa átt greiða leið að menningarvitum þessa tíma því Lars segir frá vinskap við Sigurð Þórarinsson, Bjarna Guðna- son og Jakob Benediktsson auk þess sem Halldór Laxness bauð unga parinu í mat að Gljúfrasteini með Thor Vilhjálmssyni og Bjarna Einarssyni – en allir þessir áttu andlega samleið undir hinu alþjóðlega og um- deilda sjónarhorni sem Lars hafði í fræðunum. Um vorið er Iris orðin ófrísk en í staðinn fyrir að hætta við áformaða námsferð um eyjarnar í Norður-Atlantshafi ákveða þau að hún fari heim til Uppsala en Lars noti sumarið til að dvelja í Færeyjum og síðan á Orkneyjum og Hjaltlandi áður en hinar nýju foreldraskyldur taki við. Frá málpólitísku sjónarmiði er áhugavert að rifja upp þann lærdóm sem Lars dregur af því sem hann kynntist á yfirreið sinni um sögusvið fornsagnanna – þar sem fólk talaði norrænu á miðöldum. Lars ofbauð í fyrstu öll þjóðremban og einangrunarhyggjan á Íslandi og í Færeyjum en þegar hann kynntist nútímavæðingunni á skosku eyjunum runnu á hann tvær grímur. Á Orkneyjum og Hjaltlandi höfðu íbúarnir aldrei komið sér upp því þjóðernisstolti sem sannfærði Íslendinga og Færeyinga um að nafli alheimsins væri einmitt þar. Orkneyingar og Hjaltlendingar hefðu aftur á móti kokgleypt þá sjálfsmynd að þeir byggju á guðsvoluðum út- nára, fjarri heimsmenningunni. Í vonleysi sínu glötuðu þeir tungumálinu líka og tóku upp ensku með þeim afleiðingum að hin forna sjálfsmynd glataðist endanlega: „Ræturnar voru skornar af, utangarðstilfinningin jókst og trúin á framtíðina gufaði upp.“ Þróunin hafi síðan orðið sú að einangrunarhyggjan hafi látið undan síga, fólk á Íslandi sé opið fyrir alþjóðavæðingu en gleðjist jafnframt yfir framlagi sínu á bókmennta- og menningarsviði, ekki vegna þess hve þjóðlegt það sé heldur af því að það sé hluti af heimsmenningunni. Óskandi væri að vestræn- ar hugmyndir um hið opna og lýðræðislega menningarsamfélag í okkar heimshluta verði aldrei aftur öskraðar í kaf af áróðursmeisturum og einangr- unarsinnum eða taglhnýtingum þeirra. Frelsi, jafnrétti og systkinalag Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Þjóðernisstolt Íslendingar trúðu því að Ísland væri nafli alheimsins. CC/Wikipedia Það hefur orðið gjörbreyting á helztu átaka-línum í íslenzkum stjórnmálum. Meginhluta20. aldar má segja að þær hafi snúizt umsósíalisma eða ekki sósíalisma. Það gilti einu hvort umræðurnar fóru fram á leikvellinum við Laug- arnesskólann, á Laugavegi 11, sem um árabil var kaffihús námsmanna við Menntaskólann í Reykjavík og vinstrisinnaðra gáfumenna, eða á Alþingi; alls staðar var meginstefið hvort taka ætti upp hinar mis- munandi útgáfur sósíalismans eða halda sig við grundvallaratriði kapítalismans með aðlögun sem hentaði hverju landi. Síðari hluta 20. aldar bættist kalda stríðið við sem var sérstakur kapítuli í þeim meginátökum sem stóðu yfir milli sósíalisma og kapítalisma. Berlínarmúrinn hrundi og Sovétríkin í kjölfarið og þar með lauk hinni hugmyndafræðilegu baráttu um sósíalisma eða ekki sósíalisma. En hvað tók við? Það kom ekki strax í ljós en smátt og smátt hafa nýjar átakalínur verið að myndast og mótast í lýð- ræðisríkjum Vesturlanda. Eins og gengur taka þær á sig breytilega mynd eftir löndum en meginþemað er það sama. Það eru að verða til átök á milli þeirra þjóðfélagshópa, sem í daglegu tali á Vesturlöndum eru kallaðir „elíta“ eða yfirstétt – og almúgans. Hverjir eru „elítan“? Í stórum dráttum eru það þeir sem stjórna, þ.e. stjórnmálamenn og embættismenn, sérfræðingar, stjórnendur stórra fyrirtækja og aðrir þeir, sem starfa sinna vegna eru í sérstakri aðstöðu. Almúganum finnst þessir hópar misnota aðstöðu sína, sjálfum sér til framdráttar en á kostnað hins al- menna borgara. Það er á þessar tilfinningar, sem Donald J. Trump spilaði í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum með þeim árangri að hann er nú forseti Bandaríkjanna. Það er til þessara tilfinninga sem Marine Le Pen höfðar nú í forsetakosningunum í Frakklandi. Og það er vegna þessara tilfinninga sem vinstriflokkar í Evr- ópu hafa verið að tapa fylgi til flokka yzt til hægri vegna þess að verkafólki finnst vinstriflokkarnir hafa yfirgefið sig og gengið elítunni á hönd. Elíta nútímans á Vesturlöndum er í grundvall- aratriðum sama fyrirbærið og Milovan Djilas, fyrr- verandi náinn samstarfsmaður Títós, forseta Júgó- slavíu, lýsti fyrir mörgum áratugum í bók um „hina nýju stétt“. Í ríkjum kommúnismans var hin nýja stétt eins konar bandalag virkra félagsmanna kommúnista- flokkanna og embættismannakerfanna í þessum lönd- um. Þeir réðu og í því fólst að þeir nutu sjálfir góðs af þeirri aðstöðu. Hvernig birtist þessi nýja stétt hér í okkar fá- menna samfélagi? Í stærstu dráttum má segja að hér hafi orðið til bandalag stjórnmálamanna, embættismanna og sér- fræðinga af ýmsu tagi. Með örfáum undantekningum hafa kjörnir fulltrúar fólksins á Íslandi aldrei litið á sig sem fulltrúa almúgans gagnvart „kerfinu“. Þeir hafa þvert á móti gengið því á hönd. Þessir hópar hafa svo gert margvísleg bandalög við aðra hópa sem hafa notið sérstöðu í samfélaginu. Stundum hafa það verið útgerðarmenn, stundum viðskiptajöfrar, stund- um bankajöfrar. Tveir síðarnefndu hóparnir misstu aðstöðu sína í hruninu en eftir hrun hafa þeir verið að ná vopnum sínum og nýir bætzt í hópinn. Þar eru á ferð stjórnendur lífeyrissjóða í krafti peningaeignar félagsmanna lífeyrissjóðanna og nátengdir þeim eru verkalýðsforingjarnir, sem margir hverjir – en þó ekki allir – hafa misst tengslin við rætur sínar. Þessir hópar eru „hin nýja stétt“ á Íslandi. Þeir tryggja aðstöðu sína með ýmsum hætti. Embættismenn semja laga- frumvörp og búa til forsendur í þeim, sem stjórnmálamennirnir sam- þykkja, sem gera Kjararáði kleift að kveða upp úrskurði af því tagi, sem til umræðu hafa verið undanfarna mánuði, sem þýða að þessir tveir hópar sitja við ann- að borð í kjaramálum en almennir borgarar. Lífeyr- issjóðirnir eru orðnir aðaleigendur flestra stærstu fyrirtækja á Íslandi en eigendur þeirra koma þar hvergi við sögu heldur starfsmenn eigendanna og verkalýðsforingjarnir en sameiginlega velja þeir full- trúa sjóðanna í stjórnir þessara fyrirtækja. Á milli þessara hópa og alþýðu manna liggja hinar nýju átakalínur í íslenzkum stjórnmálum. Flokkakerfið á Íslandi er ekki búið að laga sig að þessum átakalínum. En vegna þess að yfirleitt mót- ast flokkakerfi í hverju lýðræðisríki eftir helztu átakamálum á hverjum stað og hverjum tíma má bú- ast við að það gerist hér. Þessi skipting er ástæðan fyrir því að engir þing- menn annarra flokka hafa tekið tilboði Pírata um að gerast meðflutningsmenn að frumvarpi þeirra um að breyta lögum um Kjararáð. Þessi skipting er ástæðan fyrir því að forystumenn lífeyrissjóða sjá enga ástæðu til þess að taka þátt í umræðum um líðræðisvæðingu sjóðanna. Þessi skipting er ástæðan fyrir því að frá hruni hefur enginn flokkur sýnt því nokkurn áhuga að breyta frá grunni skipulagi fjármálakerfis og við- skiptalífs á Íslandi, þótt hrunið hafi gefið fullt tilefni til þess. Og þessi skipting er ástæðan fyrir því að þessa dagana er verkalýðsforystan að móta rökin fyrir því að láta kyrrt liggja vegna umdeildra ákvarðana Kjar- aráðs. Og svo eru aðrir og minni spámenn sem hljóta að velta því fyrir sér hvort þeir eigi að halda áfram að taka þátt í þessum leik. „Hin nýja stétt“ – á Íslandi Hverjar eru hinar nýju átakalínur í íslenzkum stjórnmálum? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Stefán Ólafsson prófessor hefurbirt nokkrar ritgerðir erlendis um bankahrunið. Hann skrifar til dæmis í bókinni Iceland’s Financial Crisis, sem kom út árið 2016 í rit- stjórn þeirra Vals Ingimundarsonar og Irmu Erlingsdóttur, að Styrmir Gunnarsson ritstjóri hafi í tölvupósti sagt, að Landsbankinn yrði að fara í hendur manna „on good speaking terms with the IP [Independence Party]“. Ég hef áður bent á, að Styrmir sagði þetta ekki í tölvupósti, heldur í grein um Davíð Oddsson í riti um forsætisráðherra Íslands. En Stefán tilgreinir ekki aðeins ranga heimild, heldur afbakar sjálfa til- vitnunina. Styrmir talaði í grein sinni um menn, sem „Sjálfstæð- isflokkurinn hefði a.m.k. talsamband við“. Af hverju sleppti Stefán þessu og bætti „góðu“ við orðið „talsam- band“? Talsverður munur er á merkingu orðanna að vera „að minnsta kosti í talsambandi“ við ein- hvern og að vera „í góðu talsam- bandi“ við hann. Stefán segir í sömu bók, að Rann- sóknarnefnd Alþingis hafi í skýrslu sinni komist að þeirri niðurstöðu, að Davíð Oddsson hafi gerst sekur um „gross negligence“ sem seðlabanka- stjóri. En niðurstaða nefndarinnar er, að Davíð hafi gerst sekur um „negligence“ (í ensku útgáfunni) og „vanrækslu“ (í íslensku útgáfunni). Af hverju þurfti Stefán að hnýta „stórfelldri“ við „vanrækslu“? Mikill munur er á merkingu orðanna „van- rækslu“ og „stórfelldrar van- rækslu“. Úr því að Stefán minnist á að- finnslur nefndarinnar, hefði hann mátt nefna, hvað Davíð og hinir seðlabankastjórarnir tveir höfðu ná- kvæmlega vanrækt að dómi hennar. Það var í fyrsta lagi að kynna sér ekki, áður en þeir neituðu Lands- bankanum um fyrirgreiðslu vegna færslu Icesave-reikninga úr dótt- urfélagi í útibú, hvort ýmsar at- hugasemdir breska fjármálaeftirlits- ins um fjárhag bankans fengju staðist. Það var í öðru lagi að gera ekki rækilegt verðmat á Glitni, áður en þeir neituðu þeim banka um neyðarlán. Nefndin tók fram, að hún gerði ekki ágreining við seðla- bankastjórana um sjálfar ákvarð- anirnar, að neita bönkunum um um- beðna fyrirgreiðslu. Hún vildi aðeins meiri undirbúnings- og skjalavinnu, sem ekki var á færi Seðlabankans að gera á þeim tíma og með þáverandi valdheimildum. Þessar aðfinnslur nefndarinnar eru smávægilegar og í raun broslegar. Erlendis tóku fjár- málaráðherrar og seðlabankastjórar sömu daga skyndiákvarðanir í sím- tölum um kaup og sölu á fjármála- fyrirtækjum fyrir risaupphæðir. Hirðuleysið er ein af höfuðsynd- unum sjö. Síst ætti það að eiga sér bólstað í Háskóla Íslands. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Hirðuleysi háskóla- kennarans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.