Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 1
                                            !    #      $ %                   & ' $     %                              !"       #     $%      $ !  " & '  " (  $  ) $ !  )    "    $&  '  * $         &  +  "     L A U G A R D A G U R 2 5. F E B R Ú A R 2 0 1 7 Stofnað 1913  48. tölublað  105. árgangur  Besta til að vera í núinu LÆKNIR BÝÐUR UPP Á AUKATÍMA ÁSDÍS OG AURYN-KVARTETTINN TÓNLEIKAR Í HÖRPU 46VÖRUHÖNNUÐUR 12 Samsett mynd/Eggert Afkoma Stóru bankarnir þrír högnuðust um liðlega 58 milljarða króna á síðasta ári.  Viðskiptabankarnir þrír skiluðu um 58,5 milljarða króna hagnaði samanlagt á árinu 2016. Þetta er umtalsvert minni hagnaður en á árinu á undan, en bankarnir högn- uðust um 107 milljarða árið 2015. Hagnaður Arion banka nam 21,7 milljörðum króna í fyrra en hann var tæplega 50 milljarðar árið á undan, þegar bankinn seldi hluti í nokkrum stórum félögum. Hagn- aður Landsbankans nam 16,6 millj- örðum króna á síðasta ári en hann var 35,5 milljarðar 2015, en um 19 milljarða króna sveifla var í virðis- breytingum útlána á milli áranna. Í gær tilkynnti svo Íslandsbanki að hagnaður bankans hefði numið 20,2 milljörðum króna á síðasta ári, sem er um 2% minna en í fyrra. »22 Samanlagður hagn- aður bankanna nær helmingast milli ára  Vöxtur ferða- þjónustunnar í desember og jan- úar umfram spár, og fyrir- sjáanleg mikil loðnuveiði, hefur styrkt spá Hag- fræðideildar Landsbankans frá því í nóvem- ber um að krón- an muni halda áfram að styrkjast til loka ársins 2019. „Þannig að það er meira jákvætt en neikvætt búið að gerast síðan í nóvember hvað varð- ar gengi krónunnar,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hag- fræðideildar Landsbankans, í sam- tali við Morgunblaðið. »22 Ferðaþjónusta og loðna styrkja krónu Ferðamenn hafa áhrif á krónuna. „Til hamingju, pabbi, barátta þín og seigla hefur loksins skilað sér í endurupptöku. Réttlætið sigrar að lokum.“ Þetta skrifar Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, í tilefni af því að endurupptökunefnd hefur fallist á endurupptökubeiðni fimm einstaklinga sem sakfelldir voru í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Úrskurðir nefndar- innar voru birtir í gær. Alls voru sex einstaklingar dæmd- ir vegna málsins á áttunda áratugn- um, fimm karlar og ein kona, en beiðni Erlu Bolladóttur um endur- upptöku var hafnað af nefndinni. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu og Guðjóns Skarphéðinssonar, fagnar úrskurði í máli Guðjóns en kveðst vonsvikinn með niðurstöðuna í máli Erlu. Hann útilokar ekki að lát- ið verði reyna á gildi úrskurðarins. Guðjón Skarphéðinsson segist hafa frá því í sumar verið fullviss um að nefndin kæmist að þeirri niður- stöðu að samþykkja endurupptöku- beiðnina. „Ég hefði orðið steinhissa ef þetta hefði ekki farið svo. Ég efast um að endurupptökunefnd hefði get- að fundið forsendur til að taka þetta ekki upp,“ segir Guðjón. Björn L. Bergsson, formaður endurupptökunefndar, segir ljóst að málið sé hið umfangsmesta sem kom- ið hafi inn á borð nefndarinnar. Því telst nú lokið af hálfu endurupptöku- nefndar og segir Björn það nú vera í höndum ákæruvaldsins og endur- upptökubeiðenda að halda málinu áfram.  Guðmundar- og Geirfinnsmálin halda áfram  Endurupptökunefnd birti úr- skurði í gær  Samþykkir endurupptöku í öllum málum nema Erlu Bolladóttur Hátt í 6.000 blaðsíður » Úrskurðurnir sex í Ǵuð- mundar- og Geirfinnsmálum eru samtals um 5.600 bls. » Fallist var á endurupptöku í málum fimm sakborninganna. » Beiðni um endurupptöku er snýr að dómum er varða rang- ar sakargiftir var hafnað. MEndurupptökunefnd »14-16 Morgunblaðið/Golli Réttlæti Guðjón Skarphéðinsson hlaut 10 ára fangelsisdóm í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Mál hans og fjögurra annarra verða tekin upp. Fimm mál endurupptekin Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Viðgerðarkostnaður síðustu tveggja ára vegna myglu í veggjum hleypur á tugum milljarða. Þetta segir Ríkharð- ur Kristjánsson, byggingarfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu. Sérfræð- ingar í byggingariðnaði telja að að- ferð Íslendinga við einangrun út- veggja auðveldi myglu að myndast. Raki myndist þannig innan á veggn- um en ekki að utan. „Það sem við köll- um hinn íslenska útvegg er steyptur veggur sem er einangraður að innan. Mygluvandamálið er ekki séríslenskt fyrirbæri en hinn íslenski útveggur er það,“ segir Ríkharður. Þekkist ekki erlendis Karl Björnsson, forstjóri Mann- virkjastofnunar, segir að einangrun veggja að innan þekkist varla utan landsteinana. „Erlendis er þetta nán- ast ekki þekkt; þar einangra menn nánast alltaf hús að utan.“ »26 Milljarðatuga skemmdir  Mygla hefur fundist víða í ís- lenskum veggjum Mygla Raki kemst inn í einangrun útveggs og veldur myglu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.