Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 hafa þig nærri okkur, en þú varst grjóthörð á því að halda þig á Eyjunni fögru og það gerðir þú fram á dauðadag. Mikið er ég feginn að ég náði að standa við loforðið sem þú tókst af mér í fyrra þegar farið var að halla undan fæti hjá þér, elsku amma, að við Lena mynd- um gifta okkur á meðan þú værir enn á lífi. Það var yndislegt að fá að hafa þig sem heiðursgest síð- asta sumar í brúðkaupi okkar og fullkomna þar með daginn fyrir okkur. Nú er komið að kveðjustund. Það hafa verið algjör forréttindi að eiga þig að. Þú kenndir mér margt um lífið sem ég tek áfram með mér og reyni að skila áfram af beztu getu til minna barna. Ég kveð þig, elsku amma mín, megi englar Guðs vaka yfir þér og afa Eika. Það er kominn tími til að þið fáið að sameinast aftur eftir 30 ára aðskilnað. Við sjáumst síðar, með bros á vör. Þinn Eiríkur (Eiki). Elsku amma er farin yfir, farin yfir að hitta afa Eika. Við vorum svo heppnar að kynnast ömmu Gunn fyrir ellefu árum. Hún tók okkur öllum strax eins og sínum eigin og fyrir það erum við endalaust þakklátar. Seinna meir bættust svo fleiri börn í hópinn og munum við passa upp á að þau Hekla Líf og Egill Örn muni alltaf eftir ömmu Gunn. Við vorum alltaf velkomin í Strembuna til ömmu. Þar var oft- ar en ekki lambalæri á borðum og fengu allir nóg í sig, það var enginn svangur hjá ömmu. „Borðið, það er nóg til frammi“ fáum við iðulega að heyra í mat- arboðum í fjölskyldunni, en þetta er bein tilvísun í ömmu Gunn. Áður fyrr þótti ömmu ekkert mál að fá okkur litlu fjölskylduna í heimsókn til Vestmannaeyja. Það fylgdi því iðulega mikill spenningur að fara í Herjólf, sigla til Eyja og standa úti á þil- fari þegar við sigldum inn í höfn- ina. Amma beið þá á höfninni hjá bílnum sínum og tók á móti okk- ur. Ein ferð er minnisstæðari en önnur, en þá komum við Eiríkur með stelpurnar, Eygló og Hörpu, til Vestmannaeyja yfir Gos- lokahátíð. Við sátum í sólhúsinu langt fram eftir kvöldi með ömmu og sögðum sögur. Þeir frændur, Eiki og Denni, rifjuðu upp gömul prakkarastrik sem þeir höfðu verið að bralla þau sumur sem Eiki var hjá ömmu Gunn í Eyjum. Það var mikið hlegið þetta kvöld og tár féllu af hlátri. Það sem amma naut þess að vera með okkur yngra fólkinu og við nutum þess að vera með henni. Núna hugsa ég til þess með eftirsjá að við höfum ekki farið oftar til hennar og þá sérstaklega í seinni tíð. Amma, takk fyrir að hafa gefið okkur ást þína og hlýju, við mun- um sakna þín og hugsa til þín með hlýju í hjarta. Við vitum að nú ertu glöð með Eika þínum og saman munuð þið passa upp á okkur. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlétst okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Saknaðarkveðja, Lena Björk, Eygló Ösp, Harpa, Hekla Líf og Egill Örn. Fyrstu minningar mínar um Gunnhildi, móðursystur mína, eru tengdar heimsóknum til afa og ömmu í húsinu Breiðholt við Vestmannabraut í Eyjum. Gunn- hildur var þá rúmlega tvítug og bjó í foreldrahúsum. Litlu for- vitnu eyrun sperrtust þegar hún fékk vinkonur sínar í heimsókn, en þá brugðu þær á það ráð að tala eitthvert mál sem ég litla barnið skildi ekki. Næst man ég vel eftir því þeg- ar Gunnhildur og Eiríkur Guðna- son kennari, eiginmaður hennar, eignuðust Önnu Guðnýju dóttur sína í desember 1957. Það var snjór yfir öllu í Eyjum þegar kom að fæðingunni á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja og ekki náðist í Eirík sem var þá að stjórna æfingu á jólaleikriti nemenda sinna í Barnaskólanum. Ekki var mikið um einkabíla á þeim tíma í Eyjum svo móðir mín ákvað að hún og við systurnar fjögurra og fimm ára færum saman á skíðasleða til að heimsækja Gunnhildi á sjúkrahúsið strax eftir fæð- inguna. Við systur vorum mjög ánægð- ar að hafa séð litla barnið á undan pabbanum. Ekki leið á löngu þar til Eirík- ur, Gunnhildur og Anna Guðný fluttu í nýbyggða húsið sitt að Stembugötu 14 í Eyjum. Við systur fengum að sofa fyrstu nóttina í nýja húsinu þeirra og þótti okkur það mjög flott. Árin liðu og Gunnhildur og Eiríkur keyptu sér bíl og hún var nýkom- in með bílpróf. Flestar vega- lengdir eru stuttar í Eyjum og ekki langt á milli húsa þeirra systra. Það var stór stund þegar Gunnhildur birtist á Boðaslóðinni til okkar til að sýna nýja bílinn. Þegar þar var komið sögu festist bensíngjöfin og gat hún ekki stöðvað bílinn og tók á það ráð að keyra fram og aftur upp og niður götuna og fór einnig yfir á Heið- arveg sem er næsta gata. Að end- ingu tókst henni að stöðva bílinn, en við krakkarnir urðum mjög hissa á þessu aksturslagi og ekki síst Anna Guðný dóttir hennar. Það var ávallt mikill samgang- ur á milli fjölskyldna okkar í gegnum tíðina og mikið um gagn- kvæmar heimsóknir og þá ekki síst til afa og ömmu, Bjarna og Sigurbjargar í Breiðholti, meðan þeirra naut við. Það var mikið áfall þegar Eiríkur Guðnason, eiginmaður Gunnhildar, féll frá árið 1987 langt fyrir aldur fram. Fráfall Eiríks fyrir tæpum 30 ár- um hafði mikil og langvarandi áhrif á Gunnhildi og fjölskylduna. Hún bar harm sinn í hljóði og ein- beitti sér að þeim störfum og áhugamálum sem hún tók sér fyrir hendur. Nú er komið að leiðarlokum. Systkinin frá Breiðholti, hafa nú öll kvatt þetta tilverustig. Einar Valur féll frá 5. september 2014, Sigríður Ingibjörg, Sirrý, móðir mín, 1. október síðastliðinn og nú í dag er komið að því að kveðja Gunnhildi. Fjölskylda mín sendir innileg- ar samúðarkveðjur til Önnu Guð- nýjar, Egils og fjölskyldu og þakkar fyrir samfylgdina á liðn- um árum. Guð blessi minningu Gunnhildar Bjarnadóttur. Guðrún Stefánsdóttir. Þeim fækkar óðum gömlu góðu söngfélögunum sem stóðu vaktina í sorg og gleði á pallinum í Landakirkju. Ekki hef ég tölu á söngfélögum og mökum sem við höfum sungið yfir og fylgt til grafar, þeir eru orðnir nokkrir tugir. Í dag kveðjum við eina af styrkustu stoðum kórsins, hana Gunnhildi okkar í altinum. Hún byrjaði að syngja 15-16 ára og var í kórnum fram undir sjötugt, með örfáum hléum vegna veik- inda. Hún var ein af þeim fáu sem mundu allar altraddir úr sálma- bókinni, þó liðin væru 30-40 ár frá því hún söng þær síðast, og alltaf var hægt að leita til hennar ef upplýsingar vantaði. Það var svo merkilegt með hana Gunnhildi að hún hafði bara ekkert gaman af músík, eða svo sagði hún. Kannski var hún bara að stríða okkur eða Guðmundi kantor. Kirkjukórinn fór í mörg ferðalög innanlands og utan. Þá var hún ákaflega kát og glöð. Og naut sín í góðum félagsskap. Gunnhildur var gift Eiríki Guðnasyni frá Vegamótum, hann var skólastjóri við Barnaskólann í Vestmannaeyjum. Það varð fjöl- skyldunni og reyndar öllum Vest- manneyingum mikið áfall þegar hann varð bráðkvaddur árið 1987 og efast ég um að Gunnhildur hafi nokkru sinni náð sér eftir þá miklu reynslu, en eins og venju- lega var hún sterk og dugleg og gerði það besta úr breyttum að- stæðum. Hún hafði alltaf unnið úti og þá við verslunarstörf. Seinna varð hún ritari við barnaskólann. Hún var fram úr hófi minnug, eins áð- ur var minnst á. Og hún þekkti öll börnin og oftast ættir þeirra. Hún sat lengi í stjórn Rauða krossins og í gos- inu fór hún um allar sveitir Suð- urlands ásamt Eiríki og séra Karli Sigurbjörnssyni, sem var nýráðinn prestur til Vestmanna- eyja, að heimsækja Vestmanney- inga sem fluttu upp á land og fylgjast með líðan þeirra. Þau hjón eignuðust eina dóttur barna, Önnu Guðnýju sjúkra- þjálfara, og var hún sannarlega ljósið í lífi þeirra og seinna líka tengdasonurinn Egill Jónsson, svo ég tali nú ekki um börnin þeirra þrjú og fjölskyldur þeirra. Hún ferðaðist mikið með þeim innanlands og utan og fylgdist með þeim næstum fram á síðasta dag. Síðastliðið ár hefur hún átt við heilsubrest að stríða og hefur dvalist á Hraunbúðum. Hún bar sig vel og kvartaði sjaldan, þó hún væri oft sárlasin. Ég vil fyrir hönd gömlu félaganna úr kór Landakirkju þakka góða sam- veru öll árin og senda Önnu Guð- nýju og fjölskyldu innilegar sam- úðarkveðjur. Vertu Guði falin, elsku Gunn- hildur. Hólmfríður Ólafsdóttir. Við Þorsteinn áttum sameiginlega minningu frá Gerð- um í Garði en við ólumst báðir þar upp. Þorsteinn var kennari að mennt. Hann hóf kennslu við Gagnfræðaskólann í Keflavík ár- ið 1973 en ég var þar kennari er Þorsteinn hóf kennslu við skól- ann. Íslenska var hans aðal- kennslugrein. Hann var einnig menntaður frá Sjómannaskólan- um og stundaði sjómennsku á sumrin. Hann tók að sér að kenna pungaprófið og sjóvinnu við skólann en þar var hann á heimavelli. Sjómennska átti hug hans allan. Hann var afar góður kennari og átti auðvelt með að umgang- ast nemendur sína sem þótti vænt um hann. Þorsteinn var kennari af hugsjón. Ég tók eftir því að hann lagði metnað sinn í að gera vel við nemendur sína, ekki sízt þá sem áttu erfitt upp- dráttar. Veturinn 1978-1979 vorum við tveir í orlofi. Við settumst báðir á skólabekk þennan vetur við Há- skólann í Kaupmannahöfn. Þetta var ljúfur vetur og fjölskyldur okkar áttu þar góðan tíma sam- an. Þarna kynntist ég Þorsteini með öðrum hætti en áður. Hann var afar fjölhæfur og margfróð- Þorsteinn Elías Kristinsson ✝ Þorsteinn ElíasKristinsson fæddist 20. sept- ember 1928. Hann lést 5. febrúar 2017. Útför Þorsteins fór fram 14. febr- úar 2017. ur, hlýr og kunni að segja skemmtilegar sögur. Við hittumst oft, áttum reyndar afar ljúf og ánægju- leg samskipti allan veturinn í Kaup- mannahöfn. Sérstaklega man ég eftir fimmtíu ára afmæli hans í Kaup- mannahöfn. Margir vinir komu til að hylla Þorstein á afmælisdegin- um. Litla íbúðin í kollegíinu fyllt- ist af góðum vinum sem bjuggu í Kaupmannahöfn, reyndar svo mörgum að hann þurfti að flytja afmælið í salinn í kollegíinu. Þennan vetur áttum við góð samskipti og skiptumst á heim- sóknum. Við bjuggum ekki á sama stað, það var langt á milli okkar en við reyndum eins og hægt var að eiga góð samskipti. Þá má ekki gleyma Helgu Þor- kelsdóttur, eiginkonu Þorsteins, en þau kunnu svo sannarlega að gera stundina skemmtilega. Helga lifir nú mann sinn. Þau hjón eignuðust þrjú börn. Þau eru Þorkell, Kristinn Ársæll og Elín Þuríður. Ég geri mér vel grein fyrir þeirri tilfinningu sem grípur hjartað er sá hverfur sem gefið hefur lífinu stóran hluta af tilgangi sínum. En svona er lífsins gangur. Við eigum öll eftir okkar för um dalinn dimma. Ef til vill er vit- undin um það eitt af því sem ger- ir okkur mannleg. Við erum í fylgd hins eilífa samtímamanns allra manna á öllum tímum Ég votta fjölskyldu Þorsteins samúð mína, börnum hans og fjölskyldum þeirra og alveg sér- staklega Helgu eiginkonu hans. Gylfi Guðmundsson. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÍÐUR UNNUR BJARNADÓTTIR, áður til heimilis að Höfðagrund 26, Akranesi, lést á dvalarheimilinu Höfða 16. febrúar. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 28. febrúar klukkan 13. Blóm og kransar eru afþökkuð en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á dvalarheimilið Höfða. Þóra Einarsdóttir Ingjaldur Ásvaldsson Jóhanna Einarsdóttir Páll Skúlason Sigurður Már Einarsson Anna Steinsen Flosi Einarsson Katla Hallsdóttir Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR SIGURJÓNSDÓTTUR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki dvalarheimilisins Höfða fyrir einstaka umönnun, velvild og hlýju. Guðrún Þórðardóttir Ingileifur S. Jónsson barnabörn og barnbarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, VILBORG ÞORGEIRSDÓTTIR kennari, lést þriðjudaginn 21. febrúar. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 9. mars klukkan 13. Einar Sverrisson Þorgeir Einarsson Halla Kristín Þorsteinsdóttir Sverrir Einarsson Sólveig Ásgeirsdóttir Vilborg Rósa Einarsdóttir Tryggvi M. Baldvinsson Sigurlaug Vigdís Einarsdóttir Sigrún Unnur Einarsdóttir Sigurjón Bragason og ömmubörn Elskuleg móðir mín og tengdamóðir okkar, amma og langamma, GEIRLAUG GUNNFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Ásgarði í Reykholtsdal, lést miðvikudaginn 22. september í Brákarhlíð í Borgarnesi. Útför hennar fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 4. mars klukkan 13. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóð Brákarhlíðar, Borgarnesi, www.brakarhlid.is. Kolbrún Sveinsdóttir Bjartmar Hlynur Hannesson Ólafur Gunnbjörnsson Unnar Þorsteinn Bjartmarsson Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir Gunnbjörn Ólafsson Guðný Ösp Ólafsdóttir Ágústa Ósk Jónsdóttir og langömmubörn Elskulegur og ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁSGEIR GUÐBJARTSSON skipstjóri, Túngötu 9, Ísafirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði miðvikudaginn 22. febrúar. Útför hans fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 4. mars klukkan 14. Guðbjartur Ásgeirsson Ragnheiður Hákonardóttir Guðbjörg Ásgeirsdóttir Kristín Hjördís Ásgeirsdóttir Flosi Kristjánsson Jónína Brynja Ásgeirsdóttir Flosi Valgeir Jakobsson og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.