Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 Tatrafjöllin,Kraká&Prag sp ör eh f. Sumar 10 Paradís Tatrafjalla í Slóvakíu, Kraká í Póllandi og gullborgin Prag í Tékklandi eru meðal hápunkta í þessari glæsilegu ferð. Menning, saga og náttúrufegurð fara hér saman og láta engan ósnortinn. Við heimsækjum meðal annars Vínarborg, hið sögufræga landsvæðið Spiš, kynnum okkur Lubovna kastala, reynum skemmtilega prammasiglingu á ánni Dunajec og skoðum ævintýraborgina Kraká. 4. - 18. ágúst Fararstjóri: Pavel Manásek Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 288.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Þingmenn Framsóknarflokksinshafa lagt fram þingsályktunar- tillögu um opnun neyðarbrautar- innar á Reykjavíkurflugvelli. Til- lagan gengur út á að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verði falið að beita sér fyrir því að brautin verði opnuð svo fljótt sem verða megi.    Í greinargerð með tillögunni erbent á að Reykjavíkurflugvöllur gegni lykilhlutverki sem miðstöð innanlandsflugs og hafi þannig verulega þýðingu fyrir samgöngu- öryggi þjóðarinnar. „Flugvöllurinn er einnig afar mikilvægur fyrir sjúkraflug með sjúklinga af lands- byggðinni á Landspítalann. Eina hátæknisjúkrahús landsins er stað- sett í Reykjavík og því er nauðsyn- legt að tryggja eins vel og auðið er að leið sjúklinga af landsbyggðinni til höfuðborgarinnar sé ávallt greið. Reglulega kemur upp sú staða að veðurskilyrði og færð á flugbrautum Reykjavíkurflugvallar eru þannig að einungis er hægt að lenda á neyðarbraut vallarins,“ segir í greinargerðinni.    Þar er einnig bent á að stjórnFlugmálafélags Íslands og sér- fræðingar í flugmálum hafi skorað á yfirvöld að opna brautina á ný af öryggisástæðum, og minnt á nokk- ur tilvik þar sem ekki hafi verið hægt að lenda sjúkraflugvél á vell- inum, þar með talið tilvik síðla árs í fyrra.    Borgaryfirvöld sýna því enganskilning að í Reykjavík þurfi að vera flugvöllur og alls ekki að hann þurfi að gagnast við sem flest- ar veðuraðstæður. Borgarbúar og aðrir landsmenn hafa hins vegar skilning á þessu og það hlýtur Al- þingi einnig að hafa. STAKSTEINAR Tímabær tillaga Veður víða um heim 24.2., kl. 18.00 Reykjavík 5 rigning Bolungarvík 2 alskýjað Akureyri 4 rigning Nuuk -14 skýjað Þórshöfn 2 rigning Ósló 0 heiðskírt Kaupmannahöfn 1 léttskýjað Stokkhólmur 0 heiðskírt Helsinki -6 skúrir Lúxemborg 4 skúrir Brussel 6 léttskýjað Dublin 3 skýjað Glasgow 6 rigning London 7 léttskýjað París 8 léttskýjað Amsterdam 6 léttskýjað Hamborg 5 léttskýjað Berlín 3 léttskýjað Vín 9 skýjað Moskva 0 snjóél Algarve 17 heiðskírt Madríd 16 léttskýjað Barcelona 12 rigning Mallorca 15 léttskýjað Róm 12 rigning Aþena 16 léttskýjað Winnipeg -14 léttskýjað Montreal 2 alskýjað New York 17 heiðskírt Chicago 5 þoka Orlando 23 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 25. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:48 18:34 ÍSAFJÖRÐUR 8:59 18:33 SIGLUFJÖRÐUR 8:43 18:15 DJÚPIVOGUR 8:19 18:02 Borgarráð hefur samþykkt kauptil- boð í eignina Þingholtsstræti 25, sem jafnan hefur verið kallað Farsóttar- húsið. Kaupverðið er 220 milljónir króna. Kaupandinn er félagið Sjö- stjarnan ehf. og undir kaupsamning- inn ritar Skúli Gunnar Sigfússon, gjarnan kenndur við veitingastaða- keðjuna Subway. Fram kemur í bréfi Hrólfs Jóns- sonar, yfirmanns skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, sem lagt var fyrir borgarráð, að eignin var auglýst með áberandi hætti í dagblöðum og bár- ust tvö tilboð, það hærra kr. 220 milljónir frá Sjöstjörnunni ehf. Einnig kemur fram í bréfinu að gengið verði frá kaupsamningi um eignina að Þingholtsstræti 25 og 186 fermetra byggingarrétti að Þing- holtsstræti 25b, þegar deiliskipulag fyrir Grundarstígsreit hafi tekið gildi. Fyrirvari sé í tilboðinu um að fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga verði samþykkt auk hefðbundinna fyrirvara um fjármögnun. Sú kvöð verður sett í kaupsamning að öll skammtímagisting sé bönnuð í hús- inu og verður þeirri kvöð þinglýst. Við kaupsamning verða greiddar 160 milljónir í peningum og 60 milljónir verða greiddar samhliða útgáfu af- sals þremur mánuum eftir afhend- ingu eignar. Þingholtsstræti 25 er veglegt hús, reist af Sjúkrahúsfélagi Reykjavíkur á árunum 1882-1884 úr timbri og stendur á hlöðnum kjallara. Húsið er klætt með bárujárni. Eignin er skráð 563 fermetrar. Helgi Helgason, tré- smiður og tónskáld, teiknaði húsið. Fyrsti spítalinn í borginni Talið er að þetta sé fyrsta húsið sem byggt er á Íslandi gagngert sem spítali. Það var aðalsjúkrahús borg- arinnar til ársins 1902, þegar Landa- kotsspítali tók til starfa. Þá var húsið gert að farsóttarsjúkrahúsi fyrir þá sjúklinga sem þurftu að vera í ein- angrun. Síðustu áratugina var húsið gistiskýli fyrir útigangsmenn. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Farsóttarhúsið Tilkomumikil bygging á besta stað í miðborg Reykjavíkur. Með í kaupunum fylgir 186 fm byggingarréttur á lóðinni fyrir ofan húsið. Farsóttarhúsið selt á 220 milljónir  Sjöstjarnan ehf. keypti eignina Fulltrúar Orkustofnunar Noregs fjalla um orkustefnu til ársins 2030 í fyrirlestri í tilefni af 50 ára afmæli Orku- stofnunar. Þeir skýra meðal annars hvers vegna Norð- menn hafa fallið frá því að gera rammaáætlun um orku- framkvæmdir og hafa tekið upp nýtt fyrirkomulag. Rammaáætlun hér á landi á sér fyrirmynd í norsku reglunum. Stórþingið ákvað að breyta leyfisveitingaferlinu vegna þess að búið er að safna miklum upplýsingum um umhverfisáhrif virkjana og vegna þeirrar stefnumörk- unar að nýta samkeppnisforskotið sem landið hefur til nýtingar og útflutnings endurnýjanlegrar orku, að því er fram kemur í fréttum á vef Orkustofnunar. Yfirskrift fyrirlestrarins er: Orka til breytinga. Hlutur vindorku og vatnsorku í orkustefnu Noregs til 2030 – Auðlindir, kostnaður og leyf- isveiting. Fyrirlesturinn verður næstkomandi miðvikudag, 1. mars, kl. 15. Skráning er á vef Orkustofnunar, os.is. Af hverju falla Norðmenn frá rammanum? Stöð Norska kerfið var fyrirmyndin hér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.