Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 Dekraðu við þig daglega með dýrindis Lavender olíum. Slakaðu á líkama og sál með Lavender líkamsvörunum frá Weleda. Lavender jurtin hefur verið notuð um aldir vegna róandi eiginleika sinna. Njóttu þess að fá slakandi nudd með Lavender Relaxing Body Oil eða að setja Lavender Relaxing Bath baðmjólkina út í kvöldbaðið. Taktu svo með þér ilminn af Lavender ökrunum í sturtuna með Lavender Creamy Wash sturtusápunni — í samhljómi við mann og náttúruwww.weleda.is Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaísland Since 1921 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Komið og skoðið úrvalið Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Opið virka dag a 11-18 laugardaga 11-15 Áhinu árlega Norður-landamóti ungmennasem fram fór í Drammení Noregi um síðustu helgi tefldu Íslendingar fram ágætu liði í fimm aldursflokkum frá 10 til 19 ára aldurs. Við vorum með þrjá nýliða í hópnum en einn- ig stigahæsta keppandann, Vigni Vatnar Stefánsson, sem þurfti því miður að kljást við slæma háls- bólgu meðan á keppni stóð. Aðrir liðsmenn Íslands voru Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson, Hilmir Freyr Heim- isson, Bárður Birkisson, Nansý Davíðsdóttir, Óskar Víkingur Dav- íðsson, Robert Luu, Stefán Orri Davíðsson og Gunnar Erik Guð- mundsson, en tveir síðastnefndu voru nýliðar. Fararstjórar og þjálfarar voru undirritaður og Guðmundur Kjartansson. Á NM ungmenna er keppt um verðlaun í fimm aldursflokkum og mótið er einnig keppni allra sex Norðurlandaþjóðanna þar sem samanlagður vinningafjöldi ræður niðurstöðunni. Þessi keppni hefur fengið síaukið vægi undanfarin ár. Fyrir síðustu unferð voru Íslend- ingar með 1 ½ vinnings forskot á gestina, Norðmenn, og með góða stöðu með tilliti til sigurs í tveim flokkum. En í lokaumferðinni var eins og hin stífa dagskrá, tvær kappskákir á dag, kæmi loksins niður á einbeitninni. Dagur Ragn- arsson, Oliver Aron og Óskar Vík- ingur voru allir með unnar stöður en uppskeran var rýr, aðeins ½ vinningur úr þessum þrem mikil- vægu skákum og til að bæta gráu ofan á svart þá sigldu Norðmenn fram úr okkur í 6-landa keppninni þar sem íslenska liðið endaði í 2. sæti, Svíar urðu í 3. sæti, Finnar og Danir í 5. sæti og Færeyingar ráku lestina. Oliver Aron fékk silf- ur í sínum flokki og Robert Luu brons. Þeir hlutu báðir 4 vinninga en Dagur, Vignir, Óskar Víkingur og Bárður fengu allir 3 ½ vinning. Framkvæmd norsku skipuleggj- endanna var með miklum ágætum. Á mótinu voru tefldar fjölmarg- ar skemmtilegar skákir en skák Dags í 5. umferð var án efa sú fal- legasta. Það verður aldrei nóg- samlega brýnt fyrir ungum skák- mönnum að peð eru líka sóknarmenn; d- og h-peð hvíts ruddu brautina í eftirfarandi glæsiskák: NM ungmenna 2017: Dagur – Ragnarsson – Mikkel Jakobsen 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5. Bg5 h6 6. Bxf6 Dxf6 7. e3 Rd7 8. Bd3 g6 9. O-O Bg7 10. Hc1 dxc4 11. Bxc4 O-O 12. He1 Hd8 13. e4 e5 14. d5 Rb6 15. Bb3 Be6?! Óvenjulegur leikur í þekktri byrjun sem býður uppá þann at- hyglisverða möguleika að gefa drottninguna fyrir hrók og léttan. En Dagur ákvað að bíða átekta. 16. He3 cxd5 17. exd5 Df5 18. Re1 e4?! Vafasamur leikur. Og nú voru öll bestu skilyrði fyrir hendi til að láta drottninguna af hendi. 19. dxe6! Hxd1 20. exf7+ Kh7 21. Hxd1 Hc8 22. Rxe4 Rc4 23. He2 Db5 24. Hc2! Óþægileg leppun eftir c-línunni. 24. De5 25. Bxc4 Dxe4 26. Bd3! Dg4 27. Hxc8 Dxc8 28. Dxd1 29. Kf1 dugar skammt. 28. h4! Loftar út og hótar 29. h5. 28. ... h5 29. Rf3 Bxb2? Þetta peð er eitrað. Hann gat enn barist með 29. Bf6 sem hvítur svarar best með 30. b3 ásamt 31. Bc4. Að endingu mun f7-peðið allt- af ráða úrslitum. 30. Rg5+ Kg7 31. He1! Ba3 32. He6! Dc1+ 33. Kh2 Df4+ 34. g3 Dxf2+ 35. Kh3 Vel reiknað, svartur á ekki fleiri skákir. 35. Kf8 36. He8+ Kg7 37. Hg8+ - og svartur gafst upp. Eftir 37. … Kf6 vinnur 38. f8(D)+ eða 38. Re4+ Kxf7 39. Bc4+ og síðan fell- ur drottningin. Sókndjarfir fótgönguliðar Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Silfurhafi Oliver Aron Jóhannesson að tafli í Noregi. Á ég að bera virðingu fyrir Alþingi okkar? Nei, get það ekki, fyrst og fremst bera þingmenn sjálfir ekki virðingu fyrir störfum sínum, né að þeir virðist skilja störf sín. Og ekki fer mikið fyrir stjórnmálum hjá þeim, það er rifist, tuðað, nöldrað, kvartað og kveinað og svo fengin hugljómun af orðum annarra. En nú skal breyta þingsköpum, því að þeir ná ekki að mæta eða senda skilaboð klukkan átta, enda eru þá börnin að skríða yfir höfuðið á þeim. Hvernig fer annað fólk að? Svo er tekinn upp tími Alþingis til að kvarta undan „hagsýnum húsmæðrum“, vegna lík- ingar sem sögð var úr ræðustól. Bjarkey Olsen, lítilsvirðir þú þá hlut- verk móður og húsmóður? Já, mikil ert þú kona. Er ekki ætlun kvenna á þingi að heimilis- og fjölskylduvæða þingið? Þvílík firra, sem segir og sannar að þið skiljið ekki störf ykkar. Hvernig getur stjórnarandstaðan í sí- bylju rætt um skýrslur sem Bjarni Ben. á að hafa haldið leyndum fyrir kosningar – hann hefði bara átt að setja þær í hundrað ára leynd eins og VG og Samfylkingin gerðu, og hvern- ig fóruð þið með skýrslu Vigdísar Hauks, og svo leggist þið svo lágt að taka ykkur rétt til að rífast endalaust um bara þessar skýrslur. Er nokkur möguleiki á að taka mark á ykkur – nei. Nýjasta tillaga VG frá Steinunni Þóru er að skipta sér af fólki, hvernig og hvar það giftir sig, það er nefni- lega það hjá vinstrisinnaða fólkinu, það vill völd til að skipa fyrir og ráða yfir almenningi og helst koma öllum á ríkislaun, því að það kalla þau jöfnuð. Hvaða hringavitleysa og ofbeldi er frá þeim konum sem þiggja störf þeirra sem víkja þarf frá svo að þær komist að. Ef þetta er ekki ofbeldi frá þeirra hálfu, þá veit ég ekki hvað. Hvar er stolt þessara kvenna? Íslenskir þingmenn, sem ekki geta stýrt sínu eigin landi, telja sig færa um að blanda sér í stjórnmál annarra ríkja, samanber Bandaríkin, og kalla löglega kjörinn þjóðhöfðingja „fas- ista“ úr ræðustóli Alþingis, án þess að hafa um það hugmynd hvað felst í því að vera fasisti. Gæti það hent sig að lýðræðið sé misnotað? Já, fólk hafnaði Unni Brá í kosningum, en nei, hún er gerð að forseta þingsins, kona sem ætl- ar að fjölskylduvæða þingið og gerir sér enga grein fyrir vinnustað sínum, en mætir til þings með hvítvoðung, en hún á þó að vita að allt á sér stað og stund í lífinu. En nú er rétti for- setinn til að breyta og ruslast með þingsköpin. Á þingi situr nú fólk sem ég hvorki treysti né virði og vil ekki að taki ákvarðanir fyrir mig og landið mitt, land sem er verið að selja í bútum og sem við munum missa vegna glanna- skapar stjórnvalda. Glannaskapar sem felst í innflutningi á fólki, sem erfa mun landið og sem Íslendingum er gert að halda uppi, en það er auð- vitað mál komandi kynslóða að vinna fyrir þessu. Allt mögulegt neikvætt er að ger- ast í landi okkar, en kemst það að á þinginu – nei, þar er bara rifist og þrasað og greindarvísitalan lækkar og lækkar, svo og sýnin á lífið, þannig að auðvitað er ekkert verið að stjórna landinu. Mér þykir verulega miður að Þor- gerður Katrín sé komin á þing og hvað þá ráðherra, og mér þykir miður að ræðustóll Alþingis sé misnotaður í þras, plott og tuð. Bjarkey Olsen, Svandís Svavarsdóttir og Oddný Harðardóttir, það er kominn tími til þess að þið víkið af þingi og yngri þing- konur, þið þurfið ekki að hreyta út úr ykkur orðunum, það vantar alla yf- irvegun. Í lokin til Eiríks Bergmann, hrunið og stjórnun landsins, eruð þið ekki öll menntuð, og hvar erum við svo stödd? Væri ekki ráð fyrir þig að hætta að tala og kenna hægrimönnum og ómennt- uðum um það sem miður fer. Er ekki til vinstripopúlismi hjá þér? Nóg er til af vitru ómenntuðu fólki eins og það er líka til nóg af heimsku menntuðu fólki. Þú talar út frá lestri og þekkingu, en er nú endilega allt svo viturt sem frá þér kemur, það má deila um það. Alþingi og fleira Eftir Stefaníu Jónasdóttur »Nóg er til af vitru ómenntuðu fólki eins og það er líka til nóg af heimsku menntuðu fólki. Stefanía Jónasdóttir Höfundur býr á Sauðárkróki. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.