Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 32
32 MESSURá morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 Sunnudagur 26. febrúar Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11. Séra Nicholas Loyara frá Pókothéraði í Keníu prédikar og segir frá. Samkoma kl.17:00 í Grensáskirkju. Upphafsorð: Birna Gerður Jónsdóttir ljósmóðir og vara- formaður SÍK. En þið eruð útvalin kynslóð: Agnes M. Sigurðardóttir biskup. Söngur: Eva Dögg, Einar og Björg Samkoma kl. 17 í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð, Akureyri. Nicholas Loyara prestur í Pókothéraði, Keníu og Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins tala og segja frá. Tómasarmessa kl. 20 í Breiðholtskirkju. Skúli Svavarsson kristniboði prédikar og segir frá kristniboðsstarfinu. Mánudagur 27. febrúar Samvera kl. 20 í safnaðarheimili Egilsstaðakirkju. Nicholas Loyara prestur og Ragnar Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Kristniboðssambandsins tala og segja frá. Þriðjudagur 28. febrúar Samkoma kl. 20 í húsi KFUM og KFUK, Holtavegi Upphafsorð: Jón Kristinn Lárusson. Hvernig gengur í Ómó Rate? Karl Jónas Gíslason. Eignalýður, Guðs lýður, Guðs börn. Helga Soffía Konráðs- dóttir prófastur. Söngur: Helga Vilborg Sigurjónsdóttir. Miðvikudagur 1. mars Samkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum. Upphafsorð: Hjalti Jóel Magnússon. Guðs ríki sækir fram í Pokot: Nicholas Loyara. Kölluð til að víðfrægja. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prestur. Söngur: Gospelkór Árbæjar- og Bústaðakirkju. Fimmtudagur 2. mars Samkoma í Kristniboðssalnum kl. 20. Upphafsorð: Guðlaugur Gunnarsson Vitnisburður Nicholasar Loyara frá Pókot. Frá myrkri til ljóss. Ólafur Jón Magnússon skólaprestur. Söngur: Karlakór KFUM. Föstudagur 3. mars Hádegisfræðsla í Kristniboðssalnum kl. 12:10-12:50. „Hvaða trúboðsskilningur liggur að baki Matt 28.16-20?“ Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Kl. 20: Samkoma á alþjóðabænadegi kvenna í Háteigskirkju. Allir eru velkomnir, karlar, konur og börn með foreldrum. Hugleiðing: Ragnhildur Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Biblíufélagsins. Söngur: Ljósbrot, kvennakór KFUK. Laugardagur 4. mars Kl. 16:30: Samkoma í húsi KFUM og KFUK Garðarsbraut 1, Akranesi. Frásaga: Nicholas Loyara. Hugleiðing: Ragnar Gunnarsson. Kl. 22: Kvikmyndakvöld í Kristniboðssalnum. Sýnd verður kvikmyndin Risen frá 2016 með enskum texta. Aðgangur ókeypis, samskot til kristniboðsins. Myndin hentar ekki börnum. Sunnudagur 5. mars Samkoma í Kristniboðssalnum kl. 14. Umbreytingarkraftur fagnaðarerindisins í Pókot. Nicholas Loyara prestur. Hugvekja: Jón Kristinn Lárusson. Danshópur eþíópískra unglinga sýnir lofgjörðardans. Guðsþjónusta í Lindakirkju kl. 20:00. Nicholas Loyara prestur predikar og segir frá starfi kirkjunnar í Pókot. _________________________________________ Samband íslenskra kristniboðsfélaga Kt. 550269-4149, Gjafareikningur 0117-26-002800. „Víðfrægjum dáðir Drottins“ Kristniboðsvika 26. febrúar til 5. mars 2017 Aðventkirkjan í Reykjavík | Í dag, laug- ardag: Biblíufræðsla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Ræðumaður: Audrey Anderson. Barna- starf. Aðventsöfnuðurinn á Suðurnesjum | Í dag, laugardag: Biblíufræðsla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Ræðumaður: Kristján Ari Sigurðsson. Sameiginleg máltíð eftir samkomu Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Í dag, laugardag: Guðsþjónusta og kvöld- máltíðarathöfn kl. 11. Ræðumaður: Stefán Rafn Stefánsson. Biblíufræðsla kl. 11.50. Barna- og unglingastarf. Umræðuhópur á ensku. Súpa og brauð eftir samkomu AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Nicholas Loyara prédikar og segir frá starf- inu í heimasöfnuði sínum í Pókot-héraði í Kenía. Samskot til handa þeim söfnuði. Prest- ur er Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Ak- ureyrarkirkju syngja undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Sunnudagaskóli í Safnaðarheim- ilinu kl. 11. Umsjón sr. Hildur Eir Bolladóttir og Hjalti Jónsson. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Barnakór Seljakirkju kemur í heimsókn og syngur undir stjórn Rósalindar Gísladóttur. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjón- ar fyrir altari. Kór Árbæjarkirkju leiðir sönginn og organisti er Krisztina Kalló Szklenár. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safn- aðarheimilinu í umsjá Bryndísar Evu og Ingi- bjargar. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Benjamín Hrafn Böðv- arsson og Dagur Fannar Magnússon guð- fræðinemar annast samverustund sunnudaga- skólans. Kammerkór Áskirkju syngur, organisti er Magnús Ragnarsson. Kaffisopi í Ási eftir messu. Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Almennur söngur. Org- anisti er Magnús Ragnarsson. ÁSTJARNARKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. Meðhjálpari er Sigurður Þór- isson og prestur er sr. Ása Laufey Sæmunds- dóttir. Sunnudagaskóli á sama tíma undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur. Gestir koma í búningum, kötturinn verður sleginn úr tunn- unni og boðið verður upp á rjómabollur á eftir. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón með stund- inni hafa Sigrún Ósk og Guðmundur Jens. BREIÐHOLTSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Leiðtogar sunnudagaskólans, Steinunn og Steinunn, leiða samveruna og Örn Magnússon leikur á orgelið og flygilinn. Hressing í safnaðarheimili á eftir. Tóm- asarmessa kl. 20. Skúli Svavarsson kristni- boði prédikar út frá þemanu Þegar þú biðst fyr- ir. Þorvaldur Halldórsson leiðir tónlistina ásamt Tómararmessusönghópnum. Kaffi á eftir. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Tón- list og fræðandi starf fyrir börnin. Petra, Daní- el, Andrea, Jónas Þórir og Pálmi leiða sam- veruna. Messa kl. 14. Félagar úr kór Bústaða- kirkju undir stjórn kantors Jónasar Þóris. Messuþjónar aðstoða. Heitt á könnunni eftir stundina. Prestur er Pálmi Matthíasson. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11, prestur er sr. Magnús Björn Björnsson, organisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Félagar úr Kamm- erkór Digraneskirkju syngja, einsöngvari er Marteinn Snævarr Sigurðsson. Sunnudaga- skóli í kapellu á neðri hæð. Veitingar í safn- aðarsal að messu lokinni. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku, kl. 15 á litháísku og kl. 18 á ensku. Messa virka daga kl. 18 og má., mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnudagsmessa. DÓMKIRKJAN | Prestvígsla kl. 11. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, mun vígja. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. EYRARBAKKAKIRKJA | Messa kl. 11. Barnakór Eyrarbakka og Stokkseyrar syngur undir stjórn Kolbrúnar Huldu Tryggvadóttur. Kór Eyrarbakkakirkju. Organisti er Haukur Arn- arr Gíslason. Fermingarfræðsla eftir messu til kl. 12.45. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Kristinn Ágúst Frið- finnsson þjónar og prédikar. Kammerkór Mos- fellsbæjar flytur þætti úr flamingómessu og syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Símon Ívarsson spilar flamingó. Kaffisopi eftir stundina. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 11. Hljómsveit kirkjunnar leiðir stundina með Sigríði Kristínu og fleirum. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14. Hjörtur Magni Jóhannsson safnaðarprestur leiðir stundina. Fermingar- börn taka þátt. Sönghópurinn við Tjörnina leið- ir tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni, org- anista. Barnakór Fríkirkjunnar syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Við hvetjum fjölskyldur fermingarbarna til að mæta og vera með börnum sínum í guðsþjónustunni. Boðið verður upp á kaffiveitingar í safnaðarheimili að guðsþjónustu lokinni. GAULVERJABÆJARKIRKJA | Messa kl. 14. Barnastund í messunni. Altarisganga. Kór Gaulverjabæjarkirkju syngur. Organisti er Haukur Arnarr Gíslason. Sr. Kristján Björns- son. GLERÁRKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf í messu. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leið- ir almennan söng undir stjórn Valmars Välja- ots. GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Org- anisti er Hákon Leifsson. Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hefur Þóra Björg og undirleikari er Stefán Birkisson. GRAFARVOGUR - kirkjuselið í Spöng | Sel- messa kl. 13. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Vox populi syng- ur og organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Sunnudagaskóli kl. 13. Umsjón hefur Bjarki Geirdal Guðfinnsson og undirleikari er Stefán Birkisson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10 og bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl . 11. Messa kl. 11. Altarisganga. Samskot í líkn- arsjóð. Messuhópur þjónar. Félagar úr kirkju- kór Grensáskirkju syngja. Organisti erÁsta Har- aldsdóttir. Prestur er sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi eftir messu. Hversdagsmessa með léttu sniði á fimmtudag kl. 18.10-18.50. Þor- valdur Halldórsson sér um tónlist. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fjöl- skyldubolludjassmessa kl. 11. Prestar eru Karl V. Matthíasson og Sigurjón Árni Eyjólfs- son. Barnakór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Ásbjargar Jónsdóttur. Sigurjón Árni mætir með saxófóninn og spilar með Ás- björgu. Boðið verður upp á kaffi, djús og bollu- veislu í safnaðarheimilinu eftir messu. Hvetj- um fermingarbörn og foreldra þeirra að mæta í messuna. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa og sunnudagskóli kl. 11. Prestur er Jón Helgi Þór- arinsson. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Félagar í Barbörukórnum syngja. Erla Björg og Hjördís Rós stýra sunnudagskólanum. Kaffi- sopi og djús eftir stundirnar. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón barna- starfs Inga Harðardóttir. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. HÁTEIGSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Prestur Eiríkur Jóhannsson, organisti er Kári Allansson, félagar í Kór Háteigskirkju syngja. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11. Prestur Kristín Pálsdóttir. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Félagar úr kór Hjallakirkju leiða söng og messusvör. Sunnudagaskóli á sama tíma í salnum niðri í umsjón Markúsar og Heið- bjartar. Molasopi eftir messu. HRAFNISTA Hafnarfirði | Guðsþjónusta kl. 11 í Menningarsalnum á 1. hæð. Hrafnistukór- inn syngur. Kórstjóri er Böðvar Magnússon. Ritningarlestra les Edda Magnúsdóttir. Með- hjálpari er Guðmundur Ólafsson. Sr. Svanhild- ur Blöndal prédikar og þjónar fyrir altari. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barnakirkja og al- menn samkoma kl. 13. Ólafur H. Knútsson prédikar. Heilög kvöldmáltíð. Eftir stundina verður kaffi og samfélag. KEFLAVÍKURKIRKJA | Messa og sunnu- dagaskóli með sameiginlegt upphaf. Messu- þjónar taka á móti gestum og lesa ritningar- texta, Kór Keflavíkurkirkju leiðir sálmasöng undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista, sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar. Sunnu- dagaskólinn verður á sínum stað og í umsjón Systu, Unnar og Helgu. Súpa og brauð í boði eftir messu. KOLAPORTIÐ | Messa kl. 14, séra Ólafur Jón Magnússon og Ragnheiður Sverrisdóttir þjóna, Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving syngja og spila. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkj- unnar. Kærleikssmiðja sunnudagaskólans verður í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11, þar sem unnið verður með marvísleg listform; leik- list, tónlist, ljósmyndun og skúlptúragerð. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jó- hanna Gísladóttir þjónar og prédikar. Kór Lang- holtskirkju flytur valda þætti úr Sacred Concert eftir Duke Ellington í samstarfi við Stórsveit Tónlistarskóla FÍH undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar, kórstjóra og organista. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Messunni verður út- varpað á Rás 1. Sunnudagaskólinn fer fram í litla sal á sama tíma. Snævar Andrjesson og Sara Grímsdóttir taka á móti börnunum. Kaffi og meðlæti eftir stundina. LAUGARNESKIRKJA | Aftansöngur laug- ardag kl. 18. Nemendur úr Tónskóla Þjóðkirkj- unnar og Listaháskóla Íslands, sr. Davíð Þór Jónsson og Magnús Ragnrasson organisti. Messa sunnudag kl. 11. Arngerður María Árnadóttir organisti og kvennakór Vocalist. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari. Sunnu- dagaskóli á sama tíma. Kirkjukaffi á eftir. Helgistund í Hátúni kl. 13. 1.3. kl. 12. Kyrrðarstund. Tónlist, altarisganga og fyrirbænir. Samvera eldri borgara í kirkjunni kl. 13.30 . MOSFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Kjartans Jósefssonar Ognibene. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir þjónar fyrir altari. Sunnudagaskóli í Lágafellskirkju kl. 13. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Hljómur, kór eldri borg- ara í Neskirkju, syngur. Stjórnandi Hildigunnur Einarsdóttir. Organisti er Steingrímur Þórhalls- son. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Nebbi, Rebbi og Vaka koma í heimsókn. Umsjón Stef- anía og Ari. Samfélag á kirkjutorgi eftir messu og sunnudagaskóla. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Guðsþjónusta og barnastarf sun. kl. 14. Sr. Pétur Þorsteinsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messugutti er Petra Jónsdóttir. Barna- starfið er á sínum stað. Graduale Nobili syngur og leiðir messusvör og sálmasöng undir stjórn organistans Árna Heiðars Karlssonar. Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum. Maul eftir messuna. SALT kristið samfélag | Samkoma fellur inn í kristniboðsviku í Grensáskirkju kl. 17. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur Ninna Sif Svavarsdóttir, organisti er Glúmur Gylfason, kór kirkjunnar syngur. Sunnudaga- skóli á sama tíma í safnaðarheimilinu í um- sjón Jóhönnu Ýrar, æskulýðsfulltrúa og leið- toga. Súpa og brauð gegn vægu gjaldi í safnaðarheimilinu að messu lokinni. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11, hressing í lokin. Súpa kl. 12.30 og fræðslu- samvera kl. 13. Dr. Gunnlaugur A. Jónsson fjallar um áhrifasögu Saltarans og sýnir fjöl- breytt dæmi þar sem Davíðssálmarnir koma við sögu. Messa með altarisgöngu kl. 14, sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju syngur og Tómas Guðni Egg- ertsson leikur á orgel. Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 15.30. SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorg- unn kl. 10. Af hverju breytti kirkjan heiminum? Tryggvi Hjaltason talar. Messa og sunnudaga- skóli kl. 11. Sóknarprestur þjónar. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Leiðtogar sjá um sunnudagaskólann. Félagar úr Kammer- kórnum syngja. Kaffiveitingar og samfélag eft- ir athöfn. SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Hjartamessa. Vakin er athygli á einkennum og áhættuþátt- um hjartasjúkdóma. Af því tilefni hvetjum við ykkur til að mæta í rauðu. Eva Jónudóttir for- varnarfulltrúi flytur hugleiðingu og ferming- arbörn taka virkan þátt í þjónustunni. Kórinn leiðir okkur í söng og organisti er Tryggvi Her- mannsson. Hollar og hjartastyrkjandi veitingar og kaffi. SÓLHEIMAKIRKJA | Kirkjuskóli kl. 13.30 25. febrúar. Allir fá hressingu eftir stundina. Skátamessa í Sólheimakirkju kl. 14 26. febr- úar. Sr. Sveinn Alfreðsson þjónar fyrir altari. Organisti er Ester Ólafsdóttir. Guðmundur Pálsson skáti prédikar. Skátakórinn syngur nokkur lög undir stjórn Stefaníu Jónsdóttur. Meðhjálpari Valdís Ólöf Jónsdóttir. VÍDALÍNSKIRKJA | Messa og sunnudaga- skóli kl. 11. Sr. Friðrik Hjartar prédikar og þjón- ar ásamt messuþjónum. Félagar úr Kór Vídalínskirkju syngja. Organisti er Douglas Brotchie. Söngur, sögur og gleði í sunnudaga- skólanum. Molasopi og djús eftir messu. Kyrrðarstund er kl. 12 á þriðjudögum. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Messa kl. 11. Kór Víðiðstaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Prestur er Hulda Hrönn Helgadóttir. Sunnudagaskólinn kl. 11, umsjón María og Bryndís. Hressing í safnaðarsalnum eftir guðsþjónustu. ORÐ DAGSINS: Skírn Krists. (Matt. 3) Morgunblaðið/Arnór Keflavíkurkirkja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.