Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 ✝ Guðrún Ein-arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 26. nóvember 1932. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 8. febrúar 2017. Foreldrar henn- ar voru Einar Pét- ursson stórkaup- maður og Unnur Pjétursdóttir, hús- freyja og skrifstofustjóri. Systkini Guð- rúnar eru Pétur, Sigurjón, og Unnur, þau eru öll látin. Guð- rún giftist Birgi Þorvaldsyni 29. janúar 1955, dætur þeirra eru: 1) Kristín Súsanna Birgisdóttir, gift Jóni S. Kjartanssyni og eiga þau eina dóttur, Bergrúnu Ósk. 2) Guðrún Birgisdóttir, giftist Snorra Jóhannssyni, þau skildu. Börn þeirra eru Birgir Rafn, Ragnheiður Thelma, Viktor Már og Kara Lind. Barna- barn Guðrúnar er Magnea Rún. Seinni maður Guð- rúnar Birgisdóttur er Heimir Braga- son. Guðrún lauk gagnfræðaprófi frá Ingimarsskóla, en fór síðan til Eng- lands í einka- ritaraskóla. Hún hóf eftir það störf hjá SÍF. Guð- rún og Birgir hófu rekstur fyr- irtækisins Runtal-Ofna og ráku það um árabil þar til leiðir þeirra skildi, hóf Guðrún þá rekstur Ofnasmiðju Norður- lands og rak hana í nokkur ár. Guðrún lét mikið að sér kveða í málefnum aldraðra og barðist fyrir kjörum þeirra. Útför Guðrúnar hefur farið fram í kyrrþey. Þetta var nú ekki á teikniborð- inu seinast þegar við hittumst fyrir rúmri viku, ég á leið til Spánar og þú nokkuð hress og höfðum við orð á því við Heimir hvað þú litir vel út og hversu hress þú værir, við fengum okkur pönnukökur og kaffi og hlógum nokkuð mikið og sögðum nokkra brandara. En það er ekki spurt að því hvenær kallið kemur. Þú hafðir barist við heilsuleysi lengi. Þú hafðir verið inni á Hrafn- istu um nokkurt skeið og naust þess að komast í sund þar, en þú veiktist snögglega á föstudegi og kvaddir á miðvikudegi. Þú beiðst eftir mér þó að það gengi nú ekki vel að koma okkur frá Spáni. Það var mér mikils virði að sjá hvað það var mikil ró og friður yfir þér þegar þú kvaddir. Ég ætla ekki að hafa þetta langt, mamma mín, bið Guð að geyma þig. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson.) Þín Guðrún. Með söknuði kveð ég Guðrúnu móðursystur mína. Hún var jafnan kölluð Dúddý í fjölskyldunni. Minningar mínar um hana eru margar enda var hún tíður gest- ur á heimili foreldra minna. Hún kom oft með tópas handa okkur Auði og þegar mamma og Dúddý ræddu saman, mátti oft heyra þær hlæja mikið þessum bjarta og smitandi hlátri sem einkenndi þær báðar. Hún var alltaf glæsileg til fara og vildi hafa fallega hluti í kring- um sig eins og heimili hennar bar merki um. Andlát mömmu, sem lést árið 2005 langt um aldur fram, tók mikið á Dúddý og við ræddum oft saman um hana. Dúddý og ég töluðum reglu- lega saman síðustu árin og ég að- stoðaði hana með hluti eins og tölvur og síma. Hún hafði mikinn áhuga nýrri tækni og skarpur hugur hennar var ekki í vand- ræðum með að átta sig á snjall- símanum og fartölvunni þó að lík- amleg heilsa hennar væri mikil hindrun. Dúddý var baráttukona fyrir málefnum aldraðra, skrifaði greinar og veitti viðtöl um þau málefni í fjölmiðlum. Ákveðni hennar nýttist þar vel og hún hikaði ekki við að skrifa opið bréf til ráðamanna þjóðarinnar um málefni aldraðra ef svo bar undir. Dúddý dvaldi síðustu misserin á Hrafnistu og þar fór vel um hana þó að hún hefði viljað búa lengur í eigin íbúð en líkamleg heilsa hennar leyfði það ekki. Ég er þakklátur fyrir að hafa haft Dúddý í mínu lífi, þakklátur fyrir símtölin hennar á afmælis- dögunum mínum þar sem hún missti aldrei úr dag og þakklátur fyrir áhuga hennar á lífsgöngu barna okkar Jöru. Ég er viss um að fagnaðar- fundir hafi orðið hjá þeim systr- um fyrir handan. Hvíldu í friði, elsku Dúddý. Einar Sigurðsson. Elsku Dúddý. Þú hefur kvatt þennan heim. En minningarnar eru margar. Við Einar áttum góða og skemmtilega stund með þér á Hrafnistu fyrir síðustu jól með börnunum okkar. Þú gafst þeim ópal og súkkulaði eins og þú gerðir svo oft. Þau munu alltaf muna heimsóknirnar til þín og biðja að heilsa. Fyrir þessar stundir okkar er ég þakklát. Afmælisdagar okkar liggja saman og þú hringdir alltaf í mig, hinn bogmanninn, á afmælisdag- inn minn og við skiptumst á af- mælisóskum þar sem þinn dagur er daginn eftir. Fyrir þessi símtöl er ég þakklát. Mig dreymdi draum: Unnur tengdamamma, systir þín, kom eftir þér. Hún mun nú leiða þig yfir í land englanna þar sem margir taka á móti þér. Mig langar að kveðja þig með fallega ljóðinu sem við höldum öll upp á. Undir háu hamra belti höfði drúpir lítil rós. þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei það er minning þín. (Friðrik Jónsson/ Guðmundur Halldórsson.) Elsku Dúddý, takk fyrir sam- veruna. Fyrir hana er ég þakk- lát. Hvíl í friði. Kær kveðja, Jarþrúður Guðnadóttir (Jara). Elsku Dúddý mín, þá er komið að kveðjustund. Við erum búnar að þekkjast síðan við Guðrún, yngri dóttir þín, hittumst fimm ára og ákváðum að leika okkur saman í drullupollinum. Okkar vinátta hefur haldist síðan. Heimilið ykkar var glæsilegt og nýtískuleg. Allt af flottustu gerð, mikið af silfri og kristal og stór málverk á veggjum. Í eld- húsinu var stór ísskápur og elda- vélin og að auki uppþvottavél, sem ég hafði aldrei kynnst. Sím- inn var nýmóðins símtól á hvolfi og svo var kanasjónvarpið. Sama var með Barbie-dótið hennar Gunnu. Ég hafði aldrei séð svona flott föt og sportbíl. Á þessum árum voruð þið Birgir ennþá gift. Fyrsta minning mín var af ykkur uppáklæddum, á leið í veislu. Mér fannst eins og allir myndu taka eftir ykkur, þið voruð svo glæsileg. Þú hefur örugglega verið í rauðum kjól. Það var þinn litur. Rautt naglalakk, rauður varalitur og rauðar dragtirnar. Alltaf varstu tilhöfð og glæsileg. Síðar fluttir þú norður á Ak- ureyri til að reka Ofnasmiðju Norðurlands og Kristín, eldri dóttir þín, sá um heimilið á Hjarðarhaganum. Ég er ekki viss um að þú hefðir viljað sleppa þeim tíma þó að þetta hafi verið erfið ár, bæði í vinnu og fé- lagslega. Þekkjandi þig gafst þú ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Í reglulegum heimsóknum til Reykjavíkur voru vinkonukvöld á Hjarðarhaganum. Þetta voru gleðistundir og mikið hlegið. Frasar eins og „alltsvo þú mein- ar það ekki“ eru enn í dag not- aðir á mínu heimili. Þá vorum við sendar í Simmasjoppu til að kaupa Malt, Salem Lights og rauðan Opal. Það kæmi mér ekki á óvart að salan á rauðum Opal eigi eftir að dragast saman. Þú áttir alltaf einn rauðan Opal í veskinu ef ekki tvo og einn í kápuvasanum. Þegar þú tókst til hendinni í eldhúsinu á Hjarðarhaganum var það ekkert hálfkák. Ofnbak- að læri, með tveimur hæklum, og ofnbakaði kjúklingurinn, maður lifandi. Maturinn var dásam- legur og ekkert til sparað. Það var bara þannig sem þú gerðir hlutina, annaðhvort þannig að allir tóku eftir eða bara slepptir því. Eitt árið fengum við Gunna stærstu gerð af Nóa Síríus páskaeggi. Við fórum í Kron við Dunhaga og völdum eggin, ég held að allir krakkarnir í búðinni hafi öfundað okkur. En svo ákváðum við að prófa að henda eggjunum í gólfið og sjá hversu auðveldlega þau myndu brotna. Þú varst ekki glöð og páskaeggin urðu ekki fleiri. Lífið var ekki alltaf auðvelt hjá þér en ég er ekki viss um að þér hefði líkað það slétt og fellt. Þú naust þess að takast á við stór verkefni og láta til þín taka. Fyrir örfáum árum ofbauð þér staða eldri borgara og þá var ekkert annað í boði en að fá sjón- varpsfréttamenn í heimsókn. Helst held ég að þú hefðir viljað hitta ráðherra og láta hann gera breytingar á lögum samdægurs. Þannig varstu. Hlutirnir áttu að gerast og það sem fyrst. Ég held að flestir sem hafi hitt þig einu sinni muni alltaf eftir þér. Þú varst áberandi og hláturmild kona sem hafði sterkar skoðanir á hlutunum. Takk fyrir notaleg kynni og ekki síst fyrir yndislegar dætur þínar, sem hafa meira verið mér eins og systur. Þín Erna Svala. Guðrún Einarsdóttir ✝ Rúnar Ein-arsson fæddist á Haukabergi á Barðaströnd 16. febrúar 1962. Hann lést á heimili sínu 25. janúar 2017. Foreldrar hans voru Einar Björg- vin Haraldsson, f. 18.7. 1918, d. 14.5. 1995, og Klara Sveinsdóttir, f. 21.7. 1922, d. 18.10. 2009. Systkini Rúnars eru Erla Einarsdóttir, f. 3.2. 1943, Birgir Einarsson, f. 27.7. 1945, d. 6.5. 2016, Sveinn Ein- arsson, f. 9.9. 1951, Sigríður Einarsdóttir, f. 8.7. 1956, Har- aldur Einarsson, f. 22.7. 1958, stúlkubarn, f. 29.7. 1959, d. 29.7. 1959. Unnusta Rúnars var Erna Hlöðvers- dóttir, f. 27.12. 1964. Rúnar eign- aðist einn son með Katrínu Péturs- dóttur, f. 12.3. 1961. Sonur þeirra er Gestur Björgvin Rúnarsson, f. 22.12. 1980. Börn hans eru Iðunn Klara Gestsdóttir og Gestur Natan Gestsson. Sambýliskona Gests er Sandra Rut Þorgeirsdóttir. Börn hennar eru Katrín Elva Elmarsdóttir og Ívar Örn Elm- arsson. Dóttir Katrínar er Sús- anna Sigurlaug Hetting, f. 1.8. 1989, og leit Rúnar alltaf á hana sem dóttur sína. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Elsku Rúnar. Það er svo skrítið að sitja hér og þurfa að skrifa til þín. Að geta ekki bara tekið upp símann og hringt í þig og rætt um daginn og veginn. Margt kemur upp í kollinn minn en fyrst og fremst langar mig svo mikið að þakka þér fyrir alla þá ást og hlýju sem þú varst þekktastur fyrir. Eng- inn er tilbúinn að kveðja þá sem þeim þykir vænt um, en ég veit að þú ert kominn á góðan stað og búinn að eignast nýtt heimili og ef ég giska rétt þá ertu búinn að fá þér bát og siglir um heimsins höf. En lífið gengur víst svona hjá okkur öllum, en ég veit með vissu að þú ert hjá Guði, for- eldrum þínum, bróður þínum og systur þinni og horfir til okkar og ég veit að þú verður alltaf með okkur. Ég mun ávallt muna eftir þér með þitt yndislega hjarta, hlýju, hlátur og glottið sem aldrei vantaði hjá þér. Elsku Gestur minn, það er stórt skarð sem nú hefur mynd- ast en minningin um yndislegan föður, tengdaföður og afa mun lifa og veita okkur öllum styrk til að takast á við komandi stundir. Hvíldu í friði, elsku Rúnar minn. Þín tengdadóttir, Sandra Rut Þorgeirsdóttir. Hvort manstu vinur öll vorin okkar forðum hjá vík og sundum margt kvöld í draumi leið. Við gengum þögul og heyrðum sæinn syngja við sandinn kvæðið um það sem okkar beið. Og vafinn töfrum í vitund okkar beggja sú veröld sýndist en yfir skugga bar því leiðir skildust og bernskan er að baki en bylgjan kveður þó enn um það sem var. (Kristján frá Djúpalæk) Þau eru há og tignarleg fjöllin í kringum Haukabergsvaðalinn, Breiðafjörðurinn á góðum dögun nær óendanlegur og jökullinn í fjarska. Við áttum þetta allt – allt saman, himininn, heiðina og haf- ið. Hornabúið okkar í hlíðinni, kofann undir Bergjunum, felu- staðinn í fjörunni og fallegu steinana sem við tíndum við hyl- inn. Þetta var okkar heimur, okkar staður, sveitin okkar. Þar ólumst við upp og þar áttum við okkar seinasta alvöru spjall. Spjall um lífið og tilveruna, sitj- andi á steinum við ána þar sem þið vinur þinn voruð í sumar- frísútilegu. Orðheppni þín og húmor einstök og sýn þín á lífið þá þótti mér athyglisverð. Það fer ekki allt eins í lífinu og lagt er af stað með – baráttan er mis- hörð. Þinn húsbóndi var harður, óvæginn og grimmur. Þó hafðir þú stundum betur og það voru þér dýrmætir tímar og fjölskyld- unni líka trúi ég. Hjartahlýi og velviljaði æsku- vinur minn, góða ferð heim og hjartans þakkir fyrir allt. Það verður örugglega vel tekið á móti þér af góðum nýförnum vinum. Við sjáumst svo seinna í blómabrekkunni. Arney Huld. Rúnar Einarsson Mig langar með nokkrum fátækleg- um orðum að minn- ast vinkonu minnar Ingunnar Halldórsdóttur. Stór er orð sem ég tengi sterkt við Ingunni enda var hún kona með stóran persónuleika sem lét engan ósnortinn sem kynntist henni jafnt í leik sem starfi. Stórt bros sem hún var svo sannarlega óspör á og yljaði öll- um sem í kringum hana voru. Stóran faðm sem tók fagn- Ingunn Halldórsdóttir ✝ Ingunn Hall-dórsdóttir fæddist 29. mars 1961. Hún varð bráðkvödd 30. jan- úar 2017. Útför Ingunnar fór fram 10. febr- úar 2017. andi á móti öllum og þá sérstaklega þeim fjölmörgu ættingjum sem hún var dugleg að vera í sambandi við enda stórfjölskyldan henni hjartfólgin. Stóran, innilegan og fölskvalausan hlátur sem ég trúi að kalli fram bros á varir allra sem hana þekktu þegar þeir minnast hans og ég mun sakna meira en orð fá lýst. Stórar og sterkar skoðanir bæði á mönnum og málefnum en ekki síst knattspyrnu, mikið óskaplega skemmtum við okkur í rimmum okkar um fótbolta og þá ekki síst metingi á mili okkar ástkæru liða þar sem hennar heittelskuðu Chelsea-menn gátu ekkert gert vitlaust og voru hreint ósigrandi alveg sama á hverju gekk. Síðast en ekki síst kona með risastórt hjarta þar sem nóg pláss var fyrir alla, hún tók á móti mér með opinn faðminn umvafði mig hlýju og ást frá fyrsta degi og bjó til fagra minningu sem aldrei verður tek- in frá mér. Hvernig hún tók á móti strák- unum mínum eins þeir væru hennar eigin er minning sem mun hlýja mér út ævina og fyrir það verð ég óendanlega þakk- látur. Stóra ástina á ömmu „strákn- um“ Kút sem ekkert gat gert rangt, á milli þeirra myndaðist fallegt ástarsamband sem í sjálfu sér enginn skildi sem þekkti Ingunni en þau tvö áttu þessar fallegu stundir sem aldr- ei gleymast þeim sem urðu vitni að. Þrátt fyrir að kynni okkar Ingunnar væru stutt á mæli- kvarða lífsins og sannarlega mun styttri en við ætluðum, þá skilur hún eftir fagra minningu sem ekki gleymist og mér er efst í huga þakklæti fyrir þessar stundir sem við þó fengum og að hafa fengið að kynnast þessari stóru manneskju sem tók sér sinn stað í hjarta mínu og verð- ur þar á meðan ég lifi. Langar að lokum að kveðja mína kæru vinkonu með orðum Braga Valdimars Skúlasonar: Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt hverju orði fylgir þögn og þögnin hverfur alltof fljótt. En þó að augnablikið aldrei fylli stund skaltu eiga við það mikilvægan fund því að tár sem þerrað burt aldrei nær að græða grund. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. Þú veist að tímans köldu fjötra eng- inn flýr enginn frá hans löngu glímu aftur snýr. Því skaltu fanga þessa stund því fegurðin í henni býr. Benóný Valur Jakobsson. Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Hinsti vilji Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomu- lag útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til samtals um það sem er þér mikilvægast við lífslok þín. Viljayfirlýsing þín verður eftirlifendum mikilvægt leiðarljós. Samtalið og varðveisla upplýsinga er þér að kostnaðarlausu. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur Útfararstofa kirkjugarðanna Útfarar og lögfræðiþjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.