Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 31
arafgöngum sem á að mala niður. Sorpkvarnir fyrir heimili eru ekki gerðar til að mala niður hvaða af- ganga sem er. Þær ráða t.d. ekki við stór bein, hrátt fiskiroð, hrátt kjúk- lingaskinn og ýmsan trefjamikinn mat. Ofan í kvörninni eru spaðar sem þeyta matnum út til hliðanna. Þar eru raspar sem tæta matinn niður í 2 mm korn, en stærri agnir komast ekki út úr vélinni. Það sem fer út úr vélinni og í frárennslislagnir er því alls ekki í föstu formi heldur grugglausn sem er u.þ.b. 80% vatn. Í umræðunni er meðal annars talað um að sorpkvarnir framleiði fæði fyr- ir rottur og mýs og að frárennsliskerfi séu að stíflast af fitu. Sorpkvörnum er sömuleiðis kennt um að lagnir séu að skemmast vegna aukins álags á frá- veitukerfi. Lifa rottur og mýs á gruggvatni eða vilja þær frekar naga bitana sem sleppa í frárennslið frá heimilum sem ekki hafa sorpkvörn? Ef sorpkvörn er notuð eins og að ofan er talað um, þá er mælt með að nota kalda vatnið. Fita í föstu formi bráðnar því ekki heldur fer út sem litlar agnir. En ef fitu í fljótandi formi (sem sagt heitri) er hellt niður þá skiptir ekki máli hvort henni er hellt niður í klósett, vaska, ræsi eða jafnvel í gegnum sorpkvarnir, þá að sjálf- sögðu fer hún fljótandi inn í lagnirnar og kólnar á leiðinni og getur safnast saman og myndað stíflu. Því er ekki hægt að skella skuldinni á sorpkvarn- irnar varðandi þessa fitusöfnun. Það eru þeir sem hella fitunni sem valda þessu. Hversu margir hella niður af- gangi, til dæmis af kjötsúpu, í vaskinn eða klósettið, hvort sem sorpkvörn er til staðar eða ekki? Undanfarin ár hefur ferða- mannastraumur til Íslands stóraukist og árið 2016 voru þeir um 2 milljónir. Skemmdir vegna aukins álags má sjá víða, t.d. á vegakerfinu. Má kannski skella skuldinni bara á stóru rúturnar fyrir að bremsa óþarflega oft? Eða nei, er þetta kannski aðallega vegna karla yfir fimmtugt, bremsa þeir meira en aðrir? Þessi aukni ferðamannastraumur hefur kallað á mikla fjölgun hótela og veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu. Þar af leiðandi hlýtur að hafa stórauk- ist álagið á fráveitukerfið. Vænt- anlega leiðir það af sér að oftar þurfi að hreinsa möskvana í kerfinu. Vegna fjölgunar veitingastaða og annars hliðstæðs rekstrar velti ég því fyrir mér hvort reglum um fitu- og olíu- skiljur sé almennilega fylgt á þessum stöðum? Fyrir nokkru heyrði ég í útvarpinu neikvæða umfjöllun um sorpkvarnir en viðmælandinn færði engin sérstök rök fyrir máli sínu og fannst mér um- fjöllunin einkennast af fáfræði og for- dómum. Svona umræða gefur röng skilaboð til þeirra sem hlusta. Í fram- haldi af umræðunni um sorpkvarnir var talað um ýmislegt sem getur vald- ið stíflum í kerfinu og þá var nýlegt dæmi um joggingbuxur sem ollu stíflu í dælu. Við sem eigum sorpkvarnir vitum að joggingbuxur komast ekki svo auðveldlega í gegnum þær. Það er ýmislegt sem getur valdið stíflum í fráveitukerfinu sem algengt er að fólk hendi í klósettið, t.d. blautk- lútar, dömubindi, tíðatappar, bómull- arhnoðrar og margt fleira. Nauðsyn- legt þótti að fara af stað með auglýsingaherferð í sjónvarpi til að reyna að draga úr þessum úrgangi í fráveitukerfinu. Ég hvet stjórnsýsluna til að taka upplýsta ákvörðun. Ekki banna, bara til að banna. Meira: http://www.visualrebirth.com/ foodwaste/worldwide-use » Við hvetjum áhuga- sama og einkum þá sem vilja banna sorp- kvarnir, að kynna sér þessar kannanir betur. Höfundur er eigandi og stofnandi Kvarna ehf. sem flytja inn sorp- kvarnir ásamt ýmsum varningi fyrir byggingariðnaðinn. UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 Ármúla 24 - s. 585 2800 - www.rafkaup.is Opið virka daga 9-18, laugardaga 11-16 Ljós á mynd: ELLIPSE frá BELID PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 13. mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ Fermingarblað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 17. mars Fermingarblaðið er eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins. Fjallað verður um allt sem tengist fermingunni. samgöngumál Austurlands. Fram- koma Steingríms J. og Höskuldar Þórhallssonar gagnvart Vestfirð- ingum segir ekkert að útboð Fjarð- arheiðarganga sé í sjónmáli á þessu ári. Til þess er of mörgum spurn- ingum enn ósvarað á meðan enginn veit hvort of margar vatnsæðar leynist undir Fjarðarheiði. Á Mið- Austurlandi hafa komið upp harðar deilur milli Seyðfirðinga og Norðfirð- inga um rétta forgangsröðun jarð- ganga, sem tengja saman Hérað, Seyðisfjörð og Fjarðabyggð í eitt sam- fellt atvinnu-, samgöngu- og skóla- svæði. Fullvíst er talið að það takist aldrei án þess að grafin verði fyrst minnst tvenn veggöng milli Norð- fjarðar og Seyðisfjarðar ef viðkomu- staður Norrænu verður tengdur við Fljótsdalshérað með Fjarðarheið- argöngum, sem gætu orðið 13-14 km löng og þau lengstu hér á landi. Kostn- aðurinn við þessa gangalengd, sem talið er að verði um 30 milljarðar króna, mælist illa fyrir hjá Vegagerð- inni og talsmönnum fjárveitingavalds- ins, sem senda landsmönnum skýr skilaboð um að íslenska ríkið geti aldr- ei útvegað þetta fjármagn í svona dýrt samgöngumannvirki. Í stað þess að leiða allar staðreyndir um bættar samgöngur á villigötur mætti stuðn- ingsmönnum Fjarðarheiðarganga vera ljóst að margir ókostir geta fylgt 14 km gangalengd þegar öryggi veg- farenda er haft í huga. Seinlegra getur orðið fyrir vegfarendur að forða sér tímanlega út ef eldur kemur upp í öku- tækjum á ferð inni í göngunum. Þarna skiptir líka miklu máli að öryggi lög- reglu, slökkviliðs- og sjúkrabíla sé tryggt þegar óhjákvæmilegt er að treysta á sjúkraflugið vegna neyð- artilfella sem enginn sér fyrir. Hjá þingmönnum Norðausturkjördæmis fást engin svör þegar þeir forðast óþægilegar spurningar um kostn- aðinn við að setja upp loftræstibúnað í svona löngum veggöngum. Telja þessir landsbyggðarþingmenn það verjandi fyrir fámenn sveitarfélög með erfiða fjárhagsstöðu að þessi kostnaður hækki enn meir ef settar verða hertar öryggiskröfur um flótta- leiðir með eldvarnarhurðum beggja vegna ganganna undir Fjarðarheiði? Engin viðtöl veita þingmenn Norð- austurkjördæmis þegar fréttamenn spyrja hvað 13-14 km löng jarðgöng undir Fjarðarheiði kosti, komi þar upp sömu vandamál og í Vaðlaheiðar- göngum. Þá geta framkvæmdir við þessa gangalengd tekið meira en átta ár. Svo mikill getur kostnaðurinn við gerð Fjarðarheiðarganga orðið að óhjákvæmilegt yrði að fresta öðrum styttri göngum um allt land um 30-40 ár. Svo lengi vill bæjarstjórn Fjarða- byggðar aldrei bíða eftir tvennum göngum inn í Mjóafjörð sem tengja saman Eyvindarárdal á Héraði og Fannardal í Norðfirði. Af þessum sökum myndu vegaframkvæmdir víða um land sem þola enga bið áfram sitja á hakanum. Vel get ég skilið að Seyðfirðingar vilji verja sína heima- byggð og sinn tilverurétt þegar þeir hafa áhyggjur af því hverjar afleið- ingarnar verði af brotthvarfi Nor- rænu sem bæjarstjórn Seyðisfjarðar vill ekki missa. Fljótlegra væri að gera Mjóafjörð að einum tengipunkti milli Héraðs, Seyðisfjarðar og Fjarðabyggðar með þrennum veg- göngum ef kostnaðurinn við gerð Fjarðarheiðarganga, fer yfir 30 millj- arða króna. Sjálfgefið verður það ekki að talsmenn fjárveitingavaldsins og Vegagerðarinnar samþykki svona dýrt samgöngumannvirki sem erfitt er að fjármagna í fámennu landi, með allt of fáa skattgreiðendur. Um ókom- in ár verða svona samgöngu- mannvirki sem tryggja öryggi byggð- anna enn betur en uppbyggðir fjallvegir, á illviðrasömum og snjó- þungum svæðum í 500-600 m hæð, að standast hertar öryggiskröfur. » ...mætti stuðnings- mönnum Fjarð- arheiðarganga vera ljóst að margir ókostir geta fylgt 14 km ganga- lengd þegar öryggi veg- farenda er haft í huga. Höfundur er farandverkamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.