Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 Melia Benidorm 1. – 9. apríl | 10 nætur Verð frá:79.900 kr. og 12.500 Vildarpunktar. Á mann m.v. 2 í herbergi með hálfu fæði. Verð án Vildarpunkta: 89.900 kr. VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Orsök þess að Jón Hákon BA fórst við Aðalvík í júlí 2015 var að vél- báturinn var ofhlaðinn og með við- varandi stjórnborðshalla. Leiddi þetta til þess að í veltingi átti sjór greiða leið inn á þilfar hans, bæði yfir lunningu og um lensport. Kemur þetta fram í skýrslu nefndarinnar um slysið. Einn fórst í slysinu og þremur var bjargað. Þar segir enn fremur að lensibún- aður í lest Jóns Hákonar hafi ekki virkað vegna óhreininda í síu og að lestarlúgukarmur hafi verið óþéttur. Nefndin gagnrýnir harðlega ástand annars tveggja björgunar- báta vélbátarins. Sleppiloki stærri gúmmíbjörgunarbátsins virkaði ekki sem skyldi vegna skakks átaks milli lykkju og kólfs í sleppibúnaðnum og sökk hann því með Jóni Hákoni. Minni báturinn losnaði frá þegar Jón Hákon tók að sökkva, eftir að honum hafði hvolft. Báturinn hélst þó undir Jóni Hákoni og komst ekki frá fyrr en vélbáturinn snerist við á niður- leið. Þá var hann kominn of djúpt til að báturinn blési út. jbe@mbl.is Jón Hákon óvarinn veltingi  Rannsóknar- nefnd setur út á öryggisbúnað Morgunblaðið Halldór Sveinbjörnsson Jón Hákon Flakið var rannsakað í fjörunni við Suðurtanga á Ísafirði. Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur- borgar felldi til- lögur fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, Kjart- ans Magnússonar og Mörtu Guð- jónsdóttur, um að niðurstöður síð- ustu PISA- könnunar verði sundurgreindar og sendar stjórnendum skóla borgar- innar. „Við búum við þá sérstöðu að öll börn taka þessa könnun og við eig- um að nýta okkur það til að efla og bæta skólastarf í borginni,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í rökstuðningi meirihlutans segir að prófið skili meðaltölum fyrir ein- staka skóla sem séu skv. umsögn Menntamálastofnunar afar óná- kvæm og vart marktæk. „Deilt er um gagnsemi prófanna fyrir einstaka skóla en ég tel að við eigum að treysta því fagfólki sem rekur og stjórnar skólum borgar- innar til að meta þær upplýsingar sem prófið gefur,“ segir Kjartan og bendir jafnframt á að margir skóla- stjórar vilji fá niðurstöðurnar fyrir sinn skóla. „Mörg sveitarfélög landsins reka bara einn skóla og fá því í raun að sjá árangur sinna nemenda.“ Vilja birta niðurstöð- ur PISA Kjartan Magnússon  Skólastjórar vilja niðurstöðurnar Samherji hefur selt einn togara sinna, Oddeyrina EA 210, en geng- ið hefur verið frá kaupum norsks fyrirtækis á skip- inu. Að sögn Kristjáns Vil- helmssonar, út- gerðarstjóra skipsins, er salan hluti af endurnýjun skipaflotans, en tvö ný skip eru nú í byggingu og eitt þegar á leið til landsins, nýr Kald- bakur EA 1. Hann segir að utan aldursmunarins á skipunum sé sá reginmunur að Oddeyrin sé frysti- togari en Kaldbakur sé ísfisktogari. Samherji selur Oddeyrina Oddeyrin Flotinn endurnýjaður. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Veðrið á höfuðborgarsvæðinu náði hámarki rétt fyrir klukkan þrjú í gær og mældust vindhviður í kring- um 30 m/s úti fyrir Reykjavíkurflug- velli um það leyti. Í jaðri borgarinn- ar og utan hennar mældist vindur meiri, en á Reykjanesbraut fóru vindhviður upp undir 40 m/s og und- ir Hafnarfjalli fór vindur í verstu hviðunum upp í allt að 47 m/s. Þegar lægja tók á suðvesturhorni landsins upp úr miðjum degi fór að bæta í vind fyrir norðan og austan en hvassast var þó á norðvestan- verðu landinu í gærkvöldi. Vegum lokað við borgina Að sögn lögreglunnar á Suður- nesjum voru afar fáir á ferli þegar veðrið var sem verst í gær. Þá var Reykjanesbrautinni og Grindavíkur- vegi lokað um hádegi en Vegagerðin opnaði aftur fyrir umferð á þessa vegi rétt fyrir klukkan fjögur í gær. Fresta þurfti fimm flugferðum sem fara áttu frá Keflavíkurflugvelli á þessum tíma og lá allt innanlands- flug niðri í gær vegna veðurs. Hellisheiði, Mosfellsheiði, Lyng- dalsheiði, Nesjavallavegur og þjóð- vegurinn um Kjalarnes voru allir lokaðir um miðjan dag í gær. Þá lok- aði Vegagerðin fjölmörgum vegum á landinu öllu, m.a. veginum um Sand- skeið, Þrengslin og Suðurlandsveg milli Hvolsvallar og Víkur í Mýrdal. Björgunarsveitir til aðstoðar Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við mbl.is í gær að á annað hundrað björgunarsveitarmenn hefðu verið kallaðir út til að sinna verkefnum á Suðurlandi, Suðurnesj- um og á höfuðborgarsvæðinu og ná- grenni í gær, en eitthvað var um að bílar fykju út af vegum og nokkuð var um fok á lausamunum. „Björgunarsveitir hafa verið tölu- vert að aðstoða ökumenn bíla sem hafa fokið út af,“ segir Þorsteinn. „Lokunaraðgerðirnar og þessi mikla upplýsingagjöf í gær hefur hins veg- ar dregið verulega úr óþarfa um- ferð.“ Að sögn Þorsteins voru á milli 140 og 150 björgunarsveitarmenn að sinna veðurtengdum verkefnum þegar mest lét í gær. Tengdust verkefnin bæði lokun vega og al- mennri aðstoð. Hann sagði þó ekki svo mikið um að lausamunir hefðu fokið, mun meira hefði verið um að björgunarsveitirnar væru að sinna vegaaðstoð. Rútur og sjúkrabíll út af Sjúkrabíll fauk út af veginum við Bláfjallaafleggjarann, í nágrenni við gömlu námurnar, nokkru eftir há- degi í gær. Sjúkrabíllinn hafði verið kallaður út vegna rútu með ferða- menn sem rann til á veginum og festist. Að sögn slökkviliðsins á höf- uðborgarsvæðinu slasaðist enginn farþegi rútunnar. Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang og vildi ekki betur til en svo að annar fauk út af, en enginn slasaðist. Þá valt rúta með 15 manns rétt við Freysnes í Öræfasveit. Meiðsli á fólki voru minniháttar. Tvær rútur til viðbótar lentu einnig í vandræð- um og var fólk í þeim flutt á Hótel Skaftafell. Morgunblaðið/RAX Óveður Kalla þurfti út björgunarsveitarmenn til að loka vegum og aðstoða ökumenn bíla sem fokið höfðu út af vegum. Vegir lokaðir til allra átta  Loka þurfti vegum allt í kringum höfuðborgina í gær meðan mesta óveðrið gekk yfir  Björgunarsveitir kallaðar út til að sinna lokunum og aðstoða vegfarendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.