Morgunblaðið - 25.02.2017, Síða 45

Morgunblaðið - 25.02.2017, Síða 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 í Háholt 13-15 Mosfellsbæ eða Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík. Opið í dag frá 8.00-16.00 www.mosfellsbakari.is sími 566 6145 MOSFELLSBAKARÍ Vertu velkomin til okkar Langar þig í rjómabollu? Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er svo mikið af hlátri og gleði í kringum þig að þú getur ekki að því gert hvað þú ert léttur. Leggðu spilin á borðið og láttu fólk vita hvað þú vilt. 20. apríl - 20. maí  Naut Það færi best á því að þú sýndir hlut- leysi í deilu vina þinna. Einhver sem þú þekkir gæti líka gengið fram af þér á einhvern hátt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú mátt hreint ekki skeyta skapi þínu á þeim sem standa þér næst. Farðu í langa göngu, eða jaskaðu þér út í ræktinni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Viðbrögð fólks birtast ekki hvað síst í svipbrigðum og öðru sem ekki liggur í augum uppi. Að klæðast og innrétta er ekki duttl- ungar í þínum augum heldur ábyrgðarhluti. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Gefðu þér tíma til að sinna heimilinu og lyfta því upp með því að mála eða breyta til. Taktu því bara eins og hverju öðru hundsbiti og láttu ekki slettast upp á vinskapinn. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú mátt eiga von á miklum erli í dag og skalt því búa þig undir talsvert stress. Þú- dregur að fjölda fólks. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ættir að nota daginn til að velta fyrir þér sambandi þínu við eigur þínar. Hafðu þitt á hreinu og talaðu skýrt svo enginn geti ætl- að þér annað en það sem er. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það skiptir ekki máli þótt þú vitir ekki hvernig þú eigir að komast þangað sem þú vilt, þú finnur út úr því eins og venjulega. En stundum hefur maður líka unnið til þess sem gott er. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Lexían er þessi: Ekki taka neinu sem gefnu. Einvera er stundum uppspretta nýrra uppgötvana, það er eins og þær hafi marað í hálfu kafi. Ef þér líkar ekki eitthvað, segir þú strax nei. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að venja þig af þessum stöðugu áhyggjum sem þú hefur af öllum sköpuðum hlutum. Allt sem viðkemur hinu opinbera og stórum stofnunum gengur að óskum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú er góður tími til þess að leggja síðustu hönd á rannsóknir sem þú hefur lagt stund á að undanförnu. Allt sem þú kemst ekki lagalega inn í hentar þér ekki – punktur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú verður hissa þegar þú kemst að því hversu langt þú getur gengið gagnvart sjálf- um þér. Með réttu lagi tekst þér að sigla milli skers og báru. Vísnagátan er sem endranær eft-ir Guðmund Arnfinnsson: Kallaði forðum á faðirinn. Fer að rétta úr drengsnáðinn. Kunn er flík úr kindar ull. Kallast blaðra af lofti full. Helgi R. Einarsson nýkominn heim frá Tenerife segir að þar hafi þessar tvær lausnir á vísnagátunni komið upp í hugann: Ekki eru konurnar okkar niðurlútar. Fögnuðu er fundu svar. Fannst hér passa kútar. Ei skuggalegir skútar, skarlatsrauðir klútar né hyrndir sæðishrútar. Hér er lausnin: Kútar. Guðrún Bjarnadóttir svarar: Faðir minn kútinn kallar. Úr kútnum strekkist á guttum. Kútar kalbjarga puttum. Með kút við fljótum sko allar. Árni Blöndal á þessa lausn: Kölluðu bræður kútinn á kútnum úr snáðinn rétti sjóvettlinga upp setja má sundnámið kútur létti. Helgi Seljan leysir gátuna þannig: Faðirinn kallaði kútinn sinn á úr kútnum drengurinn rétta fer í kútinn áður menn klæddust þá við kennslu í sundi nýtur er. Pétur Friðrik Þórðarson svarar: Faðir vor kallar kútinn á. Úr kútnum snáðinn réttir. Klæðast ullarkútum má. Kútur sundið léttir. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Kallaði faðir á kútinn sinn.. Úr kútnum réttir drengsnáðinn. Kútur er flík úr kindar ull. Kútur er blaðra af lofti full. Þá er limra: Ef heyrðu menn raula hann Rút svola, af rommi var full hans kúthola. Þá dýrindis veig drakk hann í teyg, og síðan mátti hann sút þola. Og síðan kemur Guðmundur með nýja gátu: Fara verð ég strax á stjá, starfið brýnt mig kallar á, ötull hejast handa má, hérna kemur gáta smá: Hann er síst neinn happafengur. Hann er maður afar smár. Hann á fjórum fótum gengur. Í fimleikum hann þykir knár. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Faðir vor kallar kútinn Í klípu „TRÚIR ÞÚ Á ÁST VIÐ FYRSTU SÝN?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ER HUNDURINN EKKI SVANGUR?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar það er eins og vor sé í lofti. GRETTIR… JÁ, ELÍN? TÚNFISKUR DAÐRARINN ÞINN! HRÓLFUR! HVENÆR ÆTLAR ÞÚ AÐ HÖGGVA Í ELDIVIÐ? STORMURINN ER BÚINN AÐ VERA Í TVO DAGA! ÞEGAR STORMURINN ER BÚINN… HELDURÐU AÐ HANN VERÐI BÚINN Á MORGUN? ÖRUGGLEGA! HEPPNIN MÍN ENDIST EKKI AÐ EILÍFU! V ILTU GIFTAST MÉR? Það væri til mikilla bóta ef Íslend-ingar tækju upp vikuskipulag líkt og frændur okkar Danir og fleiri Norðurlandabúar. Það er, að notast við númer viknanna, þegar verið að skipuleggja viðburði og fleira. Við erum til að mynda núna að klára viku átta. Þessar merkingar standa inni á flestum dagatölum, eins og þeim sem maður fær frá bankanum, þó þessar tölur séu ekki almennt notaðar. x x x Það er hagræði að því að hafa hlutialltaf í ákveðnum vikum. Til dæmis er haustfríið í dönskum skól- um alltaf í viku 42. Foreldrar geta gengið að því vísu þegar þeir skipu- leggja frí, þá jafnvel langt fram í tímann. Í Reykjavík er snemma hægt að sjá næsta skólaár og frídaga en ekki lengra en það. Fæstir skipu- leggja sig kannski svo langt fram í tímann en það er gott að geta gengið að hlutum vísum. x x x Danskt samtal: A: „Hvenær ervetrarfríið næsta haust?“ B: „Nú auðvitað í viku 42.“ Íslenskt samtal: A: „Hvenær er vetrarfríið næsta haust?“ B: „Í októ- ber. Einhvern tímann um miðjan mánuðinn eða eftir miðjan mán- uðinn. Ég man að í fyrra var frí í kringum 20. október, held ég.“ x x x Það er nokkuð ljóst hvort er skýr-ara. Danir geta einnig gengið að ýmsum viðburðum vísum í tengslum við haustfríið, menningarnótt þeirra tengist alltaf þessu fríi. x x x Haustfríið danska var eitt sinnkallað kartöflufrí. Þá var frí í skólunum í viku 42 vegna þess að börnin þurftu að vinna. Það þurfti hjálp þeirra við að taka upp kart- öflur. Núna er fríið ekki til vinnu heldur til þess að börnin geti fengið hvíld frá hinu hversdagslega. Margir nota tækifærið og fara út úr bænum. Þeir sem eru heima gera eitthvað annað en venjulega. Börnin eiga skilið þessa tilbreytingu. vikverji@mbl.is Víkverji Jesús, ljós heimsins Nú talaði Jesús aft- ur til þeirra og sagði: „Ég er ljós heims- ins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins.“ (Jóh.. 8:12)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.