Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Side 2
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.3. 2017
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Ég sætti mig snemma við það að liðið mitt myndi líklega aldrei vinna.Þórsararnir mínir frá Akureyri hafa að vísu unnið marga frækna sigraí stökum leikjum en ég er meira að tala um heil mót í þessu sambandi.
Fyrir meira en aldarfjórðungi þefuðu þeir raunar einu sinni eða tvisvar af
sjálfum Íslandsbikarnum í knattspyrnu en allar götur síðan hefur því miður
verið afskaplega fátt að frétta. Tígurmennið Páll Gíslason kom Þórsurum að
vísu í úrslit bikarsins fyrir fáum árum, þar sem liðið lék andstæðing sinn,
KR, sundur og saman og refsaði tré-
verkinu eins og böldnum þræl. En
allt kom fyrir ekki; KR vann. Eins
og Sigtryggur forðum.
Einhver kann nú að benda á, að
Þór/KA varð um árið Íslandsmeist-
ari í knattspyrnu kvenna en ég verð
að viðurkenna að ég átti vont með að
taka þann titil til mín. Myndu Vals-
arar fagna Íslandsmeistaratitli Vals/
KR eða Vals/Fram? Þegar félög eru
sameinuð með þessum hætti er eðli-
legra að gefa þeim nýtt nafn, svo
sem Þorgils eða Akureyri. Það gerðu norðanmenn einmitt í handboltanum,
sameinað lið Þórs og KA heitir einfaldlega Akureyri. Ekkert skástrikabull.
Af einhverjum ástæðum tengi ég ekki vel við það lið og valdi mér því nýtt í
handboltanum – ég gæti aldrei haldið með öðru liði en Þór í fótbolta – Aftur-
eldingu í Mosfellsbæ. Það var raunar ekki gert af handahófi, einn maður ber
þar alla ábyrgð, tengdasonur minn, sem leikur með meistaraflokki félagsins.
Hann hefur gert mig að svo hörðum Aftureldingarmanni að ég skyrpi stáli á
leikjum á Varmá og myndi hlaupa undir valtara fyrir liðið.
Og viti menn, það er hreint ekki hægt að útiloka að Afturelding eigi eftir að
vinna mót enda þótt það hafi ekki ennþá gerst eftir að ég batt trúss mitt við
liðið. Mosfellingar hafa leikið til úrslita um Íslandsbikarinn tvö undanfarin ár
og tapið var svo naumt í seinna skiptið að það hlýtur að teljast innan skekkju-
marka. Um daginn laut Afturelding svo í gólf í úrslitum bikarsins.
Í ljósi sögunnar velti ég eðlilega fyrir mér hvort úrslit hefðu orðið á annan
veg héldi ég ekki með Aftureldingu. Ég meina, ég stýri nú einu sinni gengi
fornfrægs félags í útlöndum með hegðun minni; í hvorn sokkinn ég fer á und-
an og þar fram eftir götunum. Aftureldingar vegna er ég því alvarlega að
velta fyrir mér að hætta að halda með liðinu fyrir úrslitakeppnina í vor. Þá
ætti leiðin að Íslandsmeistaratitlinum að verða greið. Og hvert sný ég mér
þá? Varla til Akureyrar! Á ekki von á því að þeir ágætu piltar vilji mig aftur;
gætu mögulega brugðið á það ráð að senda sjálfan Sverre Jakobsson suður
til að koma fyrir mig vitinu. Nei, ég er alvarlega að gæla við Hauka.
Hafa þeir ekki unnið nóg?
Mínir menn
verða iðulega
undir í slagnum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hvar er sigurinn?
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
… tapið var svo naumt í
seinna skiptið að það
hlýtur að teljast innan
skekkjumarka.
Kristján Helgi Carrasco
Já, mér finnst allt í lagi að prófa það.
SPURNING
DAGSINS
Viltu leyfa
sölu áfengis
í matvöru-
verslunum?
Svanhildur Ómarsdóttir
Nei. Mér finnst það ekki við hæfi
fyrir ungt fólk.
Morgunblaðið/Ásdís
Birgir Baldursson
Nei. Verðið er nógu hátt fyrir. Við er-
um ekki tilbúin eins og staðan er í dag.
Ása Ögmundsdóttir
Nei, mér finnst þetta gott eins og
þetta er.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Anna Íris er nýútskrifuð sviðslistakona
frá Rose Bruford-skólanum í Englandi.
Hún er höfundur Hetjunnar, nýs leik-
verks sem frumsýnt var í Bæjarbíói á
föstudagskvöld. Leikhópurinn er allur á
aldrinum 14-26 ára en nánari upplýs-
ingar eru á midi.is.
Um hvað fjallar leikritið?
Leikritið fjallar um hóp af ungmennum sem alast upp
í stríðshrjáðu landi. Við erum aðallega að vinna með
samböndin á milli þeirra og hvernig draumar þeirra
breytast á tólf ára tímabili.
Af hverju ákvaðstu að skrifa um stríð?
Þegar ég var á friðarþingi skáta 2012 fékk ég tæki-
færi til að kynnast fólki frá mörgum mjög ólíkum
löndum og heyra skoðanir þess á stríði og ástæðum
þess. Út frá því fór ég að skoða áróður og áhrif hans á
börn. Ég myndi í raun ekki segja að sýningin eins og
hún er í dag sé um stríð, heldur frekar lærðan ótta við allt
sem er öðruvísi. Ég held að sá ótti sé eitthvað sem allir geti
tengt við á einhvern hátt.
Hvert er mikilvægasta hlutverk leikskálds?
Ef ég vissi það væri ég vafalaust betra leikskáld, en ég reyni
aðallega að skrifa handrit sem leikararnir geta unnið með á sem
fjölbreyttastan hátt, því leikararnir skrifa söguna alveg jafn
mikið og ég.
Segðu mér frá leikhópnum, hvernig er að
vinna aðeins með ungu fólki?
Leikhópurinn kemur úr öllum áttum. Sýningin er gerð með
Leikfélaginu Óríon og ég fékk meðal annars leikara þaðan.
Yngri krakkarnir komu samt í prufur sem voru auglýstar á
samfélagsmiðlum.
Ég er í skýjunum með leikhópinn, ég held að það sé mikil-
vægt að vinna með unglingum í sýningu um unglinga. Það
er alltaf þannig að leikararnir koma með nýja hluti inn í
sýninguna en ég finn einstaklega mikið fyrir því núna hvað
þeirra rödd skiptir miklu máli í sýningunni. Mig langar
mikið til að vinna með unglingum í framtíðinni, því ég hef
alltaf lært mjög mikið af að vinna með þeim. Ég er samt
ofsalega heppin með leikhóp í þessu verki, svona mikill
metnaður er vandfundinn.
Hvernig er að sýna í Bæjarbíói?
Bæjarbíó er auðvitað hrikalega fallegt og þar sem ég er
úr Hafnarfirði þykir mér vænt um það. Stjórn hússins
hefur verið ekkert nema hjálpleg líka og það hefur allt
gengið rosalega vel. Svo er líka hleri í sviðinu sem ég
held að allir leikararnir í hópnum séu búnir að leika
sér með, svo það er ný leið til að vinna með rýmið
líka.
ANNA ÍRIS PÉTURSDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Stríð og
draumar